Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Síða 28
36 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. Andlát Vigfús Guðmundsson bóndi, Eystri- Skógum, Austur-Eyjaíjöllum, lést í Landspítalanmn 30. mars. Þorgerðu^ Lárusdóttir frá Heiði, .^anganesi, til heimilis að Nýbergi, Keflavík, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 30. mars. Jarðarfarir Sveinbjörn Sigurjónsson magister, fyrrv. skólastjóri, Smáragötu 12, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. apríl kl. 15. Sigmundur Sigurbjörnsson frá Brandagili, Lönguhlíð 19, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 24. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu miðvikudaginn 4. apríl kl. 10.30. ífuttormur Berg, Akureyri, sem lést 28. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.30. Jóhanna Pétursdóttir, áður til heim- ihs í Ásgarði 115, Reykjavík, sem lést í Hafnarbúðum 29. mars sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 3. apríl kl. 13.30. Guðný Guðbergsdóttir, Marklandi 2, sem lést 18. mars sl. verður jarðsung- in frá Hafnarfjaröarkirkju þriðju- daginn 3. apríl kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík, þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.30. Ragna Guðmundsdóttir, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 3. apríl kl. 13.30. Sveinn Hupfeldt Árnason, Heiðar- gerði 50, Reykjavík, er lést af slys- förum 21. mars, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 2. apríl, kl. 13.30. Tilkyiiningar Félagið Svæðameðferð hefur opið hús í kvöld, 2. apríl, i Súðar- vogi 7 kl. 20. Gestur að þessu sinni verð- ur Guðrún Óladóttir reikimeistari. Allir __jj|Jj£omnir. Norræn nemakeppni í fram- reiðslu og matreiðslu Hin árlega norræna nemakeppni í fram- reiðslu og matreiðslu var haldin í Sta- vanger í Noregi 16.-18. mars 1990. Þátt- takendur frá íslandi voru: Framreiðslu- Uð: Amar Þór Vilhjálmsson, Hótel Holti, Gunnar Már Geirsson, Hótel Sögu. Leið- beinandi: Halldór Malmberg, kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Mat- reiðslulið: Fjóla Guðnadóttir, Bautan- um/Smiðjunni, Akureyri, Helga Björg Finnsdóttir, Hótel Óðinsvéum. Leiðbein- andi: Kristján Sæmundsson matreiðslu- meistari. Framreiðslunemarnir hlutu 1. sætið í keppninni og komu því heim til íslands með bikarinn. Matreiðslunem- amir hlutu 2. sætið eftir harða keppni við Dani sem unnu með aðeins tveggja >Stiga forskoti. íslensku nemamir vöktu almenna athygli og hrifningu fyrir kunn- áttu, fagmannleg vinnubrögð og glæsi- lega frammistöðu. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 4. apríl í Félagsheimilinu við Baldursgötu 9 kl. 20 stundvíslega. Þekkir þú þetta ákvæði umferðarlaga? „Sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið . verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns." i-> HEFURÐU HUGLEITT HVAÐ ÞETTA ÞÝÐIR? t MINNINGARKORT Evrópsk djasskeppni í annarri viku septembermánaðar nk. verður haldin í tólfta skipti alþjóðleg keppni ungra djasstónlistarmanna. Keppnin er skipulögð af samtökunum Jazz Hoeilaart Intemational í Belgíu og fer fram í nágrenni Brussel. Keppnin er opin öllum djasstónhstarmönnum 30 ára og yngri. í boði em vegleg verðlaun og ýmis tækifæri til að koma fram. Nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna að Rauðagerði 27. Fundur um hrossarækt Fræðslufundur verður haldinn um hrossarækt í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg, kl. 20.30 mánudaginn 2. apríl. Gestir fundarins og ræðumenn verða, Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur, Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ, Haraldur Sveinsson, formaður Hrossa- ræktarsambands Suðurlands, Ingimar Sveinsson, kennari á Hvanneyri, og einn- ig mun Sveinn Guðmundsson frá Sauöár- króki svara fyrirspurnum. Danskir bókadagar í Kringlunni Danskir bókadagar veröa í Norræna hús- inu dagana 29. mars til 2. apríl með fyrir- lestmm um menningarlíf, bækur og bókaútgáfu í Danmörku. Dagskráin hefst í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 með fyrir- lestri um danska myndhst og menningu sem Frederik Stjernfelt flytur. Fyrirlest- urinn nefnist „Dansk kunst og kultur pá det senaste“. Laugardaginn 31. mars kl. 16 verður kynning á dönskum bókum frá 1989 sem danski sendikennarinn Keld Gall Jorgensen annast. Gestur á kynn- ingunni verður danski rithöfundurinn Hehe Stangemp og segir hún frá ritstörf- um sínum og les upp. Sunnudaginn 1. apríl kl. 16 heldur Auöur Leifsdóttir fyr- irlestur um ævi og ritstörf Tove Ditlevse. