Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Page 10
10
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990.
Útlönd_________________________
Ástralía:
Verkamannaflokknum spáð sigri
Möguleikar Bob Hawkes og
Verkamannaflokks hans til að
halda völdum í Ástralíu eftir sjö
ára stjórn ráðast aö hluta til af nið-
urstöðum kosninga þrjú þúsund
kjósenda í afskekktustu héruðum
Ástralíu sem ganga að kjörborðinu
í dag. Talningu í þeim hlutum Ástr-
alíu, þar sem þegar hefur verið
kosið, er að mestu lokið og benda
niðurstöður til að Verkamanna-
flokkurinn sigri, naumlega þó.
Verkamannaflokkurinn og Banda-
lag Frjálslynda flokksins og Þjóð-
arflokksins voru nær jöfn í skoð-
anakönnunum.
Verkamannaflokknum er spáð
tveimur þingsætum meira en
Bandalaginu þegar búið er að telja
utankjörstaðaatkvæði og skipta at-
kvæðum eftir hinu flókna kosning-
akerfi Ástralíu. Talið er að Verka-
mannaflokkurinn fái 71 sæti á móti
67 sætum Bandalagsins. Fréttaský-
rendur vilja þó ekki útiloka jafna
skiptingu þingsæta, það er að hvor
fái 73 sæti. Það þýðir að þá hafl
sjálfstæðir frambjóðendur, sem
komast á þing, úrslitavaldið um
stjórnarmyndun. Verkamanna-
flokkurinn hélt 22 sæta þingmeiri-
hluta áður en boðað var til kosn-
inga.
Urslitin í Kennedy-kjördæminu,
sem er einmenningskjördæmi, sem
og nokkrum öðrum liggja ekki fyr-
ir fyrr en síðar í vikunni.
Reuter
VITALITET
'JIJ9
ROGOTF.
Hvitlok
tabletter$^
ILJA ROGOFF
HVÍTLAUKURINN
Lífskraftur sjálfrar náttúrunnar. Ræktaður
við bestu skilyröi. Alveg lyktar- og bragð-
laus. Mikilvægasta heilsuefnið. I góðum
hvltlauk er allicinið sem meira er af i ILJA
ROGOFF hvítlauknum en nokkrum öðrum
hvitlauk á markaðnum. Það er tryggt aö t
hverjum 100 g séu 440 MCG af allicini.
I hvitlauknum eru vítamín, steinefni og
frumefnið germanium. Prófessor dr. Jerzy
Lutomski álítur þennan hvitlauk bestan því
hann er unninn með frystiþurrkun sem varð-
veitir allicinið í hvitlauksfrumunum. Töflurn-
ar eru húðaðar með magnesíum, kíslil, bý-
flugnavaxi o.fl. Upphitun og langvarandi
kaldgerjun eyðir allicininu og öðrum mikil-
vægum efnum.
Fáðu þér kröftugan hvítlauk til
heilsubótar.
Fæst i heilsubúðum, mörgum apótekum og
mörkuöum.
12 stk. 9x12 cm myndaprufur frá kr. 9.800,-
12 stk. 9x12 cm myndaprufur + 2 stk. 20x25
cm fullunnar stækkanir frá kr. 13.500,-
13stk. 13x18 cmmyndaprufur frákr. 12.000,-
LIÓSMYNDASTQFA REYKlAVfKUR
HVERFISGÖTU 105,2. HÆÐ, RÉTT VIÐ HLEMM. SÍMI 621166.
Nýjustu kosningaspár í Ungverjalandi:
Stefnir í stórsigur
stjórnarandstödu
Vettvangsins, Andreas Gergely,
sagði að samkvæmt úrslitum sem
embættismenn flokksins vissu um
hefði Vettvangurinn, hægri miðju-
flokkur, forystu yfir Bandalaginu,
frjálslyndum jafnaðarmannaflokki.
Talsmenn Bandalagsins sögðu aftur
á móti að enn væri of snemmt að
segja til um úrslitin.
Bandalaginu gekk vel í Búdapest
og í vesturhluta Ungverjalands sam-
kvæmt fyrstu ópinberu tölunum sem
birst hafa. Smábændaflokknum, sem
spáö var sextán prósent fylgi, viröist
ekki hafa gengiö eins vel og við var
búist. En eitt virðist á hreinu, að
Ungverski jafnaðarmannaflokkur-
inn, sem reistur var á rústum gamla
kommúnistaflokksins, er sá flokkur
sem tapar stærst í þessum kosning-
um. Spár setja flokkinn í fimmta
sæti yfir heildina á eftir Vettvangn-
um, Bandalaginu, Bændaflokknum
og Bandalagi ungra demókrata.
