Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. 3 Fréttir Jón Ásbjömsson fiskútflytjandi: Fjármagnaði kaup á kvóta Eldeyjar-Hjalta „Ég held aö sá misskilningur aö erlendir flskkaupendur séu aö kaupa aflakvóta hér á landi og fá skip til að veiða fyrir sig sé tilkominn vegna þess að nokkur dæmi eru um að fisk- kaupendur erlendis hafi greitt fyrir- fram fyrir fisk. Eins eru dæmi til um að þeir hafi veitt útgerðarmönnum lán. Þetta hefur allt farið rétta leið í gegnum bankakerfið og ekkert ólög- legt við það,“ sagði Jón Ásbjörnsson fiskútflytjandi í samtali við DV. Jón sagði að það væri rétt að hann hefði fjármagnað kvótakaup fyrir útgerðarfyrirtækið Eldey hf. á Suð- umesjum. Það er Eldeyjar-Hjalti GK sem hefur veitt fiskinn sem hefur síöan verið fluttur út í gámum og seldur á mörkuðum. Jón sagðist hafa veitt Eldey hf. þjónustu sína við söl- una á erlendum mörkuðum, selt fyr- irtækinu beitu og séð um öll útflutn- ingsskjöl. Hann sagðist síðan draga frá 27 krónur á kíló þegar hann geröi upp við Eldey hf. en það var sú upp- hæð sem hann greiddi fyrir kílóið af þorski í þeim kvóta sem hann keypti. Jón Ásbjörnsson benti á að þaö væri ekkert sem bannaði íslenskum fiskútflytjendum að kaupa aflakvóta á frjálsum markaði og fá báta til aö veiða fyrir sig. Hann sagði að eitt- hvað væri um þetta hér en ekki í stórum stíl. Jón Norðfjörð, stjórnarformaöur Eldeyjar hf., staðfesti í samtali við DV að Jón heföi fjármagnað kvóta- kaup fyrir þá en fiskurinn væri síðan alfarið eign Eldeyjar hf. Fyrirtækið fengi þá peninga, sem fyrir h'ann fengjust á erlendum markaði, að frá- dregnu því sem Jón lagöi út fyrir kvótann. -S.dór - Eldeyjar-Hjalti GK, sem áður hét Vöttur. Áhrif aflasamdráttar á fiskvinnsluna: Afkoman versnar um 2-3 prósent Sá samdráttar í botnfiskveiðum sem ráðgerður er á næsta ári mun draga afkomu fiskvinnslunnarinnar niður um 2 til 3 prósent. Þá er miðað við að vinnslunni takist að draga jafnmikið úr megninu £if breytilegum kostnaði til jafns við samdráttinn. Til viðbótar samdrættinum stend- ur frystingin nú frammi fyrir því að útborgunum úr verðjöfnunarsjóði verður hætt um áramót. Við þaö mun hagur hennar versna um 3 prósent. Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnun- ar frá síðasta mánuði er frystingin rekin með 2 prósent hagnaði en sölt- un með um 3 prósent tapi. Að teknu tilliti til samdráttar á næsta ári mun söltunin falia niður í 5 til 6 prósent tap. Þá er gert ráð fyr- ir að gengisbreytingar haldi í við fiskverðsbreytingar og verð- og launahækkanir innanlands eða óbreyttu raungengi. Frystingin fær á sig tekjutap vegna afnáms verðbóta til viðbótar við sam- dráttinn. Hún mun því verða rekin með um 3 til 4 prósent tapi á næsta ári miðað við sömu forsendur. Útreikningarnir hér að ofan eru mjög lauslegir en gefa þó nokkuð rétta mynd af þeirri þróun sem er framundan. Þeir sýna að ef fisk- vinnslan á að vera réttum megin við núllið á næsta ári þarf enn að lækka raungengi krónunnar, þó að ekki sé gert ráð fyrir því í þjóðhagsspá, ef ekki verður gripið til róttækra ann- arraaðgerða. -gse TiUaga stjórnar Framkvæmdasjóðs: Tryggingasjóður fisk- eldislána lagður niður Stjórn Framkvæmdasjóðs hefur lagt til við ríkisstjórnina að Trygg- ingasjóður fiskeldislána verði lagður niður. Ástæðan fyrir þessu er sú að þau lán, sem sjóðurinn veitir, eru svo óhagstæð og dýr aö þau muni engu bjarga heldur verða hengingaról fiskeldisfyrirtækja. Lán sjóðsins eru dollaralán og ofan á þau vill sjóðurinn fá 30 prósent vexti. Undir slíkum íjármagnskostn- aði geti engin starfsemi risið, að mati stjórnar Framkvæmdasjóðs. Þá hefur einnig komið fram megn óánægja hjá fiskeldismönnum með starfsemi sjóðsins. í tillögunni til ríkisstjórnarinnar er lagt til að í stað Tryggingasjóðs fiskeldislána komi nýr sjóður með nýja stjórn, venjulegur afurðalána- sjóður, og að hann yfirtaki þau lán sem fiskeldisstöðvar hafa tekið hjá Tryggingasjóðnum. UPPLYSINGAR: SIMSVARI -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.