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku. Dönskum bókadögum lýkur á mánudags- kvöld kl. 20.30 meö fyrirlestri um stefnu- mörkun í danskri bókaútgáfu. Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Tónhstarskólinn í Reykjavík heldur tón- leika í Norræna húsinu kl. 20.30 þriðju- daginn 3. apríl nk. Tónleikamir em fyrri hluti einsöngvaraprófs Hlífar Káradóttir sópran, frá skólanum. Á efnisskránni em sönglög eftir Gluck, Schubert, Brahms, Strauss, Wihiam Wajton, Samuel Barber, Frank Bridge, Karl Ó. Runólfsson og aría eftir Dvorák. Lára Rafnsdóttir leikur með á píanó. Hlíf hefur stundað nám við söng- deild Tónlistarskólans frá 1983 og hafa Sieglinde Kahmann og Rut Magnússon verið kennarar hennar. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Fundir Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 2. apríl kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins verður biskupsfrú, Ebba Sigurðardóttir, og mun hún segja frá ferð þeirra hjóna til Brasihu í haust. Kaffi dmkkiö. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins verður biskupsfrú Ebba Sigurðardóttir og mun hún segja frá ferð þeirra þjóna til Brasilíu í haust. Kaffiveitingar. Kvenfélag Laugarnessóknar Afmælisfundur félagsins verður haldinn í safnaðarheimhi kirkjunnar mánudag- inn 2. apríl kl. 20. Fjölbreytt skemmtidag- skrá og góðar veitingar. Mætum vel. Aðalfundur Kattavinafélags Islands var haldinn 25. febrúar 1990 að Hallveig- arstöðum. Núverandi stjóm skipa: For- maður: Sigríður S. Heiðberg. Varafor- maður: Þorvaldur H. Þórðarson. Gjald- keri: Ingibjörg Tönsberg. Ritari: Soffia Sigurjónsdóttir. Meðstjómendur: Gróa Ingibergsdóttir, Magnús Sveinsson. Varamenn: Svanborg Jónsdóttir og Svan- hhdur Ólafsdóttir. Meiming mszœmmximá Ur leikritinu „Hjartatrompett' Hver á að ráða? Yfirlýstur tilgangur með stofnun íslenska leikhúss- ins er að sögn þeirra, sem að því standa að koma á svið íslenskum leikritum og kynna nýja höfunda. Fyrsta verkefni hópsins er Hjartatrompet eftir Krist- ínu Ómarsdóttur, leikrit í þremur þáttum, sem sýnt er í leikhúsi Frú Emilíu í Skeifunni 3c. Kristín er senni- lega þekktari fyrir ljóð sín og smásögur, en þó hefur eitt verk eftir hana verið sett á svið, einþáttungurinn Draumar á hvolfl, sem fékk verðlaun í samkeppni í lok kvennaáratugar og var sýndur á Litla sviði Þjóð- leikhússins, 1987. í Hjartatrompet má greina viss höfundareinkenni, draumkennda firringu, og ljóðrænan texta, sem vísar á fyrri verk Kristínar, en hún hefur engu að síður fært sig töluverðan spöl frá fjarstæðukenndum stíl Drauma á hvolfl í átt að ákveðnara raunsæi. Samskipti persónanna í þessu nýja leikriti byggjast á gagnkvæmri spennu og valdatafli þar sem einn þyk- ist hafa ráð annars í hendi sér og mega skáka til að vild. Togstreita á milli karls og konu og eftirsjá eftir æsku og þokka er inntak verksins, ásamt uppreisn æskunn- ar, sem alveg eins má yfirfæra á hvers konar andóf gegn kúgun og bælingu. Aðalpersónan, Lára, gengur svo langt að viðurkenna ekki framgang tímans og gera allt til að stöðva óhjákvæmilega þróun. Höfundur er þó alls ekki að segja ofurraunsæja sögu, heldur les áhorfandinn oftar en ekki á milli línanna og getur í eyðurnar. Það sem ein persóna segir við aðra í verkinu er ekki síður ætlað til að hafa áhrif á eða til að klekkja á þriðja aðila. Lára er lykilpersóna í verkinu, hún er ekkja og býr með uppkomnum fóstursyni sínum, Helga. Hann hegð- ar sér að ýmsu leyti eins og krakki, ekki hvað síst vegna þess að hún vill halda honum hjá sér sem allra lengst. Hákon heitir mágur Láru sem kemur og fer eins og honum þóknast. Hann er harðsoðinn og illskeyttur en Láru hefur ekki tekist