Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Page 15
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. 15 Reykjavíkurborg og báknið burt Lesandi góður. Fyrir nokkrum árum fóru ungir sjálfstæðismenn hamfórum í fjölmiðlurn undir slag- orðinu „báknið burt“. í fararbroddi voru menn eins og Davíð Oddsson, núverandi borgarstjóri, og fleiri þekktir sjáifstæðismenn. Flestir hafa þeir nú fengið sér þægileg störf á vegum ríkisins, Reykjavík- urborgar eða á öðrum póbtískt vernduðum vinnustöðum Sjálf- stæðisílokksins. En Davíð leikur sér með báknið, báknið sem átti að fara burt. Öllu líklegra er nú að Davíð hverfi burt einhvern tímann á næsta kjörtíma- bili en báknið hans. Hver á þá að taka við Reykjavíkurbákninu? f janúar 1988 var gefin út bók sem heitir Stjórnkerfi Reykjavíkur- borgar. Undirtitill bókarinnar er: Nefndir, ráð, stjórnir og meðlimir þeirra. Bókin er alls 29 blaðsíður að stærð. í bókinni er fjallað um nálega 400 tilnefningar einstakl- inga og embættismanna í alls 77 nefndir, ráð og stjómir á vegum Reykjavíkurborgar. Er þar fjallað um helstu og fínustu hluta Reykja- víkurbáknsins. Útgefandi er Reykjavíkurborg. Höfundur er Davíö Oddsson, borgarstjóri af guðs náð. Reykjavíkurbáknið í efnisyfirliti á fyrstu tveimur síð- um bókarinnar, sem ekki eru núm- eraöar, getur að líta eftirfarandi upptalningu: Borgarstjórn, Borg- arráð, Samvinnunefnd um afrétt- armál í landnámi Ingólfs, Al- mannavarnanefnd Reykjavíkur, Atvinnumálanefnd, Atvinnumála- nefnd höfuðborgarsvæðisins, Barnaverndarnefnd, Bláíjalla- nefnd, Byggingarnefnd Borgarleik- húss, Byggingamefnd heilsu- gæslustöðva, Byggingarnefnd aldr- KjaHaiinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur stundaráð, Jafnréttisnefnd, Stjórn kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur, Skólanefnd Kvennaskólans, Stjórn Landakotsspítala, Stjórn Lands- virkjunar, Launamálanefnd, Leik- húsráð Leikfélags Reykjavíkur, Framkvæmdastjórn Listahátíðar, Stjórn bstamannaíbúðar í París?!, Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, Löggildingar- nefnd pípulagningameistara, Sam- starfsnefnd um löggæslumálefni í Reykjavík, Menningarmálanefnd, Ráð um starfsemi Norræna húss- ins, Prófanefnd á námskeiðum brunavarða, Ráðgjafarnefnd Rann- sóknarstofnunar byggingariðnað- arins, Stjóm Reykjanessfólkvangs, Samstarfsnefnd Reykjavíkurpró- fastsdæmis, Samstarfsnefnd borg- arfulltrúa og alþingismanna Reyk- „Réttast væri að kalla Davíð Oddsson báknstjóra en ekki borgarstjóra.“ aðra, Byggingarnefnd Reykjavík- ur, Byggingarþjónustan, Stjórn dagvistar barna, Stjórn til að end- urskoða borgarreikninga, Ferða- málanefnd Reykjavíkur, Ferða- þjónusta fatlaöra, Félagsmálaráð Reykjavíkurborgar, Fiskimanna- sjóður Kjalarnesþings, Framtals- nefnd, Fræðsluráð, Stjórn Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Hafnar- stjórn, Hásselby stjórn, Heilbrigð- ismálaráð Reykjavíkurlæknishér- aðs, Hebbrigðisráð Reykjavíkur- borgar, Húsaleigunefnd, Stjórn Hússtjómarskólans í Reykjavík, Skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík, Stjóm Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, íþrótta- og tóm- víkinga, Stjórn og verkefnavals- nefnd Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, Sjúkrasamlagsstjórn, Stjórn sjúkrastofnana, Stjóm sjúkra- stöðvar SÁÁ, Skipulagsnefnd, Skólamálaráð - Fræðsluráð, Stjórn Skóla ísaks Jónssonar, Stjórn Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar, Sóttvarnarnefnd, Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, Stjóm Sparisjóðs vél- stjóra, Starfskjaranefnd, Stjórnir starfsmenntunarsjóða, Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur, Endur- skoðun styrktarsjóðs sjómanna- og verkamannafélaga i Reykjavík, Stjórn Sumargjafar, Svæðisstjórn um málefni fatlaöra, Skólanefnd MENNINGÁR-, ÍÞRÓTTÁ- OG TÖMSTUNDÁMÁL SKIPULAGS- OG UMHVERFISMÁL TÆKNI- OG REKSTRARMÁL VEITUSTOFNANIR ÝMSAR UPPLÝSINGAR - SÍMASKRÁ í bókinni Stjórnkerfi Reykjavikurborgar er fjallað um helstu og finustu hluta Reykjavíkurbáknsins, segir greinarhöfundur meðal annars. Söngskólans, Umferðarnefnd Reykjavíkur, Umferðarráð, Um- hverfismálaráð Reykjavíkur, Stjórn Veiðifélags Elbðavatns, Stjórn veitustofnana Reykjavíkur, Stjórn Vélamiðstöðvar, Stjórn verkamannabústaða, Viðræðu- nefnd borgarráðs og slökkvibðsins, - og að lokum Stjóm Vinnuskóla Reykjavíkur. Já, það er nóg að gera við að úða út póbtískum bitbngum hjá bákn- stjóra Reykjavíkur. Réttast væri að kalla Davíð Oddsson báknstjóra en ekki borgarstjóra. Skopleg mál og mistök samtímans Lesandi góöur. Á árinu 1986 gaf Magnús Óskarsson borgarlögmað- ur og landskunnur húmoristi út bók sem heitir Alíslensk fyndni. Þar tók Magnús af sinni alkunnu snilld á ýmsum skoplegum málum og mistökum samtímans. Magnús Óskarsson ætti kannski að líta sér nær næst þegar hann gefur út bók um Alíslenska fyndni, skopleg mál og mistök samtímans? Brynjólfur Jónsson í klakaböndum kalda stríðsins Sá póbtíski skrípaleikur, sem sviðsettur var hér á landi í kjölfar atburðanna í Austur-Evrópu og fluttur var í fjölmiðlum dag eftir dag og viku eftir viku, var svo fá- ránlegur að ætla mætti að geð- heilsa höfundanna væri í alvarleg- um nauðum stödd. Alhr þeir menn, sem stóðu að þessum darraðardansi, áttu það sameiginlegt að ráðast að Alþýðu- bandalaginu með ófrægingarher- ferð og krefjast þess að það gerði upp fortíð sína og forvera sinna með hbðsjón af því sem gerst hefði í Austur-Evrópu. En hámarki náðu þessar lágkúrulegu árásir um það leyti sem forseti Tékkóslóvakíu var hér á ferð. Ýmsir mikbr andans menn, svo sem dósentar, stjórn- málafræðingar og síðast en ekki síst blessaður borgarstjórinn sem meðal annars haföi komist svo að orði í ræðu: „Maöur horfði stein- hissa á allt þetta fólk snúast í kring- um Havel og í rauninni vorkenndi maður honum að vita ekki í hvaða félagsskap hann var kominn. Og maður fann, þegar maður ræddi við nána samstarfsmenn forsetans, að þeir ætluðu ekki að trúa eigin eyrum þegar þeir heyrðu að af 11 ráðherrum í ríkisstjórninni þá væru að minnsta kosti þrír sem væru beinir arfar kommúnism- ans.“ Já, því segi ég það, borgarstjórinn okkar er maöur sem hefur hjartað á réttum stað - og veit sínu viti... KjaUarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaöur Enda vinsæll... Skyldi hann ann- ars ekki hafa sagt þessum undrandi mönnum að allt benti tíl þess að nú ætlaði íslenska þjóöin að átta sig á því að þetta væri ekki nógu gott og kjósa því hægra einræði og einn foringja - og þeir ættu að þekkja hvernig það lýsti sér... Og sjálfur kynni hann á kerfið. Hvers vegna að leita langt yfir skammt? Ekki nema það þó, ég var næstum því búin að gleyma