Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 12
efiPt H38M3VÖV! .Or HU0AGUT3Ö3 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Lesendur Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Steingrímur Hermannsson á blaðamannfundi (erlendur túlkur i bak- grunni). „Óljóst um hinn raunverulega tilgang heimsóknar forsetans hingaö til lands..segir m.a. í bréfinu. Samningamir við Evrópubandalagið: Sérstök „sér- staða“ íslands Spumingin Kanntu ráö viö kvefi? Bára Baldursdóttir, húsmóðir:Klæða sig vel og borða hvítlauk allt árið. Bryndís Hauksdóttir, hjúkrunar- fræðingur:Nei, ef ég kynni það þá væri ég líklega milljónamæringur. Samúel Sigurðsson nemi: Drekka vodka í gegnum nefið er óbrigðult við nefrennsli. Áskell Bjarnason nemi:Borða hvit- laukstöflur og þá sérstaklega vel þeg- ar kvefið er byijað. Karl Gislason leiksmiður:Þolinmæði er eina ráðið því ekkert annað er til. Jón Jóhannesson skrifstofúmaöur: Já, eitt staup af koníaki klikkar ekki. S.P.E. skrifar: Nú hefur sjálfur Frakklandsforseti komið til landsins til að ræða við ís- lenska ráðamenn um málefni EFTA og samningaviðræður við Evrópu- bandalagið. Þótt enn sé óljóst um hinn raunverulega tilgang heim- sóknar Frakklandsforseta hingað (utan hvað sagt er að hér hafi farið fram almennar viðræður) eru stjórn- málamenn skýjum ofar vegna heim- sóknarinnar og láta hafa eftir sér hin furðulegustu ummæh þar að lútandi. Heyrst hafa setningar eins og þess- ar: „íslendingar eiga vináttu Mitter- rands vísa“ (haft eftir forseta lands- ins). - „Skilningur Mitterands á sér- stöðu okkar hefur stórpólitíska þýð- ingu“ (haft eftir utanríkisráðherra). - „Dýrmætt tækifæri til að gera grein fyrir sérstöðu okkar“ (haft eftir for- sætisráðherra). - Lítið heyrist frá stjómmálamönnum stjónrarand- stöðunnar enda eru þeir ekkert með í ráðum þegar þessi mál ber á góma, Gríniðjan: Fagfólk að verki Ragnheiður skrifar: Ég var svo lánsöm nýlega að komast á sýningu hjá Gríniöj- unni, Brávallagötu/Arnamesið í íslensku óperunni. Ég held ég megi seáa að ég hafi aldrei skemmt mér eins vel eða hlegið jafn míkið og raunin varð þama á sýningunni - Gamlir, löngu gleymdir spékoppar og hlátur- rumpur komu í Ijós í andliti mér og ég er hreinlega með harðsperr- urí magavöðvunum eftir kvöldið. Ég vil þakka öllum aöstandend- um þessarar sýningar og óska þeim til hamingju með tilvemna. Þetta er stórkostlegt lið fagfólks enda er útkoman eftir því. Við værum illa stödd ef ekki væri þetta fólk til aö lífga upp á tilveruna á þessum „síðustu og verstu tímum“. - Ég ætla að vona okkar allra vegna að þau haldi sinni grín-iöju áfram svo aö hlát- ur og hressileiki haldi velli í okk- ar „stressaða“ og þungbúna sam- félagi. Hláturinn lengir lífið, það er ekki spuming. Ég sé fram á langa ævi eftir þetta kvöld. - Þakka ykkur fyrir, krakkar! og hafa ekkert aö segja á þeim vett- vangi þótt þeir vildu eitthvað til málanna leggja. En það er þetta með „sérstöðu“ ís- lands sem vefst dálítið fyrir mér, og þó einkum þaö hvernig þetta orð er notað. Sega má að allt snúist nú um þetta eina orð. Halda menn í raun og vem að Frakklandsforseti eða aðrir áhrifamenn innan EB séu komnir með „sérstöðu