Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Fréttir Sementsverksmiðja ríkisins: Nýr búnaður á 145 milliónir Garöar Guðjónsscm, DV, Akranesi: „Við erum í samkeppni við erlenda " fi-amleiðslu, einkum þegar um stór verkefni er að ræða, og því fórum við út í að kaupa þennan búnað. Með þessu viljum við bæði hagræða og auka gæði framleiðslunnar," sagði Guðmundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, í samtali við DV. Verksmiðj- an hefur keypt fullkominn, tölvu- stýrðan tækjabúnað sem kostar 145 milljónir króna þegar hann hefur verið settur upp. Búnaðurinn er svipaður þeim sem sementsverksmiöjur víða um heim hafa verið og eru að koma sér upp. í fyrsta lagi er um að ræða búnað sem á að bæta mölun sementsins. Hann á að auka bæði gæði og afköst. í öðru lagi voru keypt tæki til efna- greiningar á hráefnum og fullunn- inni vöru. Þau eru tölvustýrð og sjálfvirk að verulegu leyti. í þriðja lagi hefur verið sett upp sjálfvirkt stýrikerfi og fer eftirlit með fram- leiðslunni nú fram á einum stað í stað margra áður. Sveinn Guðmundsson við nýju efnagreiningartækin. Þau eru tölvustýrð og sjálfvirk að verulegu leyti. DV-mynd Garðar Hlutdeild vestfirskra skipa í heildarþorskaflanum 6.9% 4.4%) \)W/° 1984 1986 1988 Aflaskerðing Vestfirðinga vegna kvótakerfisins: Hafa misst sem nemur afla tveggja togara - staðfesting fengin frá sjávarútvegsráðuneytinu „Kristján Skarphéðinsson í sjávar- útvegsráðuneytinu hefur haft munn- iegt samband við mig og sagt að út- reikningar mínir séu réttir. Eg þurfti svo sem ekkert að fá staðfestingu á því, ég vissi að þeir voru réttir,“ sagði Kristján Jóakimsson sjávarútvegs- fræðingur í samtali við DV. Kristján vann skýrslu fyrir Fjórð- ungssamband Vestíjarða um þá afla- skerðingu sem Vestfirðingar hafa orðið fyrir síðan kvótakerfið var tek- ið upp. í sumar var svo haldinn fund- ur með þátttöku sjávarútvegsráð- herra um niðurstöðu skýrslunnar. Samkvæmt útreikningum Krist- jáns hefur hlutdeild Vestfirðinga í heildarþorskafla landsmanna minnkað úr 16,9 prósentum árið 1984, sem var fyrsta kvótaáriö, í 14,9 pró- sent í fyrra. „Þessi 2 prósent minnkun svarar tíl afla tveggja venjulegra skuttogara og er því ekkert smáræði fyrir Vest- firðinga," sagði Kristján. Svæðið sem hann miðar við er frá Tálknafirði til Súðavíkin-. Þótt útkoman sé slæm fyrir Vest- firðinga í þorskinum er hún enn verri í grálúðunni hin síðari ár. Þannig reiknast Kristjáni til að ef borinn er saman grálúðuafli ársins 1988 og veiöiheimildir þessa árs minnki hlutdeild Vestfirðinga um 14 prósent milli ára. Á sama tíma hefur hlutdeild annarra landshluta hækk- að frá 8 prósentum og upp í 304 pró- sent,hvorkimeiranéminna. -S.dór Merming Náttvíg Thors Vilhjálmssonar Þessi nýja skáldsaga Thors er samtíma- saga úr Reykjavik. Það gildir þó í rauninni aðeins um meginfrásögn, en saman við hana fléttast ýmsar aðrar. Sjálf meginfrásögnin segir frá leigubílstjóra, tvö kvöld í röð, og skiptist sagan þannig í I. og n. hluta. Leigu- bílstjórinn er sögumaður, en ekki sérlega virk persóna, fylgist aðallega með atburðum. Fyrra kvöldið er hann á Naustinu, fer þaðan heim með sundurleitum hóp í teiti. Þangað kemur kona og lýsir vígi á hendur sér. Seinna kvöldiö er leigubíl hans rænt af þremur bóf- um, sem kúga hann til að aka sér til inn- brots. Hann fylgir síðar löggunni að leita þá uppi. Hér kemur ný skýring á víginu í lok l. hluta, það eru helstu tengsl þessara tveggja hluta, auk sameiginlegra innskotsþráða og sögumanns. Mósaík Inn á milli