Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Útlönd íhaldsmaðurinn Mitsotakis telur þjóðarstjórn bestu lausnina í Grikklandi. Simamynd Reuter Mitsotakis mistókst stjórnarmyndun Konstantin Mitsotakis, formaöur Nýja demókrataflokksins í Grikk- landi, gafst í gær upp viö stjórnar- myndun og er rööin því komin aö Andreas Papandreou, leiötoga sósíal- ista, aö reyna aö mynda nýja stjórn naestu þrjá dagana. í þingkosningunum síöastliðinn sunnudag vann flokkur Mitsotakis 148 þingsæti af 300 og vantaði hann þrjú sæti til að ná meirihluta. Sósíal- istaflokkur Papandreous varð í ööru sæti og kommúnistar í þriðja sæti. Mitsotakis sagöist vera þeirrar skoðunar aö þjóðstjóm, sem í sitji fulltrúar allra stjómmálaafla í landinu, væri besta lausnin. En viö- ræður um slíkt fyrirkomulag geta ekki hafist í alvöru fyrr en sósíalistar og kommúnistar hafa reynt að mynda saman stjóm. ' Leiðtogi kommúnista, Harilaos Florakis, sem myndaöi stjórn með íhaidsmönnum í júní til þess eins að kanna meinta spillingu Papandreous, kvaöst vera hlynntur hugmyndinni um þjóö- stjórn en aðeins í skamman tíma. Ef Papandreou mistekst stjómar- myndun fær Florakis tækifærið og þá fyrst geta alvöru viöræöur um þjóðstjórn hafist. Ef þær viðræður fara út um þúfur þarf aö boöa tii kosninga á ný og yrðu þær þriðju kosningarnar í Grikklandi á þessu ári. Papandreou hefur hvatt komm- únista til samstarfs viö sósíalista en Florakis hefur sagt að þaö geti aðeins oröiö ef forsætisráöherrann fyrrver- andi, sem koma á fyrir rétt á næsta ári, segir af sér forystu sósíalista- flokksins. Reuter I>v Nýr borgarstáóri New York: Vill sættir boraarbúa David Dinkins, hinn nýkjörni borgarstjóri New York, fagnar hér með eigin- konu sinni, Joyce. Símamynd Reuter milli David Dinkins, nýkjömum borgar- stjóra New York-borgar, var spáö auðveldum sigri yfir andstæðingi sínum, Rudy Giuliani, frambjóöanda repúblikana. Talað var um allt aö tíu prósenta mun. Niðurstöðurnar voru þær aö Dinkins fékk 51 prósent at- kvæða en Giuliani 48 prósent. Strax aö .loknum forkosningum demókrata, þar sem Dinkins sigraði fráfarandi borgarastjóra, Ed Koch, hét hann því aö næöi hann kjöri myndi hann beita sér fyrir sáttum milli íbúa borgarinnar. Eftir miklar deilur og kynþáttaróstur í New York í sumar virkaði loforð hans um aö „koma á friöi í borginni“ róandi á marga íbúana. Harðvítug barátta Kosningabarátta Dinkins og Giul- iani var harðvítug og persónuleg. Giuliani gerði aö aöalmáli fjármál Dinkins og var mikilvægum málefn- um vikiö til hliðar. Þar af leiöandi vita margir New York búar sáralítið um manninn sem kemur til með að stjómar borginni næstu ár sem og skoðanir hans. Dinkins fæddist áriö 1927. Sjö áram síðar skildu foreldrar hans og hann dvaldist ýmist hjá fóður sínum í New Jersey eða hjá móður sinni í Harlem í New York. Enn þann dag í dag á hann lögheimili í Harlem. Þegar hann kvæntist Joyce Burrows, dóttur vel þekkts stjórn: málamanns frá Harlem, árið 1953 komst hann inn í pólitíkina í New York. Árið 1985 náði hann í þriðju tilraun kjöri sem hverfisstjóri Man- hattan. Þaðan hóf hann baráttuna til aö ýta Koch til hliðar í janúar síðast- liðnum. Þegar liðið var á sumarið var ljóst að New York búar vora orðnir lang- þreyttir á Koch og reiðubúnir til að veita hinum fámála blökkumanni Dinkins stuðning sinn. Reuter Varsjárbandalagiö: Vill viðræður um fækkun vopna flota stórveldanna Varsjárbandalagið hvatti Nato, Atlantshafsbandalagið, til að setjast að samningaborðinu um fækkun í herafla stórveldanna um borð í skip- um og kafbátum til aö koma í veg fyrir hugsanlegt vígbúnaðarkapp- hlaup á höfum úti. Oleg Grinevsky, aðalsamningamaður Sovétríkjanna í Vínarviðræðunum, sagði að sá stór- felldi niðurskurður á sviði hefð- bundinna vopna í Evrópu er stór- veldin væra nú að ræða um yki þörf- ina á sams konar niðurskurði á höf- unum. „Við getum ekki fækkað hefð- bundnum herafla of mikið ef ekki er tryggt að sams konar hugmyndir eru uppi um fækkun herafla á sjó,“ sagöi Grinevsky á fundi með blaöamönn- um við upphaf nýrrar samningalotu Vínarviðræðnanna svokölluðu en þær stefna að fækkun hefðbundinna vopna stórveldanna. Fulltrúar beggja vonast til að samningar liggi fyrir áður en næsta ár er á enda. Grinevsky sagði að ríki Nato hefðu á að skipa 4,5 sinnum fjölmennara herhði og 2,5 sinnum fleiri árásar- flugvélum í sjóflota sínum en ríki Varsjárbandalagsins. Reuter Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Kelduland 15, hluti, talinn eig. Guð- mundur Friðriksson, mánud. 13. nóv- ember ’89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Jón Halldórsson hrl. Rauðarárstígur 5, íb. 4. t.v., þingl. eig. Sigurbjörg Svernsdóttir, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeið- endur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Ólafur Gústafs- son hrl. og Iðnaðarbanki íslands hf. Rauðarárstígur 11, 1. hæð t.v., þingl. eig. Hafsteinn Ó. Ólafsson, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeið- andi er Klemens Eggertsson hdl. Ránargata 51, þingl. eig. Sigríður H. Sigurbjömsdóttir, mánud. 