Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Ekki tímamótafundur Ráðamenn hér á landi eiga varla nógu sterk lýsingar- orð til að lýsa ánægju sinni með skyndilega komu Fran- cois Mitterrands Frakklandsforseta hingað til lands á þriðjudaginn. íslendingar leggja áherzlu á, hve mikinn skilning Frakklandsforseti hafi sýnt málstað íslands. Þar er átt við þá sérstöðu, sem íslendingar þurfa að fá viðurkennda hjá Evrópubandalaginu vegna atvinnu- hátta á íslandi. Ráðamenn hér láta sem svo, að í Fran- cois Mitterrand hafi þeir og landsmenn allir eignast vin og stuðningsmann í raun. Eftirleikurinn verði okkur auðveldari en ella vegna fundarins við Mitterrand. Mitterrand gegnir nú því hutverki að vera talsmaður Evrópubandalagsins. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur sams konar hlutverk í fríverzlunar- bandalaginu EFTA. Sterkir aðilar vilja bræða þessi bandalög saman í eina heild. Við íslendingar vUjum fyrst og fremst fríverzlun. Okkur er mikilvægast, að greiður aðgangur sé fyrir afurðir okkar á hinn stóra Evrópumarkað. Við viljum fæst bræða okkur inn í raun- verulegt ríkjabandalag, sem margir sterkir aðilar í Evr- ópu stefna nú að. En við skulum ekki telja, að fundurinn með Frakk- landsforseta hafi verið tímamótafundur. í raun gerðist fátt stórmerkilegt þar. Þetta var af hálfu Mitterrands einungis þáttur í þeim undirbúningsviðræðum, sem nú fara ffam milli fulltrúa EB og EFTA. Á næsta ári verða vafalaust alvöru samningaviðræður milli þessara ríkja. Við skulum líta á, hversu ódýrt það er fyrir fulltrúa EB-ríkjanna að tala á þessu stigi um mikilvægi viður- kenningar á sérstöðu íslands. Það verður sem fyrr vandamál samningamanna okkar að ná fram hagstæð- um samningum, þegar þar að kemur. Og ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Við megum ekki gleyma því, að Francois Mitterrand er slunginn stjórnmálamað- ur. Það sýnir allur ferill hans. Frakkar munu, þegar á hólminn kemur, reynast okkur ámóta erfiðir og aðrar þjóðir Evrópubandalagsins. Það var í lagi að fá Mitter- rand hingað og taka vel á móti honum. Það getur ekki gert okkur illt. En 1 alþjóðastjómmálum er lítt treyst- andi á það, sem ráðamenn okkar tala nú um sem vin- áttu og skilning. Þar er hver fyrir sig. En hvað sagði Mitterrand í raun? Hann tók til dæmis fram, að erfitt væri að gera samn- ing með miklum undanþágum. Hann sagði, að ef veita ætti hverju og einu EFTA-ríkjanna undanþágur yrði enginn samningur. Alltaf væri þó um að ræða undan- þágur við slíká samninga, þegar upp væri staðið. Allir gerðu sér grein fyrir, að efnahagur íslendinga byggðist á fiskveiðum. Þetta væri mikið vandamál, sem yrði að taka á. Menn yrðu að skilja, að ekki væri um að ræða, að EFTA-ríkin tækju þátt í þeim samruna, sem ríki Evrópubandalagsins hefðu sett sér. Stefnt er að slíkum samruna 1992. EFTA-ríkin yrðu einhvers staðar á milli. Samstarf þyrfti að takast, sem tryggði ffelsi í þjónustu, Úámagnshreyfmgum, búsetu og atvinnuréttindum. Slík ummæli eru svo sem góð og blessuð. En íslendingar verða aö átta sig á, að við eigum á brattann að sækja. Vel verður að vanda til samninga okkar við hin ríkin. Þar hafa fulltrúar allra íslenzku flokkanna sýnt skiln- ing