Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTÚÍD'ÁGtjRÍ DÉSEMBER Íé89. Fréttir Skattabreytingar ríkisstjómariimar: 29 prdsent skattahækkun hjá venjulegri fjölskyldu - breytingamar fela í sér um 2 prósent kjararýmun Endanleg ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um hvemig sköttum á ein- staklinga verður háttað á næsta ári felur í sér umtalsverða skatta- hækkun. Þannig greiðir meðalfjölskylda um 4.800 krónum meira í tekju- skatta á mánuði eftir áramót en hún hefði gert ef skattprósentan hefði verið óbreytt og persónuaf- sláttur og barnabætur fylgt hækk- un lánskjaravísitölunar, eins og þessar bætur hafa gert undanfarin ár. Þessi hækkun jafngildir því að skattgreiðslur þessarar fjölskyldu hækki um 29 prósent. Áhrif af þessari skattahækkun mildast örlítið þegar fjölskyldan fer að eyða þeim fjármunum sem hún heldur eftir. Gert er ráð fyrir að breyting úr söluskatti í virðisauka- skatt feli í sér um 1 prósent lækkun framfærsluvísitölunar. Til þess aö fá sömu vörur fyrir launin sín og þessi fjölskylda fengi annars vant- ar hana um 3.225 krónur í budd- una. Það jafngildir um 2 prósent kjararýrnun. Ákvörðun ríkissfjórnarinnar fel- ur í sér að tekjuskattur einstakl- inga hækkar um 2 prósentustig. Miðað við óbreytt útsvar greiðir fólk því 39,74 prósent skatt á næsta ári. Virðisaukaskatturinn verður 24,5 prósent eða 0,5 prósent lægri en söluskatturinn. Ovíst er hvort þessi lækkun skilar sér í vöruverði en í sumar voru helstu rök stjóm- valda fyrir þvi að fara með virðis- aukann úr 22 prósentum í 25 pró- sent þau að 3 prósent lækkun á skattinum myndi aldrei skila sér til neytenda. Þá verður kindakjöt, nýmjólk, fiskur og íslenskt græn- meti niðurgreitt í gegnum skatt- kerfið til jafns við að þessar vörur bæru 14 prósent skatt. Þá verður lagður á 250 milljón króna tekju- skattur á orkufyrirtæki og 350 miiljón króna kílógjald á bifreiðar. Með því að hafa virðisaukann 24,5 prósent í stað 25 prósenta eins og söluskatturinn tapar ríkissjóður um 650 milijónum. Ef þessum fjár- munum hefði verið varið til þess að greiða matinn enn meira niður hefði verið hægt að fara með hann ailt niður í 5 til 6 prósent skatt. Eftir því sem skattprósentan í tekjuskatti verður hærri því minni verður sá ávinningur sem einstakl- ingar hafa af því að vinna eftir- vinnu. Miðað við þær forsendur sem ríkisstjómin hefur sent frá sér mun maður sem hefur 70 þúsund krónur á mánuði halda um 395 krónum eftir skatta fyrir hveija dagvinnustund. Atvinnurekand- inn greiðir 85 prósent meira fyrir eftirvinnutímann en þegar skattur- inn hefur lagst á þá upphæð standa ekki eftir nema 440 krónur eða um 11,5 prósent meira en fyrir dag- vinnuna. -gse Fyrstu jólatrén komu með skipi til landsins i gær. Það voru um 5000 dönsk tré, bæði stór og lítii. Stóru trén eru rauðgreni en þau minni normanns- þynur. Ljósmyndari DV var viðstaddur þegar verið var að hífa yfir sjö metra rauðgreni af flutningabíl hjá Landgræðslunni i Fossvogsdal. Eiga má von á íslenskum jólatrjám á næstunni og þá fer aö verða virkilega jólalegt um borg og bý. DV-mynd S Uppsagnir á Stöð 2: Engir frægir látnir fjúka Alls 27 manns var sagt upp í gær á Stöð 2 og þjá íslenska myndverinu hf. Engum þekktiun andlitum af skjánum hefur hins vegar verið sagt upp. Fyrst og fremst er um að ræða tæknifólk og fólk í dagskárgerð. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stöðvarinnar, kynnti jafnframt í gær mjög hertar reglur vegna allra fjárhagslegra útgjalda við dagskár- gerð stöðvarinnar. Þær felast í því að hann verður að samþykkja per- sónulega þessi útgjöld. Brot á þeirri reglu er brottrekstrarsök. „Það hefur engum verið sagt upp á fréttastofunni. En það er ljóst að spamaðaraðgerðimar lenda á frétta- stofimni sem öðmm deildum," sagði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, við DV í morgun. Aö sögn Páls verður fundur í dag þar sem farið verður nákvæmiega ofan í það hvar eigi að skera niður. íslenska sjónvarpsfélagið hf. og ís- lenska myndverið hf. reka Stöð 2. Eigendur em að mestu þeir sömu. Þessi félög verða sameinuö um ára- mótin og næst þá fram frekari spam- aður og hagraeðing. -JGH Alþingi og Sjónvarpiö: Þingið sfjórnar ekki fréttastofunni - segir Bogi Ágústsson fréttastjóri Forsetar Alþingis kölluðu Markús Öm Antonsson útvarpssljóra og Boga Ágústsson fréttastjóra á teppið vegna ummæla sem Ingimar Ingi- marsson þingfréttaritari viðhafði í fréttaþætti. Bogi mætti ekki. Ingimar lét að þvi liggja að Guðrún Helgadótt- ir hefði neitað Stefáni Valgeirssyni um að leggja fram fyrirspum til dómsmálaráðherra, vegna