13. nóv- ember ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Fjárheimtan hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Réttarholtsvegur 61, þingl. eig. Einar B. Helgason, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. Safamýri 83, 2. hæð, þingl. eig. Ulfar Gunnar Jónsson, mánud. 13. nóvemb- er ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Armann Jónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Seilugrandi 1, íb. 04-02, talinn eig. Hraðverk h£, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Sveinn H. Valdimarsson hrl. Skildinganes 29, .þingl. eig. Jóhann J. Hafstein, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnaðar- banki Islands hf. Skipasund 85, kjallari, þingl. eig. Kristín Bemharðsdóttir, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.30. Úppboðsbeið- andi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Skipholt 19, 3. hæð suðurendi, þingl. eig. Markaðsþjónustan, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeið- endur eru Eggert B. Ólafsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Skipholt 50C, hluti, þingl. eig. Frjálst Framtak, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Kristján Ólafsson hdl. Skipholt 60, miðhæð, þingl. eig. Biynj- ólfur Markússon, mánud. 13. nóvemþ- er ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Þuríður I. Jónsdóttir hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðjón Ármann Jóns- son hdl. Smiðjustígur 12, þingl. eig. Halldóra Kristjánsd. og Jóhannes Vilhjálmss- son, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Sigurmar Al- bertsson hrl. Sólvallagata 48,1. hæð t.h., talinn eig. Benedikt Ingvason, mánud. 13. nóv- ember ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson bdl. Suðurgata 7, talinn eig. Þór Sveins- son, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru tollstjórinn í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Bjöm Ólafur Hallgrímsson hrl. Vallarás 5, íb. 034)6, talinn eig. .Val- gerður Reynisdóttir, mánud. 13. nóv- ember ’89 kl. 11.15. Úppboðsbeiðendur em Ólafur Sigurgeirsson hdl., Ólafur Garðarsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegsbanki Islands hf. og Guðjón Armann Jónsson hdl. Vesturberg 98, 2. hæð A, tald. eig. Karl Ásgrímsson og Sigríður Gú- stafsd., mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Iðnlána- sjóður. Vesturberg 165, þingl. eig. Grétar Skarphéðinsson, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Sigurður Sveinsson hdl. og Gjald- heimtan í Reykjavík. Vindás 4, hluti, talinn eig. Ólafur Finnbogason, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Gísli Gíslason bdl. og tollstjórinn í Reykjavík. Vindás 1—3, bifreiðageymsla, talinn eig. Byggung bsf., mánud. 13. nóvemb- er ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Ólafur Gústafsson hrl. og Atli Gísla- son hrl. Vitastígur 3,3. hæð, þingl. eig. Félags- heimih tónlistarmanna hf., mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegsbanki Islands hf., Búnaðar- banki íslands, Landsbanki íslands og Gísh Gíslason hdl. Víðimelur 31, hluti, þingl. eig. Jón ívarsson, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.15. Úppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Víhlsgata 11, þingl. eig. Guðlaugur Guðlaugsson, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.30. Úppboðsbeiðandi er Egg- ert B. Ólafsson hdl. Völyufell 17, efri hæð, þingl. eig. Ein- ar Ólaísson, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Út- vegsbanki íslands hf. og Baldur Guð- laugsson hrl. Ægisíða 96, efri hæð, þingl. eig. Elín Nóadóttir, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 11.45. II ppboðsbeiðendu r em Landsbemki íslands, Guðjón Armann Jónsson hdl., tollstjórinn í Reykjavík og Gjaldheimtan í Reykjavík. Æsufeh 4,7. hæð E, talinn eig. Sigurð- ur Hafliði Bjömsson, mánud. 13. nóv- ember ’89 kl. 11.45. Úppboðsbeiðandi er Jón Hahdórsson hrl. Öldugrandi 1, íb. 02-02, þingl. eig. Elsa L. Sigurðardóttir, mánud. 13. nóvemb- er ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands hf. Öldugrandi 11, íb. 02-02, þingl. eig. Pétur Þórsson, mánud. 13. nóvember ’89 kl. 13.30. Úppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIDIREYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Melsel 14, þingl. eig. Gunnar Sigur- bjartsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 13. nóvember ’89 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, tollstjórinn í Reykjavík og Útvegsbanki íslands hf. Vesturberg 78, hluti, þingl. eig. Elfar D. Dagbjartss. og Bjamey Júhusd., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 13. nóv- ember ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Ólafur Axelsson hrl. og Inn- heimtustoínun sveitarfélaga. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐIREYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.