Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Síða 8
Útlönd Valdaránstilraun á Filippseyjum: Bush heimilar hernaðaraðstoð George Bush Bandaríkjaforseti heimilaði í morgun hernaðaraðstoð til stjórnar Corazon Aquino, forseta Filippseyja, til aðstoðar gegn valda- ránstilraun uppreisnarmanna í fihppseyska hernum. Um tuttugu þúsund bandarískir hermenn eru á Filippseyjum. Barist var á fimm stöðum á Filipps- eyjum í morgun að íslenskum tíma, síðla dags að staðartíma. Sjá mátti bandarískar árásarflugvélar frá Clark-herstöðinni á flugi yfir höfuð- borginni, Manila, í morgun til þess að hrekja á brott þyrlur og sprengju- flugvélar uppreisnarmanna, að því er fregnir herma. Fregnir af valdaránstilrauninni eru óljósar en talið er að a.m.k. fimmtán manns hafi látist. Aquino forseti ávarpaði landa sína í morgun, öðru sinni eftir að uppreisnin hófst. Nokkrum mínútum eftir að hún kom fram í sjónvarpi gerðu uppreisnar- menn árás á sjónvarpsstöðina með þyrlum og náðu henni á sitt vald. Þá hafa uppreisnarmenn einnig náð á sitt vald alþjóðaflugvellinum í Man- ila. Hemaðaraðstoð Bandaríkjanna er veitt að beiöni Aquino að því er kom fram í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta í morgun. Þá segir einnig í yfirlýsing- unni að falli stjóm Aquino verði öll aðstoð til eyjanna stöðvuð. Gregorio „Gringo" Honasan, sem vísað var úr filippseyska hernum, er í fararbroddi fyrir uppreisnarmönnum. Sfmamynd Reuter GC©UR með pízzu. GÓÐUR með hamborgara. GÓÐUR eínn sér. VEITINGASTAÐURINN HÓLMI HÓLMASELI 4 SÍMI 670650 Pantið.. .og við sendum heim! SÝNISHORN AF MATSEÐLI: Hambórgari með öllu, kr. 450 12" pizza með tilheyrandí, kr. 650. Indverskur hamborgari, kr. 450. n Nanbrauð með hvítlaukssmjörí, kr. 140. (W V í Seljahverfi, ^ i ocijdmcni, ✓ rétt hjá Seljakirkju^J^^I^ /J\ <# -w oy s.ofð /// 9 4s 0 W FÖSTUDAGUB 1. DESEÍBER 1989. Uppreisnarmenn á Filippseyjum nota skriðdreka í baráttu sinni gegn her- mönnum hiiðhollum Aquino forseta. Simamynd Reuter Uppreisnarmenn hertóku herbúðir í Manila Það var i nótt að staðartíma sem valdaránstilraun uppreisnarmanna innan filipseyska hersins hófst þegar þeir tóku á sitt vald þrjár herbúðir hersins í Manila. Þetta er í sjötta sinn sem stjóm Aquino stendur frammi fyrir tilraun til valdayfirtöku af þessu tagi frá því að hún tók við völd- um árið 1986. Fréttaskýrendur telja þó að í þetta skipti sé hættan einna mest fyrir stjórnina. Gregorio „Gringo" Honasan, sá er reyndi að steypa Aquino fyrir tveim- ur árum og einn leiðtoga uppreisnar- manna nú, sagði að Aquino hefði fyrirgert réttinum til að stjórna landinu. Uppreisnarmennirnir, sem náð hafa á sitt vald þremur sjón- varpsstöðvum, hafa sent frá sér yfir- lýsingu þar sem segir að markmið uppreisnarinnar sé að steypa stjórn Aquino og leysa upp þing. Nýtt ráðu- neyti verður skipað þegar stjórn Aquinos er fallin, segir í yfirlýsingu uppreisnarmanna. Ljóst þykir að uppreisnarmenn hafa á sínu valdi flugvélar og þyrlu- skip er þeir nota óspart gegn her- mönnum Aquino. Heimildarmenn sögðu að flugvélar hefðu flogið yfir forsetahöllina í Manila í morgun og varpað á hana sprengjum. Þá herma fréttir að uppreisnarmenn hafi á sínu valdi brú er hggi