Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. íþróttir Stúfar frá Englandi Ivan Golac bíður spenntur City býður 600 þúsund pund f Hendry Manchester City hef- ir boöið 600 þúsund sterlingspund í Colin Hendry, vamarleik- mann Blackburn Rovers. Chelsea haföi augastað á hin- um 23 ára gaxnla Skota en fannst Hendry setja upp of háar launakröfur og hætti við. Don Mackay, stjóri Blackbum Ro- vers, hefur ekki gefiö City ákveöið svar en talið er líklegt aö hann vilji hærra verð fyrir leikmanninn. Norwich sektar markvörð sinn Norwich City hefur sektaö mark- vörð sinn, Brian Gunn, um meira en eitt þúsund sterlingpund fyrir að tjá sig um umdeilt atvik í leik Arsenal og Norwich um síðustu helgi. Sekt Gunn var byggð á umsögn hans í einu dagblaðanna þar sem hann sagði meðal annars að leikmenn Arsenal hefðu átt upptökin að slagsmálunum. StokeCityfær Hiiaire að iáni Stoke City hefur fengið Vince Hilaire aö iáni frá Leeds Un- ited. Alan Bail, hinn nýi stjóri Stoke City, þekkir vel til Hilarie enda eyddu þeir fjór- um ámm saman hjá Ports- mouth. Bríiey ekki með Les Briley, fyrirliði Millwall er nú óðum að ná sér af meiðslum en hann vantar leikæfmgu og veröur því ekki meö gegn Arsenal á morgun. Bristoi Rovers seiur tvo bestu leikmennina Bankainnstæöan hjá Bristol Rovers ætti að batna eitthvað á næstu dögum. Félag- ið hefur ákveðiö að sepa tvo bestu leikmenn sína fyrir eina og hálfa milljón sterlings- punda. Umraeddir leikmenn eru framherjinn Gary Penrice, sem fer tíl Watford fyrir hálfa mihjón punda, og markvörður- inn Nigel Martin sem kostar Crystal Palace eina milijón punda. Everton mætir PSV Eindhoven Everton mætír hoilensku meist- urunura PSV Eindhoven í vinn- áttuleík á Goodison Park 6. des- ember næstkomandi. Everton mun gjalda heimsóknina síðar en sá leikdagur hefur ekki verið ákveðinn. Wilkins tekur ákvörðun um helgina Ray Wilkins, leikmaður Glasgow Rangers, mun um helgina gera upp hug sinn varðandi framtíö- ina. Rangers hefur boðið Wilkins nújan samning en leikmaöurinn heftir mestan hug á að snúa heim til Lundúna á ný. Flestöil Lund- únahðin eru æst í að hreppa Wllkins en West Ham er taliö lík- Iegast tíl að hreppa hnossið. - eftir svari KSI við umsókn hans Júgóslavinn Ivan Golac er enn mjög spenntur fyrir stöðu landsliös- þjálfara íslands í knattspyrnu, sam- kvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér, og bíður svars við umsókn sinni þar að lútandi semer í höndum Knattspyrnusambands íslands. Golac er þjálfari hjá Partizan Belgrad í heimalandi sínu og nýtur þar mikilla vinsælda. Hann hefur gjörbreytt knattspyrnunni sem liðið leikur, honum hefur tekist að blanda saman júgóslavneskri knatttækni og enskum pressufótbolta með góðum árangri. Partizan leikur algera sóknar- knattspyrnu, eins og sést hefur á leikjum liðsins í UEFA-bikarnum í haust. Partizan tapaði 5-4 fyrir Celtic í Glasgow og 4-3 fyrir Groningen í Hollandi, en vann heimaleikina 2-1 og 3-1, og er því komið í 3. umferð- ina. Stuðningsmenn félagsins kunna vel aö meta þetta og hvorki fleiri né færri en 60 þúsund áhorfendur voru á heimaleik liðsins við Groningen á dögunum. Margir íslenskir áhugamenn um ensku knattspyrnuna kannast við Golac en hann lék um árabil með Southampton og síðan Boume- mouth. -VS Glæsilegt hjá Stuttgart - malaði Bayem, 3-0,1 bikarkeppninni Stuttgart vann glæsilegan sigur á meisturunum Bayern Munchen, 3-0, í vestur-þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Fritz Walter skoraði tvö markanna og Jurgen Hartmann eitt. Ásgeir Sigur- vinsson lék allan leikinn með Stuttgart. Einn annar leikur var í keppn- inni í gærkvöldi, Kaiserslautern lagði Köln að velli, 2-1. -VS Stórleikur í Garðabæ - Stjaman - FH í 1. deildinni á morgun Það verður sannkallað uppgjör toppliða þegar Stjarnan og FH mæt- ast í 1. deildar keppninni í hand- knattleik á morgun, í nýja íþrótta- húsinu í Garðabæ. Þessi tvö lið standa best að vígi í deildinni, Stjam- an er með fullt hús stíga eftir fjóra leiki en FH hefur tapað einu stigi, er með 9 stig eftír 5 leiki. Bæði lið hafa unnið góða sigra að undanfömu þannig að búast má við spennandi og tvísýnum leik. Segja má að besta sóknarliðið leiki gegn besta vamarliðinu því FH-ingar hafa skorað flest mörk allra í deildinni, 136 