Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989. m ~ ■* ■■ —--- VESTURBÆJAR Hríngbraut 120, sími 28600. 250x350 cm, kr. 300x400 cm, kr. Nýjar upplýs- ingar í Palme- málinu Sænska lögreglan rannsakar nú upplýsingar sem Abdullah Öcallan, leiðtogi í kúrdísku hryðjuverkasamtökunum PKK, veitti í viötali í kýpversku blaði nýlega. í viðtalinu sakar Öcallan Kúrda, sem á aö hata verið tyrkneskur njósnari, um að hafa skipulagt morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráð- herra Sviþjóðar. Reyndar segir sænska lög- reglan aö bæði tyrkneska leyni- lögreglan og PKK hafí sakaö hvorn aðilann um sig um morð- ið á Palme við ýmis tækifæri en að í þetta skipti séu upplýs- ingamar nákvæmari en áður og að því er virðist nýjar. Ócallan segir manninn sem skipulagði morðið vera í haldi skæruliða Kúrda í austurhluta Tyrklands. Hann er sagður heita Fawzi Acikgos eða Akcuk og að sögn Öcalian tók hann þátt í kúrdísku andspyrnu- hreyfingunni til aö njósna um félaga hennar. Hann á að hafa fengið það verkefiii að láta grun falla á skæruliða um morðiö á Palme en upp hafi komist um athæfi hans og sé hann nú fangi skæruliða. Upplýsingarnar eru í sam- ræmi við áöur þekkt mynstur. Palme á að liafa verið myrtur til þess að skuggi félli á Kúrda. Fyrir þremur árum var Öcall- an sjálfur grunaður um að hafa veriö í forsvari þeirra sem skipulögðu morðið á Olof Palme. rr Talinn tengjast Lockerbie- málinu Róttækur palestínskur leið- togi, Ahmed Jibril, er sagður hafa gortað af því viö vini síni að íranir hafi greitt honum tiu milljónir dollara fyrir að sprengja bandarísku farþega- þotuna frá Pan American flug- félaginu yfir Lockerbie í Skot- landi í fyrra. Bandariska sjón- varpsstöðin ABC greindi frá þessu í gærkvöldi. Sjónvarpsstöðin greindi einn- ig frá því aö dómur félli bráðum í Stokkhólmi í máh arabans Abu Talb sem talinn er tengjast Jíbril. Talb, sem veriö hefur fyrir rétti vegna ásakana um hryðjuverk, er sagður hafa keypt á Möltu fatnað þann sem var I ferðatöskunni sem sprengjan var falin í. Ferða- taskan var einmitt sett um borð í flugvél á Möltu. Jibril og félagar hans hafa neitað aUri aðild að Lockerbie- málinu. Reuter Enn deitt í Júgóslavíu Deilur um kröfugöngu Serba í Júgóslavíu - sem fara átti fram í dag - liafa leitt til þess að vafi leikur nú á framtíð landsins aö því er forsætisráöherra lýö- veldisins Slóveníu, Dusan Sin- igoj, sagði í gær. Ummæli Sin- igoj komu eftir að róttækir Ser- bar aflýstu kröfugöngu sem halda átti í höfúðborg Slóveníu, Ljubljana, í dag. I gær sögðu Serbamir að þeir kimni að ganga fylktu liði í Belgrað, höf- uðborg Júgóslavíu, í staöinn. „Nýafstaðnir atburðir gera það aö verkum að spurningin um fi-amtíð okkar saman er enn á ný komin fram í sviðsljósið," sagði Sinigoj. Serbía, stærsta lýðveldi landsins, og Slóvenia, hið vest- rænasta, hafa lengi átt í deilum. Slóvenar berjast fyrir fjöl- flokkakerfi og auknu sjálfsfor- ræði fyrir öll átta lýðveldi Júgó- slavíu. Reuter Utlönd Kommúnistar í Tékkóslóvakíu: Kynna nýja stefnuskrá Kommúnistaflokkur Tékkóslóvak- íu mun í dag leggja fram nýja stefnu- skrá flokksins. Félagar í miðstjóm- inni munu taka stefnuskrána til umfjöllunar á fundi sínum um miðj- an desember en hvatt var til fundar- ins til að undirbúa flokksþing sem fram á að fara í janúar. Nýju stefnuskránni er ætlað að auka vinsældir flokksins meöal al- mennings og undirbúa kommúnista fyrir fjölflokkalýöræði. Forysta flokksins hefur látið undan kröfum andófsmanna og hafa áhrif hennar farið minnkandi. Alræði flokksins hefur verið lagt af og ráðamenn hafa viöurkennt réttinn til frjálsra kosn- inga. Þrátt fyrir tilslakanir kommúnista hefur hinn nýi leiðtogi þeirra, Karel Urbanek, gert ljóst að flokksmenn hafi ekki í hyggju að láta ýta sér út í skuggann. Hann sagði umbótasinn- um í flokknum að undirbúa sig und- ir breytingar á næstunni og haröa baráttu til að ná virðingu almenn- ings og trausti á ný. Stjómarandstaðan í Tékkóslóvak- íu hefur farið fram á afsögn Gustavs Husaks, fyrrum flokksleiðtoga og núverandi forseta fyrir 10. desember en kommúnistar hafa lagt að forset- anum að segja ekki af sér. í tilkynn- ingu frá forsetaembættinu í gær minnir Husak stjómarandstöðuna á aö kjörtímabil sitt renni ekki út fyrr en í maí. Miðstjóm kommúnista hef- ur sagst styðja að Husak sitji áfram í embætti. Til marks um enn frekari tilslakan- ir af hendi ráðamanna í Tékkósló- vakíu var tilkynnt í gær að Járn- Tékkneskir borgarar kynna sér veggspjöld Vettvangs borgaranna, breiðfylkingar andófsmanna. Símamynd Reuter tjaldið", virgirðingar á landamærun- um við Austurríki, yrði rifið niður og að frá og meö 4. desember þyrftu Tékkar ekki lengur á vegnabréfsárit- un að halda til aö ferðast vestur. Gennadí Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, gaf í skyn í gær að sameiginleg tékk- nesk-sovésk nefnd yrði e.t.v. sett á laggimar til að rannsaka innrás Var- sjárbandalagsins inn í Tékkóslóvak- íu árið 1968 en sú innrás braut á bak aftur uppreisn lýðræðissinna. Reuter sendíng af stöktim teppum úr tékkneskrí ^ ilstíll á frábæru verðí . 4.190,- 60x240 22.348,- 200x300 cm, kr. 34.920,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.