Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 30
42
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989.
-)'U iii iinv
h.~"í' |iIi, ií 'iuny
Afmæli
Hjörtur Ó. Halldórsson
Hjörtur Ó. Halldórsson sjómaður,
Aðalstræti 126, Patreksfirði, varð
sextugur í gær.
Hjörtur fæddist á Patreksfirði og
ólst þar upp. Hann hefur lengst af
stundað sjómennsku á hinum ýmsu
fiskiskipum, trillubátum og stærri
vertíðarbátum á þorskveiðum og
síldveiðum en einnig verið á síðu-
togurum sem gerðir voru út frá Pat-
reksfirði. í mörg ár átti hann í félagi
m.b. Skúla Hjartarson með Torfa
Jónssyni.
Hjörtur kvæntist í október 1953,
Önnu P. Magnúsdóttur, f. 14.5.1930
og voru foreldrar hennar Magnús
Sigurðsson, b. í Hólum í Reykhóla-
hreppi, og kona hans, Ingibjörg
Pálsdóttir, en þau eru bæði látin.
Börn Hjartar og Önnu eru Margr-
ét Sigríður, f. 4.5.1953, húsmóðir og
starfsstúlka á barnadagheimili á
Bíldudal, gift Ottó Valdimarssyni
skipstjóra og eiga þau fimm böm,
Önnu Lilju, Elínu Hróðnýju, Valdi-
mar Bernódus, Fannar Frey og
Friðbjörn Steinar; Ingibjörg, f. 2.9.
1955, húsmóðir og starfsstúlka á
Skjólgarði, heimili aldraðra, gift
Ævari Guðmundssyni, verkstjóra í
Fiskiöju KASK á Höfn í Hornafirði,
og eiga þau einn son, Guðmund
Rúnar, auk þess sem Ingibjörg átti
fyrir einn son, Hjört Óla Sigurþórs-
son; Halla, f. 31.8.1956, húsmóðir í
Grænuhlíð í Bíldudalshreppi en
sambýlismaður hennar er Jón
Bjarnason, b. í Grænuhlíð, og eiga
þau þrjú börn, Söndru Dögg, Rögnu
Berglindi og Símon Frey; Friðbjörn,
f. 16.12.1957, búsettur í Gladstone í
Ástralíu, kvæntur Rosslyn Webster,
og eiga þau eina dóttur, Amy Mel-
issu; Steinunn Erla, f. 7.9.1960, hús-
móðir á Patreksfirði, gift Ólafi Helga
Haraldssyni sjómanni og eiga þau
tvær dætur, Þórkötlu Soffíu og
Heklu Ösp; Óttar, f. 16.1.1963, starfs-
maður í vélsmiðju í Grindavík,
kvæntur Ingu Friðu Gísladóttur,
húsmóður og skrifstofustúlku í
Gullvík 1 Grindavík, og eiga þau
einn son, Daníel Inga; Hrund, f. 31.5.
1970, afgreiðslustúlka, búsett í
Grindavík, en sambýhsmaður
hennar er Ingimar Hinrik Reynis-
son, nemi við Stýrimannaskólann í
Reykjavík. Áöur en Anna giftist
Hirti eignaðist hún son, Magnús S.
Gunnarsson, f. 19.11.1949, lögreglu-
mann á Patreksfirði, en sambýbs-
kona hans er Jensína Unnur Kristj-
ánsdóttir, bankafulltrúi í Sam-
vinnubankanum á Patreksfirði, og
eiga þau eina dóttur, Önnu Kristínu.
Systkini Hjartar: Jóhanna sem er
látin; Unnur, gift Karb Árnasyni,
b. á Kambi i Reykhólahreppi; Sigrún
sem er látin; Guörún, ekkja á Pat-
reksfirði eftir Gunnar Ólafsson; Jó-
hannes Páll, búsettur á Patreksfirði,
kvæntur Guðrúnu Árnadóttur; El-
ísabet, búsett í Reykjavík, gift Jó-
hanni Jónssyni, og Högni, búsettur
á Patreksfirði, kvæntur Rósu Hjart-
ardóttur.
Foreldrar Hjartar voru Halldór
Jóhannesson, f. á Húsavík í Suður-
Þingeyjarsýslu, 27.6.1891, og kona
hans, Margrét Sigríður Hjartardótt-
HjörturO. Halldórsson.
ir, f. á Valdasteinsstöðum í Hrúta-
firði, 8.11.1890.
