Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGÚR í. DESEMBER 1989. Fréttir Loðnuveiöamar: Flotinn að dreifa sér til leitar á stóru svæði - erum orðnir þreyttir á að hanga hér, segir Hákon Magnússon skipstjóri „Það má segja að á miðunum hafi verið linnulaus bræla af vestri eða suðvestri dögum saman og í þeim áttum veiðist aldrei fiskur úr sjó. Hitt er rétt að við finnum af- skaplega lítið af loðnu hér á Kol- beinseyjarsvæðinu. Menn eru orðnir þreyttir á því og þess vegna er loðnuskipaflotinn að dreifa sér til leitar yfir mjög stórt svæði. Það stendur til að leita allt frá vestur- svæðinu og alveg austur úr,“ sagði Hákon Magnússon, skipstjóri á Húnaröstinni ÁR, í samtali við DV í gær. Hann sagði að menn tryðu því ekki að þriggja ára loðnan hefði drepist vegna ætuleysis eða breyttra aðstæðna í sjónum. Ef svo væri þyrfti að svara þvi hvers vegna smáloðnan, sem er á Kol- beinseyjarsvæðinu, hefði ekki gert það líka. Hákon sagði smáloðnuna að vísu vera magra. Aftur á móti væri stóra loðnan sem veiðst hefur vel á sig komin. „Sú staðreynd blasir við að ástandið í hafinu, á djúpslóð, er allt öðru vísi en það hefur verið undanfarin ár. Og það er ljóst að loðna, sem vanalega heldur sig á djúpslóð, heldur sig nú annars staðar. Bæði er hún hér á grynnra vatni, þar sem hún blandast ung- loðnu, eins og við höfum orðið var- ir við, og svo hefur hún eflaust far- ið vestur eftir. Ég trúi því að loðna sé enn á vestursvæðinu," sagði Hákón. Það eru fleiri en Hákon sem neita að trúa því að heill árgangur af loðnu, sem fyrir tveimur árum mældist mjög stór, sé hreinlega horfinn. Menn telja útilokað að loðnan hafi drepist úr hungri, jafn- vel þótt aðstæður í hafinu séu með versta móti. Ef það hefði gerst að þriggja ára loðnan veslaðist upp úr hungri hefði tveggja ára loðnan átt að gera það líka. Hennar verður aftur á móti víða vart. Gátan um hvað af loðnunni varð er því óleyst enn um sinn. Ef til vill fæst svarið í desemberleiðangri rannsóknaskipa Hafrannsókna- stofnunar. -S.dór Bitreiðaskoðun íslands flytur alla starfsemi sína i sitt eigið húsnæöi um áramótin. Þetta er nýtt húsnæði að Hesthálsi 6-6, nánar tiltekið á milli Káess og Byggingavörudeildar SÍS. Að sögn Karls Ragnars framkvæmda- stjóra verður betur vandað til skoðunar bifreiða á nýja staðnum. Á mynd- inni er nýr útbúnaður á Hesthálsi sem er miðaður við ítarlega skoðun á hemlabúnaði. í loftinu hanga slöngur sem eru ætlaðar til mengunarmæling- ar í útblásturskerfi allra bifreiða sem koma í skoðun og er hér um ný- breytni að ræða. DV-mynd BG 77 sagt upp hjá Þ&E á Akranesi: Ekki þrýstiaðgerð Garðar Guðjónssan, DV, AkranesL' „Við höfiun dregið það í lengstu lög að grípa til uppsagna en það hefur reynst óhjákvæmilegt að gera þetta nú, í fyrsta sinn í 60 ára sögu fyrir- tækisins. En ég vona að það rætist úr þessu ástandi sem fyrst svo að við getum endurráöið sem flesta," sagði Þorgeir Jósefsson hjá skipasmíða- stöð Þ&E á Akranesi í samtali við DV. 77 starfsmenn fyrirtækisins, tré- smiðir, jámiðnaðarmenn og skrif- stofúfólk, fengu uppsagnarbréf um hádegið í gær. Þorgeir sagði ástæðuna vera skort k verkefiium en benti hins vegar á að fyrirtækið