Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Page 25
FÖSTUDAPUR ]. DESEMRER 1989-
33
Salmonella í sviðum:
Hvaðan koma sýktir hausai?
- unnið að rannsókn
„Rannsóknir okkar beinast fyrst
og frfemst að því að reyna að komast
að því hvaðan sýktu hausarnir
koma,“ sagði Brynjólfur Sandholt
yfirdýralæknir í samtah við DV.
Salmonellugerlar fundust í 8 af 22
sviöahausum úr sláturhúsinu á Sel-
fossi á dögunum. Öll sala á sviðum
frá sláturhúsum á Suðurlandi hefur
verið stöðvuð.
„Við höfum ekki ástæðu til þess að
ætla §ð kjöt af þessum skepnum sé
sýkt. Þaö voru tekin sýni af sláturfé
frá nokkrum hæjum í Landeyjum í
haust eftir að folöld höfðu drepist þar
í sumar úr salmonellusýkingu en
þær rannsóknir leiddu ekkert óeðli-
legt í ljós. Því hefur það ekki verið
kannað frekar,“ sagði Brynjólfur.
Reynt er að greina eftir mörkum
og með frekari sýnatökum frá hvaða
svæði sýktu hausarnir koma. Reyn-
ist þeir vera allir frá sama svæði
verður sala á sviðum frá öðrum
svæöum trúlega leyfð á ný en öðrum
sviðum eytt. Takist ekki að frnna
hvaðan sýkingin kemur getur farið
svo að eyða þurfi öllum sviöum úr
sláturhúsum á Suðurlandi.
Ástæðan fyrir því að ekki er reikn-
að með sýkingu í kjöti er sú að sýkl-
ar finnast nær eingöngu í innyflum
og meltingarvegi og þar með munn-
holi þar sem þeir verða eftir við slátr-
un.
Á Suðurlandi mun hafa veriö slátr-
að 45.000 fjár í haust. Það þýðir að
þaöan koma um 45 tonn af sviðum
Neytendur
alls. Þar sem salmonellusýklar þola
ekki suðu væri hægt að setja menguð
svið í vinnslu.
Um salmonellusýkla
Salmonellusýklar fjölga sér best
við líkamshita en geta lifað við 5-
46°C. Hitun við 60° í 30 mínútur drep-
ur sýkihnn. Algengt er aö salmoneha
berist í matvæh með saur dýra við
slátrun. Einnig getur smitun orðið
úr saur manna og úr menguðu vatni.
Þar sem einkennislausir smitberar
geta einnig valdið mengun getur oft
veriö erfitt að finna upprunann. Viht
dýr, svo sem rottur og fuglar, geta
einnig mengað matvæh og fóður af
salmonellu.
Sýkilhnn þohr ekki mikla hitun og
til þess að valda sýkingu þarf gerla-
fjöldinn að verða mjög mikih. Þetta
þýðir að jafnvel þótt hrá matvæh séu
menguð af salmonehu er oftast
hættulaust að neyta þeirra eftir suðu.
Alvarlegasta mengunin á sér þvi
oftast stað við matreiðslu þegar gerl-
arnir berast úr hráum mat í soðinn.
Sérstaklega á þetta við þegar soðinn
matur er geymdur við herbergishita
fyrir neyslu.
Sjúkdómseinkenni koma venjulega
fram 6-36 klst. eftir neyslu en í sum-
um tilfellum ekki fyrr en eftir 1-2
vikur. Helstu einkenni eru hiti, bein-
verkur, höfuðverkur, niðurgangur
og uppköst. Einkennin standa oftast
yfir í 1-7 daga en þó nokkur hluti
þeirra sem hafa sýkst eru áfram ein-
kennislausir smitberar.
-Pá
S almonellu - varúð
Hollustuvernd ríkisins vih beina
því til almennings og matreiðslu-
manna að ástunda varúð og góðar
hreinlætisvenjur við matreiðslu og
meðhöndlun á hráum kjötvörum.
Sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi
atriði:
Að taka aht frosið hrátt kjöt það
tímanlega úr frysti að tryggt sé að
það sé fullþítt þegar steiking eða suða
hefst.
Að gæta þess að hrátt kjöt eða blóð-
vatn úr því komist ekki í snertingu
við matvæh sem eru fullsoðin eða
tilbúin til neyslu.
Að þrífa vandlega öll ílát og áhöld
sem notuð hafa verið við meðhöndl-
un á hráu kjöti og kjötafurðum.
Að gæta þess vandlega að hráar kjöt-
afurðir séu nægilega vel steiktar eða
soðnar. Salmoneha og flestir aðrir
sýklar drepast í fullsteiktu og full-
soðnu kjöti.
Að gæta þess við geymslu við-
kvæmra matvæla að þau séu höíð í
góðum kæh og ef tilbúnum mat er
haldið heitum að það sé gert við
hærra hitastig en 60° þar til neysla
fer fram.