Habdór var sonur hjónanna Jó-
hannesar Páls Jóhannessonar, skip-
stjóra frá Flatey á Skjálfanda, og
konu hans, Jóhönnu Elíasdóttur frá
VitaíFlateyjardal.
Margrét var dóttir Hjartar Jó-
hannssonar, ættaðs af Skógar-
strönd, og konu hans, ÓUnu Jóns-
dóttur, ættaðrar úr Húnavatns-
sýslu.
Pétur Ottesen Jónsson
Pétur Ottesen Jónsson rakarameist-
ari, Sogavegi 164, Reykjavík, er átta-
tíu og fimm ára í dag.
Pétur fæddist að Syðri-Rauðamel
í Kolbeinsstaðahreppi en flutti á
fyrsta árinu með foreldrum sínum
að Miðhúsum á Mýrum þar sem
hann ólst upp. Pétur vann við vega-
gerð og tók þá m.a. þátt í byggingu
Hvítárbrúarinnar í Borgarfirði 1922.
Hann útskrifaðist frá Bændaskólan-
um á Hvanneyri 1929, nam rakara-
iðn hjá mági sínum, Eyjólfi, hár-
skera í Bankastræti og útskrifaðist
sem rakarameistari 1934.
Pétur rak eigin rakarastofu á Sól-
vallagötu 9 og síðan á Laugavegi 10
í áraraðir en vann síðustu starfsárin
hjá tengdasyni sínum í Bókaverslun
Snæbjarnar.
Pétur kvæntist 5.10.1935 Kristínu
Ingibjörgu Elíasdóttur húsmóður, f.
29.9.1910, dótturElíasar Guð-
mundssonar og Sólveigar Friðriks-
dóttur á HelUssandi.
Dóttir Péturs og Kristínar Ingi-
bjargar er Guðríður EUn (Elsa), f.
14.3.1936, húsmóðir í Kópavogi, gift
Steinari Guðjónssyni bóksala, f.
1.12.1933, og eiga þau fiögur börn:
Kristínu, f. 1.5.1959, kennara, gifta
Sigurbirni Magnússyni og eiga þau
einn son, Magnús, f. 6.5.1987;
Björgu, f. 10.3.1961, viðskiptafræð-
ing, en sambýlismaður hennar er
Gísli V. Guðlaugsson og eiga þau
einn son; Guðlaug Steinarr, f. 13.4.
1984; Rakel, f. 4.12.1965, nemi, og
Bryndís, f. 5.11.1968, nemi.
Systkini Péturs: Þórunn, f. 12.12.
1895, gift Eyjólfi Jóhannssyni hár-
skera, en þau eru bæði látin; Jón,
f. 13.9.1898, b. á Miðhúsum, kvæntur
Nellý Pétursdóttur en þau eru einn-
ig látin; Einar Ágúst, f. 27.8.1900,
vegaverkstjóri, kvæntur Þórdísi
Sigurðardóttur en hann er látinn;
Kristófer, f. 30.7.1906, að Hóla-
brekku, kvæntur Auði Pétursdóttur
en hún er látin. Þá átti Pétur tvær
hálfsystur samfeðra, Oddrúnu og
Sigríði Dýrleif.
Foreldrar Péturs voru Jón Einars-
son, f. 18.6.1866, d. 1.8.1925, b. á
Pétur Ottesen Jónsson.
Miðhúsum, og kona hans, Helga
Jónsdóttir, f. 26.12.1864, d. 29.10.
1951, húsfreyja að Miðhúsum.
Foreldrar Jóns voru Einar Jóns-
son, b. í Litlaskarði, og kona hans,
Oddrún Jónsdóttir. Foreldrar Helg-
uvoru Jón Jónsson, b. og hrepp-
stjóri í Galtarholti, og kona hans,
Þórunn Kristófersdóttir.
Guðrún H.
Guðjónsdóttir
Guðrún HaUdóra Guðjónsdóttir
húsmóðir, Suðurvangi 2, Hafnar-
firði, er áttatíu ára í dag.
HaUdóra er fædd í Réttarholti og
ahn upp í Garði í Gerðahreppi. Þann
17.12.1933 giftist hún Jóhanni VU-
hjálmssynibifreiðarstjóra,f. 14.7.
