Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Page 15
r FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. 15 Er slysaskattur- inn sjálfsagður? Miklar upphæöir fara í súginn á hveiju ári hjá okkur íslendingum vegna umferðarslysa. FuUyrða má aö sá skattur sé áriega 3-4 milljarð- ar. Ekki verða þjáningamar mæld- ar né margs kona óþægindi sem fylgja slysum og óhöppum. Hér er um að ræða stórt heilbrigðisvanda- mál. < En hvað er til ráða? Af ýmsu er að taka en ég vil í þessu greinar- komi telja upp nokkur atriði sem fullvíst má telja að hafi jákvæð áhrif til þess að fækka slysum í umferðinni. Fræðslan Umferðarfræðslu þarf að efla, ekki aðeins meðal skólanemenda heldur einnig meöal almennings. Með bættum kennsluháttum og ekki síst með hetri hjálpargögnum nú síðustu ár, myndböndum, tölv- um o.fl., má ná langt til þess að þekking á þessu sviði verði fyrir hendi og nýtist rétt. Sérstaklega þurfa allir að temja sér góða umgengnis- og aksturs- hætti þannig að góð fyrirmynd meðal reyndari vegfaranda stuðli að góðum venjum og viðhorfum nýliða í umferð. Hér þurfa meðal annars foreldrar að láta sig þessi mál varða í víðtækum skilningi. Samkvæmt umferðarlögum er sveitarstjómum skylt að hafa sam- ráð við skólayfirvöld um ráðstafan- ir til þess að vemda höm fyrir hættum í umferð. Efla þarf starf umferðar- og skólanefnda á sviði umferðarfræðslu og umhverfis- mála svo frekari árangurs sé að vænta. Kjallariim Guðmundur Þorsteinsson, námsstjóri umferðarfræðslu ámi. Gmndvöfl að jákvæðum við- horfum ungs fólks í mannlegum samskiptum þarf að leggja strax á heimilum og í skólum. Reglur um starfsemi ökuskóla era ekki fyrir hendi hérlendis og er skömm að slíku árið 1989, á sama tíma og ís- lendingar eru önnur mesta bílaþjóð heims með um 1,7 íbúa á hvern bíl. Aðstaða til ökunáms er mjög mis- jöfn eftir landshlutum en með fræðilegum námskeiðum til undir- búnings ökunáms og prófs í 12 framhaldsskólum á landinu er þó gott skref stigið í rétta átt. Með þessum námskeiðum jafnast að nokkra aðstaða nemenda úti á landsbyggöinni miðað viö nemend- ur á höfuðborgarsvæðinu og á Ak- ureyri þar sem ökukennarar reka ökuskóla. „Á tölvuöld er skráning misgerða í umferð auðveld og brýnt að þessum málum sé sinnt sem mikilvægum þætti í forvarnastarfi umferðarmála.“ Kennsla Ökukennsla er oft nefnd í um- ræðunni þegar rætt er um leiðir tfl bættrar umferðarmenningar. Víst er ökukennslan veigamikill þáttur til þess að nýliðar í akstri standi vel að vígi í umferðinni. En það er þó hæpið að viðhorfs- þætti ökunema verði gerð nægileg skil í 14-20 tíma verklegu ökun- Það vill þó oft gerast að nemend- ur séu sendir of snemma á nám- skeið ökuskólanna, þ.e. þeir hafa þá ekki lesið námsefnið yfir og hafa því minna gagn af náminu en ella. Nemendur ættu ekki að sækja öku- skóla fyrr en þeir hafa lesiö náms- efnið yflr og verið a.m.k. 6-8 tíma í verklegu námi. Þetta á við þegar ökuskóli er tekinn á einni viku, 12 Merkingumn i umferð er oft ábótavant, ekki sist þar sem viðgerðir fara fram. tíma námskeið. Reyndar væri heppilegra fyrir nemendur að dreifa námskeiðinu á lengri tíma, a.m.k. á tvær vikur - tíminn vinnur með nemendum í þessu tilliti og rýmri tími skapast til lestrar milli kennslustunda. Það er einnig of algengt að nem- endur hafi of lítinn fyrirvara á að panta ökutíma hjá ökukennurum; þeir ættu að panta tíma a.m.k. með mánaðarfyrirvara. Þannig tækist að skipuleggja námið betur. ökuferilsskrá Á síðustu árum hefur umræða um ökuferilsskrá með punktakerfi verið mikið til umræðu og telja flestir, sem vinna að umferðarör- yggismálum, mjög tímabært að taka upp slíkt kerfi hérlendis. Með því móti næðist betur til þeirra ökumanna sem þurfa á endur- hæfmgu að halda og með vel upp- byggðu punktakerfi mætti fækka slysum tíl muna þegar frá líður, sé miðað við reynslu annarra þjóða. Á tölvuöld er skráning misgerða í umferð auðveld og brýnt að þess- um málum sé sinnt sem mikilvæg- um þætti í forvamastarfi umferð- armála. Það hefur komið í Ijós að íslensk- ir ökumenn erlendis hafa spjarað sig allvel og því mættí ætla aö það aðhald, sem ökuferilsskrá getur veitt hér heima, eigi fullan rétt á sér. Merkingar Frágangi gatna og merkinga í umferð er oft ábótavant og er mikil- vægt að meiri nákvaemni sé við- höfð í þeim efnum. Daémi um þetta er viðvörun vegna vegavinnu og ónógar merkingar við aðalbrautir, einkum á stofnbrautum. Númera- merkingar á húsum, bæði íbúðum og stofnunum, era oft í ólestri og ættu