Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Page 2
2 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. Fréttir Verkfallið í álverinu: Hræðileg yfirmönnun í nokkrum störfum - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins „Þetta er fast. Þaö gefur augaleið aö þaö stefnir í veruleg vandræöi verði ekki afstöðubreyting. Þaö er hræðileg yfirmönnun í nokkrum störfum í Álverinu. Þaö hefur ekk- ert veriö hægt aö gera i því ööru- vísi en verkalýðsfélögin grípi til gagnaðgerða. Þaö er stór hópur manna sem hefur ekkert aö gera. Þetta er gamalt mál. Það er vilji til aö flytja tuttugu og tvo menn til án þess aö komi til uppsagna. Álveriö sker sig úr öörum fyrirtækjum hvaö þetta varðar,“ sagði Þórarinn Viöar Þórarinsson framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. Samningafundi deiluaðila lauk hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö í nótt án þess að nokkur árang- ur yrði. Ríkissáttasemjari boöar deiluaðila á fund í dag, ef ástæöa þykir til. „Því miður stefnir allt í að það slökkni á öllu. Þeir neita öllu, jafn- vel aö ræöa hagræðingarmál sem þeir vildu þó sjálfir að rætt yrði um. Mín tilfmning er sú aö þaö sé verulega þungt framundan," sagöi Sigurður T. Sigurösson, formaöur Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Þórarinn Viðar segir að það þurfi ekki að hafa langt mál um hagræð- ingarmál og að sjálfsögðu vilji vinnuveitendur ræða þau. Deilan snýst fyrst og fremst um eingreiðslur, sem greiddar voru í fyrra, um 45 þúsund krónur á hvern starfsmann. Greiðslurnar komu tii vegna hagnaðar álversins. Þórarinn Viðar segir að þeir séu tilbúnir til að ræða ámóta greiðslur sem fundnar yrðu út með öðrum hætti. Ef samningar takast ekki á næstu tíu dögum kemur til þess að skaut- in kólni. Það hefur ekki gerst fyrr þótt oft hafi verið hart deilt um kjaramál í Álverinu. -sme Höfnin í Bolungarvík hefur verið lokuð af völdum hafiss síðan á laugardagskvöld en hér sést þegar hafís var að byrja að reka inn í höfnina á laugardaginn. DV-mynd SÆ Haíls 1 ísafjarðardjúpi: Hætta á að Isa- fjarðarhöfn lokist Hafís þrengir nú mjög að Vestfirð- ingum og er ástandið orðið æði slæmt í ísafjarðardjúpi. Höfnin í Bol- ungarvík er lokuð vegna hafíss og hefur verið það síðan á laugardags- kvöld. Síðan hefur enginn bátur farið inn eða út. Enn er renna opin inn í ísafjarðar- höfn en í Prestabugt, utan við eyr- ina, er mikill ís. Þarf aö fara með mikilli varúð inn í höfnina. Þá hafa stórir jakar borist upp í íjöruna. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá hafnarverði í morgun þá þarf lítið til að rennan lokist en spáð er hægviöri þarna í dag þannig aö hún ætti aö geta haldist opin. Menn eru þó tilbúnir til að strengja fyrir höfn- ina ef vindáttin breytist. Línubátar komust þó til veiða í gærkvöldi og rækjubátar fóru út í morgun en þeir veiða innar í Djúpinu. -SMJ Sjóbirtingsveiðin hafin: Varmá gjöful fyrsta daginn - viða ekki hægt að koma niður færi vegna ísa á ánum „Við vorum heppnir og fengum neðarlega í Varmá 23 fiska, þeir stærstu voru 3 pund,“ sagði Hauk- ur Haraldsson, deilarstjóri í Trygg- ingastofnuninni, en hann opnaði Varmá í gærmorgun ásamt fleir- um. „Það var gaman að þessu og fiskamir voru flestir feitir,“ sagði Haukur ennfremur. „Við vorum ofar í Varmá og feng- um ekki neitt, urðum ekki varir við fisk. Mink sáum við aftur á móti og þeir hafa líklega étið eitt- hvað af silungi," sagði Rósar Egg- ertsson tannlæknir. „Við Suðurnesjamenn sátum bara heima því hvorki var hægt aö opna Geirlandsá né Vatnamótin," sagöi Þórhallur Guðjónsson, for- maður Stangaveiöifélags Keflavík- ur, og bætti við „það verður líklega nokkur tími þangað til hægt verður að opna fyrir veiöi fyrir austan, nógur er ísinn og snjórinn.“ „Það komu íjórir fiskar í Rangán- um af svæði þrjú og hann var 6 pund sá stærsti en sá minnsti var 2 pund,“ sagði okkar maður á ár- bakkanum í gærkvöldi. „Þetta var allt í lagi og veöurfarið var þokka- legt.