Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 27
.39 LAUGARDAGIJR 30. JÚNÍ J990. Lífsstíll Tákn Moskvu. Kirkja heilags Basils sem ívan grimmi lét reisa fyrir sig. Til að koma i veg fyrir að fallegri kirkja yrði byggð lét ívan stinga augun úr byggingameisturunum. Konurnar standa í biðröð með passana á lofti og gjald- í þessum gossjálfsölum nota allir sama glasið. Gler- kerinn reiknar allt með gömlu talnagrindinni. glasið er fyrst þvegið vandlega i þar til gerðri vatns- sprænu og síðan fyllt af gosi. Þegar búið er aö drekka úr glasinu er þvi skilað á sinn stað. Utlendingar geta hins vegar versl- að í svo kölluðum doliarabúðum eöa Beriozkum. Þar er vöruskortinum ekki fyrir að fara og hægt að kaupa vestrænt tóbak og áfengi, ýmis konar minjagripi og mat. Svartamarkaðsbrask Hið sovéska þjóðfélag er gegnsýrt af mútum og svartamarkaðsbraski. Árið 1989 jukust glæpir um 31,8% um öll Sovétríkin og jafnvel meira í stór- borgum eins og Leningrad og Moskvu. Á Arbat, aðalgöngu- og verslunar- götunni í Moskvu lítur lögreglan í hina áttina á meðan sovéska mafían athafnar sig og „íþróttastrákamir“ berja og ræna götusalana. Alls staðar er fólk sem vill selja eitthvað undir borðið fyrir dollara eða skipta peningum. Hið almenna opinbera gengi rúblunnar er um það bil 1 dollari á móti 6 rúblpm. Á svarta markaðinum er hins vegar hægt að skipta 1 á móti 12 og allt upp í 20 eft- ir því hve glúrinn ferðamaðurinn er. Ásóknin í gjaldeyri er gífuleg enda er hægt að kaupa allt, og þá meina ég ALLT, fyrir dollara. Ólöglegir götusalar, mest kornungir strákar, bjóða stolinn hermannafatnað og hermannaúr, merki, fána og jafnvel hríðskotarifíla til sölu. Þegar dollurunum er veifað opnast allar dyr. Það sem áður var ófáanlegt býðst nú með bukti og beygjum. Kampavín og kavíar, þjónusta karla sem kvenna, eiturlyf og allt hvaö eina. Ferðir Ódýr borg Ferðamaður í Moskvu er milljóna- mæringur. Það kostar 30 aura í neð- anjarðarlestina sem er mjög góð og hkist stundum meira listasafni en neðanjarðarkerfi. Fyrsti kílómetrinn í leigubO kostar 4 krónur og 2 krónur bætast svo við fyrir hvern auka kíló- metra. Geisladiskar kosta 100 krónur og mjög góð þriggja rétta máltíð með öllu því víni sem hægt er að torga kostar kannski um 500 krónur - svo lengi sem borgað er í rúblum því dollaraveitingastaðirnir eru með mun hærra verð. Á það ber hins veg- ar að líta að meðallaun Moskvubúa eru frá 1500-2000 krónur á mánuði. Allir bílar leigubílar Húsnæðisvandinn í Moskvu er gíf- urlegur. Fólk fer því aðeins á biðlista hins opinbera að hver einstaklingur hafi minna en 5 fermetra húspláss. Ef þriggja manna fjölskylda býr í 20 fermetra húsnæði kemst hún aldr- ei á listann. En björninn er ekki unn- inn við að komast á biðlistann því þá tekur við um það bil 10 ára bið eftir húsnæði. Takist Moskvubúa að komast yfir nægan gjaldeyri er hugsanlegt að hann geti fengið íbúð eða bíl. Af þess- um sökum reyna margir að bjarga sér með svartamarkaðsbraski. Það má til dæmis segja að í Moskvu séu allir bílar leigubílar. Það er ein- faldlega hægt að stinga út hendinni og veifa í nálægan bíl. Bíleigendur ná sér nefnilega gjarna í aukapening með því að keyra gegn gjaldi - oftar en ekki dollurum. Gjafir og greiðar Sovétmönnum finnst gaman að gefa litlar gjafir og fá í staðinn eitt- hvað smáræði frá heimalandi ferða- mannsins. Það er mjög algengt að skiptast á gjöfum og því er betra að hafa alltaf við hendina einhverja smáhluti, svo sem límmiða, barm- merki, tyggjó