Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. Fréttir Tillaga verður lögð fram í þessari viku: Vilja reka Asgeir, Óla Þ. og Aðalheiði - úr Borgaraflokknum vegna aðildar að Nýjum vettvangi Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmálaraðherra og varaformaður Borgaraflokks- ins, og Guttormur Einarsson, ritari flokksins, undirbúa sig fyrir aðalstjórnar- fundinn. Á fundinum kom til verulegra átaka. Fjöldi embættismanna flokks- ins hefur yfirgefið flokkinn eða gerir það næstu daga. DV-mynd BG Reykjavíkurdeild Borgaraflokks- ins verður með fund í þessari viku. Samkvæmt heimildum DV innan raða flokksins er gert ráð fyrir að lögð veröi fram tillaga á fundinum um að Ásgeir Hannes Eiríksson al- þingismaöur, Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir alþingismaður og Oli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra verði rekin úr Borgaraflokkn- um. Ástæða tillögunnar er ákvörðun Ásgeirs Hannesar að gefa kost á sér í prófkjör meö Nýjum vettvangi og fleirum fyrir borgarstjómarkosning- arnar og stuðningur Óla og Aðai- heiðar við framboð Ásgeirs. Tillagan verður borin upp af ein- hverjum þeirra sem ætla að taka þátt í prófkjöri Borgaraflokksins fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Þaö urðu mikil átök á aðalstjómar- fundi Borgaraflokksins sem haldinn var í Reykjavík á 'laugardag. Þrír framkvæmdastjórnarmenn á Reykjanesi sögðu af sér öllum emb- ættum fyrir flokkinn. Fjórði stjórn- armaðurinn sagði af sér fyrir fund- inn. Fimmti stjómarmaðurinn hefur ekki sagt af sér. Það er því aðeins einn stjórnarmaður af fimm eftir í kjördæmi formannsins, Júliusar Sól- nes umhverfisráðherra. „Ég skil ekkert í Júlíusi að segja ekki af sér,“ sagöi einn fundar- manna. Ekkert við þig að tala „Ég hef ekkert við þig að tala. Ég hef ekki áhuga á að tala við menn sem skrifa annan eins óþverra eins og þú skrifaöir í DV á laugardag," sagði Júlíus Sólnes, formaöur Borg- araflokksins. í DV á laugardag var meðal annars sagt frá því að nokkrir embættis- menn myndu segja af sér störfum fyrir flokkinn og jafnvel yfirgefa hann. Nú hafa fjórir af fimm stjórn- armönnum í kjördæmi formannsins sagt af sér. Þá hafa stjómarmenn á Vestfjöröum ákveðið að senda Júlí- usi Sólnes flokksskírteini sín í pósti. Þá sagði fulltrúi Vesturlands á fund- inum sig úr flokknum. Á aðalstjórnarfundinum á laugar- dag afhenti Hörður Helgason Júlíusi lykla að skrifstofu flokksins í Hafn- arfirði. Hörður var formaður kjör- dæmisráösins. Höfum sagt skilið við þessa vitleysu „Við höfum sagt skilið við Borgara- flokkinn, þessa vitleysu, að fullu og öllu. Stjórnin er einhuga um þetta og við munum senda flokksskírtein- in suður. Við höfum skömm á þessu og hvemig komið er fyrir flokknum. Skeytið sem Gunnar Sverrisson sendi breytir engu. Hann er ekki aðalmaður í stjórn kjördæmisráðs- ins,“ sagði Gunnar Þ. Sigurðsson en hann var formaður kjördæmisráðs Borgaraflokksins á Vestfjörðum þar til á laugardag. Á fund landstjórnar kom skeyti frá Gunnari Sverrissyni á Hólmavík. Þar sagði að ekki væri slík óeining innan flokksins á Vestfjörðum eins og Gunnar Sigurösson heföi haldið fram. „ Júlíus hefði átt að kynna sér betur hverjir eru í stjórn. Hann hefur ekki talað við mig síðan í júlí í fyrra. Þeg- ar hann var með fundinn á ísafirði talaði hann hvorki viö mig eða aðra flokksmenn á Vestflörðum heldur kom meö einhveija gæðinga úr Reykjavík. Mér finnst þeir gangi kaupum og sölum þessir fuglar og það á eftir að koma betur í ljós. En ég hef ekki trú á að nokkur stjórn- málaflokkur vilji nota þessa menn.