Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 10
Utlönd Baker-áætlunin samþykkt ísraelsmenn hafa samþykkt til- lögur Bandaríkjanna, svokallaða Baker-áætlun, um viðræður ísra- elsmanna og Palestínumanna um hugsanlegar kosningar á herteknu svæðunum. Samþykktin var þó gerð með fyrirvörum er fréttaský- rendur telja að Bandaríkjamenn og Palestínumenn geti ef til vill ekki sætt sig við. Hið tólf manna innra ráðuneyti ísraelsstjórnar samþykkti í gær fimm liöa áætlun James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fulltrúar ísraelsmanna og Palestínumanna hittist í Kaíró í Egyptalandi til að ná samkomulagi um kosningar á herteknu svæðun- um. Heimildir segja að ísraelsmenn hafi sett það eftirfarandi skilyrði fyrir samþykkt; aö fyrirhugaðar viðræður snúist eingöngu um hugsanlegar kosningar; að þeir þyrftu ekki að eiga samningavið- ræður við þá fulltrúa Palestínu- manna er þeir teldu hafa of náin tengsl viö PLO, Frelsissamtök Pa- lestínu; aö í viðræðunefnd Palest- ínumanna verði eingöngu íbúar vesturbakkans og á Gaza-svæðinu, ekki frá austurhluta Jerúsalem né þeir er búi erlendis; Bandaríkja- menn lýsi opinberlega yíir skilyrð- islausum stuðningi við afstööu ísraelsmanna; Bandaríkjamenn og Egyptar lýsi yfir stuðningi sínum við að grundvallaratriði Camp David-samkomulagsins verði und- irstaða viðræðnánna og að ákveðið verði á fundi í Kaíró hvort um frek- ari fundi verði að ræða. Bandarískir embættismenn vilja ekki tjá sig um meint skilyrði ísra- elsmanna. En Radwan Abu-Ayash, stuðningsmaður PLO í austurhluta Jerúsalem, sagði skilyrðin vera „tálma í vegi friðar". Kvaðst hann telja að Bandaríkjamönnum sem og Palestínumönnum myndi án efa þykja erfitt að samþykkja þau. Reuter Rene Muawad, hinn nýi forseti Líbanons, sver embættiseið sinn í gær. Símamynd Reuter Líbanon: Aðsetur patríarka fyrir árás Kristnir harðlínumenn réðust í gærkvöldi inn í aðalbækistöðvar patríarks maróníta og sýndu hon- um lítilsvirðingu. Neyddu þeir patríarkann, Nasrallah Butros Sfeir, til að kyssa mynd af Aoun, yfirmanni herafla kristinna í Líb- anon. Árásarmennirnir tóku niður mynd af Jóhannesi Páli II páfa og hengdu upp mynd af Aoun í stað- inn. Áður höfðu mótmælendurnir, um hundrað talsins, sungið slagorð til stuðnings Aoun og veifað spjöld- um með myndum af honum. Einnig kveiktu þeir smáelda í nokkrum skrifstofuherbergjum. Talið er að þetta hafi verið fyrsta árásin á leiötoga valdamestu kirkju kristinna af kristnum sjálfum í sögu Líbanons nútímans. Mótmælendurnir voru greinilega reiðir Sfeir fyrir að hafa ekki lýst yfir samstöðu með Aoun þegar hann mótmælti forsetakjöri líb- anska þingsins í gær og friðar- áætlun Arababandalagsins. Kristnir harðlínumenn héldu í morgun áfram að mótmæla kjöri hins nýja forseta, Rene Muawad, sem er hófsamur maróníti. Hundr- uð manna óku um gotur austur- hluta Beirút og höfðu þeir límt myndir af Aoun á bíla sína. Skutu þeir upp í loftið í mótmælaskyni og hvöttu til allsherjarverkfalls. Sem leiðtogi bráöabirgðastjórnar kristinna lýsti Aoun yfir þingrofi á laugardaginn til að forsetakjörið færi ekki fram í þinghúsinu í Beir-, út. Þingmenn komu þá saman í flugstöð í norðurhluta landsins til að kjósa forseta og greiða atkvæöi um friðaráætlun Arababandalags- ins. Hún var samþykkt mótat- kvæðalaust. Aoun kallaði hinn ný- kjörna forseta leikbrúðu og hét því að halda áfram baráttu sinni til að hrekja alla sýrlenska hermenn á brott. Þrátt fyrir alþjóðlegan stuðning getur Muawad ekki komið í for- setahöllina í austurhluta Beirút né farið um svæði kristinna án þess að hætta lífi sínu. Samskipti Muawads við Sýrland eru góð og forseti Sýrlands, Hafez al-Assad, var fyrsti erlendi leið- tóginn sem óskaði hinum nýja for- seta til hamingju. Flestir aðrir arabaleiðtogar voru einnig fljótir aö lýsa yfir stuðningi sínum við Muawad. Reuter Að loknum þingkosningum í Grikklandi: Enginn flokkur með meirihluta Andreas Papandreou, leiðtogi grískra sósíalista, hvatti til samvinnu vinstri manna i samsteypustjórn i kjölfar niðurstöðu þingkosninga sem fram fóru í gær. Enginn einn flokkur náði meirihluta á þingi. Simamynd Reuter Leiðtogi grískra hægri manna, Konstantín Mitsotakis, greiðir atkvæði í