Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989. Andlát Ingibjörg Árnadóttir andaöist í Borg- arspítalanum þriðjudaginn 28. nóv- ember. Kristín Halldóra Guðmundsdóttir, Þrastarhrauni 4, Hafnarfirði, lést í Landakotsspítala að morgni 29. nóv- ember. Jarðarfarir Guðbjörg Jónsdóttir frá Kirkjubæ, Suðurgötu 15-17, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 27. nóvember. Útfor verður frá Keflavík- urkirkju laugardaginn 2. desember kl. 16. Ágúst Pétursson, fyrrum kaup- maður, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 2. desember kl. 14. Sigurbergur Helgi Þorleifsson, fyrr- um vitavörður á Garðskagavita, Furugrund 58, Kópavogi, verður jarðsettur á morgun, laugardaginn 2. desember, kl. 14 frá Útskálakirkju. Útfor Guðrúnar Hólmfríðar Magnús- dóttur, Sólvallagötu 36, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 2. desember kl. 14. Viðar Hjaltason vélsmiður, Heiöar- hrauni 9, Grindavík, verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju laug- ardaginn 2. desember kl. 14. Jón Magnússon, fv. forstjóri, lést 23. nóvember. Hann var fæddur á Bæ á Selströnd 23. janúar 1908. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Magnús- son og Anna Eymundsdóttir. Jón lærði til smiðs hjá fóður sínum og lagði síðan stund á nám í tæknifræði í Kaupmannahöfn. Hann starfaði hjá steinullarfyrirtækinu Rockvyool til ársins 1951 er hann hélt til íslands. Um árabil starfaði hann viö Steinull- arverksmiðjuija í Hafnarfirði. Hann stofnaði fyrirtækið Rafgeyma og rak það til ársins 1983. Eftirlifandi eigin- kona hans er Edith Petersen. Þau hjónin eignuöust þrjú böm. Útför Jóns verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15. Svanhildur Þorsteinsdóttir lést 22. nóvember. Hún var fædd 16. nóv- ember 1916, dóttir hjónanna Þor- steins Jósefs Sigurðssonar og Þór- önnu Rebekku Símonardóttur. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Karl Lúðvíksson. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og eru þrjú á lífi. Útfór Svanhildar verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Þórður Þ. Þórðarson lést 22. nóv- ember. Hann var fæddur á Leirá í Leirársveit hinn 23. ágúst 1899. For- eldrar hans voru hjónin Guðný Stef- ánsdóttir og Þórður Þórðarson. Þórð- ur starfaði lengst af sem sérleyfis- hafi. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Guðmundsdóttir. Þau hjón- in eignuðust fjögur böm. Útfór Þórð- ar veröur gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14. Hinrik Erlingsson lést 23. nóvember. Hann var fæddur 23. september 1962, sonur hjónanna Erlings Bjama Magnússonar og Ásdísar Helgu Höskuldsdóttir. Eftir að skólagöngu lauk vann Hinrik ýmis störf, en nú síðast hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Hann lætur eftir sig einn son. Útför Hinriks verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. THkyimingar Félagsvist Breiðfirðingafé- lagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verður með félagsvist í Breiöfirðingabúð, Faxa- feni 14, sunnudaginn 3. desember og hefst hún kl. 14.30 stundvíslega. Kór Átthagafélags Strandamanna efnir til aðventusamkomu sunnudaginn 3. desember kl. 17 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. fjjölbreyttur söngur, bjöllukór og íleira. Kaffiveitingar. Reykjavíkurprófastsdæmi: Hádegis- verðarfundur presta verður í Bústaða- kirkju mánudag kl. 12. Árbæjarkirkja: Sunnudagur: Eftir guðs- þjónustu kl. 14 verður kaffisala Kvenfé- lags Árbæjarsóknar í safnaðarheimilinu. Skyndihappdrætti. Mánudag 4. des. verður fótsnyrting fyrir eldra fólk safnaðarins í safnaðarheimil- inu kl. 15-17, tímapantanir í síma 74521. Hársnyrting alla þriðjudaga hjá Stellu, tímapantanir í síma 673530. Símaviðtals- timi öldrunarfulltrúa í Árbæjarkirkju þriðjudaga kl. 13-14, sími 83083. Leikfimi þriðjudaga kl. 14. Miðvikudaga: Opið hús í safnaðarheimilinu frá kl. 13.30. Fyrir- bænastund kl. 16.30. Áskirkja: Jólafundur Safnaöarfélags Ás- prestakalls í safnaðarheimili Áskirkju þriðjudag kl. 20.30. Bústaðakirkja: