Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Fréttir Undirbúningur vegna viröisaukaskattsins gengur hægt: Hnýta þarf fjölda- marga lausa enda Stjórnarþingmenn eru orðnir óþreyjufullir eftir aö fá úr þvf skorið hvernig staðið verður að framkvæmd ýmissa atriða varðandi upptöku virðisaukaskattsins um næstu áramót. Þeir biða eftir tillögum og úrvinnslu frá Ólafi Ragnari Grímssyni. DV-mynd KAE Þrátt fyrir aö virðisaukaskatturinn eigi að taka gildi um næstu áramót eru enn fjölmörg atriði óljós um hvemig staðið verður að fram- kvæmd hans. Þannig á fjármála- ráðuneytið eftir að senda frá sér tólf reglugerðir og auk þess þarf að breyta fimm lögum vegna upp- töku skattsins. Þingmenn stjórnarflokkanna eru nú byrjaðir að ókyrrast vegna þess hversu seint drög að þessum reglu- gerðum og lagabreytingum koma frá fjármálaráðuneytinu. Eins og fram kom í DV í gær hefur Al- þýöuflokkurinn tvívegis frestaö umijöllun um málið vegna þess að ekki lágu fyrir nægjanlega skýr gögn frá ráðuneytinu. Innan Fram- sóknarflokksins hafa menn einnig lýst yfir óánægju sinni. Það sem veldur er að þingmenn óttast að ýmis vandasöm mál tengd upptöku virðisaukaskattsins verði afgreidd á færibandi í árlegri jóla- vertíö þingmanna. Slík afgreiðsla felur í sér hættu á mistökum auk þess sem líkur á að ná fram breyt- ingum á tillögum fjármálaráðherra minnka. Matarskattur Þótt fjármálaráðherra hafi lagt fram tillögur um hvemig staðið verði að endurgreiðslu á virðis- aukaskatti á mjólk og kindakjöti fer því fjarri að samstaða sé irni máliö innan ríkisstjómarinnar. Framsóknarmenn og borgarar vilja til dæmis niðurgreiða fleiri matvæh. Nú em ekki nema rétt rúmar sjö vikur þar til viröisaukaskatturinn tekur gildi. Eftir sem áður er enn langt í land að reglugerð um endur- greiðslu vegna virðisaukans á mat- vöm sé tilbúin. Húsbyggjendaskattur Annað risastórt atriöi, sem er óklárt, er hvernig staðið verður að endurgreiöslu á virðisaukaskatti til húsbyggjenda. Samkvæmt lög- um um viröisaukaskatt er vinna á byggingarstað skattskyld. Fjár- málaráöherra hefur lagt til að þessi skattur verði endurgreiddur einu sinni á ári. Samstarfsflokkarnir vilja hins vegar fjölga endur- greiðsludögunum til þess að hindra að húsbyggjendur þurfi að leggja út háar fjárhæðir vegna skattsins. Til þess að tryggja endurgreiðslu á skattinum þarf að breyta gildandi virðisaukaskattslögum. Upphitunarskattur Ekki liggur enn fyrir hvémig staðið verður að skattlagningu á upphitun húsa. Samkvæmt gild- andi lögum leggst virðisaukinn á upphitun en stefnt er að því að endurgreiða hann. Óvíst er hvemig staðið verður aö því. Prentskattur Annað atriði, sem samstaða hef- ur ekki náðst um, er skattur á prentaö mál. Fiármálaráðherra leggur til aö skatturinn verði lagð- ur af fullum þunga á dagblöð og tímarit sem ekki bera söluskatt nú. Til þess að ná því fram þarf að breyta gildandi viröisaukaskatts- lögum. Ekki ríkir samstaða um þessa afgreiðslu og telja margir í sljómarliöinu að undanþiggja eigi prentmiöla, jafnt blöð sem bækur, virðisaukaskatti. Lista- og iþróttaskattur Einnig á eftir að sen\ja breyting- Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson arfrumvarp við lög um virðisauka- skatt varöandi lista- og íþróttaviö- burði. Samkomulag er um að þess- ir viöburðir verði skattftjálsir en eftir sem áöur eiga menn eftir að sjá útfærslu þess í reglugerö. Hún