Þetta hefur hingað til gengiö þokkalega. Haukur Helgason „Meö þessu er Berlinarmúrinn, ásamt allri víggirðingunni á landamærum þýsku rikjanna, í rauninni úreltur og óþarfur," segir greinarhöfundur. Að sameina eða sameina ekki Um síðustu helgi gerðist það, næstum án þess að menn veittu því sérstaka athygli í öllum frétta- flaumnum frá Austur-Þýskalandi, að jámtjaldið milli Austur- og Vest- ur-Evrópu rifnaði í tætlur og er ekki lengur mikið meira en nafnið tómt. Austur-Þjóðveijar opnuðu landamærin við Tékkóslóvakíu og austurþýskir þegnar mega nú fara um Tékkóslóvakíu að vild vestur yfir til Vestur-Þýskalands. Með þessu er Berlínarmúrinn, ásamt ailri víggirðingunni á landa- mærum þýsku ríkjanna, í rauninni úreltur og óþarfur. Ef öllum er nú frjálst að yfirgefa Austur-Þýska- land er engin þörf fyrir víggirðing- ar. Þessar fréttir hafa ennþá meira stórpólitíska þýðingu en allt hitt sem verið hefur að gerast í Ung- veijalandi og Póllandi. Austur- Þýskaland er fremsta víglína Var- sjárbandalagsins, mörkin milli austurs og vesturs eru landamæri þýsku ríkjanna, skipting Evrópu er skipting Þýskalands. Þeir möguleikar, sem opnast um leið og landamæri ríkjanna, þegar til þess kemur formlega, eru svo víötækir aö menn sundlar. Það sem gerst hefur í Austur-Þýskalandi hefur gerst svo hratt og óvænt að menn eru ekki famir að ná andan- um, það tekur tíma að vega og meta það sem gerst hefur og það sem við tekur. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er hugsanleg endursameining Þýskalands í eitt ríki. Blendnar tilfinningar Það er óhætt að segja að blendnar tilfmningar bærast í bijóstum þeirra sem hugleiða í alvöru þann möguleika aö þýsku ríkin samein- ist einhvem tímann í fyrirsjáan- legri framtið. Það myndi raska öllu því jafnvægi sem verið hefur stöð- ugt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Enda þótt vestræn ríki, og einkum og sér í lagi aöildarríki NATO, tali fjálglega um þaö háleita markmið að sam- eina þýsku þjóðina í eitt ríki er staðreyndin sú aö ekkert þeirra má til þess hugsa. Tilhugsunin um eitt stórt og öflugt Þýskaland sem langmesta stórveldið í Evrópu er allt aö því óbærileg fyrir önnur ríki Efnahagsbandalagsins og vekur upp vpndar minningar úr fortíð- inni. Öll sú skipan mála í Vestur- Evrópu, sem gefist hefur svo vel frá stríðslokum, byggist á skiptingu Þýskalands. Flóttamannastraumur Þaö er ekki tímabært enn að ræða um sameiningu þýsku ríKjanna en vegna atburðanna undanfarið verður ekki hjá því komist að hugsa um þann möguleika. Meðan engar breytingar voru sjáanlegar í Austur-Þýskalandi var áhættu- laust fyrir Vestur-Þjóðveija og aðra að setja sameiningu á oddinn en stjómmálamenn vestan tjalds eru ekki eins málglaðir núna. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaöur austan við múrinn nái tökum á ástandinu og einhvers konar stöð- ugleiki komist á. Þeir styrkja nú þegar austurþýsku stjórnina fjár- hagslega og eiga við hana mikil viðskipti. Vegna þess að innan Evr- ópubandalagsins er litið á viðskipti Vestur-Þjóðverja við Austur- Þýskaland sem innanríkisviðskipti er Austur-Þýskaland í rauninni aukaaðili að Evrópubandalaginu fyrir milligöngu Vestur-Þjóðveija. Sú staöreynd er visbending um lausn á sameiningarvandanum sem æ oftar er nú bryddað upp á. Hún felst í því að Austur-Þýska- land verði sjálfstætt ríki áfram en í nánum tengslum við Vestur- Þýskaland, ekki ósvipað öðru þýsku ríki, Austurríki. Einhvers konar önnur lausn, sem „Tilhugsunin um eitt stórt og öflugt Þýskaland sem langmesta stórveldið í Evrópu er allt að því óbærileg fyrir önnur ríki Efnahagsbandalagsins.. Vestur-Þjóðveijar kvarta hástöf- um undan þvi að sameiningin eigi ekki að verða innan landamæra þeirra sjálfra og eru nú famir að kvíða flóttamannastraumnum frá Austur-Þýskalandi eftir að landa- mærin hafa í raun verið opnuð. Sumir búast viö aö allt að hálf önn- ur milljón Austur-Þjóðveija geti flust vestur yfir - og það er meiri fiöldi en vesturþýskt efnahagslíf ræður viö,- Nú þegar hafa um 180 þúsund manns komið frá Austur-Þýska- landi á þessu ári og á síðustu mán- uðum og árum hafa um 200 þúsund manns af þýskum ættum komið frá Póllandi, Sovétríkjunum og Rúm- eníu. - Þessi flóttamannastraumur er þegar farinn að valda umtals- veröum erfiðleikum, bæði efna- hagslega og pólitískt. Pólitísk andstaða gegn innflytj- endum að austan fer vaxandi. Hinn öfgasinnaöi hægriflokkur Schön- hubers, fyrrum SS-manns, sem hef- ur fengið vaxandi og óvænt fylgi í Vestur-Þýskalandi, sækir fylgi sitt ekki síst til þeirra sem amast við útlendingum og sumir Þjóðveijar líta á flóttamenn að austan sem útlendinga þótt opinber stefna sé önnur. Hættan á stórfelldum flótta- mannastraumi yfir til Vestur- Þýskalands hefur nú orðið til þess að Bush Bandaríkjaforseti hefur boðið Vestur-Þjóðveijum aðstoð við aö taka á móti flóttafólkinu. Evrópubandalagið og landamærin En ekki geta allar þær 17 milljón- ir, sem búa í Austur-Þýskalandi, flust vestur yflr. Þaö er Vestur- Þjóðveijum mest í hag aö stjórnin enn er óskilgreind, gæti líka fund- ist með tímanum; eftir því sem landamæri Evrópuríkja verða óskýrari í náinni framtíð verður betur hugsanlegt að þýsku ríkin verði efnahagsleg heild en pólitískt aðskilin. Berlínarmúrinn Allt eru þetta þó vangaveltur enn sem komið er. Þetta verður þó fyr- irsjáanlega mál málanna í Evrópu innan tíðar. Þá er ótalinn allur sá stórpóhtíski vandi sem þetta vekur upp. Tilvera Austur-Þýskalands er sjálfur tilverugrundvöllur NATO. Tilgangur Sovétmanna með stofn- un Varsjárbandalagsins var að tryggja að næsta styrjöld yrði háð í Mið-Evrópu og Sovétríkin sjálf yrðu aldrei aftur vígvöllur. Nú er stríðshættan allt aö því horfin og við blasir að viðamesta verkefni hemaðarbandalaganna á næstu árum verður að afvopna sjálf sig. Það verkefni er þegar haf- ið með CFE viðræðunum í Vínar- borg. En sú pólitíska þróun sem nú gengur fyrir sig með allt að því ógnvænlegum hraöa kemur hern- aðarbandalögum eins og öðrum í opna sKjöldu. Allar forsendur eru að breytast og ekkert hefur breytt þeim meira en það sem gerst hefur 1 Austur- Þýskalandi síðustu daga og vikur. Járnfialdið milli Austur- og Vest- ur-Þýskalands er að hverfa. Það er orðiö raunhæft að búast við að Berlínarmúrinn verði rifinn innan tíðar og við blasir ný Evrópa sem er óþekkjanleg frá því sem var fyr- ir fáeinum vikum. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.