Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Síða 9
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. 9 Sikhar myrtu 21 námsmann t í Punjab Herskáir síkhar myrtu í morgun tuttugu og einn námsmann í Patiala í Punjab í nótt. Skutu síkharnir með vélbyssum á hóp námsmanna sem var að koma af skólaskemmtun. Sextán námsmenn særðust í árás- inni, sumir alvarlega. Þetta var blóðugusta árás síkha síðan 25. júní þegar tuttugu og fjórir hindúar voru myrtir. Lögreglan telur að öfgamennirnir hafi gert árásina í Patiala til að sýna vald sitt fyrir þingkosningamar sem hefjast 22. nóvember. í Punjab verð- ur kosið 26. nóvember. Einnig er tal- ið líklegt að árásin í nótt í lok skemmtunarinnar hafi verið vegna þess að hún hafi misboðið trú öfga- mannanna. Um þijú hundruö náms- menn voru á ferli þegar fjórir eða fimm síkhar hófu skothríðina. Öfgamenn síkha hafa oft gert árás- ir þegar skemmtanir eða stórar veisl- ur hafa verið haidnar, eins og til dæmis brúðkaupsveislur. Þeir myrða einnig oft þjófa og vændiskon- ur. Um átján hundruð manns hafa verið myrt í sjálfstæðisstríðinu í Punjab á þessu ári. í fyrra voru um tvö þúsund og fimm hundruð myrt. Patiala hefur einnig verið í fréttum vegna öfgamanns sem situr í fangelsi og bíður eftir réttarhöldum í sam- bandi við morðið á Indiru Gandhi forsætisráðherra 1984. Hann er í framboði í kosningunum fyrir flokk sem er í nánum tengslum við öfga- menn. Fanginn er sakaður um að hafa aðstoðað við samsærið gegn Gandhi fjórum mánuðum eftir að hún skipaði hernum að bijótast inn í Guilna hofið í Amritsar, helgasta stað síkha. Aðskilnaðarsinnar not- uðu það sem aðalbækistöðvar sínar. Þúsund manns létu lífiö er hermenn- imir gerðu atlögu að hofmu. Reuter Fórnarlamb öfgamanna síkha syrgt. Simamynd Reuter Ætlar að fljúga yfir Kyrra- hafið í risaloftbelg Richard Branson, breskiur ævin- týramaður, leggur þessa dagana síö- ustu hönd á undirbúning sögulegs flugs, hann hyggst fljúga yfir Kyrra- hafið í risastórum loftbelg. Hann mun hefja ferðina í Japan síðar í þessum mánuði þaðan sem hann mun svo fljúga sem leið liggur til Kaliforníufylkis í Bandaríkjunum, yfir níu þúsund og sex hundruð kíló- metra, á þremur til fimm dögum. Branson, einn stofnenda Virgin- útgáfufyrirtækisins, reyndi að fljúga loftbelg yfir Atlantshafið, frá vestri til austurs, árið 1987 en neyddist til að lenda í sjónum. Ef honum tekst ferðalagið nú yrði það fyrsta ferðin yfir Kyrrahafið í loftbelg sem og lengsta flugið. Bran- son kvaðst hvergi banginn við ferð- ina en ákveðinn í að njóta hennar til hins ýtrasta. Loftbelgurinn er nær 60 metra hár, gerður úr sérstöku efni sem dregur í sig sólarhita. Branson og samferða- maður hans Per Lundstrand munu dveljast í þröngum klefa á leiðinni yfirhafið Reuter Funda um aukna samvinnu Utanríkisráðherrar og varaforsæt- isráðherrar fjögurra Evrópulanda, Austurríkis, Ungveijalands, Júgó- slavíu og ítahu, munu koma saman til fundar í Búdapest um helgina til að ræða samvinnu sín á milh. Þjóð- irnar fjórar eru um margt óhkar. Austurríki er hlutlaust land og kommúnistaríkiö Júgóslavía stend- ur utan bandalaga. Hið umbótasinn- aða Ungveijaland er aðih að Varsjár- bandalaginu en ítaha er aðih að Atl- antehafsbandalaginu. Áætlað er að ráðherramir ræði um samvinnu á sviði vísinda og tækni, í efnahagsmálum, iðnaði, orkumálum og umhverfismálum svo eitthvað sér nefnt. „Með því að efna til samvinnu í hjarta Evrópu stefna ráðherramir að því bæta ástandið á meginlandinu og styrkja það sem nú fer fram á ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, (sem fram fer í Vín)“ segir í uppkasti að yfirlýsingu vegna viðræðnanna. Áætlað er að ráðherrar þessara fjögurra landa hittist aö minnsta kostiárlega. Reuter Útlönd Eldur kom upp í blokkinni í Atlanta eftir að herþota brotlenti á henni i gær. Simamynd Reuter Herþota hrapaði á íbúðablokk Bandarísk herþota hrapaði á íbúðablokk í úthverfi Atlanta í Bandaríkjunum í gær. Flugmaður- inn komst lífs af en slasaðist alvar- lega. Samkvæmt sjónvarpsstöð í Atl- anta beið einn maður bana en yfir- völd hafa ekki getað staðfest fréttina. Eldur kom upp í blokkinni og tók tvær klukkustundir að ráða niður- lögum hans. Nokkrir íbúanna slös- uðust, þar á meðal fimm ára gömul telpa og móðir hennar. Liggja þær þungt haldnar á sjúkrahúsi með al- varleg brunasár. Flugmaðurinn, sem var einn í þot- unni, stökk út í fallhlíf nokkrum sek- úndum áður en hún lenti á blokk- inni. Ekki er vitað hversu marga þurfti að flylja úr húsinu en komið var upp bráðabirgðaathvarfi fyrir þá. Reuter Bush ræðir við Shamir George Bush Bandaríkjaforseti mun hitta Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, að máh í næstu viku að því er talsmaður Hvíta húss- ins tilkynnti í gær. Þótt það hefði legið fyrir vikum saman að Shamir væri væntanlegur til Bandaríkjanna hafði Bush ekki sagt hvort hann myndi ræða við ísraelska försætis- ráðherrann eður ei. Höfðu margir það til marks um að Bandaríkja- stjóm hefði verulegar áhyggjur af afstöðu ísraelsstjórnar til friðartil- rauna milli Palestinumanna og ísra- ela. Talsmaður Bush, Marlin Fitzwat- er, sagði að forsetinn myndi grípa tækifærið á meðan Shaniir dvelst í Bandaríkjunum og ræða við hann um hvemig hægt sé að flýta friðará- ætlunum í Miðausturlöndum. ísraelar hafa krafist stórfelldra breytinga á fimm liða friðaráætlun Bandaríkjanna, Baker-áætluninni svokölluðu, en hún miðar að því að koma ísraelum og Palestínumönnum að samningaborðinu til að ræða und- irbúning og viðræður um hugsanleg- ar kosningar á herteknu svæðunum. ísraelar hafa samþykkt áætlunina en vilja takmarka fyrirhugaðar viðræð- ur við kosningamar eingöngu og koma þar með í veg fyrir að rætt verði um framtíð íbúa herteknu svæðanna. James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjastjóm muni ekki sam- þykkja neinar stórfelldar breytingar á áætluninni. Samir og Bush munu ræða saman á''miðvikudaginn í næstu viku. Heimsókn Shamirs til Bandaríkjanna er einkaheimsókn. Reuter TRiiE Frumsýnd á myndbanda- leigum ★ Til á öllum betri myndbanda- leigum landsins ★ DREIFING MYNDFORM SlMI 651288

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.