Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. Utlönd Landamærin enn galopin Landamæri Austur- og Vestur Þýskalands í Berlín voru galopin í morgun því embættismenn austur- þýskra skráningarskrifstofa höfðu ekki undan ásókn Austur-Þjóöveija í vegabréf og vegabréfsáritanir til Vestur-Þýskalands. Klukkan átta í morgun átti ný reglugerð, serfl gefin var út í Austur-Þýskalandi í nótt, að taka gildi. Kveður sú reglugerð á um að allir sem vilja fara til Vestur- Þýskalands þurfi á vegabréfi og árit- un að halda til að komast yfir landa- mærin. En slík var ásóknin að allar skrán- ingarskrifstofur fylltust strax í morgun. Því var brugðið á það ráð að halda landamærunum opnum. Einn landamæravörður sagði morgun aö landamærin gætu jafnvel veriö galopin í nokkra daga. Austur- Berlínarbúar geta enn farið yfir Ber- línarmúrinn til Vestur-Berlínar án vegabréfs, rétt eins og þeir gerðu í nótt. Sviptingasöm nótt í nótt var tilkynnt að allir þegnar Þýska alþýðulýðveldisins fengju vegabréf og vegabréfsáritun og gætu farið að vild til Vestur-Þýskalands án nokkurra vandkvæða eða tálma. Kom þessi tilkynning í kjölfar svipt- ingasamrar nætur þar sem þúsund- ur íbúa Austur-Berlínar töltu yfir til Vestur-Berlínar, og til baka aftur, rétt eins og enginn væri Berlínarm- úrinn. Kom það til af því að í gærkvöldi var öllum hömlum á ferðafrelsi lyft og tilkynnt aö Austur-Þjóðverjum væri heimilt að fara yfir landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands að vild, án vegabréfsáritunar eða vega- bréfs. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út beggja vegna Berlínarmúrsins þegar spurðist um ferðafrelsið. Þúsundir Berlínarbúa þustu út á götu til að fagna og hundruð fóru yfir landa- mærin, frá austri til vesturs, yfir Berlínarmúrinn. Sumir fóru margoft yfir, aðrir bara til að „kíkja“. Landa- mæraverðir byrjuðu á því að skoða skilríki manna en gáfust að lokum upp og hleyptu öllum í gegn. Nýjar reglur En í nótt tilkynnti svo ónafngreind- ur embættismaður innanríkisráðu- neytisins að allir þeir sem farið hefðu yfir landamærin, ýmist án þess að sýna nokkur skilyrði eða bara nafn- skírteini, þyrftu héðan í frá á að halda vegabréfi og vegabréfsáritun. En, var haft eftir honum í fréttum ADN, hinnar opinberu austur-þýsku fréttastofu, alhr munu fá áritun, fljótt og án nokkurra vandkvæða eða skriffinsku af hálfu yfirvalda. Hið tímabundna ferðafrelsi í nótt var leyft til að koma í veg fyrir árekstra, sagði hann. I morgun mátti enn sjá Austur- Þjóðverja fara yfir landamærin í Berlín, ýmist gangandi eða í bifreið- aum. Skammt frá var löng biðröð fyrir framan lögreglustöð þar sem hægt var að fá vegabréf og áritun. Einn vestrænn fréttaskýrandi, sem fylgdist með atburðum hristi höfuðið og sagði að það yrði meira af svona löguðu á fóstudag. „Þegar fólk í sveit- unum sér þetta í sjónvarpi mun það flykkjast til Berlínar eða landamær- anna,“ sagði hann. Reuter Dansað af gleði í Berlín Við landamærin snemma í morgun. Austur-Þjóðverjar taka í hendur Vestur- Þjóðverja gegnum röð lögreglumanna sem á friðsamlegan hátt ruddu torg- ið við Brandenburgarhliðið þar sem hundruð Austur-Þjóðverja klifruðu yfir Berlínarmúrinn til Vestur-Berlínar nótt. Simamynd Reuter Trabanteigendur að austan boðnir velkomnir til Vestur-Berlínar. Austur- og Vestur-Berlínarbúar á múrnum viö Brandenburgarhliðið í nótt. Símamynd Reuter Simamynd Reuter „Múrinn er hruninn, komið ykkur af stað,“ hrópuðu Austur-Berlín- arbúar í gærkvöldi og þyrptust út á götur og torg. Bláókunnugt fólk, íbú- ar Vestur- og Austur-Berlínar, dans- aði hvað við annað af gleði, kork- tapparnir flugu úr kampavínsflösk- unum og flugeldar lýstu upp himin- inn. Stórkostleg veisla var í allri Berlín, bæði austur- og vesturhlutan- um, og fólk streymdi að hliðunum í Berlínarmúmum. „Þetta er það stórkostlegasta sem ég hef upplifað. Ég er búinn að fara fimm sinnum yfir til Vestur-Berlínar í kvöld og hef kysst að minnsta kosti tíu stelpur þar,“ sagði ungur Aust- ur-Þjóðveiji í gærkvöldi áður en hann hágrátandi hélt af stað í sjötta sinn framhjá austur-þýskum vörðum sem brosandi óskuðu honum góðrar ferðar. Gömul hjón voru rétt komin í gegn þegar konan brotnaði saman og hné niður af geðshræringu. Til- finningamar báru hana ofurliði og Vestur-Berlínarbúar flýttu sér að hjálpa henni á fætur og hringja á sjúkrabíl. „Konan mín hefur