Aðventukafli Kvenfélags Bústaðakirkju verður á sunnudaginn eft- ir messu. Treyst er á að konur úr sókn- inni gefi kaffibrauð og verður því veitt móttaka eftir kl. 10 á sunnudagsmorgun í safnaðarheimilinu. Miðvikudagur: Fé- lagsstarf aldraðra kl. 13-17. Æskulýðs- fundur kl. 20. Fella- og Hólakirkja: Mánudagur: Æskulýðfundur kl. 20.30. Þriðjudagur: Starf fyrir 12 ára börn kl. 17-18. Grensáskirkja: Föstudagur: Unglinga- starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Neskirkja: Laugardagur 2. des.: Sam- verustund aldraðra 1 safnaðarheimili kirkjunnar kl. 15. Meðal efnis Þórarinn Eldjám rithöfundur les úr verkum sínum og Jónas Þórir leikur á píanó. Sr. Ólafur Jóhannsson. Mánudagur: Bamastarf 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudagur: Bamastarf 10-11 ára kl. 17. Ljósmyndaklúbburinn kl. 18. Miðvikudagur: Öldrunarþjónusta: Hárgreiðsla og fótsnyrting í safnaðar- heimili kirkjunnar frá kl. 13-17, sími 16783. Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldr- aða í safnaðarheimilinu frá kl. 13-17. Kór aldraðra, æfmg kl. 16.30. Ljósmynda- klúbbur kl. 18.30. Seljakirkja: Basar Kvenfélags Seljasókn- ar verðrn- sunnudag 3. des. að lokinni guðsþjónustu. Bama- og unglingastarf Seljakirkju: Fundur Æskulýðsfélagsins mánudag ki. 20.30. Fundir í KFUK mánu- dag, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fundur í KFUM miðvikudag, yngri deild kl. 18.30, eldri deild kl. 20. Seltjarnarneskirkja: Þriðjudagur: Opið hús fyrir 10-12 ára böm kl. 17.30. Fimmtudagur: Opið hús fyrir foreldra ungra bama ki. 14. Takið bömin með. Fríkirkjan, Hafnarfirði: Kvenfélag Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði heldur jólafund sinn í Skútunni sunnudag 3. des. og hefst hann kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir. 1. desember hátíð verður í kvöld kl. 20.30 hjá Hjálpræðis- hemum, Kirkjustræti 2. Sr. Frank M. Halldórsson talar og kapteinn Daniel Óskarsson stjómar. Barnagospelkórinn syngur. Veitingar og happdrætti í umsjá kvenfélaganna. Allir velkomnir. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Miðási 16, Egilsstöðum, þingl. eig. Vakt sf„ fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 8. desember nk. kl. 11.00. Uppboðs- beiðendur eru Innheimta ríkissjóðs, Iðnlánasjóður og Byggðastofnun. Bæjarfógelinn á Eskifirði. . Sýslumaður Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð á fasteigninni Lyngási 12, hl„ Egilsstöðum, þingl. eign þb. Prjónastofunnar Dyngju, Egilsstöðum, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 8. desember nk. kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Eskifirði. Sýslumaður Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á fasteigninni Skólabrekku 9, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Birg- ir Kristmundsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 8. desember nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Árni Halldórsson hrl„ Landsbanki islands, veðdeild, Asgeir Thoroddsen hdl„ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl„ Jón Hjalta- son hrl. og Iðnaðarbanki íslands hf. Bæjarfógetinn á Eskifirði. Sýslumaður Suður-Múlasýslu. Götuleikhúsið með jólasmiðju fyrir börn í Hlaðvarpanum Í tengslum við Listmunamarkað Hlað- varpans að Vesturgötu 3 mun Götuleik- húsið verða með jólasmiðju fyrir böm alia laugardaga í desember. Börnin fá að fondra, syngja og dansa, hitta jólasveina og aðrar skemmtilegar ævintýraverur. Foreldrar geta þá gert jólainnkaupin í Hlaövarpanum og gamla miðbænum í ró og næði meðan Götuleikhúsið hefur ofan af fyrir börnunum gegn vægu gjaldi. Á listmunamarkaði Hlaðvarpans er Engla- kaffið opið alia daga í desember. Jóla- smiðja barnanna verður opin á laugar- dögum í desember á þessum tímum: 2. des. kl. 12-16. og síðan næstu þrjá á eftir kl. 12-18. Dagskrá Norræna hússins um helgina Laugardaginn 2. des. kl. 15 talar Auðunn H. Einarsson um austfirska torfbæinn og lífið í honum og sýnir Utskyggnur. Sunnudag 3. des. kl. 15 verður dagskrá um Nordvision samstarfið. Eyjólfur Valdimarsson, yfirverkfræðingur Sjón- varps, talar um tæknilega möguleika í sjónvarpi, Bogi Ágústsson fréttastjóri tal- ar um fréttasamband á Norðurlöndum og Ingólfur Hannesson deildarstjóri talar um samvinnu á sviði íþrótta. Myndbönd verða sýnd til skýringar efninu. Helgarskámót á Flug- hótelinu í Keflavík Timaritið Skák gengst fyrir sínu 39. skák- helgarmóti 1.