Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Qupperneq 9
9
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990.
DV
Útlönd
Lothar de Maiziere, leiðtogi kristilegra demókrata í Austur-Þýskalandi, er
ekki mjög ánægður með nýja áætlun Vestur-Þjóðverja um myntbandalag
þýsku ríkjanna. Simamynd Reuter
Deilt um myntbandalag þýsku rikjanna:
Alvarlegur
ágreiningur
Deilur stjórnmálamanna í Aust-
ur-Þýskalandi annars vegar og Vest-
ur-Þýskalandi hins vegar um fyrir-
hugaða sameiningu gjaldmiðla og
efnahags þýsku ríkjanna gætu orðið
leiðtogum ríkjanna þungar í skauti í
komandi samningaviðræðum um
sameiningu Þýskalands. Austur-
þýskir kristilegir demókratar, sem
voru sigurvegarar nýafstaðinna
þingkosninga þar í landi, tóku hönd-
um saman með jafnaðarmönnum í
gær og gagnrýndu harkalega nýja
áætlun vestur-þýsku stjórnarinnar
um myntbandalag.
Um helgina kynnti Bonn-stjórnin
áætlun sem felur í sér að vestur-
þýska markið jafngildi tveimur aust-
ur-þýskum mörkum við myntsam-
einingu, það er einn á móti tveimur,
nema við skiptingu hluta sparifjár
Austur-þjóðverja. A-Þjóðverjar, sem
eiga við gífurlega erfið efnahagsleg
vandkvæði að stríða, höfðu vonast
til þess gð við sameiningu gjaldmiðl-
anna yrði austur-þýska markið met-
ið til jafns við það vestur-þýska, það
er einn á móti einum.
Ágreiningurinn um myntbanda-
lagið gæti sett strik í reikninginn hjá
þeim sem áætla að sameiningu gjald-
miðlanna verði lokið í júlí. Þá gæti
hann einnig orðið til að hægja á fyrir-
hugaðri sameiningu Þýskalands. í
nýgerðri skoðanakönnun Der Spieg-
el kom í ljós að tveir þriðju Vestur-
Þjóðverja vilja hægja á sameiningu.
Deilurnar um myntbandalagið
hafa þokað stjórnarmyndunarvið-
ræðum í Austur-Þýskalandi inn í
skuggann. í dag munu kristilegir
demókratar og jafnaðarmenn hittast
og reyna að ná samkomulagi um
helstu ágreiningsatriðin. Tíminn er
naumur en hið nýja austur-þýska
þing kemur saman í fyrsta sinn á
morgun.
Reuter
Kosningaóeirðir á Krít
Einn maður var skotinn til bana
og fjórir særðust í átökum í gær á
eyjunni Krít milh stuðningsmanna
Papandreous, leiðtoga sósíalista, og
Mitsotakis, leiðtoga íhaldsmanna.
Kosningar fara fram í Grikklandi
næstkomandi sunnudag.
Átökin hófust eftir að stuðnings-
menn Papandreous komu upp vega-
tálmum til að koma í veg fyrir að
fólk gæti ekið til flugvallar á eyjunni
til að bjóða Mitsotakis velkominn.
Hann er nú á kosningaferðalagi á
Krít þar sem stuðningsmenn sósíal-
ista eru í meirihluta.
Stuðningsmaður þeirra, 16 ára
unglingur, var skotinn í fótinn um
hádegisbil og síðar um daginn gripu
sósíalistar til hefndaraðgerða. Skotið
var úr bifreið á hóp stuðningsmanna
Mitsotakis og lét þá einn maður lífiö
en tveir særðust, blaðamaður og
drengur. Kona varð óvart fyrir skoti
og særðist er skotið var í loft upp að
sið Krítverja við upphaf kosninga-
fundar Mitsotakis.
Kosningarnar á sunnudaginn
verða þær þriðju á tíu mánaða tíma-
bili til að reyna að binda enda á póli-
tíska sjálfheldu í Grikklandi sem
lamað hefur landið síðan Papandre-
ou tapaði kosningunum í júní í fyrra
eftir átta ár við völd. Skoðanakann-
anir benda til að í þetta sinn fái eng-
inn flokkur hreinan meirihluta frek-
ar en í hin skiptin. Reuter
Falleg og stílhreín Ijósmyndavél
er tilvalin fermíngargjöf
Fókusfrí
Innbyggt flass
Sjálívírk þræðíng
Mótor {yrir filmufærslu
ASA-stiIIíng
TILBOÐSVERÐ KR. 4.900,-
• Autofocus
• Innbyggt flass
• Sjálfvírk þræðíng
• Mótor fyrir fflmufærslu
• Sjálfvírk
ASA-stílIing
í Ijósmyndadeíld okkar bjóðum víð vandaðar vörur
á verðí sem kemur skemmtílega á óvart
SENDUM í PÓSTKRÖFU - SÍMI 687720
Ferðaleikur DV, Bylgjunnar og Veraldar
Ferðaseðill nr. 2
Vinningur: Ferð til Benidorm 19. júlí
að verðmæti kr. 50.000 með Ferðamiðstöðinni Veröld.
Hlustaðu á Bylgjuna í dag og fylgstu
með VERALDI sem er á ferðalagi
um heiminn.
Á hvaða áfangastað er Veraldur í dag?
Póstleggðu seðilinn strax í dag.
Merktu umslagið:
Ferðaleikurinn 1990 - nr. 2
Bylgjan, Sigtúni 7,105 Reykjavík
n
Eg hlustaði á VERALD á Bylgjunni fm 98,9 og tel að hann sé
staddur ^ Benidorm D Frankfurt D Ibiza
Nafn_________________________________________HeimasímL
I^RPiP
!
HeimiIL
Vinnusími
Þegar þú hefur fundið svarið teiknaðu þá merki Veraldar í reitinn hér fyrir neðan: