Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. Meiming_____________ Frá myndskeiði til markaðssetningar Rabbað við nýnema 1 íslenskum kvikmyndafræðum Guðbrandur Örn Arnarson og Guðrún Ragnarsdóttir. DV-mynd GVA Síðastliðinn nóvember hélt Kvik- myndasjóður íslands námskeið í kvikmyndagerð og hafði að mark- miði að veita nýgræðingum innsýn í greinina, einkum þeim sem hyggja á frekara nám og störf í kvikmynda- iðnaði. Umsækjendur voru um 150 en að- eins 36 komust að og var þeim skipt í þrjá hópa sem gengust undir stranga undirvísun í kvikmynda- fræðum. Var henni stjórnað af mörg- um helstu kvikmyndagerðarmönn- um okkar, til dæmis Hrafni Gunn- laugssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Friðrik Þór Friðrikssyni. Þeir fengu síöan til liðs við sig nokkra kollega sína, svo sem Sigurð Pálsson, Viðar Víkingsson og fleiri. Meðal þátttakenda voru Guðrún Ragnarsdóttir auglýsingateiknari og Guöbrandur Örn Ragnarsson, nemi í heimspeki viö Háskóla íslands. Hvað varð til þess að vekja áhuga þeirra á námskeiði af þessu tagi?“ „Ég var staðráðin í að fara í kvik- myndanám í Bandaríkjunum," sagöi Guðrún „enda er kvikmyndagerð að sumu leyti framlenging á því sem ég hef verið að gera í auglýsingaiönað- inum. En ég fann fyrir vanþekkingu á ýmsum grundvallarþáttum kvik- myndagerðar; þess vegna sóttist ég eftir því að komast á námskeiðiö." Grandskoðun og handrita- gerð „Hvað mig gnerti, þá hef ég alltaf legið í kvikmyndum, starfa raunar í Kvikmyndaklúbbnum meö Guð- rúnu, en skorti þekkingu á einföld- ustu hugtökum," sagði Guðbrandur Örn. „Hér á ég við hugtök eins og myndskeið, strúktúr og annað í þá veru. Þessu vildi ég kippa í liðinn. Nú er ég í alvöru að velta fyrir mér að reyna að komast í kvikmynda- skóla einhvers staðar í Austur-Evr- ópu.“ Hvernig fór kennslan síðan fram ? „Segja má að við höfum fylgst með flestu því sem gerist þegar kvikmynd verður til, allt frá því hugmyndir verða að handriti þar til mynd er markaðssett. Okkur var deilt niður í þrjá hópa sem tóku fyrir handritagerð, mynd- mál kvikmynda og leikstjórn á mjög skipulegan hátt, bæði verklega og með því að grandskoða ýmiss konar myndir, stuttmyndir, myndir í fullri lengd og sjónvarpsmyndir," sagði Guðrún. „Það var til dæmis mjög lærdóms- ríkt að bera saman mismunandi leið- ir til að kynna persónur til sögunnar í kvikmyndum, til dæmis hvemig Hitchcock fer að i „Rear Window“ annars vegar, og Robert Altman í „Fool for Love“ hins vegar.“ „Mér þótti sérstakur fengur í að fylgjast með því hvemig handrit verður að mynd,“ sagði Guðbrandur. „Til dæmis sýndi Egill Eðvarðsson okkur handrit að leikritinu Stein- barni áður en það var sýnt í sjón- varpi og við ræddum myndræna úr- vinnslu ákveðinna atriða. Þannig var okkur gert kleift að greina í sundur handrit, leikstjórn og leik, sem hafði vafist fyrir mörgum áður. Fyrir vikið er miklu meira gaman að fara í bíó nú en áður...“ Notkun sviðsmynda „Hrafn sýndi nokkur skeið úr myndum sínum sem hann hafði ekki notað og rökstuddi ákvarðanir sínar með samanburði," sagði Guörún. „Við fengum hka að vinna með ein- falda sviðsmynd sem hann hafði sett upp á tökustað, koma með hugmynd- ir um það hvernig hægt væri að nota hana til að skapa spennu eða stemn- ingar. Hljóðsetning var líka til um- ræðu; atriði voru gaumgæfð með og án hennar.“ „Verklegi þátturinn fólst meðal annars í því að við fengum þijú stikk- orð og var uppálagt að búa til stutt handrit sem byggðust á þeim,“ sagði Guðbrandur. „Það var síðan mjög fróðlegt að fara í gegnum þessi hand- rit undir handleiðslu Kristínar Jó- hannesdóttur, sem benti ekki aðeins á það sem betur mátti fara, heldur dró hún fram merkingar sem við höfðum ekki gert okkur grein fyrir.“ „Námskeiðið endaði síðan með því að fólk kom með filmur og myndbönd sem það hafði gert og kennararnir skoðuðu þetta efni með okkur og létu í ljós skoðanir á því.