talsins, eða ríflega 27 að meðal- tali í leik, en Stjarnan hefur aðeins fengið á sig 69 mörk, eða rúm 17 að meðaltali í leik. Leikurinn hefst kl. 16.30 og tveir aðrir eru á sama tíma í deildinni, en nánar er um þá fjallað á bls. 23. -VS Auðveldur sigur Fram - tíu marka sigur á KR-stúIkum Fram vann auðveldan sigur á KR, 28-18, í 1. deild kvenna í handknatt- leik í gærkvöldi. Það var aðeins í byrjun sem KR hélt í við meistarana, staðan var 2-2, en síðan var Fram komiö í 13-5 í hálfleik og náði mest ellefu marka forystu. Guðríður Guðjónsdóttir átti góöan leik með Fram þrátt fyrir að hún væri tekin úr umferð, og hraðaupp- hlaupin vora skæð hjá liðinu. Hrefna Harðardóttir markvörður átti bestan leik í liði KR. Mörk Fram: Guðríöur Guöjóns- dóttir 9, Hafdís Guðjónsdóttir 7, Ama Steinsen 6, Sigrún Blomsterberg 3, Ósk Víðisdóttir 2, Margrét Blöndal 1. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 7, Snjólaug Benjamínsdóttír 4, Unnur Jónsdóttir 2, Jóhanna Amórsdóttir 1, Nellý Pálsdóttir 1, Arna Garðars- dóttir 1, Bryndís Harðardóttir 1, Ás- laug Friðriksdóttir 1. ÁBS/BÓ HM í snóker: Jónasí 3. sæti Heimsmeistarakeppni áhuga- manna í snóker stendur þessa dag- ana yfir í Singapore og era tveir ís- lendingar á meðal keppenda, Jónas P. Erlingsson og Brynjar Valdimars- son. Keppnin hófst á máunudaginn var og henni lýkur ekki fyrr en 20. nóvember. Keppt er í átta riðlum og hefur Jónas P. Erlingsson náö góðum ár- angri og er í 3. sætí í sínum rilöi en átta keppendur skipa hvem riðil. Jónas hefur lokið þremur leikjum, unnið tvo en tapaö einum. Brynjar Valdimarsson hefur einnig lokið þremur leikjum, unnið einn en tapað tveimur. Tveir efstu fara beint í úrslitakeppnina. -JKS l.deild karla: FH ...5 4 1 0 136-105 9 Stjaman..., ...4 4 0 0 95-69 8 Valur ...5 4 0 1 131-111 8 KR ...5 3 0 2 107-113 6 ÍR ...5 2 1 2 121-118 5 ÍBV ...5 1 2 2 113-115 4 Víkingur.. ...6 1 1 4 129-142 3 Grótta ...5 1 1 3 93-113 3 KA ...5 1 0 4 104-124 2 HK ...5 •1 0 4 109-128 2 l.deildkvenna: Fram.......7 6 0 1 167-106 12 Stjaman....6 5 0 1 120-91 10 Víkingur...6 4 0 2 107-87 8 FH..........6 4 0 2 103-102 8 Valur.......6 3 0 3 108-108 6 Grótta......6 2 0 4 112-119 4 KR. .......7 1 0 6 127-161 2 Hauk'ar....6 0 0 6 80-150 0 • Birgir Sigurðsson átti sennilega sinn besta leik til þessa með Víkingum í gærk\ og Finnur Jóhannesson fá ekkert að gert. 1. deild karla í Víkingar i gullið fae - voru lengi yfir gegn Valsmön „Ef við hefðum leikið af skynsemi í lokin, voru aílir möguleikar á því aö jafna leikinn. Við nýttum okkur ekki tækifærið, og það kostaði okkur stig,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari og leikmaður Víkinga, eftír að Hæð- argarðsliðið hafði beðið ósigur, 25-27, fyrir Val í fyrsta 1. deildar leiknum undir hans stjóm, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Það var alit annað aö sjá til Víkinga í þessum leik en á meðan þeir léku und- ir stjórn Slavkos Bambir. Þeir höfðu undirtökin lengi vel, þriggja marka for- skot, 15-12, í hálfleik, en misstu Vals- menn fram úr sér á síðasta korterinu. Þó ekki lengra en svo að í lokin átti Víkingur gullið færi til að jafna, liðið fékk boltann á síðustu mínútunni, þegar staðan var 25-26, og Valsmenn einum leikmanni færri. En Víkingar glopruðu boltanum og Jakob Sigurðsson innsigl- aöi sigur Vals úr hraöaupphlaupi á lokasekúndunni, 25-27. Erum ekki í nógu góðu úthaldi „Þetta eru búnir að vera erfiðir tímar en mér fmnst samt að það hafi veriö batamerki á hðinu í kvöld. Vonandi tekst okkur að rétta úr kútnum með sameiginlegu átaki, en það kom berlega í ljós að við emm ekki með nægilega gott úthald. Það sýndi sig á lokakaflan- um, og úr þvi þarf að bæta,“ sagði Guö- mundur við DV. Víkingar mættu greinilega endur- nærðir til leiks eftir þjálfaraskiptin og komu Völsurum í opna skjöldu með grimmum vamarleik. Valur náði ekki að skora mark fyrir en eftir 10 mínútur en þá var staðan orðin 3-0, og með því aö Einar Jóhannesson hafði góðar gæt- ur á Brynjari Harðarsyni, var sóknar- leikur Vals ekki eins beittur og oft áð- ur. Brynjar laumaði þó inn nokkmm stórglæsÚegum mörkum, en gæslan á honum gaf Jóni Kristjánssyni aukið frelsi. Jón nýttí það mjög vel, og skor- aði grimmt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.