íslands" á heilann? Ekkert er fjær laá en að margnefnd sérstaða íslendinga verði metin okkur til tekna, þegar á reyn- ir. Það má hins vegar fullyröa, að þessi „sérstaða“, sem við teljum okk- ur trú um að við höfum, sé aðeins vandamál okkar sem við sjálfir verð- um að leysa. Þaö gerir enánn fyrir okkur, og á henni veröur aldrei tekið neitt sérstaklega, hvorki af Frakk- landsforseta né neinum öðmm. Undanþágur þær sem við þykjumst ætla að fara fram á vegna sérstöðu okkar hvað varðar atvinnu- og efna- K.J.E. hringdi: Ég er fyrst og fremst að hringa til ykkar til að koma á framfæri þökk- um til Guðjóns Petersen, fram- kvæmdastjóra Almannavama á ís- landi, fyrir að vera svo fljótur til að svara og reyna aö eyða misskilniná sem honum finnst hafa komið fram í bréfi mínu sem ég sendi og birtist í DV 2. nóv. sL undir fyrirsögninni „Jarðskjálftar og Sameinaðar þjóöir - Ótrúleg ferðagleði“. Guðjón svarar og upplýsir hveijir hafi fariö héðan í ferð til San Francis- co til að skoða afleiðingar jarðskjálft- ans mikla og læra af vinnubrögðum þeirra sem takast þurftu á við þann vanda sem þar var viö að glíma. - Alls níu manns vom í ferðinni, segir framkvæmdastjórinn. Það skal ekki dreáö í efa aö allt sé rétt og satt sem hann seár og einnig það að hagstofu- ráðherra hafi hætt við ferðina til „að rýma fyrir öðmm mönnum sem ekki vom kostaöir af ríkissjóði“. Þaö þyk- ir mér samt skrýtið ef hagstofu- ráðherra einn getur rýmt fyrir „öðr- um mönnum". - Varla rýmir hann hagslíf, gármagnsflutninga, smæð þjóðarinnar og fjarlægð frá öðrum þjóðum em einmitt allar þess eðlis að ganga sérstaklega á svig við þau markmið sem stofnun EB er gmnd- völluð á. Þess vegna verður aldrei hæá að samþykkja á borði þá sér- stöðu að semja þurfi sértaklega við íslendinga um þessi mál. - Það er aðeins í orði, löngu áður en til kast- anna kemur, að auðvelt er aö lýsa visum skilniná á „sérstööu" íslands. Það á eftir að koma í ljós að allt tal um „sérstaka sérstöðu" okkar ís- lendinga er marklaust fleipur, sem ekki á við rök að styðjast í væntan- legum EFTA- og EB viðræðum. - Slíka sérstöðu fáum við hugsanlega aðeins með því að gera fríverslunar- samning við Bandaríki Norður- Ameríku. - En þó aðeins „hugsan- lega“. Þaö þyrfti því að gera gang- skör að því að kanna þann möguleika fyrst af öllu. til nema fyrir einum! Það sem ég var hins vegar aðallega að gagnrýna og eltast við í bréfi mínu um „ótrúlega ferðagleði" var sú gleði sem gagntekur íslenska ráðamenn yfirleitt og sem nota hvert tækifæri til að komast til annarra landa á kostnað skattgreiðenda. Ég er ekki að sega að það eiá neitt sérstaklega skylt við ferð jarðskjálftanefndar- innar til Kalifomíu, annað en það að hún sýnir líka að um leiö og tæk- ifæri gefst til ferðar til útlanda er það gripið. - Svo einfalt er það! Ferðir þingmanna á þing SÞ er ein- mitt gott dæmi um óþarfa ferðalög þar sem við höfum fastafulltrúa á því þiná sem gegna þeim störfum sem þar þarf aö sinna. - Fjöldaferöir ís- lenskra ráðamanna, þingmanna og oft skylduliðs þeirra til útlanda em orðnar fleinn í opinberri embætt- isfærslu, og einkum sú ásókn sem virðist í að geta fenáð slíkar ferðir greiddar af opinberu