1907.
Böm HaUdóru og Jóhanns eru:
Guðný Lilja, f. 1.8.1935, gift Hauki
Jónssyni prentara og eiga þau fiög-
urbörn.
Björgvin Þór, f. 5.5.1940, tækni-
fræöingur, fyrri kona hans var Bo-
dil Johansen hjúkrunarkona, f. 28.5.
1945, d. 5.9.1978, og eignuðust þau
tvö börn. Síðari kona Björgvins er
Katrín Bára Bjamadóttir og eiga
þau eitt barn en hann á þrjú stjúp-
börn.
Guörún Þóra, f. 2.5.1943, hár-
greiðsludama, gift Magnúsi Einars-
syni fasteignasala og-eiga þau þrjú
börn.
Systkini Halldóru: Jóhanna Lilja,
f. 4.6.1904, látin, gift Guðna Guð-
mundssyni, látinn, og eignuðust þau
þrjú börn; Svanhildur Ólaíía, f. 6.2.
Til hammgju meó afmælið 6. nóvember
Sígríður JónaUuistlóttir,
Vegamótum I, Seltjarnamesi.
Ólðf Ólafsdóttir,
Sæviöarsundi 15, Reykjavík.
Marta Krístjánsdóttir,
Eystra-Seljalandi, Vestur-Eyjíiijalla-
hreppí.
Tómas Steingrúnsson,
Furuvöllum 3, Akureyri.
Hann tekur á móti gestum í KA-heímil-
inu d afma:listiagirm milli klukkan 17
og 19.00.
Hanna S. Ingvarsdóttir,
Sólhfiimum 23, Reykjavik.:
Vilborg Iljartardóttir,
Skjöldólfsstöðum, Breíödalshreppi.
Aðalheiður Helgadóttir,
Langagerði 78, Reykjavík.
Marinó .Jónsson,
Spónsgerði 5, Akureyrí.
Páll Bjarnason,
Brekkuseli 20, Reylgavík.
Kristín Jónsdóttir,
Bárugötu •!, Dalvtk. : .
Guðrún Guðmundsdóttir,
Grýtubakka 4, Reykjavik.
Sveinn Brynjólfsson.
Birkiteigi 33, Keflavík.
Smmundur Örn Sigurjónsson,
Reyrhaga 10, Selfossi.
Sæbjörn Jónsson,
Ránargötu 29, Akureyri.
Laufey V. Hjaltalín,
Laufásvegi 3, Stykkishólmi.
Stefán Ölafsson.
Hotgörðum 3, Seltjarnarnesi.
Ingibjörg Bernhöft,
Stórateigi 20, Mosfellsbæ.
Hannes Stephensen Friðriksson
Guðrún Halldóra Guðjónsdóttir.
1907, ógift; Guðmundur, f. 9.5.1912,
látinn, kvæntur Kristínu Magnús-
dóttir, og eignuðust þau fiögur börn;
og Björn Guðni, f. 26.8.1914, kvænt-
ur Guðlaugu Sveinsdóttur og eiga
þauþijúbörn.
Foreldrar Halldóru voru Guðjón
Björnsson, smiður og sjómaður í
Réttarholti í Garði, f. 3.12.1876, d.
16.3.1961, og Guðrún Guðmunds-
dóttir húsmóðir, f. 6.9.1878, d. 9.6.
1961.
Hannes Stephensen Friðriksson,
verslunar- og veitingamaður, til
heimilis að Dalbraut 7, Bíldudal, er
fimmtugurídag.
Hannes fæddist á Bíldudal og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hann
stundaði nám við Héraðsskólann í
Reykholti og lauk þaðan gagnfræða-
prófi.
Auk ýmiss konar sumarvinnu á
unglingsárunum starfaði hann við
Verslun Jóns S. Bjarnasonar frá
átján ára aldri og þar til verslunin
var seld 1985, lengst af sem verslun-
arstjóri. Þá hóf hann, ásamt konu
sinni, rekstur Veitingastofunnar
Vegamóta sem hann hefur starf-
rækt síðan.
Hannes er einn af stofnendum
Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal.
Hann hefur unnið mikiö fyrir leik-
félagið á þeim tuttugu og fimm árum
sem það hefur verið starfrækt, og
verið formaður þess í fiölda ára.
