Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. Utlönd Biish ósammála EB-ríkjunum Bush Bandarikjaforseti kvaðst í gær vera ósammála banda- mönnum sinum varöandi tillögur um tafarlausa efnahagsaðstoö til Sovétríkjanna og sagði stjórn sína ekki geta boðið Sovétmönn- um aðstoð fyrr en Gorbatsjov Sovétforseti hefði innleitt um- bætur í efnahagsmálum. Á fundi meö blaðamönnum í gær gaf for- setínn einnig í skyn að aðstoö Sovétrikjanna við yfirvöld á Kúbu, sem hann sagði nema fimm milljörðum dollara á ári, væri hindrun í vegi aðstoðar. Bush lagði áherslu á að umraæli sín mætti ekki túlka á þann veg að hann væri að segja banda- mönnum sinum á hvem hátt þeir skyldu verja fjármunum sínum. Síðastliöinn þriðjudag sam- þykktu leiðtogar aðildarríkja EB, Evrópubandalagsins, að und- irbúa efnahagsaðstoð til Sovét- ríkjanna. Sameinaö Þýskaland: Fyrsta skrefið stigið í kvöld Á miðnætti i kvöld tekur gildi gjaldmiðla- og efnahagssamein- ing þýsku ríkjanna. Þar meö er lokiö fjörutíu ára miðstýringu efnahagsins í Austur-Þýskalandi og runninn upp nýr kafli í sögu landsins. Þá er lítið annað eftir er pólitísk sameining og er þá stuttri ævi Þýska alþýðulýðveld- isins lokiö. Stjómmálamenn beggja vegna iandámæranna líta á gjaldmiðla- sameininguna sem aðdraganda pólitískrar sameiningar í des- ember. En margir aðrir líta svo á að nú sé sameiningin í raun í höfn. Gjaldmiðlasameiningin verður ekki auðveld. Hagfræöingar telja að næstu mánuðir kunni að reyn- ast erfiöir fyrir marga í Austur- Þýskalandi, ekki síst fyrir fyrir- tæki sem mörg hver munu án efa eiga í erfiðleikum með aö greiða út laun fyrstu mánuðina vegna yfirvofandi lausafjárskorts. Gjaldþrot munu og verða tíö, á þvi leíkur enginn vafi. Atvinnu- ieysi mun aukast og koma harð-. ast niður á þeim sem sist mega við því. Kaupáhéðnar hafa af því vax- andi áhyggjur hvemig stjómvöld vestanmegin hyggist fjármagna þann gífuriega kostnað sem er fylgjandi sameiningunni, ekki síst þar sem efnahagsráöherra Bonnstjórnarinnar segist ekki munu auka skattheimtu. Morðrannsókn gegn Honecker Austur-þýsk yfirvöid hafa hafið rannsókn á hugsanlegri aðild Erichs Honecker, fyrrum leiötoga austur-þýska kommúnistaflokks- ins, að morðum á Austur-Þjóð- veijum sem reyndu að flýja yfir landamæri þýsku ríkjanna á valdatíma kommúnista. Margir Austur-Þjóðverjar voru skotnir til bana þegar þeir reyndu að klífa hinn illræmda Berlín- armúr eða komast á annan hátt yfir landamærin til Vestur- Þýskaland áður en stjóm komm- únista í Austur-Þýskalandi féil í nóvember síðastliðnum. Landa- mæraveröir austanmegin höfðu fyrirmæli um að skjóta þá sem þannig reyndu að flýja og er rannsóknin gegn Honecker grundvölluð á þeirri stefhu aust- ur-þýskra stjómvalda. Honecker var æðsti ráðamaöur landsins þar til í fyrra. Þá mun austur- þýska saksóknaraembættið einn- ig kanna hvort hægt sé að draga til saka þá landamæraveröi sem skutu aö fióttamönnum. Reuter Þing Litháens fundaði 1 gær um sjálfstæðisyfirlýsinguna: Gildistökunni frestað Þing Litháen samþykkti í gær með 69 atkvæöum gegn 39 tiilögu Lands- bergis, forseta lýðveldisins, að fresta gildistöku sjálfstæðisyfirlýsingar Litháens frá í mars síöasthðnum. Samþykkt var að frestunin gilti í eitt hundrað daga frá upphafi samninga- viðræðna við Moskvuvaldið síðar meir en þær viðræður munu snúast um framtíðarstöðu lýðveldisins. Þar með er lokið fimmtán