Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. NÖVEMBER 1989.
Lesendur
Lengi býr að
fyrstu gerð
Elín Ragnarsdóttir, nemi i Fóstru-
skóla íslands, skrifar:
Ég mun seint skilja hvað fólk fær
út úr því að gera sig opinberlega að
fíflum. En það gerði einmitt nafna
mín, hún Elín, í DV 2. nóv. sl. - Enda
lét hún ekki föðurnafnið fylgja. Og
það er gott fyrir hana því hvað myndi
nú ske ef einhver þekkti hana! - Ég
vona alla vega að ég geri það ekki.
Það er hins vegar hægt aö ganga
út frá því sem vísu að Elín þessi (ef
hún heitir það þá!) á ekki barn á
dagvistunarheimili eða að hún hafi
nokkra hugmynd um þá starfsemi
sem þar fer fram. Hún segir líka: „Nú
eru fóstrur í sviðsljósinu eina ferðina
enn...“ - og síðar: „... ýmist vegna
launamála eða vegna þess að þeim
fínnst menntun þeirra ekki vera
metin að verðleikum, og stundum
hefur „aðstaða" þeirra á vinnustað
gefið þeim tilefni til að láta ljós sitt
skína.“ f
Ágæta Elín - ef þú hefur ekki selt
Satan sál þína myndir þú dáðst að
þeim konum sem eftir a.m.k. 2 ára
nám í framhaidsskóla og 3 ára nám
í Fóstruskólanum tækju það að sér
að ala upp börn almennings og ef þær
kvarta undan aðbúnaöi er það ekki
vegna of þröngrar kaffistofu eöa lé-
legs fundarherbergis. - Ónei, kæra
Elín. Það er vegna slæmrar aðstöðu
og þrengsla sem börnin búa við á
mörgum dagheimilum.
En hvað kemur það Elínu við, hún
á ekki barn á dagvistunarstofnun?
Og svo heldur Elín áfram: „Þær segja
að dagvistunarmál eigi að falla undir
menntamálaráðuneytið en ekki fé-
lagsmálaráðuneytið. Auðvitað skipt-
ir þetta engu máli og almenningi er
líklega nákvæmlega sama.“
Því miður er til fleira fólk sem
hugsar eins og Elín og á meðan þetta
fólk er til þurfa börnin að borga brús-
ann. Þau fá ekki nógu mikið af upp-
fræddu fólki til að leiðbeina sér, þau
þurfa oft að una við slæman húsa-
kost og oft vantar upp á að leikfóng,
bækur, fondurdót o.þ.h. sé viðun-
andi. - Á meðan þú, Elín, lítur á dag-
vistunarheimili sem „geymslustað“,
fá fóstrurnar og börnin ekki að sanna
ágæti heimilanna sem eiga að vera
uppeldisstofnun og öll börn ættu að
hafa jafnan aðgang að.
Og hvaö getur hin venjulega
mamma boðið baminu sínu upp á
sem leikskólar gera? Les hún fyrir
barnið á hverjum degi? Fer hún með
það út til að blanda geði við önnur
börn? Föndrar hún með því? Kann
hún alla leikina og söngvana sem
fóstrurnar kunna? Og svona mætti
lengi telja. - En á meðan dagvistun-
armál eru í höndum menntamála-
ráðuneytis er meiri möguleiki aö þau
verði viðurkennd sem nauðsynlegur
forskóli og að öll börn fái tækifæri
til að komast þar aö.
En meginástæða þess að Elín tók
sér penna í hönd var vegna barnanna
sem fóstrurnar höfðu með sér til að
mótmæla fyrir framan alþingishúsið,
og að börnin héldu á „áróðursspjöld-
um“. - Vesalings Elín! Fóstrurnar
reka þennan áróður fyrst og fremst
vegna barnanna og þeirrar niður-
lægingar sem þau þurfa að þola frá
fólki eins og þér!
13
AMERISKU RUMIn KOMIrl AFTUR!
imerísku „Sealy "-rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð
í samráði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar
dýnur, undir- og yfirdýna, sem Qaðra saman og ná þannig að gefa
þér góðan nætursvefn án bakverkja að morgni. 15 ára ábyrgð.
, Opið laugardaga frá kl. 10.00-14.00.
MarCO hf., Langholtsvegi 111, 2. hæð sími 680690.
Folaldakjöt af nýslátruðu á KYNNINGARVERÐI:
Buff 775.00 pr. I cg. File 845. 00 pr. kg. Karbúnaði 295.00 pr.kg.
Hakk 295.00 pr.ki ). Baconbauti 295.00 pr.kg. Framhryggur 495.00 pr.kg.
Hnakkafile 595. pr .kg. Ossobuco 255.00 pr.kg. Beinlausir fuglar 990. J£!a
Kótilettur 655.00 p ir.kg. Mínútusteik 990.00 pr.kg. Innra læri 880.00 pr.kg.
Valið reykt folaldakjöt 445.00 pr.kg. Saltað folaldakjöt, valið 364.00 pr.kg.
Gúllas 695.00 pr. kg. Vöðvar í 1/1 steik 775.?,°ka.
Úrval af nýslátruðu
SVÍNAKJÚTI
Nýtt á íslandi: 1 á Danskan
pamperes bleiur máta!
. sértiannatoi tvnistwka |
og steipui ggg oo
PYNGOBAFMS: kw||M
4-10 kg. 52 stK.
10-16 kg. 40 stk.
10-20 kg. 44 stk.
VÖRUKYNNINGAR
í Garðabæ:
COKE
Royal bjór, Rizt kex
og spánskur túnfiskur
Danskt hvítlauksbrauð
SS NÝJUNGAR
Lambak
af nyslatrudu
KJÖTMIÐSTÖÐIN
W Garðabæ og
r/ Laugalæk
1989
00
pr.kg.
OPNUNARTÍMI Föstud. kl. 9-20
í GARÐABÆ: Laugard. kl. 10-18
Sunnud. kl. 11-18
Ath. á Laugalæk er opið á laugardag frá kl. 9-16.
Samkort
IUAOCAAO
visa