Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 28
36 * FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Andlát Sigurlaug E. Gunnlaugsdóttir, áöur Austurgötu 25, Hafnarflröi, lést 9. nóvember. Bergur H. Ólafsson, Heiðarbæ 11, lést í Landspítalanum 8. nóvember. Sigrún Magnúsdóttir hjúkrunar- kona, fyrrum forstööukona Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur, andað- ist 9. þessa mánaöar. Magnús V. Guðbrandsson frá Bol- ungarvík lést á Hrafnistu 9. nóvemb- er. Óskar Pétursson, (Garðar Óskar Pét- ursson) jámiönaöarmaöur, Lang- holtsvegi 54, lést 8. nóvember. Gústaf A. Valdimarsson, fyrrverandi rakarameistari, Álakvisl 112, lést aö morgni 7. nóvember. j Jarðarfarir Agnar Bragi Guðmundsson, Sól- heimum, Blönduósi, verður jarð- sunginn frá Blönduóskirkju laugar- daginn 11. nóvember kl. 15.30. Útfor Sigríðár S. Sigurðardóttur frá Víðivöllum, Fljótsdal, Bemgötu 7, Borgamesi, verður gerð frá Borgar- neskirkju þriðjudaginn 14. nóvember nk. kl. 14. Magnús Jónsson frá Læknisstöðum á Langanesi, sem andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 1. nóvember, verður jarðsunginn frá Sauðaneskirkju á Langanesi laugar- daginn 11. nóvember ki. 14. Sigurdrifa Tryggvadóttir í Engidal lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 2. nóv- ember sl. Sigurdrífa fæddist 16. maí 1911 á Halldórsstöðum í Bárðardal, dóttir hjónanna Maríu Tómasdóttur og Tryggva Valdimarssonar bónda -þar. Hún var yngst 5 systkina sem em nú öll látin. 14 ára gömul fluttist hún með foreldmm sínum í Engidal í sömu sveit. 1934 giftist hún Páli Guðmundssyni frá Syðrivöllum í Miðfirði og bjuggu þau í Engidal til ársins 1951 en fluttu þá út í Saltvík í Reykjahreppi, S-Þing. Eftir 9 ára búskap þar fluttu þau að Eiöum í S-Múl. og bjuggu þar í 2 ár. Þá flutt- ust þau á æskustöðvar Páls, Syðri- velli í Miðfirði, og bjuggu þar til árs- ins 1967. Nokkm síðar fluttust þau aftur í Engidal og áttu þar heimili til æviloka en Páll lést 18. desember 1984. Páll og Sigurdrífa eignuðust 12 böm. Sigurdrífa verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 11. nóvember, kl. 14. Jóhannes Jónsson lést 2. nóvember. Hann fæddist að Bakka við Dýrafjörð 16. apríl 1925. Foreldrar hans voru hjónin Jón Erlendsson og Lilja Bjömsdóttir. Jóhannes ólst upp hjá hjónunum Guðrúnu Bjömsdóttur og Guðmundi Guðmundssyni. Jóhann- es lauk jámsmíðaprófi 1948. Hann hóf síðan nám í Vélskólanum í Reykjavík og lauk vélstjóraprófi árið 1952. Að prófi loknu starfaði hann sem vélstjóri á togurum frá Reykja- vík og Hafnarflrði til ársins 1963 er hann réðst til Landsvirkjunar. Starf- aði hann þar til dauðadags. Eftirlif- andi eiginkona hans er Guðbjörg K. Arndal. Þau hjónin eignuðust þijár dætur og ólu einnig upp dótturson sinn. Útför Jóhannesar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Námskeið Slys á börnum - forvarnir - skyndihjálp Rauði kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp sem ætlað er foreldrum ungra barna. Farið er yfir algengustu slys í heimahúsum - hvernig fyrirbyggja má slysin og skyndihjálp. Námskeiðið hefst mánudaginn 13. nóvember. Skrán- ing í s. 26722. Fundir OA samtökin eru samtök fyrir fólk sem á við átvanda- mál aö stríða. Fundir fyrir byrjendur alla mánudaga kl. 20.30 að Þverholti 20, 2. hæð. Almennur fundur kl. 21. Á sama stað eru almennir fundir á miðvikudög- um kl. 21 og á laugardögum kl. 11. Einn- ig á fóstudögum kl. 211 kjallara Mýrar- húsaskóla á Seltjamamesi og á laugar- dögum kl. 15 í félagsheimili kaþólskra að Hávallagötu 16. Upplýsingar í símum 621005 og 623500. Tapaðfundið Gleraugu töpuðust Tvenn gleraugu í svartri flauelisbuddu töpuðust sunnudaginn 5. nóvember sl. í Listasafni íslands eða nágrenni. Skilvis finnandi vinsamlegast hringi í síma 12250. Tilkyimiitgar Hugleiðsla og slökun - losið um spennu og streitu Námskeið í jóga og hugleiðslu verða hald- in á vegum Ananda Marga í nóvember. Fyrra námskeiðið hefst 14. nóvember og stendur til 5. desember og hið síðara frá 16. nóvember til 7. desember. Námskeiðin verða á