að forsetahöllinni og verðir Aquinos eiga að hafa hörfað inn á vallarsvæðið. Frést hefur að hermenn úr fihpseyska hernum hafi lagt uppreisnarmönnum hð sitt eða heitið þeim stuðningi. Filipseyski herinn sendi liðsauka til höfuðborgarinnar í morgun til gagnrárásar á uppreisnarmenn. Aquino sagði að hermenn hliðholhr stjórninni væru að safna hði til árás- ar á höfuðstöðvar uppreisnarmanna og að flugvöhurinn við Sangley Point flotastöðina, þar sem uppreisnar- menn hafa bækistöð fyrir flugvélar sínar, heíði þegar verið eyðilagður. Snemma í morgun sögðu blaða- menn við bækistöðvar fllipseyska hersins við Camp Aquinaldo að stjórnarhermenn hefðu hafið árás til að koma um fimm hundruð upp- reisnarmönnum burt úr stöðvunum. Reuter Óttast nýja hryðjuverkaöldu Morðið á Alfred Herrhausen, stjómarformanni stærsta banka V- Þýskalands, Deutsche Bank, hefur valdiö miklum óhug meðal V-Þjóð- verja og óttast menn nú nýja hryðju- verkaöldu Rauðu herdeildanna. í gærkvöldi thkynnti v-þýska lögregl- an að heitið hefði verið 4 mihjónum v-þýskra marka til handa þeim sem gæfi upplýsingar er leiddu th hand- töku moröingjanna. Herrhausen lét lífið þegar öflug fjarstýrð sprengja sprengdi bifreið hans í Frankfurt í gærmorgun. Líf- verðir Herrhausens sluppu ómeiddir en þeir óku í næstu bifreið á eftir. Bréf, sem merkt var með einkenn- ismerki hryðjuverkasamtakanna, fannst nálægt tilræðisstaðnum og ríkissaksóknari V-Þýskalands kvaðst í gær vera þeirrar skoðunar að Rauðu herdehdirnar bæru ábyrgð á morðinu. V-þýska öryggislögreglan segir að árásin hafi augljóslega verið gerö th að sýna að herdeildimar séu enn við lýði þó þær hafi haft hægt um sig undanfarið. Síðast gerðu þær árás 1988 á ráðherrann Hans Tiet- meyer. Hann slapp ómeiddur. Rannsóknarlögreglan segist leita að tíu mönnum vegna morðsins á Herrhausen en þeir eru allir grunað- ir um önnur morð. Herbert Hellen- broich, fyrram yfirmaður v-þýsku leyniþjónustunnar, kvaöst vera þeirrar skoðunar að hlutverk Herr- hausens í vopnaiðnaðinum gæti hafa verið thefni morðsins. Herrhausen átti stóran þátt í samsteypu Daiml- er-Benz bhaverksmiðjunnar og Messerschmidt-Boelkow-Blohm verksmiðjunnar. Hellenbroich sagði að búast hefði mátt við aö fulltrúar viðskiptalífsins, sem tengjast vopna- framleiðslu, væru í jafnvel meiri hættu en opinberir starfsmenn. Christian Lochter, leiðtogi v-þýsku gagnnjósnaþjónustunnar, sagðist í gær álita að Rauðu herdeildirnar Alfred Herrhausen, stjórnarformað- ur Deutsche Bank, var myrtur í sprengjutilræði í gær. Símamynd Reuter Bifreiðin var sprengd með fjar- stýrðri sprengju. Símamynd Reuter væru óánægðar meö þíðuna í sam- skiptum Austur-Evrópu viö Vestur- lönd og teldu að hún styrkti kapítal- ismann. Herrhausen var í stjórn margra stórfyrirtækja. Auk þess sem hann var ráðgjafi og vinur Kohls kanslara var hann einnig einn mesti áhrifa- maðurinn á alþjóðlega fiármálasvið- inu. Morðiö á Herrhausen var reiðar- slag fyrir V-Þjóðveria sem verið hafa í hátíðarskapi frá því að Berlínar- múrinn var rofinn þremur vikum. Stjómmálamenn drógu fram mun- inn á morðinu í Frankfurt og hinum friðsamlegu breytingum í A-Þýska- landi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.