“ -G.Bender íslandsmeistaramótiö í vaxtarrækt: Hart barist um titlana Spennan var óbærileg á Hótel ís- landi í gærkvöldi meðan dómarar á íslandsmeistaramótinu í vaxtarrækt sátu sveittir við aö velja íslands- meistarann í opna karlaflokknum á vaxtarræktarmótinu og keppendur hömuðust við að hnykla vöövana hver í kapp við annan. Keppnin var mjög jöfn og spennandi en að lokum var það Guðmundur Bragason sem bar sigur úr býtum eftir harða keppni við ívar Hauksson, sem lenti í öðru sæti, og Hrein Vilhjálmsson sem varð þriðji. Það var svo unnusta Guðmundar, Inga S. Steingrímsdóttir, sem sigraði í opna kvennaflokknum en Inga var áberandi best í kvennaflpkknum og öruggari með sigurinn. í öðru sæti kvennaflokksins varö Auður Hjalta- dóttir en Þórdís Anna Pétursdóttir varð í þriðja sæti. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. -JAK Krabbameinsátak: 35 milljónir hafa safnast Um 35 milljónir söfnuðust í söfnun Krabbameinsfélagsins um helgina. Gengu á annað þúsund sjálfboðaliðar í hús um allt land og söfnuöu fé und- ir kjörorðunum „Þjóðarátak gegn krabbameini 1990 - til sigurs!“. Þar sem engir voru heima voru Loðnuvertíð skildir eftir gíróseðlar og söfnun meðal fyrirtækja, stéttarfélaga og fleiri aðila stendur enn yfir. Nefndar tölur eru því bráðabirgðatölur en lokauppgjör liggur ekki fyrir fyrr en í apríllok. > -hlh senn að ljúka: Verðmætið um 4,5 milljarðar Verðmæti þeirra loðnuafurða sem komnar eru á land er um 4,5 milljarð- ar króna, að því er Jón Ólafsson hjá Félagi íslenskra fiskimjölsframleið- enda tjáði DV. Hann sagði að verð- mæti loðnumjölsins væri 3,3 millj- aröar og lýsisins rúmur milljarður króna. Enn eru óveiddar um 100 þús- und lestir af heildarkvóta okkar ís- lendinga. Bæði er að alls óvíst er að það takist að veiða þetta magn úr þessu og auk þess er loðnan orðin mjög horuð og verðmæti hennar því frekar lítið. Jón Ólafsson sagði að um áramótin hefði verð á loðnumjöli verið um 8 dollarar fyrir próteineininguna. Fljótlega eftir að loðnuveiðamar hóf- ust eftir áramótin og sýnt var að þær ætluðu að ganga vel lækkaði verðið. Hann sagði að nú væri það 6,70 til 6,80 dollarar fyrir próteineininguna. Mjög lítið var selt fyrirfram af mjöli meðan verðið var í 8 dollurum vegna þess að menn voru hræddir eftir hina afspymulélegu haustvertíð. Verð á lýsi hefur veriö stöðugra og er þetta 240 til 250 dollarar tonnið. Alls hafa veriö framleiddar um 60 þúsund lestir af lýsi og 110 þúsund lestir af mjöli á vertíðinni. Þrátt fyrir mikið magn af loðnu eftir áramótin hefur útkoman á þess- ari loðnuvertíð ekki verið góð. Ástæðan er að sjálfsögðu sú hve haustvertíðin var léleg. Á haustver- tið er loðnan feitust og gefur því mestar afurðir. Strax eftir áramótin fer fitumagnið að minnka umtals- vert. Verð á loðnu hefur verið frjálst á vertíðinni. Jón sagði að verksmiðj- urnar hefðu greitt þetta 3.200 og upp í 4 þúsund krónur fyrir tonniö af loðnu til útgerðar og sjómanna á vertíðinni. -S.dór Ekiö á mannlausa bíla: Stal bfl og stórskemmdi annan Rauðum Mitsubishi Sapporo, R- 25512, var stoliö frá Bergstaðastræti snemma á laugardagsmorgun og hef- ur hann ekki fundist ennþá. Skömmu síðar var kyrrstæður og mannlaus Ibizabíll við Digranesveg stór- skemmdur og er talið líklegt að stolna bílnum hafi verið ekið á hann. Talið er að Mitsubishibíllinn sé töluvert skemmdur á hægri fram- enda. Ibizabíllinn kastaðist til um tvo metra þar sem hann stóö og er önnur hlið hans stórskemmd. Lögreglan í Kópavogi biður fólk sem telur sig hafa séð stolna bílinn hafa samband í síma 41200. Hvítur Fiat Uno var einnig skemmdur aðfaranótt laugardagsins þar sem hann var á bílastæði við Laugalæk 11. Af verksummerkjum að dæma er líklegt talið að rauður tékkneskur bíll hafi ekið á hann. Máliö er í höndum lögreglunnar í Reykjavík. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.