hefur boðið í ýmis verkefni að undanfomu og átt lægsta tilboð í sum. „Við bíðum nú eftir að fá svör við þessum tilboðum en það má þó ekki líta á uppsagnimar sem þrýstiaðgerð af okkar hálfu. Ef tilgangurinn væri sá hefðum við sagt fólkinu upp miklu fyrr,“ sagði Þorgeir. „Það var þungt hljóðið í starfs- mönnum hér eftir þessi tíðindi. Menn era óánægðir með vinnubrögðin í sambandi við breytingar á hafrann- sóknaskipinu Áma Friðrikssyni og telja að verið sé að reyna að koma verkinu norður til Akureyrar. Ég er hræddur um að það verði ekki auð- velt að fá vinnu ef þessar uppsagnir taka gildi,“ sagði Ragnar Sigurðs- son, einn starfsmanna Þ&E, við DV í gær. Ami Friðriksson: Staða stöðvanna könnuð Garðar Guöjónsson, DV, Akranesi: „Við höfum farið fram á að fá árs- reikninga skipasmíðastöðvanna þriggja til þess að geta áttað okkur á fjárhagslegri stöðu þeirra. Við viljum ekki eiga það á hættu að sá sem fær verkið geti ekki lokið við það,“ sagöi Vignir Thoroddsen hjá Hafrann- sóknastofnun við DV. Vignir hefur ásamt öðrum átt viðræður við skipa- smíðastöðvamar þijár sem berjast um að fá breytingamar á Áma Frið- rikssyni. Fyrirtækin þijú, Þorgeir og Ellert á Akranesi, SUppstöðin á Akureyri og Stálsmiðjan á Seyðisfirði, hafa skilað inn nýjum tilboðum í þijá . verkþætti, þar á meðal trésmíða- vinnuna, sem er umtalsverður hluti verksins. Vignir vildi ekki upplýsa hver væri lægstbjóðandi eftir þessu nýju tilboð. Niöurstöðu í málinu er að vænta 1 næstu viku. Vegna Qarveru Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar, verður ekki fundað um málið fyrr en í lok þessarar viku. Ársþing KSÍ og þriðja deildin í knattspyrnu Knattspymusamband íslands heldur ársþing sitt nú um helgina. Tímamótaþing. A.m.k. em allar líkur á að farsæll formaður láti af störfum eftir 16 ára starf í þágu æsku- og afreksmanna í íþróttun- um. Ellert B. Schram getur stoltur skilað af sér formennsku sinni. Með starfi sínu hefur hann aflað sér viðurkenningar og virðingar hérlendis sem erlendis. Knatt- spymunni hefur fleygt fram og þátttakendum stórfjölgað á þeim áram sem hann hefur verið við sfjómvöl KSÍ. Tilefni þess að ég sting niður penna er þó ekki það eitt að mæra KR-inginn Ellert fyrir störf hans á liðnum árum. Frekar hitt að fá hann til aö beita sér fyrir því að ársþing KSÍ breyti fyrri ákvörðun varðandi deildarskiptingu 3. og 4. deildar á komandi sumri. Landsdeild - léttvæg rök Það kann að vera að einhver rök mæii með þeirri ákvörðun KSÍ að taka upp landsdeild með 10 Uðum í 3. deild eins og í 1. og 2. deild. Meðal annars þau að með því fá fleiri lið tækifæri til að takast á við jafningja í íþróttum, sem er svo sem gott og blessað væri það svona einfalt. Víðir Sigurðsson, blaðamaður DV, gerir þessa ákvörðun KSÍ um nýja deildarskipan að umtalsefni í blaðinu 28. nóv. Þijú félög, Grótta, Víkveiji og Leiknir, sem að óbreyttu munu á næsta sumri leika í 4. deild, hafa lagt fram tillögu fyr- ir þing KSÍ að það hverfi frá fýrri ákvörðun og keppnin í þriðju deild- inni verði með óbreyttu fyrirkomu- lagi. Lætur Víðir að því hggja í grein sinni að forsenda tillöguflutnings þessara liða sé að þau hafi orðið undir í keppnini á liðnu sumri, „höfnuðu í 5. 