“ „Það fyrsta sem brást var það að Ingi Björn Albertsson, sá hæfi mað- ur, yrði gerður að formanni. Það kostaði þaö að tveir hæfustu menn- irnir, Ingi Björn og Hreggviður Jóns- son, yfirgáfu flokkinn og eftir sitjum við uppi með þennan þingflokk." - Þið sem hafið yfirgefiö flokkinn, farið þiö yfir til Inga Björns og Hregg- viðs? „Við munum alla vega ekki sitja eftir aðgerðalaus. Við gengum í flokkinn af fullum heilindum á sín- um tíma og það má Júlíus Sólnes vita að veröum ekki aðgerðalaus,“ sagði Gunnar Þ. Sigurðsson á Þing- eyri. Deilurnar að baki í fréttatilkynningu, sem aðalstjórn Borgaraflokksins sendi frá sér, segir að fundurinn hafi samþykkt ályktun einróma. Þess ber aö geta að nokkrir fundarmanna höfðu sagt af sér og yfirgefið fundinn þegar ályktunin var samþykkt einróma. í ályktuninni segir meðal annars: „Aðalstjórn Borgaraflokksins harm- ar þær deilur sem rigu upp innan flokksins en þær eru nú góðu heilli að baki. Aðalstjórn Borgaraflokksins beinir því til flokksmanna að snúa sér af alefli að alhliða uppbyggingu flokksstarfsins í öllum kjördæmum landsins. Ástandið í þjóðmálum er með þeim hætti að meiri og vaxandi þörf er fyrir stjórnmálaafl sem Borg- araflokkinn." Asgeir með nýtt félag Ásgeir Hannes Eiríksson hefur stofnað nýtt félag: Reykjavíkurfélag- ið - samtök um betri borg. Það félag mun taka þátt í prófkjöri með Al- þýðuflokki, Nýjum vettvangi og fleir- um fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar. Framkvæmdastjóri Borgara- flokksins, Bjöm Ernst Gíslason, fékk að vita það fyrir skömmu að formaö- ur flokksins, Júlíus Sólnes, hefði af- rekað það að Bj örn Ernst ætti að taka sæti í hagráði. Flokksmenn uröu ánægðir með þessar fréttir. En Júlíus varö að taka þessi orö sín til baka skömmu síðar. Ástæðan var sú að Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði nei. Og þar við sat. -sme í dag mælir Dagfari___________________ Samviska Ásgeirs Hannesar Maður er nefndur Ásgeir Hannes Eiríksson og rak lengi pylsuvagn í Austurstræti. Hann var málkunn- ugur Albert Guðmundssyni og gerði honum þann greiöa að leggja nafn sitt við Borgaraflokkinn þegar Albert var að leita að fólki á listann sinn. Ásgeir Hannes hefur sagt frá því í blaðaviðtölum að hann hafi lengi gengið með þingmanninn í maganum og lét því tilleiðast þegar Albert bauð honum sæti. Nú er Albert löngu farinn og alla leið til Parísar og Borgaraflokkur- inn er klofinn í herðar niður og fylgi hans mælist í brotabroti af einu prósenti. En Ásgeir Hannes er kominn á þing og Borgaraflokk- urinn er kominn í ríkisstjórn og bjargaði raunar lífi stjórnarinnar með stjómarþátttöku sinni. Nú þykir ýmsum það að vísu skrítið að ríkisstjórnin lafir í krafti stjórn- málaflokks sem enginn vill styðja og nýtur atkvæða þingmanna sem enginn vill hlusta á. Ásgeir Hannes hefur