Hannes situr í hfeppsnefnd Bíldu-
dalshrepps og hefur löngum gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt
sveitafélag.
Hannes kvæntist 22.8.1964, Þór-
unni Helgu Sveinbjörnsdóttur, f.
23.7.1946, veitingamanni. Foreldrar
Helgu: Sveinbjörn Samsonarson, f.
23.5.1920, d. 1975, lengstafsjómaður
frá Þingeyri, og Gíslína Þórarins-
dóttir, f. 10.4.1921, húsmóðir á Akur-
eyri
Hannes og Helga eiga fiögur börn.
Þau eru Þórarinn, f. 21.12.1964,
íþróttakennari og verkamaður,
kvæntur Svövu Hjartardóttur og
eiga þau eina dóttur, Hrefnu, f. 9.7.
1989, en auk þess á Þórarinn dóttur
frá fyrra hjónabandi, Pálínu Sjöfn,
f. 3.5.1983; Kristín Sigríður, f. 29.10.
1966, starfsmaður við Veitingastof-
una Vegamót, en sonur hennar er
Hannes Hjörvar Ragnarsson, f. 15.1.
1988; Elfar Logi, f. 4,2.1971, nemi,
og Birna Friðbjört, f. 7.7.1980.
Hannes á þrjú systkini. Þau eru
Valdimar, f. 6.1.1942, starfsmaður
hjá Reykjavíkurborg; Agnar, f. 14.7.
1945, forstjóri í Garðabæ, og Guð-
björg Sigríður, f. 19.12.1946, starfs-
maður Landsbankaps á Bíldudal.
Foreldrar Hannesar: Friðrik
Valdimarsson, f. 10.10.1915; d. 1978,
fisksali í Reykjavík, og eftirlifandi
kona hans, Kristín Hannesdóttir, f.
1.10.1910, húsmóðir.
Friðrik og Kristín bjuggu lengst
af á Bíldudal en fluttur til Reykja-
víkur 1957 og bjuggu þar síðan.
Andlát
Sérfræóingar
í blómaskreytingum
vió öll tækifæri
blómaverkstæði
INNA
Skóiavörðustíg 12
a horni Bercjstaöastrsetis
simi ! 9090
Caroll Baldwin Foster
Caroll Baldwin Foster, fyrrv. yfir-
maður Menningarstofnunnar
Bandaríkjanna á íslandi, til heimilis
að Vesturgötu 52, Reykjavík, lést
29.10. sl. en hann verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík á
morgun, þriðjudaginn 7.11., og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hann fæddist í Norfolk, 11.1.1908,
en foreldrar hans voru bæði af ensk-
um ættum. Foster stundaði nám í
byggingalist og hstfræði við Fíla-
delfíuháskóla en starfaði löngum
sem blaðamaður. Á námsárunum
tók Foster sér frí frá námi í tvö ár
og var þá yngsti meölimur hins
kunna Byrde-leiðangurs til suðurp-
ólsins 1928.
Foster varð forstjóri Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna í
Bangraden (Pakistan) í fiögur ár.
Hann starfaði síðan sem fréttamað-
ur í nokkur ár viö OVA í Washing-
ton DC og við sjónvarpsstöðvar þar
í borg, en var síöan skiþaður yfir-
maður Menningarstofnunar Banda-
ríkjanna í Afríku en því starfi
gegndi hann í þijú ár. Að því starfi
loknu vann Foster aftur við blaða-
og fréttamennsku en 1967 var hann
skipaöur yfirmaður Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna á íslandi.
Eftir þriggja ára starf hér á landi
kaus Foster enn aö starfa við blaða-
mennsku í Washington.
Fyrri kona Fosters lést úr berkl-
um ung að árum en þau eignuðust
einn son, alnafna foður síns, sem er
doktor í hagfræði og prófessor við
Califomiu-háskólann í Pasa-dena.
Kona Fosters er Helga Weiss-
happel Foster Ustamaður,
Caroll Baldwin Foster.
en Foster hefur nú verið bú-.
settur hér á landi í tíu ár. Foreldrar
Helgu voru Benedikt Waage, kaup-
maður í Reykjavík og forseti ÍSÍ, og
Elísabet Einarsdóttir söngkona.