Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMlÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Það saxast á fullveldið Við höfum látið öðrum í té hluta af fullveldi okkar. Um minnst af valdaafsalinu hefur verið ágreiningur. Helzt hafa hvalveiðisinnar rætt um, að rétt sé, að íslend- ingar fari úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, ef niðurstöður þess í næstu viku verða ekki eins og þeim þóknast. íslendingar hafa hingað til beygt sig nokkuð eftir nið- urstöðum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Að minnsta kosti hafa hvalveiðar verið stöðvaðar um tíma að tilhlutan ráðsins. Það væri ný vending, ef við hættum þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi, og er ekki líkleg. Hagsmunahópar úti í bæ hóta stundum að bera mál sín fyrir aðila, sem séu æðri íslenzkum stjórnvöldum. Menn hóta að kæra lög Alþingis, gerðir ríkisstjórnar og úrskurði Hæstaréttar. Menn hafa jafnvel unnið mál gegn íslenzka ríkinu fyrir evrópskum dómstóii. Á sínum tíma beittum við vagni Alþjóðadómstólsins í Haag til að ná viðurkenningu á sjónarmiðum okkar í erfiðri þrætu við Breta og fleiri ríki um efnahagslögsögu íslands. Við eigum í stöðugum utanstefnum til erki- biskupa í fjölþjóðadómstólum og Qölþjóðasamtökum. Við látum Norðurlönd ráða lögum hér á landi. Það gerum við með því að þýða lög, sem þar hafa verið búin til, og snúa þeim upp á ísland. Og nú á her manns að fara af stað til að þýða reglugerðir Evrópubandalagsins á íslenzku, svo við heyrum betur erkibiskups boðskap. Um ekkert af þessu hefur verið deilt í alvöru, enda vita menn af raunsæi, að fullveldi smáþjóðar eru tak- mörk sett. Við lifum ekki einangruð á eyju. Við eigum allt okkar undir góðum viðskiptum við umheiminn. Og við verðum með hverju árinu háðari slíkum viðskiptum. Það getur beinlínis verið hagkvæmt fyrir slíka þjóð að spara sér vinnu með því að þýða lög og reglugerðir annarra. Það getur líka verið beinlínis hagkvæmt fyrir slíka þjóð að leita skjóls hjá fjölþjóðadómstólum og íjöl- þjóðasamtökum gegn hinum sterku aðilum í heiminum. Það er fleira en viðskipti, sparnaður og nærtækir hagsmunir, sem varpa okkur í faríg aðila, sem taka til sín skerf af fullveldi okkar. Til sögunnar eru að koma nýjar ógnir, sem ekki verður barizt gegn, nema með fjöl- þjóðlegu átaki. Stærsta ógnin er hrörnun jarðar. í þessari viku var staðfest á alþjóðlegri ráðstefnu í London, að eyðing ózonlagsins er meiri og hættulegri en áður var gert ráð fyrir. Stjórnmálamenn á ráðstefn- unni virtust átta sig á, að þjóðir heims verða að taka höndum betur saman til að stöðva þessa eyðingu. Ólíklegt er, að standi á íslendingum að leggja sitt af mörkum. Þegar hefur verið ákveðið að draga hér á landi hraðar úr notkun ózoneyðandi efna, svo sem freons í úðabrúsum og halons í slökkvitækjum, en gert er ráð fyrir í Qölþjóðasamningi, kenndum við Montreal. Við þurfum einnig að leggja hönd á plóginn til að byggja upp fjölþjóðasamstarf gegn gróðurhúsaáhrifum koltvísýrings. Þótt málið sé enn ekki fullsannað, má þó ljóst vera, að ekki er gott að verða vitur eftir á. Af örygg- isástæðum þurfum við að draga úr koltvísýringi. Eitt ægivaldið að utan, sem við stöndum andspænis, er Evrópubandalag Evrópu. Ef við göngum í það, látum við af hendi nokkuð af fullveldi okkar til viðbótar við fyrra afsal á ótal sviðum. Sumir segja, að það sé eina leiðin til að láta af vitfirringarstjórn í landinu. Ef íslenzkir þjóðarleiðtogar halda áfram að ofstýra landinu út í óreiðu, endar það með, að þeir og þjóðin neyðast til að fela Evrópubandalaginu að leysa hnútinn. Jónas Kristjánsson Bandarisk fjár- málastefna er orð- in háð Japönum Uppboðsgossiö a opinberu uppboði í Miami í fyrri viku var ekki af verri endanum. Þar komu undir hamarinn 1440 Baccarat kristals- glös, gullbryddur borðbúnaður, silfurhnífapör í kílóatali, Limoges postulín, Tiffany öskubakkar, vindlarakastillar, vínvagnar úr mahoní, osta- og tertuvagnar með silfurhjálmum og mætti svo enn lengi telja. Bandaríkjastjóm var þarna að koma í verð búnaði úr matstofu sparistjóðsstjómar Cen- Tmst. Þessi stærsti sparisjóður Flórída komst í opinbera eigu við tveggja milljarða dollara gjaldþrot fyrirtækisins. íburðurinn og óhófið í stjóramat- stofu CenTrust er önnur hliðin á græðgi og ófyrirleitni gróðafíkla Reagan-áranna. Hin er að slökun á eftirliti og kröfum til heilbrigðs rekstrar hefur orðið til þess að gjaldþrota sparisjóðir skipta hundruðum um allt land. Ríkið ábyrgist innstæður í þeim allt upp að 100.000 dollurum. Skellurinn fyrir ríkissjóð Banda- ríkjanna, og þar með skattgreið- endur, er