Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Side 6
6 Viðskipti FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Aðeins Mikligarður við Sund sem breytt var í hlutafélag - aðrar Miklagarðsverslanir eru 1 eigu KRON Mikligarður vestur í bæ, í Hafnarfirði og í Kópavogi eru fyrirtæki aö fullu í eigu KRON. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri KRON, segir að það sé aðeins Mikligarður við Sund sem breytt hafi verið í hlutafélag en Mikligarður vestur í bæ, í Miðvangi og í Engi- hjalla séu fyrirtæki sem séu að fullu- í eigu KRON. KRON áttí áður 52 prósent í Mikla- garði sf. við Sund, Kaupfélag Kjalar- nesþings 6 prósent, Kaupfélag Suður- nesja 6 prósent og Sambandið ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum 36 pró- sent. Ekki er enn búið að birta tilkynn- inguna um hlutafélagið Miklagarð hf. í Lögbirtingablaðinu þrátt fyrir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri KRON, segir að Mikligarður hafi verið gerður að hlutafélagi til að eiga möguleika á að fá inn nýtt fé og nýja aðila i reksturinn. að félagið hafi verið stofnað í lok apríl, samkvæmt upplýsingum Hlutafélagaskrár. „Það voru smáformgallar í tilkynn- ingunni til Hlutafélagaskrár en þeim láðist að láta okkur vita af þeim strax. Síöan hefur það dregist hjá Hlutafélagaskrá að senda tilkynn- inguna í Lögbirtingablaðið en ég veit ekki betur en að hún birtist þar á næstunni," segir Þröstur Ólafsson. Sameignarfélagið Mikilgarður sf. var með neikvæðan höfuðstól þegar fyrirtækinu var slitið. Sá neikvæði höfuðstóll hefur verið jafnaður út. Þröstur viil ekki gefa upp hversu neikvæður höfuðstóllinn var orðinn þegar félagið var lagt niður. „Það er trúnaðarmál," segir hann. í sameignarfélögum bera eigend- umir ótakmarkaða ábyrgð en í hlutafélögum miðast ábyrgðin ein- göngu við hlutaféð. Þrátt fyrir að fólk taki ekki eftir neinum útlitsbreytingum þegar komið er inn í Miklagarð við Sund breytir það ekki því að fólk er nú að skipta við hlutafélag í stað sameign- arfélags áður. En hvers vegna var sú ákvörðun tekin að breyta Miklagarði við Sund í hlutafélag? „Það er fyrst og fremst verið að opna möguleika á að fá nýja eignaraðila inn í fyrirtækið og þar með aukið fé.“ Athygli hefur vakið að hlutafé nýja hlutafélagsins, Miklagarðs hf„ er aðeins 15 milljónir króna. Er það ekki of lítið hlutafé fyrir svo stóra verslun? „Þetta er einfaldlega byrjunin en menn verða að fylgjast með fram- haldinu og sjá hver þróunin verður, ég á von því að hlutaféð aukist á næstunni.“ Um það hvort Mikligarður við Sund eigi framtíðina fyrir sér, en stöðugur orðrómur gengur um það að mikill og stöðugur hallarekstur sé á versluninni, segir Þröstur að hann efist ekki um það. Verslunin hafi gengið í gegnum tímabundna rekstrarerfiðleika. Þann 1. febrúar á næsta ári mun Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, opna áfengisútsölu í Mikla- garði við Sund. „Það undirstrikar enn frekar að við erum að styrkja þessa verslun og að við höfum trú á henni.“ Ný tækni er ný bók Iðntæknistofnun íslands hefur gef- ið út bók sem heitir Ný tækni. Bók- inni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá sem vilja fræðast um tækninýj- ungar sem verða mest áberandi á næstunni. í fyrsta hluta bókarinnar er fiallað um nauðsyn staðgóðrar menntunar fyrir þá sem þurfa að fást við nýja tækni. í öðrum hluta bókarinnar er skrifaö um hönnun með aðstoð tölvu og framleiðslu með aðstoð tölvu og helstu hugtök þegar fiallaö er um nýja tækni. í þriðja og síðasta hluta bókarinnar segja forráðamenn sex fyrirtækja frá reynslu sinni af undir- búningi og íramkvæmd tæknivæð- ingar og birtar eru myndir úr þess- um fyrirtækjum. Bókin er 158 blaðsíður og kostar útúrbúð 1.995 krónur. -JGH NÝTHKNI Bókin Ný tækni er gefin út af Iðn- tæknistofnun. Borgarstjóm: Hótel Emskip var samþykkt Borgarstjóm Reykjavíkur hefur samþykkt breytingar á skipulagi við Skúlagötu. í breytingunum er gert ráð fyrir hóteibyggingu Eimskipafé- lagsins. Ehnskip getur nú skotið málinu til skipulagssfióra ríkisins. Ef hann er samþykkur verður bygg- ingamefnd Reykjavíkur að sam- þyklfia bygginguna. „Það getur vel verið að byggingin myndi sóma sér vel í Hong Kong eða Singapore en hún veröur nfiög fram- andi í þvi umhverfi þar sem hún á að rísa,“ sagöi Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags, sem greiddi atkvæði gegn breyting- unum á skipulaginu. -sme Göngugatan á Akureyri: Framkvæmd- um hætt við