Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. 11 Utlönd Þingkosningar í Jórdaníu: m Ovænt Niðurstöður fyrstu þingkosn- inganna i Jórdaníu í tuttugu og tvö ár komu miög á óvart að mati fréttaskýrenda. Frambjóð- endur heittrúaðra múhameðs- trúarmanna og vinstrismna unnu Qeiri þingsæti en frambjóð- endur stjómarinnar og munu þeir því samanlagt hafa meiri- hiuta á þingj. Lokatölur þingkosninganna liggja ekki fyrir þar sem endur- talningar var krafist í einu hér- aði. En heimildarmaður Reuter fréttastofunnar sagði að tuttugu af tuttugu og sex frambjóöendum bræðalags múhameðstrúar- manna, ásamt tólf sjálfstæðum írambjóðendum, er væru hlynnt- ir stefnumálum bræðralagsins, hefðu náð kjöri á hið 80 sæta iög- gíafarþing. Þá sagði hann að sjö arabískir þjóðernissinnar iietðu náð kjöri sem og fjórir vinstri- sinnar, þar af einn kommúnisti. Um sautján íhaldsmenn, hlið- hollir stjórnvöldum, náðu og kjöri á þing. Kosningarnar hafa komið í veg fyrir að stjórnvöld nái tryggum meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Fyrrum forsetí. þingsins, Akef al-Fayez, hlaut ekki kosnihgu. Tólf konur voru í framboði en engin þeirra náði kjöri. Kjörsókn var dræm, rúm fimmtiu prósent. Reuter Aoun lýsir yfir sigri Michel Aoun, yfirmaður herafla kristinna í Líbanon, hét því í gær að halda áfram andstöðu sinni við hinn nýkjörna forseta, Rene Muawad, sem og friðaráætlun Arababandalagsins en kvaðst þó ekki búast við að bar- dagar hæfust á ný í landinu. Aoun lýstí yfir sigri í „frelsisstríði" sínu við hermenn Sýrlands en fimmtán þúsund hermenn kristínna áttu í hörðum bardögum við sýrlensku hermennina þar til í september síð- astliðnum þegar lýst var yfir vopna- hléi. „Stríðinu er lokið og við höfum sigrað," sagði Aoun í samtali við Reuter fréttastofuna. En hann hyggst ekki láta af and- stöðu sinni við Muawad né friðará- ætlun þeirri sem Arababandalagið lágði fram og hlaut samþykki líban- skra þingmanna fyrir skömmu. Aoun kveðst ekki geta samþykkt áætlunina þar sem ekki sé kveðið á um tafarlausan brottflutning rúm- lega þrjátíu þúsund hermanna Sýrlend- inga frá Líbanon. Aoun, sem er í forsvari annars tveggja ráðuneyta er starfað hafa í í Líbanon, gaf í skyn að búast mætti við löngum deilum milh sín og forset- ans nýkjöma. Aóun lítur á sig og sitt ráðuneyti sem einu löglegu stjóm landsins. Reuter tinna i Líbanon, hyggst ekki láta af andstöðu sinni gegn friðaráætlun Arababandalagsins. Teikning Lurie Vopnahlé ágreiningsefni A fyrsta degi samningaviðræðna fúlltrúa sandínistastjómarinnar í Nicaragua og kontraskæruhða í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York kom upp ágreiningm- um tímasetningu vopnahlés. Tinoco, leiðtogi sandínista, sagði eftir viðræðumar í gær að hann myndi aðeins samþykkja vopnahlé sem lið í samkomulagi um afvopnun skæruliða. En aðalsamningamaður kontraskæruliða, Bermudez, sagði sendinefnd sína krefjast tafarlauss vopnahlés undir alþjóðlegu eftírlití áður en friðarviðræður hæfust. Auk þess kvaðst hann leggja mikla áherslu á sakamppgjöf póhtískra fanga í Nicaragua. Forseti Nicaragua, Daniel Ortega, rauf 1 síðustu viku nítján mánaða langt vopnahlé. Sagðist hann hafa gert það í öryggisskyni vegna auk- inna umsvifa kontraskæruUða í norðurhluta Nicaragua. Embætt- ismenn í Managua segja að fimmtíu og þrír hafi falUð síðan vopnahléð var rofið, fjörutíu og sex kontra- skæmUðar, sex hermenn og einn bóndi. Viðræðumar í New York eru fyrstu formlegu samskiptí stríðsaðil- anna í rúmt ár. Reuter Daniel Ortega, forseti Nicaragua, kveðst hafa rofiö vopnahléð vegna aukinna umsvifa kontraskæruliða. Símamynd Reuter FJOFHJOIADRIFSVEISLA ARGERÐ 1990 BÍLASÝNING LAUGAKDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17 í SÝNINGARSAL OKKAR, SÆVARHÖFÐA 2, OG Á AKUREYRI, BIFREIÐAVERKSTÆÐI SIGURÐAR VBI.niMARSSnNBB HVERGI MEIRA OG BETRA ÚRVAL FJÓRHJÓLADRIFINNA TORFÆRUTÆKJA EN FRÁ NISSAINI Níssan Patrol GR, 2,8, ttirbo, dísíl * Nissan Patrol, hígh roof, 3,3, turbo, dísíl. EINNIG NISSAN PATHFINDER, 3,0, V6, BENSÍN. NISSAN TERRANO, 2,4, BENSÍN, MEÐ BEINNI INNSPÝTINGU. NISSAN TERRANO, 2,7, TURBO, DÍSIL. 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Lánakjör: t.d. 75% lánað til þríggja ára á venjulegum lánakjörum banka - réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hff. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.