Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Síða 3
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990,
3
dv Fréttir
Lðgreglan
stöðvaði
hundruð
ökumanna
- aðeins einn ölvaður
Mörg hundruö ökumenn voru
stöðvaðir af lögreglu við Sætún,
Sundlaugaveg, Hringbraut og á Suð-
urgötu fyrir helgi og mynduðust
nokkrir umferðarhnútar af þeim
sökum. Að sögn Arnþórs Ingólfsson-
ar, umferðarmálastjóra hjá lögregl-
unni, var ætlunin að kanna hvort
ökumenn kæmu við á krám eftir
vinnu og settust síðan undir stýri.
Einnig var ástand ökutækja skoðað.
Aðeins einn ökumaður var tekinn
grunaður um ölvun við akstur í
könnuninni.
„Ökutækin reyndust almennt vera
í góðu lagi en þó kom fram að ljósa-
búnaði er nokkuð ábótavant. Einnig
kom í ljós að nokkuð margir nota
ekki belti. Þeir ökumenn sem stöðv-
aðir voru í könnuninni og ekki not-
uðu belti mega því búast við ein-
hverjum viðurlögum," sagði Amþór
í samtali við DV í morgun.
„Við notuðum fimm lögreglubíla í
könnunina og það kom lögreglu mjög
á óvart að borgarar minntust á það
að fyrrabragði að þeim fyndist þörf
á könnunum eins og þessum," sagði
Arnþór. -ÓTT
Gýgjar-
hólshrossið
bætt
Þórhaflur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Skorið hefur verið úr skaðabóta-
máli því er Magnús Svavarsson,
vöruflutningabílstjóri á Sauðár-
króki, höfðaði gegn Magnúsi Sig-
mundssyni, bónda á Gýgjarhóli,
Staðarhreppi, Skagafirði. Vörubif-
reið Magnúsar vár í vetur ekið á
hross við Gýgjarhól og vildi hann
láta reyna á hvort tryggingarfélagi
hans bæri að bæta hrossið. Sjóvá/Al-
mennar hafa ákveðið að gera það.
Úrskurðurinn byggist á því að enn
er ekkert að finna í landslögum sem
bannar lausagöngu hrossa. í Staðar-
hreppi hefur ekki þótt ástæða að
banna slíkt. Ef atvikið hefði hins
vegar gerst 3 km nær Sauðárkróki,
í landi Skarðshrepps, hefði úrskurð-
urinn væntanlega orðið á aðra leið
því hreppsnefnd Skarðshrepps hefur
bannað lausagöngu búpenings.
Þá má geta þess að lagt hefur verið
fram á Alþingi frumvarp um bann á
lausagöngu búpenings. Nýafstaðið
búnaðarþing lýsti yfir stuðningi við
það.
Hjólsagir
50-100 mm
^erð frá kr. I
Höggborvélar
0-2900 sn./mín
skrúfa líka._
Verð ""
frá kr./"7
EMH
höggborvélar
fyrir hörðustu
steinsteypu,
0-1 500 sn./mín
skrúfa líka. z'
Verð frá kr. Ui
Slípirokkar
115-230 mm
Verð
frá kr. fQ
Stingsagir
fjölhæfar
™ með
hraðastilli,
saga 50 mm
jí tré. ______
|Verð
frá kr. f K c
Síipijuðarar
Verð
frá kr.
Heflar
0-2,5 mm
Verð i
frá kr. \
Hleðsluborvélar,
skrúfa líka,
H||é3,6-1 2 volt,
É fjölhæfar,
K með völ á
herslustilli,
K hraðastilli,
SÍ..... 0-1650
j| sn./mín.,
jppp í:|| 1 klst.
1 hraða-
# hleðslu,
k|/ B2jagíra.
* Verð frá kr.l
Beltaslípivélar
Sjálfvirk
beitastýring
Verð frá f a.
kr.
Þekking Reynsla Þjónusta
SUÐURLANDSBRAUT8, SÍMI84670
ÞARABAKKI 3, SÍMI 670100
VIÐKOMUHAFNIR
Á NORÐURLÖNDUM:
- ÁRHUS...................alla þridjudaga
- KAUPMANNAHÖFN .alla midvikudaga
- VARBERG.................alla fimmtudaga
- MOSS............alla föstudaga
- HELSINKI.............vikulega
- FÆREYJAR....dóra hverja viku
(REYKJAVÍK þriöjudaga - miðvikudaga)