“ Telja þau Guðrún og Guðbrandur Örn að þetta námskeið hafi komið að tilætluðu gagni? „Alveg tvímælalaust," segja þau bæði að bragði. „Mér fannst hka mikið til um fag- legt yflrbragö námskeiðsins," sagði Guðbrandur Örn. „Það hafði verið lögð í það mikil vinna, svo mikil að það mætti hæglega byggja á því enn frekara nám í kvikmyndafræðum. Slíkt nám mætti - og ætti - að skipu- leggja við einhveija af æðri mennta- stofnunum landsins." -ai. Nýtt jarðfræðikort af öllu landinu Fólki hefur lærst að nota landakort af ýmsum tegundum bæði við störf sín og á ferðalögum. Minna er um að fólk noti ýmiss konar sérkort en í öllu upplýsingaflóðinu verður það þó æ al- gengara. í náttúrufræðum og við náttúruskoðun rekast menn á fleiri og fleiri mismunandi teg- undir korta: Útbreiðslukort jurta, kort meö varpstöðum fuglategunda, kort byggð á selataln- ingu og síðast en ekki síst alls konar jarðfræði- kort. Slík kort eru til af mörgum gerðum; kort sem sýna sprungur og höggun jarðlaga, út- breiðslukort hrauna frá einni og sömu eldstöð, kort er sýnir legu og gerö lausra jarðlaga (sand- ur, möl o.fl.), jarðvatnskort o.s.frv. og síðast en ekki síst berggrunnskort. Undirstöður vorar Berggunnskort eru algengust jarðfræðikorta. Sum fylgja greinum eða ritgerðum og sýna berg- grunn lítilla svæða en önnur eru yfirgripsmeiri og gefin út sem stök kort. Á berggrunnskorti sést hvernig jarðalagaskipan er á yfirborði eöa undir lausum jarðlögum og úr hveiju grunnur- inn er. Engin föst regla er til um hvernig bergið er flokkað í syrpur eftir aldri og innihaldi. Al- gengast er að hafa skýr aldursviömið sem auð- velt er að rekja en flokka berg eftir meginflokk- um bergfræði go uppruna. Svona kort eru gagn- leg bæði vísindamönnum og almenningi. Vís- indamenn fmna þarna svör við spumingum sem nýtast þeim við vinnuna en almenningur fræð- ist um sjálfan grunninn undir fótum manna og nýtast þær upplýsingar helst þeim er hafa gam- an af hvers kyns náttúruskoöun. Langþráð kort Berggrunnskort af íslandi eiga sér sögu um það bil aftur á miöja síðustu öld. Upp úr standa fyrst og fremst tvö verk. Þorvaldur Thoroddsen, sá ötuli fræðimaður, sá um gerð korts af öllu landinu er gefið var út árið 1901. Fram th þessa var það eina tiltæka berggrunnskortið í sæmi- Bókmenntir Ari Trausti Guðmundsson legum mælikvarða. Mörg atriði þess eru furðan- lega rétt. Síðara verkiö voru kortablöð í mæli- kvarðanum 1:250.000. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur hóf að vinna þau upp úr 1960 og Náttúrufræðistofnun undir umsjón Hauks Jó- hannessonar tók síðar við. Útgáfa Landmælinga íslands og stofnunarinnar á kortunum nær nú til 9 blaða af 11. Það er því sannarlega þarft verk að gefa út nýtt berggrunnskort af öllu íslandi í mælikvarö- anum 1:500.000. Er vinna viö það hófst fyrir nokkrum árum eygöu áhugamenn loks hið handhæga kort sem vantaö hefur í áratugi og leysir öldunginn hans Þorvaldar af hólmi. Og nú er afurðin komin á markað; marglita kort 110 cm á lengd og 80 cm hátt. Náttúrufræöistofn- un og Landmælingar gefa kortið út en höfundar eru jarðfræðingarnir Haukur Jóhannesson (Náttúrufræðistofnun) og Kristján Sæmundsson (Orkustofnun) og nýta þeir upplýsingar frá mörgum jarðvísindamönnum. Aðallega kostir Berggrunni íslands er skipt í ellefu deildir er innihalda fyrst og fremst storkuberg - þaö er að segja berg sem verður til úr kviku og eina sem er set, yngra en 10.000 ára (frá nútíma). Þessar tólf jarðlagadeildir eru auðkenndar með jafnmörgum fremur stillilegum litum. Þarna má til dæmis sjá hvaða hlutar landsins eru eldri en 3,1 milljón ára og kemur t.d. glöggt fram hvar fornar megineldstöðvar er að finna með súru gos-, eða innskotsbergi (gulhtað) og basísku innskotsbergi (grænlitað). Nýjustu hraun, yngri en 1100 ára, koma vel í ljós inni á eldvirku svæö- unum. Þannig mætti lengi telja. Ýmsar aðrar upplýsingar eru á kortinu. Meðal annars sést hvar þykkar og gamlar setlagasyrpur með surt- arbrandi