Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Qupperneq 9
9
’FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989.
Útlönd
Bush Bandaríkjaforseti kvaöst í
gær reiðubúinn aö ræða tillögu Mik-
hails Gorbatsjovs Sovétforseta um
leiðtogafund ríkja Evrópu á næsta
ári. í ræðu sem sovéski forsetinn
hélt í Róm í gær sagði hann að í ljósi
þeirra viðamiklu breytinga sem átt
hefðu sér stað í mörgum löndum
Austur-Evrópu væri nauðsyn á Hels-
inki-fundi hið fyrsta, jafnvel á næsta
ári í stað ársins 1992 eins og ráðgert
hafði verið.
Helsinki fimdurinn 1992 átti að
vera fjórði fundur þijátíu og fimm
ríkja sem tóku þátt í hinni uppruna-
legu Ráðstefnu um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu, RÖSE, sem fram fór
Bush Bandaríkjaforseti lagði í gær
af stað til Möltu þar sem hann mun
eiga viðræður við Gorbatsjov Sovét-
forseta helgina.
Simamynd Reuter
í Helsinki árið 1975. Gorbatsjov, sem
er í opinberri heimsókn á Ítalíu, lagði
aftur á móti til að fundinum yrði flýtt
um tvö ár og haldinn á næsta ári.
Nauðsyn á Evrópufundi
Kvaðst sovéski forsetinn þess full-
viss að viðburðir ársins 1989 ýtti enn
undir nauðsyn á fundi leiðtoga Evr-
ópuríkjanna. í kjölfar hinna miklu
umróta í Austur-Evrópu eru allir
fullir eldmóðs sagði Gorbatsjov.
Hann kvaðst fullviss að þessa árs
yrði, er fram hðu stundir, minnst
sem ákaflega sögulegu og viðburðar-
ríku ári.
„Nú þegar sósíalísku ríkin hafa
tekið upp stefnu róttækra umbóta,
hafa þau hvert á fætur öðru lagt inn
á brautir þaðan sem ekki verður aft-
ur snúið,“ sagði Gorbatsjov í ræðu
sinni. Þessi ummæh forsetans voru
tekin sem skírskotun til umrótanna
og breytinga í lýðræðisátt í Póhandi,
Ungveijalandi, Austur-Þýskalandi
og Tékkóslóvakíu.
En Gorbatsjov sagði einnig að ekki
mætti raska valdajafnvægi því sem
nú ríkti í Evrópu og voru þau um-
mæh túlkuð sem dulin skírskotun til
hugmynda sem komið hafa upp um
hugsanlega sameiningu þýsu ríkj-
anna.
Thlaga Gorbatsjovs um að leið-
togar ríkja Evrópu komi saman til
fundar auk hvatningar hans á mið-
vikudag að stórveldin dragi til baka
herhð sitt á Miðjarðarhafi, hafa þeytt
honum á nýjan leik fram í sviðsljós-
ið, aðeins sólarhring áður en leið-
togafundur stórveldanna hefst und-
an ströndum Möltu en Bush og Gor-
batsjov munu ræða saman um borð
í herskipum beggja stórvelda á morg-
un og sunnudag.
„Sögulegur fundur“
Bush sagði í gær að þeir Gorbatsjov
væru sammála um markmið leið-
togafundar stórveldanna, að byggja
upp samvinnu beggja ríkja. Við höf-
um fengið í hendumar áhrifamikið
og sögulegt tækifæri, sagði Bush áð-
ur en hann lagði af stað th Möltu.
í brottfararræðu sinni lagði forset-
inn áherslu á að Bandaríkin styddu
perestrojku Gorbatsjovs, umbóta-
stefnuna, og hina nýju opnunar-
stefnu sovéskra stjórnvalda. Hann
sagði að breytingar í Sovétríkjunum
hefðu veriö stórbrotnar. „Við - Gor-
batjosv og ég, austur og vestur - eig-
um ekki í samkeppni,” sagði Bush.
„Við vinnum að því að gera
heiminn friðsælh." Reuter
Gorbatsjov Sovétforseti hefur verið i opinberri heimsókn á Italiu. Hér sést
forsetinn ásamt forsætisráðherra Ítalíu, Giulio Andreotti. Simamynd Reuter
GOÐUR SVEFN
SKAPAR GÓÐAN DAG
Við ráðleggjum viðskiptavinum um val
á dýnum og öðrum rúmbúnaði
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM. VERIÐ VELKOMIN
* Hjónarúm með dýnum, kr. 58.000 til
93.000.
* Vatnsrúm, kr. 72.200 til 107.000.
* Eins manns rúm með springdýnum, kr.
32.000 til 39.000.
* Rúmteppi, kr. 6.800 til 16.900.
* Góðar sængur, kr. 6.600.
* Koddar, kr. 1.250.
* Svefnsófar, kr. 49.000 til 57.000.
RUMIÐHF.
Grensásvegi 12
sími 67 88 40
* Bay Jacobsen heilsudýnur, kr. 8.600.
* Bay Jacobsen heilsukoddar, kr. 3.620.
* Sænskar Box springdýnur með tvöfaldri
fjöðrun og Latex yfirdýnu, kr. 34.360.
* Latex heilsudýnur, kr. 12.475 til 27.795.
* Springdýnur, kr. 11.680 til 25.100.
* Svampdýnur, kr. 9.650 til 19.200.
raðgreiðslur
5%
staðgreiðsluafsláttur
Gorbatsjov Sovétforseti:
Vill leiðtogafund
Evrópuríkja