Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022-FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Vantrauststillaga Stjómarandstaðan hefur flutt sína fyrstu vantrausts- tíllögu á ríkisstjómina. Það verður sennilega ekki sú síðasta ef ætlunin er að flytja vantraust jafnskjótt og ósamkomulag gerir vart við sig í stjórninni. Hvað þá ef vænta má vantrausts í hvert sinn sem stjórnin verð- ur fyrir áfalli. Tilefnin verða ærin, enda er ríkisstjórnin sjálfri sér verst þegar hún efnir til innbyrðis deilna eins og áttu sér stað um virðisaukaskattinn. Það er hins vegar erfitt að koma auga á ávinninginn af þessum tillöguflutningi. Það kann að vera skemmtileg uppákoma í þinginu og málfundaæfmg í þeim pólitísku skylmingum sem daglega em háðar á hinu háa AI- þingi. En að öðm leyti er harla vafasamt að öðmm sé skemmt. Þjóðin hefur ekki áhuga á að hafa stjóm þjóð- málanna í flimtingum. Ekki verður efast um að mikill meirihluti þjóðarinn- ar er stjómarandstöðunni sammála um að núverandi ríkisstjóm er ekki traustvekjandi. Hún er með flest nið- ur um sig. Hún á við margvísleg vandamál að striða og útlitið er uggvænlegt. Ráðuneyti Steingríms Hermanns- sonar með fjóra flokka innanborðs fer ekki vel af stað þegar ráðherrar lenda í hár saman í fyrsta stóra málinu sem til kasta þeirra kemur. En það síðasta, sem þessi þjóð þarf á að halda um þessar mundir, er stjómarkreppa og stjórnleysi. Það væri til að bæta gráu ofan á svart ef ríkisstjómin hrökklaðist frá. Annaðhvort þyrfti nýjar kosningar og stjómleysi á meðan ellegar stjórnarmyndunarviðræður sem tækju ekki skemmri tíma. Allt kallaði þetta á áfram- haldandi óvissu og skapaði glundroða sem magnaði vandann í staðinn fyrir að lægja hann. Málið er nefni- lega ekki svo einfalt að núverandi stjórnarandstöðu- flokkar geti einfaldlega og fyrirvaralaust tekið við stjómartaumunum án aðstoðar úr stjórnarhðinu. Bilið núlli Sjálfstæðisflokks og Kvennahsta er jafnstórt og bihð mihi Sjálfstæðisflokks og stjómarflokkanna. Sjálf- stæðisflokkur og Kvennahsti eiga fátt sameiginlegt ann- að en það eitt að vera í stjórnarandstöðu. Tveir þing- menn Frjálslyndra og hægri manna breyta engu th eða frá í valdahlutfÖUunum á þingi. Það kemur engum á óvart að vantrauststihagan var fehd. Ekki heldur flutningsmönnum hennar. Líklegast er að til þess hafi aUs ekki verið ætlast að hún yrði samþykkt. Stjórnarandstaðan er meira að vekja athygli á veikleikum ríkisstjórnarinnar en að sparka henni frá völdum. Hún er að koma gagnrýni sinni á framfæri. Kannski þykir það nauðsynlegt í kapphlaupinu um at- hyglina, kannski hefur tilgangurinn helgað meðahð. Hinu má líka halda fram að þessi tUlöguflutningur þjappi stjómarhðinu saman og geri einstökum stjórnar- hðum ljósar en áður að þeir bera ábyrgð. Ef sú verður niðurstaðan hefur vantrauststihagan öfug áhrif og styrkir stjómina fremur en veikir hana í þinginu. íslendingar em orðnir vanir lélegum ríkisstjórnum. Þær em hver annarri verri. Þessi þó sýnu verst. Stjórn- in verður hins vegar ekki völt vegna umræðna á þingi. Stjómin er veik vegna þess að hún hefur ekki tiltrú meðal almennings. Hún er sjálfri sér verst. En úr því sem komið er verður að telja það skásta kostinn að setja hana á veturinn og þreyja þorrann og góuna. Við höfum ekki efni á póhtískri upplausn. Nóg er upplausnin í at- vinnulífinu og efnahagnum þótt stjómarkreppa komi ekki í ofanálag. EUert B. Schram Afvopnun kallar á eftirlit. - Því hlutverki mun stöð Nato á Keflavíkurflugvelli gegna og hlutverkið síst minnka. Frá Keflavíkurflugvelli. Spurningar um Nato Sú spuming verður nú áleitin, eftir þær byltingarkenndu breyt- ingar sem eru að verða og eru orðn- ar í Austur-Evrópu, hvaða hlut- verki Nato muni gegna. Það eru að vísu ekki nema nokkrar vikur og mánuðir síðan Austm--Evrópa breytti um svip og of snemmt að búast viö svörum, en það er Ijóst að eðh og hlutverk Atlantshafs- bandalagsins verður ekki óbreytL Þar til nýlega var stefnt að því í viðræðum Nato og Varsjárbanda- lagsins að fækka í heijum Varsjár- bandalagsins niður í svipaðan fjölda og nú er í herjum Nato eða minni, en nú er óvíst hvort Varsjár- bandalagið er rétti aðilinn til að semja við. Það er óvíst að það sé að verða annað en nafnið tómt. Á næsta ári veröur komin lýð- ræðislega kjörin stjóm í Ungverja- landi, lýðræði er næstiun komið á í Póllandi, og ekki er annað sýnna en Tékkóslóvakía og Austur- Þýskaland séu á sömu leið. Þessi flögm- ríki em kjami Varsjár- bandalagsins. Jafnvel þótt þau verði áfram í Varsjárbandalaginu, er ekki við því að búast að þau verði virk í hemaðarsamstarfi við Sovétríkin, eða vinni aö innrásaráætlunum í Vestur-Evrópu. - Þvert á móti bend- ir margt til þess að sum þeirra, eða jafnvel öll, muni áður en langt um líður kreflast þess að allt sovéskt herliö fari frá Austur-Evrópu. Ef svo fer, og jafnvel þótt svo rót- tæk breyting láti á sér standa, em allar forsendur fyrir núverandi liðsskipan Nato í Evrópu brostnar og hugsa verður hlutverk Atlants- hafsbandalagsins upp á nýtt. Hlutlaust Þýskaland? Margir gera því skóna um þessar mundir, að eitt af því sem Gor- batsjov muni bera á borð fyrir Bush Bandaríkj aforseta á fundi þeirra út af Möltu um helgina, sé aö stefna skuii að því að gera bæði þýsku rík- in hlutlaus. Gorbatsjov hefur um skeiö stetht leynt og ljóst að því að koma Vestur-Þýskalandi úr Nato, og ef það tekst fengi hann mikið í sárabætur fyrir hrun sovéska heimsveldisins í Austur-Evrópu. Sovétmenn gætu t.d. boðist til þess fyrir sitt leyti að beita sér fyr- ir frjálsum kosningum í Austur- Þýskalandi og jafnvel fallist á að þýsku ríkin yrðu sameinuð, með því skilyröi að þýsku ríkin, samein- uð, eða hvort í sínu lagi, yrðu utan hemaðarbandalaga. Þessu mundi fylgja brottflutningur allra er- lendra herja frá Evrópu innan tíu ára eða svo. Það era engar líkur til að Bush myndi samþykkja slíkar tiUögur, ef fram kæmu, enda hefur hann margítrekað að hann ætli sér ekki að ráðskast með hagsmunamál ein- stakra ríkja á tveggja manna tah með Gorbatsjov. En þessar hug- myndir sýna í hvaða átt menn í Vestur-Evrópu telja að þróunin stefni. Herlíö og kjarnavopn Það er augljóst að engjn ástæöa arar á hvert mannsbam í Banda- ríkjunum, eða um 1600 doUarar á hvem skattgreiöanda að meðaltaU, eða sem svarar 96 þúsund íslensk- um krónum, sem renna beint til vama Evrópu. Það er með ólíkindum, nú þegar stríðshættan er minni en nokkra sinni fyrr, að bandarískir sflóm- málamenn fari ekki að kreflast þess að þessum skattpeningum verði varið í eitthvað þarfara. Það er við því að búast að sú samstaða sem veriö hefur um Nato á bandaríska þinginu fari að rofna. Hvort sem er af hemaðarlegum, póUtískum eða flárhagslegum ástæðum, er þaö aðeins spurning um tíma hvenær fækkað verður svo um munar í bandaríska herUðinu í Vestur- Evrópu, og það muni hafa í fór með „Hlutverk Nato mun breytast, en hnattstaöa Islands breytist ekki og ekki heldur þörfin fyrir eftirht.