Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Page 6
6
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990.
Fréttir
dv Sandkom dv
Njarðvíkurbær:
Starfsmanni sagt upp
en neitað um biðlaun
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja farið i mál við Njarðvíkurbæ
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja er fariö í mál viö Njarðvíkurbæ.
Ástæöan er sú aö bæjarstjórinn,
Oddur Einarsson, neitar aö greiöa
konu, sem starfaði á dagvistarheim-
ilinu Gimli, biðlaun eftir aö henni
var sagt upp störfum vegna breyt-
inga á rekstri dagvistarheimilisins.
Breytingar fólust í því að Njarövík-
urbær hætti rekstri heimilisins og
bauð starfsemina út. Þeir sem tóku
viö rekstrinum réöu faglærða konu
til starfa en sú er missti vinnuna var
ófaglærð.
Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, segir aö á því leiki enginn vafi
aö starfsmenn ríkis og bæja eigi rétt
á biölaunum þegar atburðir sem
þessir eigi sér staö. Hann segir að
viðbrögö bæjarstjórans í Njarövík
séu meö eindæmum. Bendir Ög-
mundur í því sambandi á bréf sem
bæjarstjórinn ritaöi BSRB vegna
þessa máls. Þar segir meöal annars
orörétt:
„Þaö er von mín að ofangreint geti
orðið til þess aö mál þetta verði látið
niður falla, en fari svo gegn von
minni, að þér viljið láta reyna frekar
á biðlaunakröfuna er mér nauöugur
sá kostur aö leggja til aö ráðstafanir
veröi gerðar til að slíkar kröfur rísi
ekki í framtíðinni.“
Oddur Einarsson bæjarstjóri segir
aö samkvæmt lögum sé óheimilt aö
ráöa ófaglært fólk á dagvistunar-
stofnanir. Þetta gangi hins vegar
ekki upp í bæjarfélögum úti á landi
og því gefi menntamálaráðuneytið
undanþágu til að ráöa ófaglært fólk.
Því beri hins vegar að víkja ef fag-
lært fólk sækir um stöðuna. Það hafl
gerst í þessu tilfelli.
„Vegna þessa gefur augaleið aö það
gengur ekki upp að þetta ófaglærða
fólk eigi rétt til biðlauna í hálft til
eitt ár ef segja verður því upp að
kröfu menntamálaráðuneytisins,
þegar faglært fólk sækir um stöð-
una,“ segir Oddur Einarsson.
Þannig standa málin nú að Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja er far-
ið í mál við Njarövíkurbæ út af þessu.
Dómur í málinu getur orðið fróðleg-
urogstefnumarkandi. -S.dór
Það styttist óðum i vorið þó vetur konungur virðist ekkert á þeim buxunum
að sleppa okkur úr klóm sínum. Trjáklipping er hefðbundið vorverk og
þegar Ijósmyndari DV var á ferði i snjónum og kuldanum rakst hann á
þessa tvo líflegu vorboða, Helgu og Sirrý, þar sem þær voru að klippa trjá-
greinar í i Laugardalnum. DV-mynd S
Amarflug
ennþá án
flugvélar
Að sögn Kristins Sigtryggssonar,
framkvæmdastjóra Amarflugs, er
enn ekki endanlega ákveðið hvem-
ig vélarleysi flugfélagsins verður
leyst. En eins og kunnugt er varð
Arnarflug að skila á miövikudag-
inn sænsku Boeing-vélinni sem það
hafði haft á leigu að undanfornu.
„Það em tvær lausnir á þessu
máli en ég get ekki greint frá því
nú hverjar þær eru þar sem þær
eru ennþá á samningaboröinu,"
sagði Kristinn.
„Það er ljóst að farþegar verða
ekki fyrir neinum óþægindum,
þetta er bara spuming um hvemig
þetta verður leyst - hvort það verð-
ur leyst meö endanlegri vél okkar
eða á einhvem annan hátt.“
-GHK
Útflutningur á ferskum, flöttum og léttsöltuðum fiski:
Engar tölur eru til
um útflutningsmagn
- flattur fiskur bókaður sem flök hjá Hagstofunni
Það kemur í ljós við athugun að
tölur yfir útflutningsmagn á fersk-
um, flöttum og léttsöituðum fiski,
sem aðilar utan Sölusamtaka ís-
lenskra fiskframleiöenda hafa flutt
út frá áramótum, era ekki til. Þær
eiga lögum samkvæmt að liggja fyrir
í viðskiptadeild utanríkisráðuneytis-
ins.