eða vestrænar sígarett- ur. Einnig biður fólk stundum hæ- versklega um einhvern greiða sem ferðamaðurinn á yfirleitt gott með að uppfylla. Heimspekistúdent vant- ar tvær bækur sem ófáanlegar eru í Sovétríkjunum og biður okkur vin- samlegast um að kaupa þær og sendá sér. Spænskustúdent langar til Spán- ar en vantar heimboð og biður um aðstoð. Strangar reglur gilda um ferðalög Sovétmanna. Viðkomandi verður að fá formlegt heimboð frá einhveijum búsettum í landinu sem ferðast á til. Ferðamálaráðuneytið verður síðan að samþykkja heimboðið og veitir þá leyfi í allt aö tvo mánuði. Hins vegar geta Sovétmenn ein- ungis skipt peningum einu s'nni á ári og þá eingöngu upphæð sem sam- svarar 200 dollurum eða um 12 þús- und íslenskum krónum. Hvorki er hægt aö ferðast langt né mikið fyrir þann aur. „Viljum ekki kommúnisma" Breytingarnar í Sovétríkjunum .gerast of ört fyrir regluveldið. Það riöar til falls um leið og kommúnism- inn. Þeir sem framfylgja eiga reglun- um eiga erfitt með að fylgjast méð breytingunum og fólk veit varla leng- ur hvað má og hvaö ekki. Með glasnost (frjálsræþi) eru Moskvubúar þó orðnir óhræddir aö gefa sig á tal við ferðamenn. Almennt er fólk mjög vingjarnlegt og vill allt fyrir mann gera. Það kemur á óvart hvað fólk er til- búið til að ræða opinskátt um ástand- ið. „Sovétríkin riða á barmi bylting- ar. Annaðhvort tekur herinn völdin eða að almenningur fær nóg og rís upp í borgarabyltingu," spáir Júríj, rússneskur blaðamaður. Hann heldur áfram. „Markmið Gorbatsjovs var aldrei að koma á almennilegu lýðræði. Hann vildi að- eins skreyta gamla kerfiö með nýjum slagorðum. Ef hann myndi fram- kvæma allt sem hann hefur sagt þá væri hann að fella það tré sem hann situr á sjálfur. Því hver þarf á ein- ræðiskommúnistaflokki að halda í lýðræðiskerfi?“ Kirill, 18 ára, og Sergei, 16 ára, taka í sama streng, „Gorbatsjov talar mik- ið en framkvæmir minna“. Strákam- ir hafa hins vegar, eins og velflestir Moskvubúar, meiri trú á Borís Jelts- in. „Hann mun hugsanlega byrja að gera eitthvað af viti“. Fólkið í Moskvu er almennt hungr- að í upplýsingar og fylgist vel með á þessum viðsjárveröu tímum í sögu landsins. Ungt fólk er sérstaklega opinskátt og hefur ákveðnar skoðan- ir. „Við viljum ekki kommúnisma,“ segir Dmítríj, tvítugur götusali. „Við höfum fengið nóg af honum.“ Ekki líst honum betur á kapitalíska kerfið. „Rússland á að verða sjálfstætt lýð- ræðisland með nokkurs konar sós- íaldemókratísku kerfi.“ Áhrifamikið og spennandi Sovétríkin eru svo sannarlega að ganga í gegnum miklar breytingar. Þaö kraumar undir niðri og allt getur gerst. Það er áhrifamikið að koma til landsins núna á þessum timamótum, reyna að taka púlsinn og finna hið raunverulega andrúmsloft. Ástandið er hrikalegt en samt er gaman, alveg ótrúlega gaman og spennandi. Og mann langar aftur. Helst strax á morgun. -BÓl Ósviknar „babúskur" eða gamlar konur. Skuplurnar eru ómissandi og4**- innkaupapokinn alltaf við höndina. Utanríkisráðuneyti Sovétrikjanna. Köld og ógnvekjandi bygging. Stalín lét þýska fanga reisa sjö svona skýjakljúfa vitt og breitt um borgina. Gamall og lúinn en greinilega búinn að þjóna föðurlandi sinu vel. Hvað skyldi honum finnast um þær breyt- ingar sem nú eiga sér stað í Sovét- Verslunarhúsið GUM i Moskvu gefur Kringlunni ekkert eftir í íburði en vöruúrvalið er heldur minna. Beðið eftir strætó á bökkum Moskvuár. DV-myndir Ari Sigvaldason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.