Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 4
18 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ199Ö. Akureyri Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Þórarinn Kristjánsson hafði lengi haft áhuga á ýmiss konar endur- vinnslu og á miðju ári 1983 var stofn- að fyrirtæki á Akureyri um hug- mynd hans á endurvinnslu á gúmmíi. Fyrirtaekið hóf síðan starf- semi í janúar árið eftir og hlaut nafn- ið Gúmmívinnslan hf. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og at- vinnumálanefnd Akureyrarbæjar aðstoðuðu við að koma fyrirtækinu á laggimar og Iðnþróunarfélagið kom inn í fyrirtækiö sem hluthafi. Af öðrum hluthöfum má nefna fyrir- tækin Möl og sand og Dreka á Akur- eyri og sænska fyrirtækið JLP Produckt sem íagði til tæknikunn- áttu. Er Þórarinn aðaleigandi og stjómar rekstri fyrirtækisins. Svo geröist þaö nýlega að á aðalfundi fyr- irtækisins var ákveðið aö opna þaö almenningi sem getur eignast hlut í fyrirtækinu. „Ég var búinn að hugsa mikið um endurvinnslu og endurnýtingu ýmiss konar og velta þessum hlutum fyrir mér. Ég tel hjólbarðasólun vera endurnýtingu. Við sólum hjólbarða, aðallega stóra hjólbarða, og með því er hægt að endumýta sama hjólbarð- aim 5-6 sinnum." í byijun var starfsemi Gúmmí- vinnslunnar einnig endurvinnsla á hjólbörðum og voru m.a. búnir til Það er einn og einn hjólbarðinn á lagernum. Þórarinn með gangstéttarmottu en þær njóta vaxandi vinsælda. DV-myndir gk ,,Almenningur hefur áhuga á endurvinnslu'' - segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar hf. bobbingar fyrir sjávarútveginn. í dag eru framleiðsluvörumar úr úrgang- inum frá hjólbarðasóluninni einnig vinnustaðamottur, básamottur sem m.a. em notaðar í hesthús og fjós, gúmmíhlutir sem notaðir em á um- ferðarskilti og gangstéttarmottur. Að sögn Þórarins sólar fyrirtækið um 3 þúsund dekk á hveiju ári og gúmmíkurliö, sem þá myndast, er notað í þessa hluti en einnig fær fyr- irtækið hráefni frá sólningarfyrir- tækjum fyrir sunnan. „Það unnu fjórir hjá fyrirtækinu í fyrstu en í dag em fastráðnir starfs- menn 10 talsins. Ég vona að innan fárra ára geti fyrirtækið veitt um 20 manns atvinnu og þá er ég að vona að aukning geti orðið á endurvinnsl- unni, að við getum aukið það að skapa verömæta vöm úr úrgangi. Það er minn skilningur að almenn- ingur hafi áhuga á endurvinnslu og endumýtingu og stjómmálamenn- imir hafa lýst áhuga sínum þótt ég sjái þá aldrei héma. Fyrir utan höfuðstöðvarnar. Þetta fyrirtæki hefur ekki fengið aðstoð hjá þeim sem stjórna þjóð- félaginu. Ég hef látið stjórnmála- mennina vita af mér en þeir hafa ekki sýnt þessu neinn áhuga í verki. Það væri hægt að vinna stórvirki á sviði endurvinnslu ef vilji þeirra sem stjórna væri fyrir hendi.“ - Er Gúmmívinnslan eitt af fáum fyrirtækjum sem ganga vel í rekstri? „Það er erfitt að svara svona spurn- ingu. Fyrirtækið gengur vel og hefur verið rekið með hagnaði frá upphafi. Það má e.t.v. segja að það sé eitt af fáum fyrirtækjum sem ganga vel nema að það sé álltaf þagað yfir þeim fyrirtækjum sem skila hagnaði en erfiðleikar hinna blásnir upp. Nú er á döfinni hjá okkur að auka vélakost fyrirtækisins og samhliða því aö fjölga framleiðsluvörunum,‘‘ sagði Þórarinn. Á síðasta ári framleiddi Gúmmívinnslan úr um 50 tonnum af úrgangi og Þórarinn sagði að ef vel ætti að vera þyrfti að koma þeirri tölu upp í um 200 tonn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.