-3. desember í samvinnu við taflfélag Keflavíkur og bæjaryfirvöld þar. Mótið hefst kl. 17 í dag. Laugardag og sunnudag hefst fyrri umferðin kl. 10. Þátttökutilkynningar þurfa að berast tímaritinu Skák í síma 31335 eða 31975. Menn geta þó mætt á eigin ábyrgö til skráningar á mótstað. Nauðsynlegt er að keppendur hafi með sér tafl og skák- klukku. Kvenfélagið Fjallkonurnar verða í Kolaportinu laugardaginn 2. des- ember með kökur, laufabrauð og kerta- sölu. Jólafundur félagsins verður þriöju- daginn 5. desember í safnaðarheimih Fella- og Hólakirkju. Matur verður á boð- stólum, takið jólapakka með. Tilkynnið þátttöku í síma 72002. Hildigunnur. Hljómsveit á Café Hressó Hljómsveitin Einstefna heldur uppi fjör- inu á Café Hressó föstudags- og laugar- dagskvöld. 10 ára afmælis- fagnaður Geðhjáipar verður haldinn í Félagsmiðstöðinni, Veltusundi 3b, laugardaginn 2. desember kl. 14-17. Allir velunnarar félagsins vel- komnir. Jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrennis, verður haldinn laugardag og sunnudag, 2. og 3. desember, í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík, 1. hæð,'og hefst salan kl. 14 báða dagana. Inngangur að vestanverðu. Á basarnum verður mikiö úrval af munum á góðu verði, „tombólu- pris", t.d. jólaskreytingar og margs konar aðrar jólavörur, útsaumur, prjónafatnað- ur, púðar, kökur og margt fleira. Einnig verður glæsilegt jólahappdrætti og kaffi- sala með hlaðborði. Félag áhugamanna um bókmenntir Laugardaginn 2. desember efnir Félag áhugamanna um bókmenntir til dag- skrár um íslenska nútímaljóölist.. Þrír fyrirlesarar munu ræða viö fundargesti, þeir Skafti Þ. Halldórsson kennari, ísak Harðarson skáld og Gunnar Harðarson, skáld og heimspekikennari. Fundurinn verður haldinn í Odda, Hugvísindahúsi Háskóla íslands, stofu 101, og hefst kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Húnvetningafélagið Félagsvist spiluð laugardaginn 2. des- ember kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. AUir velkomnir. Jólafundur JC Hafnarfjarðar verður haldinn í kvöld, 1. desember, í Gaflinum í Hafnarfirði og hefst kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19. Mætið stundvíslega. Kynningarkvöld á gömlu dönsunum Laugardaginn 2. desember verður kynn- ingarkvöld á gömlu dönsunum hjá Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur. Kynningin verður haldin í húsi félagsins að Sund- laugavegi 34 og hefst kl. 21. Allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Jólasala á útlits- gölluðu gleri Glerblástursverkstæðið í Bergvík, Kjal- arnesi, heldur sína árlegu jólasölu á út- litsgölluðu gleri (II. sort) nú um helgina, 2. og 3. desember. Á boðstólum verður kaffi og piparkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/mótun. Glerverkstæðið er staðsett u.þ.b. 27 km frá Reykjavík viö Vesturiandsveg, milli Klébergsskóla (Fólkvangs) og Grundahverfis. Opið’ verður laugardag og sunnudag frá kl. 10-18. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 2. desember. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú ríkir svartasta skammdegið. Nýlagað molakaffi og skemmtilegur félagsskapur er svar okkar til móður náttúru. Og til að gera náttúru- öílin undirgefin mætum við í bæjarröltið í hlýjum fatnaði og vel útbúnu skótaui. Skailajárn eru sjálfsögð í hálku og ófærð. Munið að skemmtilegustu göngurnar eru oft í verstu veðrunum. Menning Tilraunir Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands voru haldn- ir í gærkvöldi. Á efnisskrá var Reflex eftir Kjartan Ólafsson, Klarinettukonsert eftir Carl Nielsen og Sin- fónía nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven. Litir