garmskinninu honum Katb. - Staksteinar Mogg- ans voru þó svo elskulegir að fræða lesendur sína um hvað Garri Tímans hafði til málanna að leggja. Svo ég ætla að láta fljóta hér með smásýnishorn og gefa Garra orðið. Hann segir: „Þá var áberandi hvað sigurvegarar sósíabsmans gerðu sér mikinn mat úr því að troða Havel forseta um tær í Þjóðleik- húsinu. Þeir voru ekki á því að sitja heima og sleikja sár sín, heldur stóðu þeir keikir og brosandi fram- an í manni, sem hafði verið í fang- elsi hjá flokksbræðrum þeirra nokkrum mánuðum áður.“ Það er athygbsvert að þeir menn, sem mest hafa talað nú um íslensk- an kommúnisma, sem btið hefur heyrst nefndur á síðari tímum, tala ekki mikið um friðsamlegar horfur í heiminum, heldur þörfma fyrir erlendan her á íslandi og NATO- aðbd. - Allur þessi taugatitringur stendur greinbega í sambandi við hrun valdakerfisins í Austur-Evr- ópu. - Óttast þeir kannski að missa tökin á áróðri sínum og að herinn verði látinn fara?... Varla reyna þeir lengur að fá fólk til að trúa á árásarhættu úr austri... Samt sitja þeir pikkfastir í klakkaböndum kalda stríðsins. Rússagrýlan hafði reynst nota- drjúg í áratugi. Þar töldu þeir sig hafa fundið kölska sjálfan og héldu sér í hann dauðahaldi. Byggðu reyndar mjög á því póbtískan áróð- ur svo að það er kannski von að þeim verði þungt fyrir brjósti þegar þeir finna hann ekki lengur og allt virðist stefna í friðarátt. - Enda er greinilegt að þeir vita ekki sitt rjúk- andi ráð og finnst að þeir veröi að hafa eitthvað skuggalegt eða grugg- ugt til að halda sér í, svo sem þý- lyndi og þjónkun við erlendar stefnur og vald og þess beri aö leita í fortíð Alþýðubandalagsins og for- ' vera þess... En vilja ekki átta sig á að þeir eru að leita langt yfir skammt... Því að hæg eru heima- tökin. Og víst getur sjálfsgagnrýni og endurmat jafnvel bjargað þeim sem á glapstigum hafa lent. Og þótt flokkar þeirra hafi í nærri hálfa öld varöað veginn með blekk- ingum og flækjum er þó enn von um björgun ef vel tekst tb. - Og umfram allt þarfnast þjóðin þess að þeir sem ráða málum hennar vilbst ekki af vegi. Blekkingar í bak og fyrir Undarlegt er hvaö þessir menn hafa miklar vangaveltur um hvernig Kommúnistaflokkur ís- lands hafi starfað á sínum tíma. Mér skilst nú að sagan gefi stofn- endum hans sérstaklega góðan vitnisburð fyrir óeigingjarnt starf í þágu almenns launafólks í landinu og að hafa staðið vörð um menningararf og sjálfstæði þjóðar- innar. En þetta þótti Alþýðuflokki og dönskum sósíaldemókrötum, sem voru þeirra leiðarljós, ekki góð póbtík og reyndu því að útboka þá frá valdastöðum í verkalýösfélög- um. - Og tókst þannig að skapa sundrungu í verkalýðsbaráttunni og ómælanlegt tjón á vinstri væng stjórnmálanna með ósönnum áburði og rógi sem enn er í fullum gangi. Ef þeir krataþingmenn, sem verst létu um það leyti sem forseti Tékkóslóvakíu var staddur hér, þekkja ekki sögu eigin flokks sýnist tímabært fyrir þá að kynna sér hana... Taka upp heiðarlegan mál- flutning, ef þeir geta, og hætta að byggja hann á fólskum forsend- um... Það er alvarlegt mál að gera línurit af lyginni og segja að það sé sannleikurinn. Aðalheiður Jónsdóttir „Undarlegt er hvað þessir menn hafa miklar vangaveltur um hvernig Kommúnistaflokkur íslands hafi starf- að á sínum tíma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.