þriðjudögum kl. 18.30-20 og fimmtudögum kl. 20-21.30. Einnig verður haldið námskeið í matreiðslu jurtafæðis á laugardögum kl. 14-16. Kvenjóginn Didi Shikha heldur námskeiðin að Frosta- skjóli 69. Skráning og upplýsingar í sima 27050 eftir kl. 17.30. Napoli opnar á ný Veitingastaðurinn Napoli Skipholti 37 er nú á ný opinn alla daga vikunnar. Napoli býður upp á ítalska rétti sem ít- alskur matargerðarmaður sér um að matreiða fyrir gesti staðarins. í aðalsal Napoli eru sæti fyrir 140 gesti, en auk þess er litill pöpp opg sérstakur salur sem leigður er út. Ráð gegn reykingum Fræðslumiðstöðin Æsir, sem staðið hefur fyrir námskeiðum í hugarþjálfun, býður nú upp á einkatíma fyrir þá sem hafa reynt að hætta en gefist upp. Einka- tímamir, sem geta verið frá einu skipti upp í fjögm, byggja á nýjustu rannsókn- um í dáleiðslu og Neuro Linguistic Pro- gramming tækninni. Aðferðin er fljót- virk, varanleg og laus viö óæskilegar hliðarverkanir, s.s. taugaspennu eða frá- hvarfseinkenni. Nánari upplýsingar fást í síma 17230. Almanak Háskólans Út er komið almanak fyrir ísland 1990, sem Háskóh íslands gefur út. Þetta er 154. árgangur ritsins, sem komið hefur út samfellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæ- mundsson, stjamfræðingur hjá Raun- visindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búiö það til prentunar. Ri- tið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals með upplýsingum um flóð og gang himin- tungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik. Háskólinn annast sölu alman- aksins og dreifmgu þess til bóksala. Al- manakið kemur út í 7500 eintökum, en auk þess em prentuð 2500 eintök sem Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af sínu almanaki með leyfi Háskólans. Haustfagnaður félags eldri borgara verður haldinn 17. nóvember nk. í veit- ingahúsinu Glæsibæ. Miðapantanir á skrifstofu félagsins í s. 28812. Menntamálaráðherra opnar sýningu í Hull Laugardaginn 29. október sl. opnaði menntamálaráðherra myndlistarsýning- una „Landscapes from a High Latitude - Icelandic Art 1909-1989 í Ferens-listasafn- inu í Hull. Myndin, sem tekin var við opnunina, er af f.v. Beru Nordal, for- stöðumanni Listasafns íslands, Svavari Gestssyni menntamálaráðherra, borgar- stjómarhjónunum í Hull, John Stanley og frú, Trevor Larsen, formanni menn- ingarráðs Hull-borgar, og sendiherra- hjónunum Rögnu Ragnars og Ólafi Egils- syni. Stórmót í parakeppni Skráning stendur nú sem hæst í Stórmót- ið í parakeppni sem haldið er á vegum Bridgeklúbbs hjóna. Mótið fer fram laug- ardaginn 18. nóvember og spilaður er barómeter-tvímenningur. Spilastaður er Sigtún 9 og þátttökugjald 4.500 á parið. Mertning Sólbörur á Korpúlfsstöðum - um sýningu Myndhöggvarafélagsins Undanfamar tvær helgar hefur Myndhöggvarafé- lagið í Reykjavík haldið sýningu á verkum nokkurra félagsmanna í aðstöðu félagsins að Korpúlfsstöðum. Myndhöggvarafélagið var stofnaö árið 1972 upp úr samstarfi þeirra myndastyttusmiða sem lögðu undir sig Skólavörðuholt vorin ’67-’72. Á Skólavörðuholti voru settar upp nýstárlegar útisýningar og verkin urðu sum hver fræg að endemum. Kunnast er e.t.v. „Vörðubrot" Kristjáns Guðmundssonar sem var fjar- lægt af heilbrigðisástæðum í júní 1970, en uppistaða verksins var brauðhleifar úr heilhveiti. Nokkrir þess- ara listamanna höfðu fáum árum áður stofnað SÚM- hópinn og um líkt leyti og sýningamar á Skólavörðu- holti stóðu yfir opnaði sá hópur gallerí þar sem síöar var Nýlistasafnið. Jón Gunnar Ámason, sem nú er nýlátinn, var einn helsti fmmkvöðull að stofnun SÚM og einnig Myndhöggvarafélagsins. Hans er nú minnst á Korpúlfsstöðum með því að nokkur af hans bestu verkum em þar með á samsýningu Myndhöggvarafé- lagsins. Tákndagsins Jón Gunnar var aldrei naumhyggjusinni, jafnvel þótt sá stíll hafi orðið mjög áberandi jafnframt hug- myndahstinni á sjöunda áratugnum og flestir hans samlistamenn hafi á einn eða annan hátt tekið upp hinn nauma hanska. Fyrir Jóni Gunnari vakti alla tíð aö endurvekja táknsæið og ákalla andartakið, hversu