kafla þessarar frásagnar koma skáletraðir kaflar. Þeir tengjast meginfrá- sögn þannig, að þeir virðast afiir vera endur- minningar fólks sem þar kemur við sögu. Þeir ljá þeim persónum þá aukna dýpt, enda þótt oft sé óljóst hver hugsar hvað, ég held þetta verði bara áhrifaríkara fyrir bragðið, höfði meira til ímyndunarafls lesenda. Þessir skáletruðu kaflar hafa líka óbein efnistengsl við meginfrásögnina, því alhr snúast þeir um losta, dauða og leit fólks að meiningu í lífi sínu. En ólikt mestum hluta meginfrásagnar eru þeir í ljóðrænum stfl, hver með sínum hætti. Einn þeirra segir frá ástum pars, og það hggur þá nærri að tengja því, að sögu- maður gefur til kynna að áður hafi eithvað mikið verið milli hans og konunnar sem sagðist hafa drepið sambýhsmann sinn. Einn teitisgesta er „þögh sjómaðurinn" og segir fátt, en innsýn í huga hans fáum við þá í mörgum minningabrotum frá togaravist, m. a. á stríðsárunum. Þriðji innskotsþráður- inn segir af siglingu íslensks stýrimanns á stóru ohuskipi og svaðilforum hans í hafn- arbæ í Suður-Ameríku, þannig kynnumst við einum ofbeldismanna sögunnar innanfrá. En ógeðsleg ofbeldisverk eru einn grunntónn þessarar sögu, og hefi ég ekki fyrr séð neitt líkt því hjá Thor. Þau fléttast saman við lýs- ingar á sóðaskap, drykkjuskap og mein- ingarlausum kjaftagangi í heldur nöturlega samfélagsmynd. Sterkar andstæður magna söguna hvar- vetna. Sem dæmi má nefna, að þegar bílstjór- inn ekur hræddur undir vopnum grófyrtra bófanna, hugsar hann í ljóðrænni, fagurri mynd: Ljósin tindruðu freistandi fyrir Hafnar- firði og á Suðumesjum. Þó ég hefði heldur viljað vera kominn í byggðina í hrauninu. Það var fjólublár bakki yfir Kehi og slæmdist utan í fjalhð og sneið af því píra- míðasambandið. Einhvern'veginn þótti mér það lakara þessa stund, nú hefði ver- ið betra að ná galdri. Ég þorði ekki að hugsa lengra, ekki svo langt. Jafnvel þegar sagan fer út í khsjur, reyn- ast þær hafa hlutverki að gegna, eins og þeg- ar bílstjórinn talar við þjóðlegu lögguna (bls. 188): Hugsaðu þér ef það væri nú hægt að láta standa í þessum ómennum og kveða þá niður með öfugri skothendu. Já ef það væri nú hægt að binda þessa andskota með sléttuböndum, segi ég. Já sagðirðu nokkuð félagi. Það er verstur andskotinn að nú erum við komnir niður á stöð; í stað þess að fara með þig heim í Langad- al. Og fá okkur hákarl og brennivín og súrsaða magála, sagði ég og losaði beltið: og náttúrlega hrútspunga. Þetta tal sýnir þrá þeirra félaga eftir ein- hveriu gamalkunnugu, sem er fjarri ofbeldi samtímans. Og þegar sú þrá birtist í slíkum khsjum, þá er með þvi sýnt, að hún sé öld- ungis ófrjó, dauðadæmd. í þessari sögu er Thor margradda eins og jafnan áður. Einkum nær hann vel einkenn- andi talshætti margra persóna. Samt er ekki um að ræða persónusköpun, frekar týpur. Stundum eru þetta bráðfyndnar skopstæl- ingar, en almennt talað eftirhermnulist, sem gerir samfélagsmynd sögunnar blæbrigða- ríka. Þannig tálar hver persóna með sínu nefi (t.d. á bls. 123-4). mér famíst hún tala mest um það að mannskrattinn þama sem ekki vaknar væri afltaf að reyna við sig. Kannski hún hafi komið til að láta reyna við sig, segir klementínuálfurinn og hlær að hugsun sinni stutt og hveht. Láttu ekki svona, segir kommastúlka tvö: æth þig hefði ekki langað sjálfan. Ef þú værir ekki djöfulsins aumingi, alveg eins- og hann þama þessi auðvaldsskítablesi og friálshyggjumóróni. Meinarðu mormóni, segir klementínus móðgaður. Þú ert bara fyndinn, svarar hún: sjáiði hvað hann er fyndinn þessi písl. Hvern djöfulinn heldurðu þú sért, segir maðurinn og kippir henni ofan á sig í stólnum til að reyna að kyssa hana. Kynjastíll Sögumaður er síður en svo hlutlaus, heldur lýsir umhverfinu frá mjög persónulegu sjón- armiði, stundum með langsóttum hkingum, Bókmenntir Örn Ólafsson sem ijúfa söguþráð og staðarlýsingar, og virðast stefna eitthvað langt í burtu. Þannig segir t.d. frá persónu, sem hahar aftur höfði í samtah (bls. 78): Hvar er virðingin? segir hann: og husjón- imar, þær em ekki mikhs metnar, segir hann og heggur sundur orðin með froðu í munnvikum og dropi ætlar að hlaupa út úr nefinu á honum, og hnakkinn keyrð- ur aftur eins og í angist af þvi að heila- búið rými og renni úr timaglasinu, og það sé að spænast aftur af hnakkanum á hon- um sem rykkist aftur á bak að hvínandi hverfisteininum sem hvæsir tælandi í djöfuhegu tilhlakki, hvítnar um nasir og stríkkar á húöinni yfir kinnbeinunum, þar koma hvítar skehur og dregst saman yfir gagnaugunum og munnurinn verður op þar sem neðri tanngarðurinn lyftist laus við slátt tungunnar og það koma engin orð. Te, segir konan. Það slaknar aht í einu á öllu og maðurinn segir hkt og hann sé að sofna og skhji ekki orðið: Te. Þessi klausa má þykja alveg dæmigerð fyr- ir Thor, og oft hefur verið spurt, hvað á þetta aö þýða, er engin meining með þessu? Jú, það er nú líkast th, þessi persóna er nýkom- in inn í söguna, og enn hefur htið verið sagt um hana nema úthtskynning. En hér sjáum við óbeint inn í huga mannsins, sem reynist síðar vera morðóður, að sögn konu hans. Á þennan hátt fer Thor sínar eigin leiðir við að þétta söguna. Þó nokkuð er um endurtekningar, einkum í skáletruðu köflunum. Það er áhrifaríkt aö sýna þannig þráhyggju persóna, sem rifja það sama upp aftur og aftur í breyttu formi. En ekki fer eins vel á endurtekningu lokabar- dagans (frá bls. 239 th 241). Ég sé ekki, að seinni frásögnin bæti neinu umtalsverðu við þá fyrri, - þótt sögumaður virðist þá ekki vera leigubhstjórinn - og ég sé ekki að þetta sé th neins. Fleira af þessu tagi veldur því, að mér sýnist sem stundum hafi Thor náð hærra í því að tengja sundurleitt efni af skáldlegum mætti, t.d. í Grámosanum, Turn- leikhúsinu, Mánasigð. Skáletruðu innskotskaflamir eru oft mjög ljóðrænir eins og áður segir og fer yfirleitt vel á, mjög fahegur blær yfir þeim. Sam- faralýsingar eru margar og stundum hver annarri lík. En stundum er þetta ekki alveg nógu vandað, t.d. fer iha á hátíðlegu ritmáls- orðinu sköp, þegar slík lýsing er frá sjónar- miði karlmannsins (bls. 68), þaö orð hefur enginn maður um tól sjálfs sín: Og þegar hann tók báðum höndum um rass hennar með sína kinn í hvorum lófa sem fyhtí hann vel sínum þétta mjúkleika þá keyrði hún skaut sitt soltíð og þyrst mótí sköpum hans. í framhaldinu verður lýsingin miklu betri og umfram aht sérstæð, algleymið birtíst í síbyljusth og langsóttum lýsingum, sem ég auðkenni: sloppur hennar opnast; og hárið blómstr- ar, og litkviknar ljómandi rauðbrúnt með ríkidæmi í tónbrigðum leiftrandi ört fyrir augum hans, og hún birtist honum öll nakin undir, mjúklát og bráðfúst skaut, og olíugnótt í djúpum hénnar svalg hann, olíunámumar í djúpum sulgu hann í sig, í víðfeðmi og féhu þó að honum tihát og samþýð hvort sem hann var grannur eða gerðist ghdur bóndi í því djúpi. Þetta er í stuttu máh sagt mögnuð saga og skemmtheg aflestrar. Thor Vilhjálmsson: Náttvig, Mál og menning, 1989. örn Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.