-Pá
Verðkönnun á bökunarvörum:
Mest 165% verðmimur
Verðlagsstofnun hefur kannað
verð á 53 tegundum af bökunarvör-
um í 34 verslunum víðs vegar á
landinu. Bónus í Faxafeni var oftast
með lægst verð eða 10 sinnum, KEA
Nettó var 9 sinnum með lægsta verð
en Fjarðarkaup 8 sinnum. 26 vöru-
tegundir af 53 voru th í Bónus og
KEA Nettó en 38 tegundir í Fjarðar-
kaupi.
Mikhl verðmunur kom fram í
könnuninni. 43% verðmunur var á
tveim kílóum af hveiti og 49% verð-
munur á sykri. Mestur verðmunur
var á möndlum án hýðis, eða 165%.
Þær voru dýrastar í Gunnlaugsbúð
í Grafarvogi á 130 krónur en ódýrast-
ar í Miklagarði á 49 krónur.
250 gramma poki af kókosmjöli
kostaði mest 77,50 krónur í Gunn-
laugsbúð en minnst 39 krónur í
Grundarkjöri. Munurinn er 99%.
Lyle sýróp kostaði mest 351 krónu
í S.S., Austurveri, en minnst 173
krónur í Miklagarði.
S.S., Austurveri, var oftast með
hæsta verð, eða 9 sinnum, en Laugar-
ás við Norðurbrún og Skagfirðinga-
búð á Sauðárkróki voru 8 sinnum
með hæsta verð.
í könnuninni er ekki gerður grein-
armunur á einstökum vörumerkjum
og ekki lagt mat á þjónustu verslan-
anna, s.s. mismikið vöruúrval, mis-
langan afgreiðslutíma og hvort tekið
erviðgreiðslukortum. -Pá
Formaður Neytendasamtakanna:
Hörmulegar niðurstöður
„Þessr niðurstöður eru hörmuleg-
ar og Neytendasamtökin hljóta aö
krefjast þess að tryggt verði að shkar
vörur berist ekki th landsins," sagði
Jóhannes Gunnarsson, fcrmaður
Neytendasamtakanna, í samtah við
DV um niðurstöður könnunar á
kryddi. Eins og fram hefur komið í
DV mældist mest 61 milljón gerla í 1
grammi af kryddi sem var til sölu
hérlendis. Erlendir staðlar banna
sölu á kryddi fari gerlafjöldi yfir
10.000 í grammi.
„Það verður að hindra að ísland
sé notað sem ruslakista fyrir mat-
vælaframleiðendur. Sérstakt
áhyggjuefni hlýtur að vera að hingað
skuli ílutt krydd sem inniheldur
gerla sem valda matareitrun," sagði
Jóhannes.
í könnuninni mældust í einu sýni
5.000 Bacillus cereus gerlar í l
grammi en þeir eru þekktir fyrir að
valda matareitrun.
Jóhannes minnti á könnun á gerla-
innihaldi í kjötfarsi sem Neytenda-
samtökin stóðu fyrir fyrr á árinu og
leiddi í ljós óhæfilegt gerlamagn í
kjötfarsi í fjölda verslana.
„Þessi könnun Félags kjötiðnaðar-
manna er gerð í framhaldi af okkar
könnun og sýnir að víða er pottur
brotinn. Þannig er rannsóknum
haldið áfram og vonandi verður ár-
angurinn sá að lokum að neytendur
fá betri vöru en áður,“ sagði Jóhann-
es Gunnarsson.
-Pá
Borgarfjörður:
- mesti verðmunur 222%
Gífurlegur verðmunur kom í ljós í
verðkönnun á drykkjarvörum sem
Neytendafélag Borgarfjarðar geröi á
dögunum. Könnunin náði th 38 vöru-
tegunda hjá 13 söluaðhum. Mesti
verðmunur reyndist vera 222%. 0,25
1 af Hi-C svaladrykk kostaði minnst
15,50 krónur í JS Neskjöri í Borgar-
nesi en 50 krónur í Veitingaskálan-
um Þyrli í Hvalfirði.
Veitingastofan Þyrhl í Hvalfirði
var oftast með hæsta verð, eða í 22
skipti af 26 tegundum sem fengust
þar. K.B í Borgamesi var oftast með
lægst verð, eða í 14 skipti af 37 teg-
undum sem þar fengust.
Samanlagt verð á 25 tegundum af
drykkjarvörum er því hæst í Þyrh í
Hvalfirði þar sem karfan kostar 2.319
krónur. Sömu 25 tegundir myndu
samanlagt kosta 1.733 krónur í K.B.,
Borgarnesi. Munurinn er 586 krónur
eða 33,8%.
-Pá
Lífsstm
Unnið er að rannsókn á því frá hvaða bæjum á Suðurlandi sviðahausar,
sýktir af salmonellu, koma. ^
Þráðlaus fjarstýring
Rafeindastýrð sjálfleitun
Stórir hátalarar
Mikil myndgæði
Við fengum takmarkað magn á þessu frábæra verði.
Verð áður kr. 49.900 - nú kr. 40.750 staðgreitt.
Útborgun kr. 5.000
og síðan kr. 5.000 á mánuði
Einar Farestveit & Co .hf.
BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OQ 622900 - NffiO BÍLASTÆÐI