þarf til dæmis aö fela í sér hvenær viðburður verður aö Ustviðburði. Þingmenn vilja því fara aö sjá reglugerðina. Hvar á aö borga skattinn? Ein af þeim reglugerðum, sem vantar, er um hvar og hvenær eigi aö standa skil á virðisaukaskattin- um. Samningar standa yfir við banka og sparisjóði um að hægt verði að greiöa hann í gíró. Gjaldfrestur á skatti? Annaö atriöi, sem kemur til áhta varðandi framkvæmd skattsins, er hvort veita eigi Umflytjendum gjaldfrest á skatti á innfluttum vör- um. Með þeim hætti væri þeim gert kleift að afla fjár til að greiða skatt- inn með því að sefja vörumar áð- ur. Fjármálaráðherra leggur til að svo verði ekki. Hvaö er frádráttarbært? Þar sem sumir stunda bæði skatt- skylda og skattftjálsa starfsemi þaif að semja reglugerð um með hvaða hætti þessir aðUar mega draga þann skatt, sem þeir hafa greitt öðrum, frá þeim skatti sem þeir greiða tU innheimtumanna rlkisins. Um þetta eru í sjálfu sér engar deUur. Hins vegar vilja þing- menn sjá þessa reglugerð, eins og margar aörar, áður en þeir sam- þykkja lögin. Þeir vilja sjá hvemig lögin munu verka. Diplómataskattur Eins og í söluskattskerfinu er gert ráð fyrir að sendimenn er- lendra ríkja fái virðisaukaskattinn endurgreiddan. Um þetta atriöi vantar reglugerð. Hvað er skóli? í gUdandi lögum um viröisauka- skatt er gert ráð fyrir ýmsum und- anþágum. TU þess að þær virki þaif aö skUgreina nákvæmlega hvað feUur undir þær. Skólar og menntastofnanir eru þannig und- anþegnar skattinum en til þess aö koma í veg fyrir aö menn fari fram hjá þessu ákvæöi þarf að skUgreina nákvæmlega hvað er skóh og hvaö er ekki skóli. Til þess þarf reglu- gerð. Hún er ekki tilbúin. Stofnanaskattur Þá vantar og reglugerð um hvemig staðiö skuh að innheimtu og hugsanlegri endurgreiðslu virð- isaukaskatts á þeim sem stunda einhveija þjónustu eða framleiðslu innan ríkisstofnana. VandamáUð felst í því að ef ríkisstofnun kaupir einhveija þjónustu af öörum þarf hún aö greiöa af henni skatt. Þar sem stofnunin þarf ekki að greiða virðisaukaskatt þarf aö ákveða með hvaöa hætti viröisaukinn verður innheimtur ef hún kýs að inna þessa þjónustu af hendi sjálf. Fasteignaviðskipti Reglugerð vantar um hvernig staðið veröur að skráningu á þeim aöilum sem byggja fasteignir á eig- in kostnað með það í huga að selja þær aftur. Fasteignaskattur Reglugerð vantar um hvemig staðið verður að leiðréttingum á frádrætti frá virðisaukaskatti á varanlegum fjárfestingarvörum þegar eðU notkunar á þeim breyt- ist; til dæmis þegar hún færist frá skattfijálsri starfsemi yfir í skatt- skylda starfsemi. Vandi vegna áramótanna Einnig vantar reglugerö um hvernig staðið verður að skattlagn- ingu á byggingum og byggingar- efni, sem keypt verður fyrir ára- mót, en ætlunin er að selja til skatt- skyldra aöila eftir áramót. Skattur á erlenda þjónustu Þá er gert ráö fyrir að reglugerð verði sett um að heimflt sé að skatt- leggja erlenda þjónustu. Ef fyrir- tæki kaupir þjónustu erlendis mun ríkið leggja á hana viröisaukaskatt ef sama þjónusta er skattskyld hér heima. Sjávarútvegsskattur Reglugerð vantar um hvemig staöiö veröur aö uppgjöri á virðis- auka í sjávarútvegi en þessi at- vinnugrein er skattfijáls í dag. Landbúnaðarskattur Einnig vantar reglugerð um hvernig staöið verður aö uppgjöri og endurgreiöslu á viröisauka- skatti til bænda. Lögfræðiskattur Söluskattur á