máls Magnúsar Thoroddsen, þar sem hún hefði borið rangt fyrir borgardómi. Og eins vegna vegna þess að Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, fyrrverandi forseti sameinaðs þings, hefði einnig keypt talsvert magn af áfengi á sér- verði og einnig vegna þess að eigin- maður Ragnhildar Helgadóttur, Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari, hefði gert það sama. Fréttastofa Sjón- varpsins hefur beðist afsökunar á þessum ummælum Ingimars. „Þetta mál er búiö. Við báðumst afsökunar," sagði Bogi Ágústsson fréttasfjóri Sjónvarpsins. - Nú varst þú boðaður á fund með Tunglið í gærkvöldi: Hundruð urðu frá að hverfa Um átta hundruð samkvæmis- klæddir gestir, sem hafði verið boðið á fatasýningu í Tunglinu í gærkvöldi, urðu frá að hverfa þar sem fulltrúi Tollstjóraembættis- ins kom og innsiglaöi staðinn vegna óuppgerðrar söluskatts- skuldar fyrri eiganda aö staön- um. Toilstjórinn haföi sagt viö núverandi eigendur 1 gæriívöldi að staðurinn yrði aðeins opnaöur gegn því að tæpar tvær núlljónir yrðu borgaðar í reiðufé. Ekki tókst að öllu leyti að afla þeirra peninga með svo stuttum fyrir- vara og náðist ekki að setja aug- lýsingu í sjónvarp eða útvarp til að gera eitt þúsund boðsgestum viðvart. Lögfræðingur eigandans lýsti furðu sinni á þessum vinnu- brögðum hins opinbera og telja hlutaðeigandi sig hafa tapað milfjónum vegna lokunarinnar. -ÓTT forsetum Alþingis en mættir ekki. „Það hefur komið upp áður að for- seta Alþingis hafa öskaö efdr fundi með mér. Það er með forseta Al- þingis eins og aðra að þeim er vel- komið að hringja í mig, skrifa mér, koma til mín eða spyrja hvort ég vilji koma í kaffi einhvers staðar. En ég læt ekki hringja og boða mig á þeirra fund á ákveðnum tíma í þeirra húsa- kynnum. Með fúllri virðingu fyrir löggjafarsamkundu þjóðarinnar þá stjómar hún ekki fréttastofu Sjón- varpsins. Það var fyrst og fremst ákvörðun útvarpsstjóra að fara á þennan fund og að það væri nóg.“ - í haust urðu umræður í útvarps- ráði um störf Ingimars. Þú stóðst með honum þá, genr þú það enn? „Að sjálfsögðu. Ég geri það með mínu fólki. Það er ekki þar með sagt að þaö sé yfirlýsing um aö enginn geti gert mistök. Við gerðum mistök, taktu eftir því að við á fréttastofunni gerðum mistök og höfum beðist af- sökunar á þeim. Þetta er ekki bara Nokkrum starfsmönnum Tímans hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Guðjóns Einarssonar, skrif- stofustjóra ritstjómar, er þaö vegna þess að blaðið er að taka upp nýja prenttækni. Verið er að fara með umbrot blaðsins á tölvuskjá. Þaö þýðir fækkun umbrotsmanna og „Þessi gjaldtaka Kemur mjög á óvart því framundan em miklar hækkanir á álögum á bifreiðaeigend- ur. Kannski er verið að sækja þama endurgreiðsluna sem við eram að fá frá tryggingafélögunum vegna sölu- skattsins," sagði Jónas Bjamason, formaður Félag íslenskra bifreiða- eigenda, þegar hann var spurður um hinn nýja skatt sem ríkisstjómin hefur ákveðið að leggja á bifreiðar. Á Ingimars - þetta er á mína ábyrgð. Málið er úr sögunni af okkar hálfu/‘ - Verður Ingimar áfram þingfrétta- ritari? „Það er engin breyting fyrirhuguð af minni hálfu. Það verður ekki gert nema Ingimar óski þess og ég hef ekki ástæðu til að ætla að hann vilji færa sig til.“ Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings, segir að afsökun Sjón- varps dugi sér í þessu máli. Hún seg- ist ekki hafa rætt við aðra forseta þingsins vegna þessa. Hún sagði eflaust vega þungt að hún væri sátt’ þar sem ummælin hafi snúið að sér. Markús Á. Einarsson, varaformað- ur útvarpsráðs, sagðist ekki vita til þess að þetta mál yrði á dagskrá fundar útvarpsráðs í dag. Hann sagð- ist ekki þora að segja til um hvort einhverjir fulltrúar í ráðinu leggi fram spumingar vegna málsins og ef það veröur sagðist hann eiga von á að svör fengjust - annaðhvort nú eða síðar. -sme annarra starfsmanna í prentsmiðju. Einnig leggst handritalestur af um leið og skjáumbrotið tekur við. Samkvæmt heimildum DV er líka um ákveðna hagræöingu að ræða hjá blaðinu vegna vaxandi tapreksturs á þessu ári. að innheimta um 350 milljónir með skattinum sem leggst á bifreiðar eftir þyngd. Má gera ráð fyrir um 2.000 krónur leggist á hvem bíla að meðal- tali. „Þetta er enn eitt dæmi um það óréttlæti sem við búum við,“ sagöi Jónas en hann sagði að síminn hefði ekki stoppað hjá FÍB í morgun vegna fyrirspuma frá bifreiðaeigendum umhinnnýjaskatt. . -SMJ Dagblaðið Tíminn: Uppsagnir vegna nýrrar tækni -S.dór Auknar álögur á bifreiðaeigendur - segir formaður FÍB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.