ekki verið í Vestur-Berlín síðan múrinn var reistur. Hún sagði í kvöld að nú skyldum við leggja af stað. Þetta reyndist okkur of erfitt,“ sagði eigin- maðurinn. Fyrir suma var það ekki nóg að fara yfir mörkin milli borgarhlut- anna á venjulegan hátt. Ungur mað- ur kaus að ganga á höndum. Aðrir tóku félagana á bakið og hlupu í kapp í gegn. Flestir nálguðust þó múrinn varfæmislega og þorðu varla að sýna persónuskilríki af ótta við að þeim yrði þrátt fyrir aUt ekki leyft að fara í gegn. Hinum megin beið þeirra veisla þegar teknar vom upp kampa- vínsflöskur „samborgurunum hin- um megin" til heiðurs. Ungir og gamlir féllust í faðma, grétu og hlógu. Ungir Vestur-Berlínarbúar buðu jafnöldrum sínum að austan heim til sín þar sem málin vom rædd í nótt. í Austur-Berlín var ekki hægt að fá leigubíla í nótt. Mörg hundmð leigubílstjórar höfðu nefnilega farið vestur þar sem Vestur-Berlínarbúar, sem vildu fá far í ekta austur-þýskum leigubíl, hoppuðu upp í bíla þeirra. „Ég fór til Vestur-Berlínar til að út- vega mér almennilegt kort. Nú vona ég bara að ég fái not fyrir það. Að ég fái að aka með farþega til Vestur- Berlínar," sagði einn leigubílstjór- inn. Þúsundir Austur-Þjóðverja ákváðu að yfirgefa Austur-Þýskaland fyrir fullt og allt og var þeim ákaft fagnað er þeir komu á Traböntunum sínum vestur yfir. Margir vildu komast vestur áður en yfirvöld iðruðust ákvörðunar sinnar um að opna landamærin og í morgun voru langar raðir bifreiða við þau. í dögun útvarpaði austur-þýska útvarpið viðtölum við Austur-Berlín- arbúa viö múrinn. „Ég er á leiðinni í vinnuna, hvað ætti ég að vera aö gera annað á þessum tírna?" svaraði einn sem spurður var um ferðir sín- ar. „Það er eins og ég hef alltaf sagt. Ef þeim er leyft að fara koma þeir aftur,“ sagði kona nokkur. „Alhr vilja vera heima hjá sér.“ „Sá sem flytur úr landi núna er brjálaður,“ var haft eftir ungum manni. Ritzau og Reuter Hræringar í Austur-Evrópu: Er Tékkóslóvakía næst? Svo virðist sem Tékkóslóvakía verði næsta ríki handan jámtjalds- ins þar sem búast má við miklum sviptingum og uppstokkun í forys- tunni að mati fréttaskýrenda. Þó telja þeir að góð lífskjör og sárs- aukafullar minningar um fortíð- ina, „Vorið í Prag“, gætu dregið úr hraða breytinganna, sé hafður í huga sá gífurlegi hraði sem verið hefur á breytingum í sumum öðr- um löndum Austur-Evrópu. Á meðan þúsundir A-Þjóðverja hópast út á götur og krefjast lýð- ræöis halda Tékkar upp í sumar- húsin sín í sveitinni, minnugir til- rauna til umbóta árið 1968 en þær brutu sovéskir skriðdrekar á bak aftur. Afsögn austur-þýska stjórnmála- ráðsins fyrr í þessari viku hefur enn frekar aukið á einangrun harðlínu ráðamanna Tékkóslóvak- íu innan um umbótabylgjuna sem gengur yfir löndin á austur-hluta meginlandsins segja stjómmála- fræðingar. En hvorki vestrænir stjómarerindrekar né andófsmenn í Tékkóslóvakíu vilja segja til um hvort höggvið veröi á alræði kommúnista í landinu í næstu framtíð. Flestir leiðtogar Tékkóslóvakíu hafa setið á valdastólum síðan á Stalín-tímanum. Milos Jakes, leið- togi tékkneska kommúnistaflokks- ins, harðneitar að eiga viðræður við fulltrúa sjálfstæðra andófshópa á meðan æ meira ber á að óánægja landsmanna sé að aukast. Rýmkun á ferðaleyfi tékkneskra ríkisborgara til vesturs síðustu tvö ár hefur komið í veg fyrir slíka sprengingu sem átti sér stað í A- Þýskalandi segja fréttaskýrendur. Reuter Kohl gerir hlé á Póllandsheimsókninni Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, mun sitja ráðuneytisfund í Bonn í dag til að fjalla um þær mlklu svipt- ingar sem nú eiga sér stað i Austur- Þýskalandi. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sem kom í sex daga op- inbera heimsókn til Póllands í gær, mun snúa til baka til Bonn að sögn talsmanns vestur-þýsku stjórnarinn- ar í morgun. Mun kanslarinn gera stutt hlé á Póllandsheimsókninni. Kohl mun sitja neyðarfund ráðu- neytis síns til að fjalla um þær stór- felldu og sviptingasömu breytingar sem átt hafa sér stað í nágrannarík- inu, Austur-Þýskalandi. Austur-þýsk yfirvöld hafa ákveðiö að opna landa- mæri sín aö fullu svo austur-þýskir þegnar geti ferðast fijálslega til vest- urs. Að sögn talsmannsins er áætlað að Kohl komi aftur til Póllands á morg- un, laugardag, og haldi áfram heim- sókn sinni þar. Símamynd Reuter Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.