fé. - En þetta sýnir að ferðagleði hjá ráðamönnum er ekki útdauð enn. DV Rauðu kmeramir: Afskiptaleysi Hannesar Hólmsteins Kolbrún Mogensen skrifar: Mér finnst að Hannes Hólm- steinn Gissurarson ætti að iyrir- verða sig fyrír grein sína „Rauðu kmerarnir11 í DV hinn 3. nóv. sl. varðandi sjónvarpsþáttinn „Kambodia - Year ten“. Vissulega hefur Hannes rétt á sínum skoðunum, en í þaö minnsta ætti hann að kynna sér sögu Víetnam og Kambódíu, þátt Bandaríkjanna og Bretlands í málefnum Indó-Kína, áöur en hann ber á borð fyrir almenning sllka fáfræði og firrta hugsun sem greinin ber vitni um. Hannes seár m.a. í grein sinni „Enár bera vitaskuld ábyrgð á geröum Rauðu kmeranna aðrir en þeir sjálfir. Þeir vora og era blátt áfram kommúnistar.“ - Þetta er hræðileg hugsun og slæm pólitík því ekkert réttlætir morð og pyntingar Pol Pots og Rauðu kmeranna á þeirra eián fólki - ekki einu sinni kommún- ismi. Og við erum ábyrg, Hannes. Það er okkar, ásamt Sameinuðu þjóöunum að draga Pol Pot og Rauðu kmerana til ábyrgðar og refsa þeim - en við gerðum ekk- ert Stórveldin höfðu meiri áhygáur af veru Víetnama í Kambódíu en að refsa fjölda- morðináum. Þeirra hagur var og er mikfil. - í dag, 10 árum seinna, styðja Bandaríkin og Bretland opinberlega þessa sömu menn til valda, undir svokallaðri forystu Síhanúks prins, með vopnum, klæðum og matvælum. Það sem sló mig þó mest í skrif- um Hannesar var afskiptaleysið. Ekki minntist Hannes einu orði á hörmung og þjáningu fólksins - konur og börn selm ía enga pjálp og eru ofurseld morðináum vegna afskiptaleysis erlendis frá og pólitískra hártogana - og ef það þárf „félagshygáu“ til að koma máíeftium Kambódíu á framfæri og veita fólkinu hjálp og réttlæti þá kýs ég hana hvaða dag sem er. Meðferð á öryrki skrifar: Það sem kemur mér til að stinga niður penna og skrifa til ykkar er sá óréttur sem Trygángastofn- un ríkisins hefúr beitt mig. Þegar ég var 14 ára veiktist ég af sjúk- dómi sem hefur orðið þess vald- andi að ég hef aldrei getað stund- aö almenna vinnu. Ég hef þurft að ligáa á sjúkra- húsi um lengri tíma og gerðar hafa verið á mér alls níu aðgerðir og nú er svo komið að ekkert er hæá að gera lengur og ég sit uppi raeð mín örkuml. - Skrif- stofúvinna er það eina sem ég get unnið þó að ég hafi ekki menntun til þeirra starfa. Vinna getur ver- ið stopul, einkum vegna þess að ég er stundum frá vegna lasleika. Ég hef farið í örorkumat hjá T.R, og var lækkaður úr 75% nið- ur í 65% örorku. Það kemur und- arlega fyrir sjónir þar sem örorka mín hefur ekki breyst neitt. Ég get ekki sem leikmaöur skilið af hveiju örorkumatiö breytist enda þótt sjúkdómurinn sé sá sami og vinnugetan sú sama. Ég hef orðið þess var í sam- tölum mínum við aðra öryrkja, sem svipað er ástatt ura og mig, að mitt mál er ekki einsdæmi, heldur er um fleiri slík dæmi að ræða og almenn óánæga er með þetta. Vfidi ég nú legáa til að þeir menn sem um þessi mál fjalla athuá hvort nú, á tímum mannúðar, þegar hver þjóðfé- lagsþegn á rétt á að lifa mann- sæmandi lifi - verði ekki endur- skoðuö meðferð T.R.á öryrkjum. Ráöherrar og aðrir herrar: Ferðagleðin ekki útdauð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.