6. og 7. sæti Suðvest- urlandsriðils“, segir hann. Víðir færir ekki önnur rök fyrir þeirri skoðun sinni að ekki skuli fallist á ttilögu umræddra liða en að með því að samþykkja hana sé KSI-þingið að ómerkja 3. deildar keppnina sl. sumar, það sé virðing- arleysi við lið og keppendur. Rökin era léttvæg. Það vita allir sem tekið hafa þátt í keppnisíþrótt- um að allir leikir era leikir augna- bliksins. Það augnablik er það merkilegasta sem keppnismaður- KjáUarinn Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri manna keppnishð og þjálfara milU landshluta kostar a.m.k. 100-150 þúsund hveiju sinni. - Tími vegna ferðalaga verður skemmri, sem skiptir einstakl- inginn verulegu máU. Frátafir frá vinnu era ekki bættar, hvorki af efnaUtlum landbyggöarfélög- um né atvinnurekendum fyrir keppendur í 3. eða 4. deild. - Það er blindum manni sýrúlegt að á skömmum tíma, 2-3 árum, faUa öU landsbyggðarfélögin úr keppni í 3. deUd með nýja fyrir- komulaginu, að undanskUdum Uðum á Stór-Kópavogssvæðinu. - Fjórða deUdin samkvæmt nýskip- aninni kaUar á stofnun 5. deild- arinnar vegna fjölda Uða sem nú era eða verða í 4. deUd - Uð skip- uð áhugasömum einstakUngum, „Breyti ársþing KSI ekki fyrri ákvörð- un sinni er það augljóst að landsbyggð- arfélögin stórskaðast, bæði hvað varð- ar íþróttina og ekki síður efnalega.“ inn upplifir, óháð öUum deUdum, óháð landamærum, tíma eða stað. Jafnvel leikurinn á götunni, á skólavellinum, að ekki sé minnst á bekkjarkeppnina, er öUum öðram atburðum merkUegri þá stundina. Augljós rök Augljós skynsemisrök gegn ný- breytninni era að mínu mati: - Riðlakeppni bundin landshlut- um eykur gUdi íþróttarinnar. KappUð takast á við nágranna, sem gefur keppninni aukið gUdi. Þar vega grannar hvor annan í góöu og auka með því náunga- kærleUtinn og kynnin innan hér- aðs. - Félögin í minni byggðarlögum fá tækifæri til að keppa í 3. deUd við jafningja sem er umtalsvert metnaðarfyUri. keppni en að keppa í 4. eða 5. deUd. - Landsbyggðarfélögin hafa hvorki mannskap né vallaraðstöðu til æfinga tU jafns við félögin á suð- vesturhominu að vetri til. - Kostnaður vegna ferðalaga er hóflegri sé hægt að aka á viðráð- anlegum tima miUi keppnisvaUa heim og heiman. Flug fyrir 16 vinnustaðaUð ásamt öðrum ein- stakUngum sem lokið hafa keppni í harðasta heimi keppnis- íþrótta. Hver hagnast? Hver hagnast? Ekki íþróttimar, ekki einstaklingurinn. Flugfélögin? En er það markmið í sjálfú sér? Fleira er hægt að tína til en mál aö linni. Einn er sá sannleikur sem Víði Sigurðssyni ætti að vera ljós sem reyndum og virtum íþróttafrétta- manni, að engin vitieysa er verri en sú sem maður fremur í verkum sínum eða ákvörðunum og gerir sér grein fyrir en hefur ekki kjark og/eða vit tU að leiðrétta. Breyti ársþing KSÍ ekki fyrri ákvörðun sinni er það augljóst að lands- byggðarfélögin stórskaðast, bæði hvað varðar íþróttina og ekki síður efnalega. Fjárhagur knattspymu- deUdarinnar má ekki við þeim of- urútgjöldum sem era samfara lengri ferðalögum. Það væri vond- ur endir á farsælum.ferU fráfarandi formanns KSÍ að skUa þannig af sér. Gunnar Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.