vikna þrátefli Litháa og sovéskra ráðamanna vegna sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra fyrrnefndu. Samþykkt þingheims í gær kemur 1 kjölfar afstöðubreytingar Lands- bergis sem hafði ekki fyrr lagt frest- un gildistöku yfirlýsingarinnar stuðning sinn. Gorbatsjov Sovétfor- seti hafði áður krafist þess að yfirlýs- ingin yrði dregin til baka áður en samningaviðræður gætu hafist. Nú er ljóst að báðir deiluaðilar hafa gef- ið eftir í þessari deilu og þykir víst að fundur forsetanna fyrr í þessari viku hafi reynst hafa úrslitavaldið um málamiðlun. Landsbergis sagði í gær að sovéski forsetinn hefði fullvissað sig um að efnahagsþvingunum þeim sem Moskvuvaldið hefur beitt Litháa yrði aflétt strax og þingheimur sam- þykkti frestunina. Reuter Þing Litháens samþykkti í gær tillögu Vytautas Landsbergis, forseta lýðveld- isins, sem hér sést, um að fresta beri gildistöku sjálfstæðisyfirlýsingar Lithá- ens- Símamynd Reuter Miöstjómaifundur sovéska kommúnistaflokksins: Harðlínumenn Þing sovéska kommúnistaflokks- ins hefst, eins og áætlað var, næst- komandi mánudag og mun standa í tíu daga. Þetta var ákveðið á fundi miðstjómar flokksins í gær. Þar með er ljóst aö umbótasinnar hafa beðið lægri hlut en þeir höfðu farið fram á að þinginu yrði frestað fram á haust vegna þess að þeir óttast að harðlínu- menn muni ráða þar lögum og lofum. Harðlínumenn styrktu stöðu sína á stofnfundi kommúnistaflokks rússn- eska lýðveldisins en fulltrúar hans munu verða í meirihluta á þinginu. Þingið fer fram á sama tíma og völd og áhrif sovéska kommúnista- unnu flokksins fara þverrandi. Þá hefur mátt greina harðnandi gagnrýni á stefnu flokksins og ekki síst leiðtoga hans og forseta Sovétríkjanna, Mik- hails Gorbatsjovs. Þvi má búast við hörðum deilum umbótasinna og harðlínumanna á þessu þingi og jafn- velklofningiflokksins. Reuter Launadeilur í norska olíuiðnaðinum: Verkfall yfirvofandi Snurða er nú hlaupin þráðinn í kjaraviðræðum norskra olíustarfs- manna og vinnuveitenda og er verk- fall yfirvofandi í olíuiðnaðinum í Noregi. Slíkt verkfall, sem yrði fyrsta verkfall verkamanna í norska olíu- iðnaðinum síðan 1986, myndi stöðva alla olíuvinnslu Norðmanna í Norð- ursjó frá og með morgundeginum. „Samningaviðræður standa enn og vonandi lýkur þeim annað kvöld. Enn sem komið er hefur enginn ár- angur náöst en við erum vongóðir," sagði Roald Larsen, varaformaöur Verkalýösfélags olíustarfsmanna, í gær. Fulltrúi olíuvinnslustöðva í við- ræöunum, Peter Tronslin, vildi ekki skýra frá gangi viöræðna í gær. . I Verkalýðsfélagi norskra olíu- starfsmanna eru sex þúsund verka- menn sem gegna lykilstöðum í norska olíuiðnaðinum. Alls vinna sextíu og fimm þúsund manns við olíuvinnslu Norðmanna. Larsen útilokaði því næst að sam- komulag næðist í þessari deilu fyrr en í fyrsta lagi í kvöld. Verkalýðs- félagið fer fram á 4,25 prósenta launahækkun sem er aðeins meira en verðbólguhraðinn. Að auki krefst félagið betri vinnuaðstöðu. Vinnu- veitendur byggja gagntilboð sitt á Kæmi til verkfalls verkamanna í norska olíuiðnaðinum myndi það stöðva olíuvinnslu Norðmanna i Norðursjó. grunni launatilboðs Vinnuveitenda- sambandsins til verkalýðsfélaga en þaö tilboð kveður á um fjögurra pró- senta hækkun. Noregur framleiðir 1,7 milljónir tunna af olíu á dag en það er mesta olíuframleiösla ríkis Vestur-Evrópu að Bretlandi imdanskildu. Þessi