lögfræðiþjónustu er 12 prósent í dag en þessi þjón- usta mun bera 26 prósent virðis- auka. Bent hefur verið á aö þessi skattur leggist helst á þá sem síst skyldi. Því er gert ráð fyrir laga- setningu um ókeypis lögfræðiþjón- ustu á vegum ríkisins. Frumvarpið hefur ekki litiö dagsins ljós. Málverkaskattur Samkvæmt gildandi lögum er sala á málverkum skattskyld en hins vegar er sala á uppboðum skattfijáls. Óvíst er hvort sala á málverkum verður undanþegin skatti eða hvort uppboð verða gerð skattskyld. Breytingar á lögum um virðisauka vantar. Lausir endar Eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan em fjölmargir lausir endar varöandi upptöku virðisauk- ans. Stjórnarliöar em orðnir lang- eygir eftir að fá gögn varðandi þessi mál til umfjöllunar. . Jónas Fr. Jónsson, formaður stúd- entaráðs, afhendir Guörúnu Helga- dóttur, forseta Sameinaðs Alþingis, mótmælin. DV-mynd Brynjar Gauti Stúdentar mótmæla ásælni ríkisins „Við undirritaðir stúdentar við Háskóla íslands mótmælum frek- legri ásælni ríkisvaldsins í sjálfsafl- afé skólans en stjómvöld áforma að ráöstafa tæplega helmingi af tekjum happdrættisins. Gangi slíkt eftir munu byggingaframkvæmdir og önnur uppbygging við skólann stöðv- ast en húsnæðis- og tækjamál skól- ans em langt frá því að vera viðun- andi. Stúdentar skora á þingmenn að koma í veg fyrir þessar fyrirætl- anir,“ segir í yfírlýsingu sem 2646 nemendur Háskólans skrifuðu undir og afhent var Guðrúnu Helgadóttur, forseta Sameinaðs Alþingis eftir há- degið í gær. Þaö var Jónas Fr. Jónsson, formað- ur stúdentaráðs, sem afhenti undir- skriftirnar. í fréttatilkynningu frá stúdentaráði segir að áskoruninni sé beint til þingmanna, þeirra sé fjár- veitingavaldið, þeirra sé ábyrgðin og þeirra sé aö hafa eftirlit með gerðum framkvæmdavaldsins. Stúdentaráö samþykkti einróma ályktun á fundi 26. október síðastliö- inn. Þar lýsir stúdentaráð yfir von- brigðum með hlut Háskólans í nýút- komnu fjárlagafrumvarpi. Sé Há- skólanum þar með gert ókleift að veita þá þjónustu sem krafist er af honum. „Aö ætla Happdrætti Há- skólans að fjármagna Þjóðarbók- hlöðu um 60 milfjónir er andstætt lögum og siðleysi þegar lagöur hefur verið á þjóðina 700 milljóna eignar- skattsauki en aðeins 234 milljónir hafa runnið í bygginguna. Bygging- arsaga Þjóðarbókhlöðunnar, þjóðar- gjafar í tilefni 1100 ára afmælisins, er stjómvöldum til skammar," segir í ályktuninni. Þá hafa byggingamefnd Þjóðar- bókhlöðu, Bandalag háskólamanna, læknadeild Háskólans, Félag há- skólakennara og Samband ungra sjálfstæðismanna samþykkt álykt- anir þar sem áformum um að skerða sjálfsaflafé Háskólans er harðlega mótmælt og bent á hvaða afleiðingar slíkar ráðstafanir kunni að hafa fyrir starfsemiHáskólans. -hlh Akranes: Bærinn vill kaupa Henson-húsið Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi; Gish Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, hefur átt í viðræðum við Iðn- lánasjóö um kaup bæjarins á Hen- son-húsinu svokallaða og em taldar góðar likur á að samningar náist. Iðnlánasjóður eignaðist húsið á upp- boöi eftir gjaldþrot Henson fyrir nær 2 árum og hefur það staðið autt síðan. Hugmyndin er sú að atvinnuþró- unarsjóður verði formlegur eigandi hússins og geti boðið það undir starf- semi fyrirtæKja, sem hugsanlega hefðu hug á að hefja starfsemi á Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.