Kjartan Ólafsson nam viö Tónlistarskóla Kópavogs og Reykjavíkur, auk tónsmíöanáms í Hollandi og Hels- inki, þar sem hann hefur m.a. notið leiðsagnar Einoju- hani Rautanaara og Paavo Heininen. Verk hans, Reflex, er skemmtilegt áheyrnar. Þaö er einkar skýrt í allri framsetningu og rammi þess er sterkur í einfaldleika sinum. í upphafi verksins er mikiö gælt viö glissando, sem um miöbik þess hverfa fyrir ýmsum htrænum hugmyndum í hljómsveitarleik (orchestration). Þá tekur við rytmískt mótíf, sem síöan er ráöandi til loka. Þetta er rammi, eða uppistaða verksins, en síðan leyfir höfundur sér að prófa ýmis- legt á leiðinni. Fljótlega veröur ljóst aö.þessar próf- anir eru aöalatriöi þessa verks. Tónhugsun Kjartans hefur mikiö agast á undanförnum árum og sýnir hann með þessu verki aö hann er ótvírætt efnilegur höfund- ur sinfónískra verka. Verið var vel flutt. Lítil tromma Konsert fyrir klarinettu og hljómsveit op. 57 eftir Carl Nielsen var næst á efnisskrá. Einleikari var Ein- ar Jóhannesson og var túlkun hans sérlega sterkt máluð. Gaman var að heyra hversu þykkan tón Einar gat laöað fram í chalemeau-registri hljóðfærisins, en margir hápunktar þessa verks hggja einmitt á þessum neðstu tónum einleikshljóðfærisins. Verkið er ein heh- mikh thraunastarfsemi frá hendi höfundar, bæði hvað varöar innri tónvefnað (textur) og tónrænt tungumál, svo og hljóðfærasamsetningu. Eitthvaö það óvenjuleg- Tónlist Áskell Másson asta varðandi það síðasttalda er tvímælalaust notkun hans á snerritrommu í þessari htlu hljómsveit, en það þýðingarmikla hlutverk var vel af hendi leyst af Árna Áskelssyni slagverksleikara. Einstakur kraftur, hpurð og tónfegurð einkenndi túlkun Einars á þessu sér- kennilega verki og vert er að geta sérstaklega góörar frammistöðu strengjasveitarinnar í erfiðu hlutverki. Sinfónía Tónleikarnir enduðu með Sinfóníu nr. 4 í B-dúr op. 60 eftir Beethoven. Verkið var í hehd vel og nákvæmis- lega flutt, eins og reyndar áðurgengin tvö verk, en hér kom kannski best í ljós viss vöntun á innblæstri, eða smitun hans til hljómsveitarinnar frá hendi hljóm- sveitarstjórcms, Colman Pearce. Skemmthegt var að heyra lit pákanna, sem var nokk- uð óvenjulegur vegna vals pákuleikarans á sleglum, en það var einkar smekklega gert og í anda þess tíma sem verkið var samið á. Leiðinlegt var hins vegar að verða vitni að þeim sofandcihætti sem átti sér stað yst á aftasta púlti í 1. fiðlu. í öðrum þætti sinfóníunnar áttu tréblásarar margar fallegar einleiksstrófur, einkum þó óbó, klarinett og fagott. Fjórði þátturinn var leikinn með vissum glæsi- leik, en hér hefðu (tilfinningalegar) andstæður þurft að vera sterkar fram settar. Áskell Másson Fjölmiðlar Loðnufréttir Stundum er skopast að loönufrétt- um fjölmíðla. En fréttir síðustu daga af loðnuleysí minna okkur óþyrmi- lega á það, hversu háð við erum svipulum sjávarafla. Við ráðum í raun og veru litlu um örlög okkar. Efloðnan bregst, snarlækka tekjur okkar. Þá er okkur ekki heldur óhætt að veiða eins mikinn þorsk og eha, þar sem loðna er mikhvæg fæðafýrirþorskinn. Þetta leiðir óneitanlega hugann að hinum miklu umskiptum í þjóðar- sögunni á sautjándu og átjándu öld, mestu eymdartímum okkar. Þrjár ástæður eru helstar th þess, hygg ég, að viö hættum þá næstum þvi aðverath. í fyrsta lagi fundust ný flskimið undan Nýfundnalandi, svo að fisk- framboð jókst og siglingar th lands- ins urðu ekki eins fysilegar og áður. í öðru lagi dró talsvert úr fisk- neyslu í Norður-Evrópu upp úr sið- skiptum, þar eð fólk hætti föstum. í þriðja lagi kólnaði í veðri (litla ísöldin) á landinu og umhverfis það, en það haföi meðal annars þau áhrif, að afli minnkaði. Danir voru svo óheppnir að taka við stjórn landsins í þann mund, er þessi áföll riðu yfir, svo að þeim hefur jafnan veriö kennt um eymd- ina hér úti. En auðvitaö gerðu af- skipti dönsku stjórnarinnar oftast illt verra, eins og verðavill um ríkis- afskipti. Ekki líst mér betur á nú- verandi stjórn! Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.