Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Qupperneq 5
k53T ' t f VI.) íflT'iv3IVF2c^’. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Viðtalið Les helst fagta'marit Nafn: Guðjón Magnússon .Idur: 45 ár Atc Staða: Adstoðarlandlæknir „Fulltrúar hinna Norðurland- anna fóru þess á leit við tnig að ég yrði 1 framboði sem einn af varaformönnum Alþjóðasam- bands landsfélaga Rauöa kross- ins og Rauða hálfmánans. Það var á sjöunda aðaifundinum í október sl.," segir Guöjón Magn- ússon aðstoðarlandlæknir. Guöjón náði kjöri og er það í fyrsta sinn sem íslendingur er kosinn í þessa ábyrgðarstöðu og hann er jafníramt fyrsti Noröur- landabúinn sem kosinn er vara- formaður. „Þessi nýja staða krefst örugg- lega mikillar vinnu þegar fram í sækir þó ekki sé komin bein reynsla á það enn. Ég sit sem full- trúi ailrar Vestur-Evrópu í stjóminni. Aðildarfélög Rauða krossins í þessum heimshluta leggja fram mikla vinnu innan Rauöa krossins og mikið fjár- magn. Þau gera því þá kröfu aö fylgst sé vel meö því sem fram fer innan stjómarinnar. Ég er tengi- liðurinn milli stjómarinnar og félaganna i Vestur-Evrópu. Mítt hlutverk er þvi að skýra fyrir þeim stefhu og stööu Rauða krossins og í hvaða verkefiti er fyrirhugað að ráðast á hverjum tíma." Upptekinn af starfinu „Eg á fremur fáar frístundir, því ég er afskaplega upptekinn af starfi mínu sem aðstoðarland- læknir og gæti sinnt því allan sólarhringinn. Ég kenni einnig í hlutastarfi við læknadeild Há- skóla íslands þar sem ég kenni sjötta árs nemum félagslæknis- fræði og hef raunar gert síðan 1982. Ég spila bridds einu sinni í viku með gömlum skólafélögum mín- um og með öðrum hópi gamalla skólafélaga spOa ég badminton tvisvar í viku og svo syndi ég eft- ir því sem tækifæri gefast, tvisvar til þrisvar í viku. Ég les mjög mikið en það era helst fagtímarit og bækur sem tengjast vinnunni og Rauða krossinum. Hins vegar hef ég lit- inn tíma tO að lesa fagurbók- menntir, það er helst á stórhátíð- um sem ég grip i að lesa eitthvað annað og þá les ég helst reyfara. “ Reykvíkingur Guöjón er Reykvíkingur, fædd- ur og uppalinn á Bragagötunni. Hann varö stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavik og þaðan lá leiðin í læknadeOd Háskóla ís- lands. Að loknu embættisprófi í lækn- isfræði hélt Guöjón tO Skotlands í framhaldsnám og sérgrein hans þar var: Stjómun og skipulag heObrigðismála. Frá Skotlandi hélt hann svo til Stokkhólms þar sem hann lauk doktorsprófi í sér- grein sinni 1980. Það sama ár var hann skipaður aöstoðarland- læknir. Guöjón er giftur Sigrúnu Gísla- dóttur, skólastjóra Flataskóla, og saman eiga þau þijá syni: Arnar, 19 ára, sem stundar nám viö Menntaskólann í Reykjavík, og tvíburana Halldór og Heiöar, 17 ára, en þeir stunda nám viö Verslunarskólann. -J.Mar SYMNGÁ MORGUN VIÐSKIPTABÚNAÐUR FRAMTÍÐARINNAR FRÁ SHARP Viðskiptaumhverfið gerir sí-strangari kröfur, geturðu mætt þeim? KOMOV) m® a|t„ '^&gssx**** shahp CX-7500 Kt. 34.592,- íráUt. 23.950,- k|I! HLJOMBÆJARHUSINU HVERFISGÖTU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.