Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989. 13 dv Lesendur ísland- „sévrétt- ur“ í EB? Jóhann V. Gunnarsson skrifar: Hvað gæti hann þýtt fyrir smáþjóð sem stundar varla meira en veik- burða bílskúrsiðnað, sligaðan af yfir- byggingu, sem er aðeins smábrot af innanlandsmarkaði í óheftri sam- keppni við risaiðnað stórþjóðanna er hafa yfir 200 ára reynslu og tryggan markað milljónanna á heimaslóð- um? , Hvað vantar stórþjóðimar mest - V-Þjóðverja, sem eru um 65 milljón- ir, og Frakka? Jú, þessar þjóðir vant- ar olnbogarými, land, orku. Hér á íslandi er þetta alit að finna. - Og hveijir eru áhugasamastir um að semja við Evrópubandalagið? Óábyrgir stjórnmálamenn og svo- kallaðir athafnamenn er komið hafa efnahagslifi þessa lands í botnlaust díki græðginnar. Offjárfestingar og bruðl síðustu tveggja áratuga gefa hvorki til kynna viðskiptavit né framsýni heldur græðgi og ábyrgðarleysi. Ef við íslendingar stöndum fyrir utan Evrópubandalagið vantar þess- ar þjóðir fisk og hann fá þær hvergi nema hér eða hjá öðrum þjóðum sem standa þá fyrir utan bandalagið eins og við. - Eystrasalt og Norðursjór eru „dauð“ svæði vegna mengunar. Það voru þeirra heimamið. Norðmenn standa utan EB og þó svo að þeir gengju í bandalagið er ofveiði og lítill afli þess valdandi að þeir gætu aldrei annað eftirspurn. Minnkandi framboð hækkar fisk- verð, það er reglan. Fiskur er eina fæðutegundin sem ekki hefur hor- móna, penísillín eða önnur vafasöm efni, líkt og flestöll matvæli inni- halda í dag. Villibráð og heilbrigð fæða er munaður sem hækkar í verði vegna minnkandi framboðs. íslendingar geta komið sínum vör- um á ýmsa markaði utan Evrópu- bandalagsins. Þar má nefna Japan og önnur Asíulönd og Bandaríkin. Góð matvæli selja sig sjálf. íslending- ar ættu að kynna sér hvernig farið hefur fyrir smáþjóðum sem galopn- uðu lönd sín fyrir erlendu íjár- magni. Nokkrum árum síðar eru þegnarnir í þjónustugreinum í landi sem þeir eitt sinn stjórnuðu sjálfir. Á Tahiti og Hawaii bjuggu eitt sinn fijálsar þjóðir en stundargræðgi svipti þær frelsi. Það sama ástand er nú að nálgast okkar þjóð. Ég treysti ekki óábyrgum íslensk- um stjórnmálamönnum í svo veiga- miklum málum sem nú eru rædd. Stundarhagsmunir og sérhags- munapot hafa verið fylgifiskar þeirra flestra alla tíð. Þjóðaratkvæða- greiðsla er fyrirbæri sem þeir forðast að láta framkvæma. Aðeins einu sinni hefur hún verið viðhöfð hér á landi, þ.e. um lýðveldið. Kynning og umræða á opinberum vettvangi um inngöngu í EB hefur ekki farið fram. Inngönguna verður reynt að keyra í gegn án verulegrar kynningar og án þjóðaratkvæða- greiðslu. Flokkast þess konar vinnu- brögð ekki undir landráð? Svör ósk- ast frá þeim sem valdið þykjast hafa. íþróttafélag fatlaðra: Ekki sælgæti, aðeins jólavörur S.Þ. skrifar: íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík hefur orðið þess vart að verið sé að bjóða og selja sælgæti í nafni félags- ins. íþróttafélagið er ekki með neitt sælgæti til sölu og hefur ekki verið. Allt sem félagið er að selja þessa dagana er merkt íþróttafélaginu en það er eingöngu jólapappír, jóla- skraut og jólakerti sem það hefur þá aðallega selt í Kolaportinu og á jóla- markaði í nýja íþróttahúsinu við Hátún 14 í Reykjavík. - Þetta viljum við taka fram að gefnu tilefni. SKEIFUNNI 3e, SIMAR 82415 & 82117 ALHLIÐA VIÐGERÐAR- OG VIÐHALDSÞJÓNUSTA. VÉLAVIÐGERÐIR OG MÓTORVINDINGAR. TÖKUM AÐ OKKUR RAFLAGNIR OG NÝLAGNIR. SKRIFSTOFA verkstædi Viðurkennd þýsk gæðamerki sem fagmennirnir þekkja FEIN rafmagnshandverkfæri í miklu úrvali, fyrir iðnaðarmenn og aðra handlagna. Fein - öryggi og nákvæmni. BOGE loftpressur Áreiðanleg gæðasmíði af öllum gerðum og stærðum. ENDRESS rafstöðvar Sparneytnar og endingargóðar. Fjölmargar stærðir og gefðir. KÁRCHER háþrýstidælur og ryksugur Afkastamiklar og handhægar. Höfum einnig Kárscher heitavatns- og gufuhreinsara. KRUPS OG AUKUM ÞJONUSTUNA OPNUM Á MORGUN NÝJA VERSLUN í SKEIFUNNI 3e í STÆKKUÐU OG ENDURBÆTTU HÚSNÆÐI. KAFFIVEITINGAR í TILEFNI DAGSINS ALLIR VELKOMNIR heimilistæki Þýsk verðlaunahönnun. Brauðristar • Expressóvélar • Kaffivélar • Hrærivélar o.fl. wm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.