sjálfur sagt frá því að þingsal- urinn tæmist jafnskjótt og hann kveður sér hljóðs. En svona em stjómmálin og stjómmálamenn- irnir. Þeir eru alltaf tilbúnir að rétta þjóðinni hjálparhönd þótt þjóðin og þingiö vilji ekki þiggja aðstoðina. En hvað um það, Ásgeir Hannes hélt borgarafund um pólitíska framtíð sína á Hótel Borg á föstu- daginn og tilkynnti þar að hann hefði stofnað nýtt félag Borgara til að standa aö framboði Nýs vett- vangs. Gengur þar Ásgeir Hannes í spor fyrri samherja sinna úr Borgaraflokknum sem ýmist hafa sagt sig úr lögum við flokkinn ell- egar stofnaö nýja flokka. Ingi Björn Albertsson og Hreggviöur Jónsson stofnuðu Frjálslynda hægri flokk- inn, Borgaraflokkurinn í Reykja- neskjördæmi hefur lýst vanþókn- un sinni á ráðherrum flokksins, miðstjóm flokksins hefur lýst van- trausti á þingflokk Borgaraflokks- ins og allir muna að Albert Guö- mundsson flutti út til Parísar til að lýsa frati á Borgaraflokkinn. Mað- ur spyr sjálfan sig hvort nokkur sé eftir í þessum Borgaraflokki til að taka við skömmunum og upp- sagnarbréfunum og ekki skánar það þegar Ásgeir Hannes stofnar nýtt félag því aö hann treystir ekki Borgaraflokknum til að hafa erindi sem erfiöi j borgarstjómarkosning- unum í vor. Mú má kannske segja það aö einu gildi hvað Borgaraflokkurinn geri eða segi vegna þess að það er ekk- ert fólk lengur í flokknum og þaðan af síöur einhver sem kýs þennan flokk. En Ásgeir Hannes er orðinn mikilsmetinn þingmaður og tekur sjálfan sig alvarlega og boöar fundi á kaffihúsum til aö gera það upp við samvisku sína hvaða flokk hann á að styðja í næstu kosning- um. Það em ekki nærri allir sem hafa slíka samvisku og það em heldur ekki margir pólitíkusar sem hafa jafngildar ástæöur til að ganga úr sínum eigin flokki. Röksemdir Ásgeirs eru nefnilega þær að Borg- araflokkurinn muni eflast við að bjóða ekki fram og hann vill leyfa Borgaraflokknum að taka þátt í sigrinnum í vor með Nýjum vett- vangi frekar en að koma upp um sitt eigið fylgisleysi. Ef Borgaraflokkurinn ætlar aö skamma Ásgeir fyrir að ganga þannig á svig við flokkinn er ástæða til að Borgaraflokkurinn hugsi sig tvisvar um vegna þess að samviska Ásgeirs Hannesar býður honum að sinna framtíð flokksins sem kaus hann á þing og þaö gerir hann best með því að ráða flokkn- um frá því að bjóða fram. Hann er í rauninni að gera Borg- araflokknum stórgreiöa og Dagfari er farinn að halda aö það sé leik- brella í gangi hjá Borgaraflokknum sem er fólgin í því að nógu márgir segi sig úr flokknum til aö flokkur- inn haldi lífi! Ásgeir Hannes má eiga það að hann var góður sölu- maður í pylsunum og hvers vegna ætti hann ekki líka að vera góður sölumaður í pólitíkinni? Það er auðvitað ekkert vit í því að koma upp um fylgisleysi Borgaraflokks- ins fyrr en nauðsyn krefur og með því að ganga til liðs við aðra flokka og dreifa þingmönnum í flesta flokka og helst til annarra landa þá áttar sig enginn á því hvar fylgi Borgaraflokksins er niður komiö, hvað þá að það sé ekki tiL Reykvíkingar geta verið þakklát- ir Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni fyrir að kynna samvisku sína á kaffihús- um. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.