framleiðsla gefur af sér rúmlega 27 milljónir dollara daglega. Hugsanlegt verkfall hefur þegar haft víðtæk áhrif því síðustu daga hefur olíuverð á alþjóðamarkaði hækkað. Reuter Kamerún: Forsetinn heitir fjölflokkakerfi Forseti Kamerún, Paul Biya, hefur gefið í skyn að fljótlega megi búast við að íjölflokkakerfi verði innleitt í landinu. Á flokks- þingi sijórnarflokksins sagði Biya að í Kamerún væri „nútíma- legt lýðræði" á næsfii grösum og að flokksfélagar gerðu rétt í að undirbúa sig undir undir sam- keppni á stjórnmálasviðinu. Lýðræðisflokkur Kamerún hef- ur verið undir vaxandi þrýstingi að koma á fjölflokkakerfi. Sérs- taklega hafa enskumælandi ibúar þessarar fyrrum ffönsku ný- lendu sótt fast á lýðræðislegar umbætui- í landinu. Biya tilkynnti i gær um aörar lýðrteöislegar umbætur. Til dæmis hefur frelsi Qölmiðla verið aukiö og banni á pólitiskar sam- komur verið aflétt að hluta tiL Stjórnarskrá Kamerún heimilar starfsemi annarra flokka en stjórnarflokksins en í landinu hefur aðeins verið einn flokkur við.völd frá því nokkrum árum eftir að Kamerún hlaut sjálfstæði fráFrökkumáriöl960. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3.0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 3-4 Ib.Sb,- 6 mán. uppsögn 4-5 Sp Ib.Sb 12mán. uppsógn 4-5.5 - Ib 18mán. uppsögn 11 lb Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir Sértékkareikningar 3.0 nema Ib Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.Ö Ailir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Innlánmeðsérkjörum 2.5-3.25 Sb Ib Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7-7.25 Lb.Sb Sterlingspund 13.6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6.75-7.5 Lb Danskar krónur 9.25-10.75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13.5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Ailir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16.5-17.5 Bb Utlan verötryggð . Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb Utlán tilframleiðslu Isl. krónur 13.75-14.25 Bb SDR 10.75-11 Bb Bandarikjadalir 10.10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9.9-10,5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. júni 90 14.0 Verðtr. júní 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúni 2887 stig Lánskjaravisitala júli 2905 stig Byggingavisitala júni 545 stig Byggingavisitala júni 170,3 stig Framfærsluvisitala júni 145,4 stig Húsaleiguvisitala hækkar 1,5% l.iúli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4.948 Einingabréf 2 2.699 Einingabréf 3 3.260 Skammtímabréf 1.675 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2.153 Kjarabréf 4.903 Markbréf 2.603 Tekjubréf 2,009 Skyndibréf 1.467 Fjólþjóðabréf 1.270 I Sjóðsbréf 1 2.383 Sjóðsbréf 2 1,754 Sjóðsbréf 3 1.663 Sjóðsbréf 4 1.413 Vaxtarbréf 1.6820 Valbréf 1.5810 Fjóröungsbréf 1.025 islandsbréf 1,025 Reiðubréf 1.015 Sýslubréf 1.026 Þingbréf 1,024 öndvegisbréf 1.023 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 462 kr. Flugleiöir 180 kr. Hampiójan 162 kr. Hlutabréfasjóður 154 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr. Eignfél. Alþýðub. 115 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 157 kr. Eignfél. Verslunarb. 135 kr. Oliufélagið hf. 467 kr. Grandi hf. 168 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 500 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.