Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. 3 Fréttir Jón Sigurðsson um viðbót við nafn Alþýðuflokksins: Það tel ég bara ágætt mál „Ég vill taka fram aö hér er ekki verið aö tala um breytingu á nafni flokksins. Hér er verið að tala um viðbót við formlegt heiti hans til þess að festa í sessi kynningu á flokknum sem er jafngömul og hann. Alþýðu- flokkurinn hefur alltaf verið flokkur jafnaðarmanna,“ sagði Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra þegar hann var spurður álits á nafnbreytingu á AI- þýðuflokknum. „Æskulýðsfélög flokksins hafa jafnan borið heitið Félög jafnaðar- manna þannig að ég tel að það að bæta orðunum við í formlegri kynn- ingu á flokknum sé í samræmi við meira en 70 ára hefð flokksins sem málsvari jafnaðarmanna á ísalndi,“ sagði Jón. - Ég skil þig þannig að þú sért mál- inu hlyntur? „Nafnið er Alþýðuflokkurinn og síðan mun verða bætt við formlegt heiti flokksins, ef slík tillaga verður flutt og samþykkt, jafnaðarmanna- flokkur íslands. Það tel ég bara ág- ætt mál,“ sagði Jón. Get vel sætt mig við það „Ég hef alltaf litið á Alþýðuflokk- inn sem jafnaðarmannaflokk íslands þannig að þetta er ekkert annað en staðfesting á því að hann sé það. Ég held því að þessi viðbót við nafnið verði bara til að hnykkja á. Ég gæti því mjög vel sætt mig við þessa breyt- ingu,“ sagði Árni Gunnarsson, þing- maður Alþýðuflokksins, þegar hann var spurður áhts á því hvað honum þætti um nafnbreytingu á Alþýðu- flokknum eins og tillögur eru nú um. Er gert ráð fyrir því að hann heiti Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands. - Finnst þér að þessi nafngift eigi að leiða til meiri samstööu með vinstri mönnum? „Ég held að þetta ætti fyrst og fremst að leiða til þess að þeir jafnað- ármenn sem finna sér ekki samastað í íslenskri póUtík nú ættu að gera það eftir þetta,“ sagöi Árni. Bara söguskýring „Ég hef samþykkt þessa nafna- breytingu. Ég vildi halda Alþýðu- flokksnafninu enda er reisn yfir því hér á Reykjanesi enda erum við stærstir eða næst stærstir hér og engin vanmáttarkennd hér. Jafnað- armannaflokkur íslands er bara söguskýring, staðreyndatal og ég sætti mig vel við það,“ sagði Karl Steinar Guðnason, þingmaður Al- þýðuflokksins, þegar hann var spurður áhts á hinu nýja nafni flokksins. Karl sagði aö flokkurinn hefði verið jafnaðarmannaflokkur í 70 ár og því væri vel við hæfi aö skeytaþessuvið. -SMJ / Af hverju völdu Einar og Alda Daihatsu APPLAUSE? hegar Einar og Alda ákváðu að kaupa nýj'an bíl fyrir sig og fjölskyiduna var mark- miðið að fínna bíl sem væri stílhreinn í útliti. notadrjúgur. á góðu verði og ódýr í rekstri. Úrvalið af nýjum bílum er mikið en þeim fannst þó aðeins einn bíll sameina þessa kosti. Bíllinn er Daihatsu APPLAUSE. Innanrými og ótrúlega stór farangursgevmsla gera APPLAUSE að einstökum fjölskyldubíl. Hönnun Daihatsu APPLAUSE er líka nýst- árleg og sameinar stílhreint útlit fernra dyra fólksbíls og notagildi hinna vinsælu fimm dyra bíla. (Siá opnun á skotti/skut á mvnd). Einar og Alda sáu einnig að Daihatsu APPLAUSE er tæknilega vel búinn og fannst hann einkar iipur og þægilegur í akstri. Af búnaði í APPLAUSE má nefna framhjóladríf. siálfskiptingu. vökvastvri. samlæsingu á hurðum. siálfstæða fíöðrun á hveriu hióli og öfíuga 16 ventla vél. 91 hestafía vél. Fyrir Einar og Öldu er Daihatsu APPLAUSE sá fullkomni fjölskyldubíll sem þau leit- uðu að - á mjög hagstæðu verði, eða frá kr. 884.000 stgr. á götuna. Ef þín fjölskylda er í bílahugleiðingum þá ættuð þið ekki að sleppa því að skoða og reynsluaka Daihatsu APPLAUSE. Verið velkomin. Brimborg hf. Faxafeni 8 • S: 68 58 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.