Nokkur úrslit liggja fyrir í þessum
kosningum og má þar á meðal nefna
aö fráfarandi forsætisráðherra, Mik-
los Nemeth, hefur tryggt sér sæti á
þingi með rúmlega fimmtiu prósent
fylgi í sínu kjördæmi. En líkur benda
til að Imre Pozsgay, fyrrum komm-
únisti og einn þeirra sem komu bylt-
ingunni af stað í Ungverjalandi, þurfi
að sætta sig við ósigur í sínu kjör-
dæmi. í ljósi kosningakerfisins í Ung-
verjalandi er ekki útilokaö aö hann
fái þrátt fyrir allt sæti á þingi. Alls
buðu 27 flokkar fram í þessum kosn-
ingum þar sem 1.600 frambjóðendur
kepptust um 386 sæti.
Gergely sagði í samtali við Reuter-
fréttastofuna í gær að þegar mætti
sjá votta fyrir tveggja flokka stjórn-
arkerfi og að samningar gætu náðst
milli flokka áður en síðari umferð
kosninganna fer fram, þann 8. næsta
mánaðar. í þeim kjördæmum þar
sem enginn frambjóðandi fær fimm-
tíu prósent atkvæða verður að kjósa
á ný 8. apríl. Samsteypustjórn af ein-
hverju tagi er talin líklegasta lausn-
in. Flestir flokkar hafa útilokaö að
taka þátt í stjórn meö fyrrum komm-
únistum.
Reuter og NTB
Lýðræðislegur vettvangur og
Bandalag frjálsra demókrata veröa
að öllum líkindum stærstu flokkarn-
ir á hinu nýja ungverska þingi. Fyrri
umferð þingkosninga fór fram í Ung-
verjalandi í gær en þaö voru fyrstu
frjálsu kosningamar þar í landi síð-
an árið 1945. Þessar kosningar setja
endapunktinn á breytingar í Ung-
verjalandi frá áratuga einræði
kommúnista til lýðræðis að vest-
rænni mynd. Kosningaþátttaka var
að mati embættismanna milli sextíu
og sjötíu prósent.
Lýðræðislegur vettvangur lýsti því
yfir snemma í morgun að frambjóð-
endur hans hefðu nauma forystu í
þessum kosningum en vegna tíðra
bilana í tölvum (alls tíu sinnum),
slæms símasambands og banns á
skoðanakönnunum á kjördag liggja
niðurstöður ekki fyrir. En talsmaður
Ungverjar gengu til kosninga í gær og voru það fyrstu frjálsu kosningarnar
þar í landi í fjörutiu og fimm ár. Símamynd Reuter
Áttatíu og sjö létust í eldsvoða:
Meintur brennuvarqur handtekinn
Lögreglan í New York hefur hand-
tekið mann grunaðan um að hafa
kveikt í ólöglegum næturklúbbi í fá-
tækrahverfl New York-borgar. Eldur
kom upp í klúbbnum aðfaranótt
sunnudagsins og létust áttatíu og sjö
manns. Konan í fatageymslunni og
plötusnúðurinn voru þau einu sem
komust lífs af úr eldsvoöanum í
klúbbnum, að því er vitaö er.
Að sögn lögreglunnar hafði hinn
handtekni rifist við konuna sem tók
á móti yfirhöfnunum. Hann er sagð-
ur hafa yfirgefið klúbbinn, snúið aft-
ur með eldsprengju og kveikt í.
Björgunarmenn sögðu að mörg
fórnarlambanna hefðu fundist í
hrúgu í þröngum tréstiga. Flestir lét-
ust af völdum reykeitrunar.
Bruninn í næturklúbbnum var sá
stærsti í Bandarikjunum síöan 1977
er hundrað sextíu og fimm manns
létust í eldsvoöa á veitingahúsi í Cin-
cinnati.
Borgarstjórinn í New York, David
Dinkins, sagði á fundi með frétta-
mönnum í gær að 1988 hefði klúbbur-
inn fengið skipun um að loka þar sem
brunavörnum væri áfátt en sú skip-
un verið höfð að engu. Borgarstjór-
inn tilkynnti að hafm yrði herferð
gegn ólöglegum klúbbum.
Reuter
Slökkviliðsmenn fjarlægja lík eins hinna áttatíu og sjö sem létu lífið í elds-
voða í ólöglegum næturklúbb í fátækrahverfi í New York. Símamynd Reuter