umferðarnefndir í umboði sveitarfélaga að láta sig þetta varða. Til verulegra bóta eru ný leiðarmerki á skiltabrúm sem sett- ar hafa verið upp í Reykjavík nú á síðustu vikum. Umferðarljósum hefur og fjölgað í Reykjavík og eru nú umferðarljós á 56 gatnamótum, auk þess sem handstýrð gang- brautarljós era á 30 stöðum í borg- inni. Utan Reykjavíkur hefur ljósum einnig fjölgað og nú er brýnna en áður að ökumenn veiti umferðar- ljósum athygli í tíma og skapi sér ákveðinn takt í umferðinni, m.a. til þess að hitta á „grænu bylgjuna“. Gott aksturslag að þessu leyti yfir- færist á fleiri þætti umferðar og stuðlar að öryggi meðal vegfar- enda. Guðmundur Þorsteinsson Að gefa mat „Færið forseta lýðveldisins gjafabréf um starfsemina og óskið eftir að forset- inn verði verndari hennar.“ .. .ódýrara að dreifa mjólk og mjólkurvörum beint frá Seifossi," segir meðal annars í greininni. - í Mjólkurbúi Flóamanna, Selfossi. Nýlega var birt yfirlætislítil til- kynning í fréttum frá landbúnaðar- ráðuneytinu um slátrun og með- höndlun búfjár og væri ekkert merkilegt við það ef ekki hefði ver- ið hnýtt aftan við tveimur setning- um sem ég held að fæstir hafi veitt sérstaka athygh. Þar segir að bændur megi slátra heima tíu dilkum hver og einungis til nota fyrir heimilisfólk sitt. - Bannaö sé að gefa það. - Ég segi nú bara: Er ekki mælirinn að verða fullur ef banna á bændum á íslandi að gefa mat? Ef þörf er á að hefta íslenska bændur gerið það þá með einhverju ööra en að troða á þeirri gestrisni sem hvergi stendur hærra en með- al bænda. Eftir hvaða lögum og á hvemig stjómarskrá eru slík lög og reglur byggðar sem heimila ráð- herra landbúnaðarmála að til- kynna aðra eins endaleysu og hér er gert? Góðir bændur era þjóðinni jafnnauðsynlegir og súrefni, alveg sama hvaö Jónas Kristjánsson, rit- stjóri DV, reiknar. (Sölvi Helgason reiknaði líka.) Hlutverk bænda í þjóðlífinu er að sjá þjóðinni fyrir mat, hollum, góðum og umfram allt ódýram mat, en varðandi síð- astnefnda atriðiö hefur bændur borið allverulega af leið. MatvæU á íslandi eru orðin alltof dýr og það svo að úr hófi keyrir en ekki er það aUt bændum að kenna. Fáið þjóðina með ykkur Landbúnaðarvörur eru í dag rúmlega 50% dýrari en þær voru í mars 1963. Verkamaður, sem fékk 4,82 lítra af mjólk fyrir klukku- stundarvinnu í mars 1963, fær í dag 3,18 lítra fyrir sömu vinnu. Hann Kjallariim Hilmar Haraldsson, vélfræðingur þarf því rúmlega 50% meiri tíma til að vdnna fyrir sama magni og það sættir hann sig ekki við. Vél- væðing landbúnaðarins og fram- farir, sem hefðu átt að verða öllum til hagsbóta, hafa skilað okkur 50% afturábak. Það er margt sem betur má fara hjá bændum sjálfum og það verða þeir að taka til alvarlegrar endur- skoðunar. Stór mistök bændastétt- arinnar eru að hún vfll vera að vasast í hlutum sem eru ekki í hennar verkahring, svo sem mjólk- urvinnslu og dreifingu og kjöt- vinnslu og dreifingu, en það er hlutverk annarra aðUa í þjóðfélag- inu. Því segi ég: bændur, hristið af ykkur slenið. Fáið þjóðina með ykkur. Þá mun þjóðin veija ykkur þegar þið þurfið á henni að halda. Þegar misvdtrir stjórnmálamenn fara að semja við Efnahagsbanda- lagið þá verða bændur að hafa þjóð- ina með sér. Mjólkurbú að óskabarni Bændur á Suðurlandi: þið eigið að gefa þjóðinni Mjólkurbú Flóa- manna og gera það að óskabarni þjóðarinnar. Færið forseta lýðveld- isins gjafabréf um starfsemina og óskið eftir að forsetinn verði vemd- ari hennar. Stjórn fyrirtækisins skal skipuð þannig að formaður sé húsmóðir (aö minnsta kosti 5 bama móðir). Aðrir stjórnarmenn séu: einn sjómaður, einn verkamaður, einn iðnaðarmaður og einn opinber starfsmaður. Hlutverkið er að sjá fólki fyrir hollum, góðum og umfram allt ódýrum mjókurvöram án allrar skattlagningar. Síðan á að leggja niður mjólkurstöðina á Bitruhálsi og flytja starfsemina, sem þar er, í Mjólkurbú Flóamanna því það er ódýrara að dreifa mjólk og mjólk- urv'öram beint frá Selfossi en að flytja hana fyrst í vdnnslu til Reykjavdkur og dreifa svo frá Reykjavík. Þaö sparar stórar upphæðir ein- ungis að losna viö dýrar byggingar, brauðgerð og smurbrauðsstofu bænda á Bitruhálsi, fyrir nú utan forstjóra og aðra yfirmenn sem óþarfir verða því aðrir eins eru á Selfossi. Bændur, sýnið stórhug í verki. Það hafið þið sýnt áður. Ger- ið það sem erlendir búvörufram- leiðendur koma aldrei til með að gera á íslandi. Gefiö þið, gefið þið mikið. Hilmar Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.