Stefán Gunnlaugsson, starfsmaður
þar, segir aftur á móti að ekki sé
búið að taka þær saman og því hafi
hann ekki hugmynd um magnið.
Hjá Hagstofunni fengust þær upp-
lýsingar að þar sem útflutningur á
ferskum flöttum fiski væri nýjung,
hefði hann ekkert tollnúmer og því
hefði verið gripið til þess ráðs að setja
hann undir flakaútflutning.
Hjá Ríkismati sjávarafurða fengust
þær upplýsingar að þar lægju engar
tölur fyrir um þennan útflutning.
Gylíi Gautur Pétursson í sjávarút-
vegsráðuneytinu sagði að hann hefði
beöiö Ríkismatið um tölur yfir út-
flutning á léttsöltuðum fiski fyrir
tvær vikur, það er 11. og 12. viku
ársins. í 11. viku hefðu verið fluttar
út 212 lestir og 4,8 lestir af söltuðum
flökum en í 12. viku 456 lestir og 16,5
lestir af söltuðum flökum.
Þá hafði Gylfi tölur um útflutning
á ferskum, flöttum flski í 9. viku árs-
ins, það er þegar útflutningsbannið
var sett. Þá voru fluttar út 250 lestir
af flöttum flski. Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sölusamtaka
íslenskra fiskframleiðenda, taldi að
í 12. viku hefðu verið fluttar út á
milli 400 og 500 lestir af ferskum flött-
um fiski. Hann var liins vegar með
á hreinu hvað samtökin höfðu flutt
út en það eru 11 þúsund lestir af salt-
fiski frá áramótum. í fyrra voru flutt-
ar út 56 þúsund lestir af saltfiski á
vegum Sölusamtakanna. Magnús
segir að í ár verði um minna magn
að ræða vegna minni aflakvóta en í
fyrra.
-S.dór
Aíleiðingar útflutningsbannsins á flöttum fiski:
Danskir kaupendur
leitatil
Afleiðing útflutningsbannsins á
ferskum flöttum fiski héðan er sú,
að erlendu kaupendurnir eru nú
farnir að leita fyrir sér annars staðar.
Svanur Þór, hjá fyrirtækinu Kvikk,
var staddur í Alaska á dögunum. Þá
skýrðu forráðamenn fyrirtækisins
Intemational Seafood Corp. íslend-
ingunum, sem þar vora staddir, frá
því að þeir hefðu fengið óskir frá
dönskum saltfiskframleiðendum um
kaup á ferskum flöttum fiski. Þetta
eru aðilar sem áður keyptu flattan
fisk frá íslandi.
Forráðamenn þessa sjávarútvegs-
Alaska
fyrirtækis sögðust að sjálfsögðu ætla
að selja Dönunum þann fisk sem
þeir biðja um, enda verðið mjög gott
og vandalaust að flytja hann til Dan-
merkur.
Nú hefur einnig verið skýrt frá því
aö mun hagstæðara sé fyrir okkur
íslendinga að selja út ferskan fisk en
frosinn vegna þess hve hátt verð er
nú greitt fyrir ferska fiskinn.
Einnig hefur ekkert það komið í
ljós við athuganir sem sýnir fram á
annað en að sá flatti fiskur, sem flutt-
ur var út, hafi verið úrvalsvara.
-S.dór
Þar var fiskurinn góður
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Ég var á mánudag á ferð í Reykjavík
og mér var boöið á veitingastofuna
Tæknigarð, Dunhaga 5, í mat. Þar
var á boðstólum pottréttur, kótel-
ettur og steiktur fiskur meö öllu til-
heyrandi sem við vinkonurnar vor-
um sammála að fá okkur. Mikið lif-
andis ósköp var fiskurinn góður,
glænýr og vel matreiddur af Sverri
Þorlákssyni sem rekur staðinn og
eldar allan mat.
Þarna geta um 100 manns borðað
samtímis. Vistleg salarkynni og mál-
tíðin kostaði rúmar 400 krónur á
mann með góðu framsóknarkaffi á
eftir. Á stóru liótelunum í Reykjavík
vantar oft þettá góða og ekta matar-
bragð sem mér fannst þarna ein-
kennandi í Tæknigarði og er einnig
víöa á minni veitingastöðunum hér
á landi. Meiri natni í matseldinni á
þeim.
loftinu?
Starisfólk
DagsogÐags-
pnmtsáAknr-
eyrimunvera
fariðað.ræða
jiaðsínamilli
hvorteitthvaði
loftinuávinnu-
staðþessgeti
valdið aukinni fijósemi, enda eignast
nú hver starfsmaöurinn eftir annan
í þessum iyrirtækj um tvíbura.
Tvennir slikir eru þegar fæddir, þeir
þriðj u á leiðinni og er haft á oröi aö
vinnufélagamirþori ekki að „leggja
í“.af hræðslu við að fá slíka „upp-
skeru“. Það mun hafa verið orðaö við
einn blaðamanna Dags sem nú er
kona eigi einsömul heldtu* við þriðja
mann aö sennilega væri þetta aðferð
framsóknarmanna við að fjölga sjálf-
umsér.
Endurtekið efni
Nú hefur íþróttadeildin tekið upp
harða baráttu í þessum endursýning-
umogsló allt út um fyrri helgi. Á
laugardagsýndi Stöðin í beinni út-
sendingu leik FH og Stjörnunnar í
handbolta. Á sunnudag var svo bein
útsending úr ítölsku knattspyraunni
og þá notað tækifærið til að endur-
sýna hluta handboltans. Á mánu-
dagskvöld var í 19:19 liðurinn „íþrótt-
ir helgarinnar' ‘ og h vað var þar á
dagskrá? Jú, endursýning úr ítölsku
knattspyrnunni frá deginum áður og
síðan 3. sýning úr leik FH og Stjörn-
unnar. Ég held að Stöð 2 hafi sýnt 7
sinnum í allt eitt markanna sem
Stjaman skoraði í þessum leik gegn
FH.
Ég
„Þeirhafa
aldrei unnið
hjámér."- „Nú
erégaöbyrja
meðmínnám-
skeið.“-„Hér
erþaðégsem :
ræð.“-Þetta
munu vera
setningar sem Guðjón Andrésson,
forstöðumaður meiraprófsnám-
skeiða í Reykjavík, notar talsvert og
er greinilegt að minnimáttarkennd
þjakar þennan mann ekki tilfinnan-
lega. Guðjón er nú búinn aö „kasta
út“ mönnum sem hafa kennt við
þessi námskeið um árabil þrátt iyrir
að þeir hafi munnlegan ráðningar-
samning til vorsins og segir ástæð-
una þá að HANN hafi ekki ráðið þá.
Guðjón, sem tók við embættinu um
áramót, fékk það frá Óla flokksbróð-
ur sínum dómsmálaráðherra. Hann
þykir merkilegur á vinnustaö, heils-
ar varla undirmönnum sínum að
þeirra sögn og annaö sem undirmenn
hans hafa gert athugasemd við er að
hann hafi ráðið son sinn sem kennara
við námskeiöin á sama tíma og hann
losar sig við menn sem hafa kennt
þar árum saman og staðiö sig af-
burðavel í starfi að sögn þeirra sem
tilþekkja.
Fjörá
flugbrautinni
DaguráAk-
ureyri hat'ði '
þaðeflirum-
boðsmanni
Flugfélags
Norðuriandsá
Ólafsfirðiaö
virðingarieysi
bæjarbúafyrir
flugbrautinni þar væri með ólíkind-
um. Er helst aö skilja aö fólk sé flest-
um stundum á flugbrautinni, bæöi
gangandi ogá ýmsum farartækjum,
s.s. vélsleðum, og skipti þá litlu máli
hvort flugvélar séu að koma eða fara.
Flugfélagiö mun hafa kvartað við
bæjaryfirvöld en árangur er lítill.
Mælirinn mun hafa fy Ust fyrir
skömmu er ein af flugvélum Flugfé-
lags Norðurlands fara að fara frá
Ólafsfirði og var komin í flugtaks-
stöðu. Vélsleðamaður einn ók þá inn
á brautina og eftir henni og máttu
flugmenn bíða þess að fara í loftiö
þartil þessi ökumaður haföi lokið
atriöisínuábrautínni.
Umsjón: Gylli Kristjánsson.