“ Kjallarinn Gunnar Eyþórsson, fréttamaður er lengur tíl að hafa um 250 þúsund manna bandarískt herUð með öU- um vopnabúnaði tílbúið í Vestur- Þýskalandi tíl að mæta innrás Var- sjárbandalagsins. ÖU hemaðar- uppbygging Nato, aUt frá kjam- orkuvígbúnaði í Vestur-Evrópu tíl eförUtsstöðva á íslandi, hefur mið- aö að því að svara slíkri innrás. Skammdrægu kjamavopnin í Vestur-Þýskalandi eiga að vera bandaríska herUðinu trygging gegn því að verða ofurUði borið í leifturstríöi. Ef, eins og nú er lík- legt, Vestur-Þjóöverjar, neita að hafa þessi lflarnavopn áfram í landinu, væri samkvæmt hemað- arlegri röksemdafærslu vígstaöa bandaríska herhösins í landinu svo ótrygg, að af þeim ástæðum einum gæti verið ómnflýjanlegt frá hem- aðarlegu sjónarmiöi að kaUa það heim. Þeim tUgangi þjónaði meðal ann- ars tillaga Gorbatsjovs í vor um að eyða öUum skammdrægum kjama- vopnum, sem setti Nato á annan endann í vor. Markmiðið var að kflúfa Vestur-Þýskaland út úr þeirri samstöðu sem ríkt hefur inn- an Nato, og það hefur tekist aö verulegu leyti. En nú eru póhtískar forsendur breyttar. Jafnvel svart- sýnustu menn era vantrúaðir á innrás Varsjárbandalagsins, og mögulegt er að sniðganga deUuna um skammdrægu kjamavopnin og fækka í bandaríska hernum í Evr- ópu. Spumingin er hversu langt BandarUflamenn vifla ganga. Peningar Útgjöld BandarUflanna tíl her- mála á þessu ári em um 300 milfl- arðar doUara. Þar af fara um 170 milflarðar til Nato, sem er talsvert meira en hin bandalagsríkin 15 leggja fram samanlagt. 170 milfl- arðar doUara em tæplega 700 doll- sér breytingar á grundvaUarhlut- verki Nato. Þar með er ekki sagt að Nato verði úr sögunni á næstunni, vam- arsamstarf vestrænna ríkja mun áfram verða á döfinni. Það er báð- um aðilum í hag að Evróopuríkin hafi náin hemaðarleg tengsl við Bandaríkin. Það er aftur annað mál, aö hemaðarleg sjónarmið, sem mótað hafa stefnu allra banda- lagsrílflanna tíl SovétrUflanna og Austur-Evrópuríkjanna, verða ekki lengur aUsráðandi. - Stefnu- mótunin mun færast frá Atlants- hafsbandalaginu yfir á Evrópu- bandalagið og einstök ríki þess og áhrif Bandaríkjanna dvína að sama skapi. Keflavik og varaflugvöllur Hvaða áhrif mun aUt þetta hafa á stöðu íslands í Nato? Verður Keflavíkurstöðin úrelt og engin þörf fyrir varaflugvöU? Þvert á móti, hlutverk eftirUtsstöðva eins og þeirrar í Keflavík mun aukast með fækkun í herjum á meginlandi Evrópu. Afvopnun kaUar á eftirUt, og strangt eftirUt er forsenda raun- hæfrar afvopnunar. Því hlutverki munu stöðvar Nato á íslandi gegna og miMlvægi þeirra mun síst minnka. Sama máU gegnir um varaflugvöllinn. Nato hefur aUtaf haft miklar áætlanir um Uðs- og birgöaflutninga loftleiðis til megin- lands Evrópu á ófriðartímum. Þær áætlanir munu verða endurskoð- aöar og efldar eftir því sem fækkar í sjálfu herUðinu, og í framhaldi af því ætti varaflugvöUur að verða nauðsynlegri en nokkm sinni fyrr. Hlutverk Nato mun breytast, en hnattstaða íslands breytist ekki og ekki heldur þörfln fyrir eftirUt. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.