að rífa sig lausa frá honum og það notfærir hann sér óspart. Þetta samskiptamynstur kemur smám saman í ljós. En strax í upphafsatriði verksins er kominn hvati að átökum og uppgjöri þegar Lára kemur með unga stúlku inn á heimilið. Hún verður þeim öllum örlaga- valdur. Um heiminn utan veggja heimilisins varðar persón- urnar lítið. Lára fer að vísu til vinnu og kaupir inn og Hákon virðist alltaf óttast eftirför, þegar hann kem- ur, sem bendir til að hann bralli fleira en gott þykir. En að öðru leyti vísar verkið allt inn á við og engin þjóðfélagsmynd er gefin. Þetta fólk lifir í lokuðum Leildist Auður Eydal heimi og berst þar við sínar eigin tilfinningar og ástríð- ur. Lára er í upphafi í þungamiðju en dofnar og fjarlæg- ist þegar líður á verkið. Guðlaug María Bjarnadóttir leikur hana og vinnur af innsæi og næmri útsjónar- semi skýra persónu úr hlutverkinu. Dódó er leikin af Þórdísi Arnljótsdóttur. í þessu hlut- verki þarf að koma til skila svolítið einfeldningslegri einlægni og löngun stúlkunnar tii að gera öllum til hæfis án þess að gera hana of barnalega eða kjána- lega. Persónan var að mörgu leyti vel unnin og túlkun Þórdísar var oft einlæg þó að ekki tækist henni með öllu að forðast slíka takta. Konurnar tvær eru mun litsterkari en karlmennirn- ir í leikritinu. Halldór Björnsson er í hlutverki Helga sem helst vill leika sér allan daginn. Halldór kom ágætlega til skila sálarástandi þessa fullorðna barns. Þórarinn Eyfjörð er hinn harðsóðni Hákon, oft mjög snöfur- mannlegur, en í heild kannski fullléttur á bárunni til þess að tök hans á Láru og sú ógn sem af honum á að stafa yrði áþreifanleg. Pétur Einarsson hefur leikstýrt verkinu sem í heild er prýðilega unnið. Umgjörð, sem Ingileif Thorlacius, hönnuður leikmyndar, hefur gert, dýpkar merking- una, þar sem blóðrauður litur og svartur eru ríkjandi og val leikmuna og búningar, sem Halla Helgadóttir hannaði, styðja heildarhugmyndina. Vonandi tekst íslenska leikhúsinu að koma upp fleiri leikritum eftir unga höfunda í framtíðinni, höfunda, sem eiga framtíð fyrir sér. Sýning eins og Hjartatromp- et er gott innlegg í leiklistarlífið í borginni. Þetta er vel unnin sýning, aðstandendum sýningarinnar góður skóli og höfundi ómetanlegt að sjá fullunnið hugverk sitt komið á sviö. íslenska leikhúsið sýnir i Skeifunni 3c: HJARTATROMPET Höfundur: Kristín Ómarsdóttir Leikstjóri: Pétur Einarsson Leikmynd: Ingileif Thorlacius Búningar: Halla Helgadóttir Lýsing: Pétur Einarsson -AE Fjölmiðlar Þeir fjölmörgu sem hafa gaman af spurningaleikjum urðu eflaust fyrir sárum vonbrigðum á föstu- dagskvöld. Þá tókst Ríkissjónvarp- inu að klúðra beinni útsendingu frá skemmtilegustu spumingakeppni sem hefur verið í sjónvarpi fy rr og síöar. Þaö er spuraingakeppni fram- haldsskólanna. í fyrstu hófst útsending langt á eftir áætlun og þegar hún loks hófst var hljóðiö með þvílíkum eindæm- um að sjaldan eða aldrei hefur verið boðið upp á slíkt. Ekki tókst að bjargahljóðinu og hætt var við út- sendinguna, enda var hljoðið von- laust með öllu ogsjálfsagt ekkert annað að gera en hætta. Mistök Það erhins vegar stórfurðulegt að sjónvarpið skuh ekki ráða viö beina útsendingu milli húsa hér í Reykja- vik. Nú er það ekki svo að þetta hafi verið í fyrsta sirrn sem reynt var að senda beint út. Það má hins vegar ætla aö þeir sem unnu að út- sendingunni hafi ekki tekið þátt i beinni útsendingu fyrr. Sá sem þetta ritar veit ekki enn hvernig keppnin fór. Þó þykist ég viss um að Mennta- skólinn við Sund hafi sigrað. Spurningakeppni Ómars Ragn- arssonar, á Stöð 2, hefur skánað eft- ir að fyrirkomulagi hennar var breytt. Það er samt ekki nóg gert. Hraðaspurningarnar eru kauðsleg- ar. Þar sem Ómar hefúr ákveðið að hafa þáttinn með svipuðu sniði og hann hefur áður gert hefði hann átt að ganga alla leið ogjafnvel lengra og hafa sama hátt á með hraða- spuraingarnar og gert er í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna. Þá er orðabókin alltaf leíðinleg og greinilega haldið í þáttunum af þrjóskunni einni saman. SigurjónM.Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.