vitfirrt og hlaðið vígtólum sem það væri. Verkin „Hús- quama“ og „Leikfang fyrir fullorðna“ leiða hugann að styrjöldum nútímans, þar sem ekki er óalgengt að alhr berjist gegn öhum og án sýnhegs tilgangs. Þessi verk gætu hæglega verið tákn dagsins í dag þó þau séu tveggja áratuga gömul. Meðal annars þeirra vegna eighm við ömgglega eftir að minnast Jóns Gunnars eftir aðra tvo áratugi sem framsækins nútímalista- manns og eins okkar merkustu myndhöggvara. Einhyrningar, skautar og jaxlar Einn meðstofnenda Jóns Gunnars og félagi í SÚM er Magnús Tómasson, sem í þetta sinn sýnir athyghs- verðar hugmyndir að útihstaverki í Hamösand í Sví- þjóð; horn einhyrnings og nauts og lúður prýöa kletta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hugmyndin er að vísu ekki ýkja fjarri vængjuðu grjóti Magnúsar sem prýðir Myndlist Ólafur Engilbertsson torg eitt í Reykjavík. Rúrí sýnir einnig hugmyndir sín- ar aö verki í Harnösand. Hennar hugmyndir byggja talsvert á samspih tíma og rúms. Þama er um ljóð- ræna og fahega uppsetningu að ræða þar sem tumar dómkirkju staðarins era endurbyggðir úti í sjónum við ströndina, m.a. til þess að hægt sé að skauta inn og út um tumgluggana á vetrum! Eldri jaxlar eins og Grímur Marinó Steindórsson og Sæmundur Valdi- marsson eiga einnig verk á sýningunni og eru báðir upp á sitt besta; jafnt í hugkvæmni sem annarri kvæmni. Verk liggja undir skemmdum Nokkuð er um nýhða í félaginu. Undirritaður minn- ist þess ekki að hafa áður séð verk eftir Elínu Rafns- dóttur, Hansínu Jensdóttur, írisi Elfu Friðriksdóttur, Ragnhildi Stefánsdóttur eða Gunnar Ámason. Öll eiga þau vel frambærileg verk á sýningunni, en sérstaklega þó íris Elfa og Gunnar. íris vinnur stór verk út t.a.m. ryðguðum hitaveituofni, steypu og polyester og sam- einar þessi efni á skemmthegan hátt. Gunnar vinnur hins vegar eingöngu í tré út frá naumhugulum, en þó persónulegum forsendum. Myndhöggvarafélaginu hefur tekist einstaklega vel upp með þessa sýningu og í því að gera upp austur- álmu Korpúlfsstaða. Er vonandi að fyrirhugaöar við- gerðir á húsinu vegna væntanlegrar menningarmið- stöðvar dragist ekki á langinn og að þær bitni ekki á starfsemi þessa ræktarsama hóps, Myndhöggvarafé- lags Reykjavíkur. Verk Jóns Gunnars Ámasonar og fleiri munu hggja undir skemmdum í kjallara hússins verði ekkert að gert í þessum málum. Nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi á sýningu Myndhöggvarafélags- ins á Korpúlfsstöðum og hvet ég alla sem ekki hafa séð sýninguna að láta nú verða af því. Sýningargestir ættu ekki að þurfa að kvarta yfir slæmri lýsingu; „Sól- börar“ Jóns Gunnars Árnasonar bjarga þeim málum. -ÓE Fjölmiðlar Snjallasta greinin Nóvembermánuður er að vísu ekki allur, en líklega á þó Magnús Óskarsson bestu blaöagrein mánað- arins. Hún birtisti Morgunblaðinu 4. nóveraber undir heítinu Augna- bliksannáh og er örstutt ogeitur- snjöll. Magnús bregður upp mynd af landi, þar sem ráðherra situr án ráðuneytis, aðstoöarmaöur starfar án ráðherra og hehl stjómmála- flokkur, Borgaraflokkurinn birtist okkur eins og likfylgd án lfks. Hann bendir á, að Stefán Valgeírsson hef- ur gert skrýtluna ura Flokk manns- ins að veruleika. Hann minnir á, aö handhafar forsetavalds eru þrir. Einn tekur sér lán úr sjóðum Al- þingis og bregður (af siöferðisástæð- um!) fæti fyrir annan, sem hafði hagnýtt sér fríðindi úr hóft fram, en hinn þriðji bregður fyrir sigdylgj- um og gróusögum um forvera sína. Magnúsi er greinilega nóg boðið, og svo mun vera um fleiri. En hvernig stendur á þessum ósköp- um? Ég hef áður hent á, að rétta ráðið gegn misnotkun sérkjara er að aftiema þau, ekki að treysta á th- verudyggðablóða. En ég varpa hér fram einni skýr- ingu á hinu ógeðfehda braski síð- ustu mánaða. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er utan stjómar, þarf að smíða þingmeiríhluta úr svo mörg- um ósamstæðum brotum, að ahs konar svikahrappar og kaupahéðn- ar flnna markað fyrír vöru sína. Hannes Hólmstemn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.