finnast og eldstöðvar frá nútíma eru áberandi. Ég tel mig hafa þekkingu í meðallagi á landinu og jarðfræði þess og rýndi lengi í kortið. Megin- niðurstaðan er sú aö vel hafi til tekist miðað við núverandi þekkingu í jarðfræðinni og frem- ur takmarkaða nákvæmniskortlagningu jarð- laga. Smávægilegir gallar Aðfinnsluefni eru fá og fremur smávægileg. Ég hefði kosið að sjá akvegi greinilegri á kort- inu. Þeir eru ein helsta viðmiðun ferðamannsins og víða þarf að rýna hvasst í kortið til að fylgja þeim. Stórir gígar frá ísöld eru ekki merktir né heldur toppgígar virkra keilueldfjaha (t.d. Eyja- íjallajökuls) og viðmiöun viö nútíma þegar sprungueldstöðvar eru færðar inn sem rauðir punktar er stundum reikul. Eldstöðvar frá síð- jökultíma eru t.d. færðar á kortið í vesturhlíðum Eyjafjallajökuls en eldstöðvar vestan Tindfjalla og á Fimmvörðuhálsi ekki. Þá er hæpið að merkja tvær gosstöðvar á íshellu Grímsvatna einar ahra gosstöðva undir jökulís. Fleiri eru jafn vel þekktar og þær og raunar réttast að sleppa þeim alveg þar eð þær sjást ekki á yfir- borðinu. Fleira er hægt að tína til og til viðbótar slíku koma svo fáein túlkunaratriði sem jarðvís- indamaðurinn í mér er ekki sammála þeim fé- lögum um. En jarðvísindin eru th þess að deha um eins og önnur vísindi í þróun og umræðurn- ar eiga ekki heima í þessu blaði. Prentvillur fann ég ekki utan eina þar sem menn falla í gamla gildru; skrifa 10.000 í enskum texta en það lesa menn enskir sem 10 komma núll, núll núll en ekki 10 þúsund og á tveimur stöðum var skorið ofan af stöfum í prentun. I>V Flokkur Helga Tómassonar á nýju gólfi Helgi Tómasson kemur á hsta- hátíð með hluta af San Francisco bahettflokknum sem hann stjórnar, en á tímabih höfðu menn gefið upp vonina um að fá hann hingað sökum marghátt- aðra ljóna í veginum. Þótt ekki hafi endanlega verið gengið frá efnisskrá vegna sýn- ingarinnar hér, taldi stjórn lista- hátíðar líklegt að dansaður yrði einn ballett eftir meistara Balanchine og tveir eftir Helga sjálfan. Þegar Helgi kom hingað th lands í fyrra að kanna aðstæður, taldi hann enga leið að dansa í Borgarleikhúsinu sökum þess hve hart sviðsgólfið þar er. Nú hafa listahátíð og íslenski dansflokkurinn tekið sig th og keypt færanlegt dansgólf sem nýtt verður við þetta tækifæri og vonandi um alla framtíð. Helgi Tómasson. Grænar blökkukonur Á blaðamannafundi th kynn- ingar á listahátíð fýldu popp- blaðamenn grön eins og venju- lega yfir vöntun á frægum popp- urum á hátíðinni, jafnvel þótt þeim væri sagt að það kostaði 5-7 milljónir að fá hingað Gypsy Kings og 30 milljónir að fá sjálfan Bob Dylan. Listahátíð greiðir hins vegar ekki nema rúma mhljón fyrir tvær bráðskemmtilegar „stuð- hljómsveitir" sem haldið hafa evrópskum unghngum hug- fóngnum á síðustu misserum, sveit Salim Keita og Les Negres- ses Vertes. Skyldi poppurunum svíöa að þessar sveitir eru hvorki breskar né bandarískar, heldur frá Malí og Frakklandi? Serrasúlur í Viðey Þessa dagana er bandaríski myndhstarmaðurinn Richard Serra að reisa mikið landslags- verk úr íslenskum stuðlabergs- súlum úti í Viðey og skenkir lista- hátíð þó með því skhyrði að stofn- aður verði sjóður til styrktar ís- lenskum myndhöggvurum. Á blaðamannafundi listahátíð- ar var th þess tekið að Serra væri annars ekki vanur að gefa verk af þessari stærðargráðu eft- ir sig, heldur tæki hann fyrir um 30 mhljónir íslenskra króna. Kantor kemur ekki aftur Einn af þekktustu leikhús- mönnum í Evrópu, Pólverjinn Tadeusz Kantor, kemur á Lista- hátíð með víðfrægan Cricot -2 leikhóp sinn. Kantor er nánast þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi, en er kominn til ára sinna og hyggst brátt setj- ast í helgan stein. Leikverkið sem hann og flokkur hans flytja hér heitir raunar „Ég kem ekki aft- ur“ og er því gæti hver íslending- ur orðið síðastur að sjá Kantor sjálfan á sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.