stórbyggingu Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyii: Framkvæmdum viö sex hæða verslunar- og skrifstofuhús viö göngugötuna á Akureyri verður að öllum líkindum hætt á næstu dög- um og engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær byggingarfram- kvæmdum verður haldið áfram. „Framkvæmdir eru ekki langt á veg komnar en við erum komnir upp úr jörðinni, komnir með gólf- plötu,“ sagði Pálmi Jónsson hjá Lind hf. sem byggir húsið. í upp- hafi var talaö um að húsiö yröi tek- ið í notkun nú fyrir jólin, síðan var rætt um næsta sumar í því sam- bandi og fleiri útgáfur hafa heyrst. í húsinu áttu að verða verslanir á neðri hæðunum en skrifstofur á hæöunum þar fyrir ofan og var talað um „litla Kringlu," manna á meðal á Akureyri þegar rætt var um húsið. „Ég reikna með að við stöðvum framkvæmdir nú alveg á næstunni og þaö er ástandið í þjóðfélaginu sem veldur því. Við ætluðum í 1. áfanga að byggja þama 3 hæðir en við þurfum fleiri kaupendur til þess að það sé grundvöllur fyrir því að halda áfram. í dag höfum við því ekki gengið frá neinni sölu í húsinu til þess að binda ekki hendur okkar. Við þurfum að selja 70% af pláss- inu á þessum þremur hæðum og það hefur ekki tekist og vantar tals- vert upp á. Fyrirtæki sem ætluðu að kaupa þama em að ganga úr skaftinu, jafnvel stöndug fyrirtæki hér í bænum. Ástandið í þjóðfélag- inu er orðiö þannig að menn eru skíthræddir viö aö fara út í fiárfest- ingar, og mér sýnist allir vera með allt niður um sig,“ sagði Pálmi. Að fyrirtækinu Lind hf. standa 8 aðilar, einstaklingar og fyrirtæki á Akureyri. Pálmi sagði að algjör óvissa væri varöandi það hvenær framkvæmdum yrði haldið áfram við bygginguna, hvort það yrði næsta vor eða síðar. Samhliða orðrómi um rekstrarerf- iðleika Miklagarðs við Sund er sí- felldur orðrómur um rekstrarerfið- leika sjálfs móöurskipsins, KRON. Hvað er hæft í því? „Þaö er ekki ný frétt að matvöru- verslunin á höfuðborgarsvæðinu búi við kröpp kjör. Við hjá KRON höfum heldur ekki reynt að fela það að síð- astliðin tvö ár hefur verið tap á rekstrinum. Á þessu ári hefur samt oröið umtalsverður bati á afkomu félagsins. Og höfuðstóll þess er já- kvæður. Jafnframt tel ég að eignir séu meira virði en bókfært er í reikn- ingum. Það er ljóst að þær eignir okkar, sem vdð erum ekki að nota, verða fremur seldar en að lenda í frekari greiðsluerfiðleikum." Aö lokum má geta þess að KRON á um 3 prósent í Samvdnnubankan- um sem Landsbankinn hefur gert samningumaðkaupa. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 9-12 Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 11,5-13 Úb.Vb 6mán. uppsögn 12,5-15 Vb 12mán. uppsögn 12-13 Lb 18mán.uppsögn 25 lb Tékkareikningar.alm. 2-4 Sp.Vb Sértékkareikningar 4-12 Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb 6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 2,5-3,5 Ib 21 Lb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,25-7,75 Ab Sterlingspund 13,25-14 JO -O co < Vestur-þýskmörk 6,5-7 Ib Danskar krónur 9-10,5 Bb.lb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 27,5 Allir Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 28-32.25 Vb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,25-8,25 Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 25-31.75 Úb SDR 10,5 Allir Bandaríkjadalir 10-10,5 Allir nema Úb.Vb Sterlingspund 16.25-16,75 Úb Vestur-þýsk mörk 9.25-9,75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 38.4 MEÐALVEXTIR överðtr. nóv. 89 29,3 Verótr. nóv. 89 7.7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 2693 stig Ðyggingavisitala nóv. 497stig Byggingavísitala nóv. 155,5 stig Húsaleiguvísitala 3,5%hækkaöi 1. okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa Einingabréf 1 4.391 Einingabréf 2 2.423 Einingabréf 3 2,882 Skammtímabréf 1,504 Lífeyrisbréf 2,207 Gengisbréf 1,950 Kjarabréf 4.360 Markbréf 2.312 Tekjubréf 1,852 Skyndibréf 1.316 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóósbréf 1 2.116 Sjóösbréf 2 1.659 Sjóðsbréf 3 1.486 Sjóösbréf 4 1.248 Vaxtasjóðsbréf 1,4905 HLUTABREF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv • Sjóvá-Almennar hf. 318 kr. Eimskip 390 kr. Flugleiöir 164 kr. Hampiöjan 170 kr. Hlutabréfasjóður 160 kr. Iðnaöarbankinn 170 kr. Skagstrendingur hf. 244 kr. Útvegsbankinn hf. 148 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Lltvegsbankinn, Vb= Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn blrtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.