þing- kosningunum sem fram fóru á sunnudag. Simamynd Reuter Þegar búið var að telja 94 prósent atkvæða í þingkosningunum, sem fram fóru á Grikklandi í gær, var ljóst að Frjálslynda demókrata- flokknum, hægri mönnum, hafði ekki tekist að ná meirihluta á þingi. Flokkurinn hlaut 46,4 prósent at- kvæða og 148 menn kjörna á þing miðað við rúmlega 44 prósent og 145 þingmenn í kosningunum í júní síð- astliðnum. Til að hljóta meirihluta þarf eitt hundrað og fimmtíu þing- sæti og einu betur. Fréttaskýrendur segja það næsta ómögulegt að hægri menn geti hlotið meirihluta, þrjú þingsæti, í lokatalningu. Sósíalistaflokkur Andreas Pap- andreous, fyrrum forsætisráðherra, hlaut 40,8 prósent og 128 þingsæti en 39 prósent og 125 þingmenn síðastlið- ið sumar. Kommúnistar töpuðu einna mest í þessum kosningum, hlutu 10,8 prósent og 21 sæti miðað við 13 prósent og 28 sæti í júní. Þau þrjú sæti, sem eftir eru, féllu i hlut sjálfstæðra frambjóðenda. Það ber aö taka fram að fyrrnefndar tölur eru ekki lokatölur þar sem enn átti eftir að telja sex prósent atkvæða snemma í morgun. Fréttaskýrendur segja að nú bendi allar líkur til þess að stærstu flokk- arnir hefji samningaviðræður um. samsteypustjórn - eða efnt verði til kosninga í þriðja sinn á einu ári. Leiðtogi Nýja demókrataflokksins, Konstantín Mitsotakis, viðurkenndi í gær að flokki sínum hefði ekki tek- ist að ná meirihluta en þetta er í annað sinn á þessu ári sem það mis- tekst. „Grikkland stendur á tíma- mótum en ég er bjartsýnn á að lausn á þessum vanda fmnist,“ sagði hann í viðtali við blaðamenn. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að landið sé ekki án leiðsagnar." Leiðtogar þriggja stærstu flokk- anna - Nýja demókrataflokksins, Sósíalistaflokksins og Kommúnista- flokksins - fá allir stjómarmyndun- arumboð. Takist þeim ekki að mynda samsteypustjórn verða kosningar í þriðja sinn í Grikklandi þetta árið, ef til vill þann 7. desember næstkom- andi. En þangað til lausn finnst á stjómmálaástandinu í Grikklandi, annaðhvort með stjórnarmyndunar- sammngum eða kosningum, mun forseti hæstaréttar, Yannis Grivas, sitja í embætti forsætisráðherra. Papandreou, leiðtogi Pasok-flokks sósíalista, kvaðst ánægður með frammistöðu flokks síns í kosning- unum og hvatti til samvinnu vinstri manna í stjórnarmyndun. Papandre- ou, sem var forsætisráðherra frá ár- inu 1981 til júní í sumar, mátti þola mikið tap í kosningunum í júní. Síð- an þeim lauk hefur hann verið mikið í sviðsljósinu vegna einkamála sinna og meintrar spillingar. En nú bættu sósíahstar við sig þremur þingsæt- um. Það voru kommúnistar sem töpuðu einna mest í kosningunum. Segja fréttaskýrendur að þeir hafi reitt marga stuðningsmenn sína til reiði í sumar er þeir mynduðu samsteypu- stjórn með hægri mönnum. Markmið þeirrar stjórnar var að kanna meinta spillingu í stjórn Papandreous. Fréttaskýrendur telja að niður- stöður kosninganna þýði aukinn þrýsting á kommúnista að íhuga samstarf við sósíalista. Kommúnist- ar hafa sagt að samstarf viö Pasok- flokkinn komi ekki til greina á með- an forsætisráðherrann fyrrverandi sé við stjórnvölinn þar. Æth Papandreou sér að ná meiri- hluta á þinginu þarf hann að vinna á sitt band kommúnista auk tveggja afþeim þremur sjálfstæðu frambjóð- endumsemunnuþingsæti. Reuter Píanósnillingurinn Vladimir Horowitz lést í gær í New York, 85 ára að aldri. Tónlistarunnendur úm allan heim syrgja nú snillinginn sem var aðeins þriggja ára þegar móðir hans hóf að kenna honum á píanó í Kænugarði. Horowitz var sex ára gamall þegar hann hóf formlegt nám í píanóleik. Foreldrar hans mátu hæfileika hans en ólu hann ekki upp eins og undra- barn. Ef byltingin hefði ekki orðiö 1917 hefði Horowitz helgað líf sitt tónsmíðum. Hann varð konsertpían- isti í staðinn til að geta séð fyrir fjöl- skyldu sinni sem missti allar eigur sínar í byltingunni. Þegar Horowitz fór frá Sovétríkj- unum 1928 hét hann því að snúa aldr- ei aftur. Það gerði hann þó 1986 og var það sigurfór. Upptakan af tón- leikum hans í Moskvu hefur rokselst síðan. Reuter Horowitz á æfingu fyrir tónleikahald i Bretlandi 1982. Simamynd Reuter Vladimir Horowitz látinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.