stórkostlegur. Brady fjár- málaráðherra nefnir upphæðina 130 milljarða dollara, eftirlitsskrif- stofa þingsins með ríkisfjármálum 325 milljarða, og þegar vextir af lánsfé til aö greiöa spariijáreigend- um réttmætar kröfur eru taldir með kemst heildarupphæðin í 500 milljarða. Var þó vandi bandaríska ríkis- sjóðsins nægur fyrir. Samkvæmt Gram-Rudman lögum um að mjaka niður greiðsluhalla, má hann ekki fara yfir 64 milljarða dollara á fjár- lögum fjárhagsársins sem hefst 1. október. Fjárlagastofnun áætlar upphæðina 160 milljarða. Gengi það eftir kæmi samkvæmt Gram- Rudman til sjálfkrafa, flatur niður- skuröur á fjölda viðkvæmra fjár- lagaliöa. Ut af þessu óskaði George Bush forseti eftir viðræðum við þingleið- toga um úrræði til að þoka fjárlaga- hallanum niður á viö. Fundir hóf- ust í apríl, en lengi vel gekk hvorki né rak. Demókratar hafa meirhluta í báðum þingdeildum. Þeim er ríkt í minni hve djúgan þátt í sigri Bush í síðustu forsetakosningum átti vígorð hans: „Lesið af vörum mín- um: Enga nýja skatta." Tortryggðu leiðtogar demókrata forsetann um að vilja koma á þá ábyrgðinni á frumkvæði að skattahækkunum og ólu ummæli sumra nánustu sam- starfsmanna Bush á þeirri skoðun. Nú hefur Bandaríkjaforseti tekið af skarið. Flokksbræörum sínum á Erlend tíðindi MagnúsTorfi Ólafsson þingi til skelfingar en demókrötum til hugarhægðar hefur hann kveðið upp úr með að frekari skattlagning sé óhjákvæmileg, eigi að koma fjár- lagahallanum niöur í viðráðanlega stærð. En kollsteypu forsetans í skattamálum veldur fleira en þörf- in á að komast í kallfæri við meiri- hlutaflokkinn á þingi um fjárlaga- afgreiðsluna. Þar er ekki síður um að ræða aðlögun af hálfu Banda- ríkjastjómar að kröfum sem stjóm Japans hefur lengi gert til hennar, eigi hún að taka mark á bandarísk- um athugasemdum við áhrif jap- anskrar fjármálastjórnar á við- skiptajöfnuð ríkjanna. Viöræður hófust fyrir ári milli Bandaríkjanna og Japans um ráð- stafanir til að vinna bug á sfjóm- kerfisbundnum viðskiptahömlum. Enska heitið er Structural Impedi- ments Initiative og þar af er dregin skammstöfunin SII. Ein megin- krafa Bandaríkjastjórnar í þessum viðræðum er að Japansstjóm auki stórlega fjárframlög til opinberra frmakvæmda og greiði fyrir að- gangi erlendra aðila aö selja til þeirra efni, tækni og þekldngu. Væru með því slegnar tvær flugur í einu höggi, bæði aukið á eftir- spurn á heimamarkaði og ýtt undir innflutning. Um árabil hefur halh Bandaríkjanna á vöruskiptareikn- ingi við Japan verið um 50 milljarð- ar dollara á ári. Svar Japana við málatilbúnaði Bandaríkjamanna hefur um lang- an aldur verið að Bandaríkjamenn yrðu aö lagfæra eigin ríkisbúskap og þjóðfélagshætti á ýmsum svið- um, æth þeir sér að ná þeirri sam- keppnishæfni sem nauðsynleg er á nútíma hátæknimarkaði. Brýnast sé að hemja hallann á ríkisbú- skapnum. Honum er mætt með er- lendum lántökum, aðallega frá Japan. Th að laða að erlent fjár- magn th að geta lifað um efni fram verða bandarísk stjórnvöld að halda uppi háum vöxtum. Þeir ýta svo undir hágengi Bandaríkjadoll- ars, sem aftur torveldar útflutning frá Bandaríkjunum, fyrir utan hví- líkar drápsklyfjar hágengi helstu lánsmyntarinnar leggur á þjökuð þróunarlönd. Bandaríkjastjórn verður að ijúfa þennan vítahring með því að leggja tíl atlögu við fjárlagahallann, segja Japanir. Eha koma engar ráðstaf- anir af japanskri hálfu að haldi. Það bar svo upp á sama daginn nú í vikunni að Bush forseti gekk th fylgis við skattahækkanir, hvað sem kosningaloforðum leið, og samningamenn Japana í Sll-við- ræðum í Tokyo komu verulega th móts við bandarísku kröfuna um aukin fjárframlög Japana til opin- berra framkvæmda. Á undan var farið símtal þeirra Bush og Kaifu forsætisráðherra. Hér með eru tímamót staðfest. Bandaríkin hafa ekki lengur við- skiptalegt bolmagn til að reka fjár- málastefnu eftir eigin höfði forset- ans, heldur eru nauðbeygð að taka thlit th sjónarmiða helsta lánar- drottins síns, Japans. Þetta er í samræmi við önnur tímanna tákn, th dæmis kom á daginn við uppgjör eftir síðasta ár að þá fór Japan fram úr Bandaríkjunum í fyrsta skipti og varð hæst á blaði allra í framlög-. um th annarra ríkja og er þar eink- um um þróunaraðstoð að ræða. Þegar gætir þess í Bandaríkjun- um að ekki er öhum rótt yfir hverja stefnu styrkleikahlutfoll Banda- ríkjanna og Japans á efnahagssviði hafa tekið. Komið er út eða á leið- inni flóð bóka, sem eru ákaflega neikvæðar í garð Japans og alls sem japnaskt er. Engu er líkara en verið sé að búa th nýjan óvin í al- menningsálitinu, nú þegar kalda stríðiö við Sovétríkin fjarar út. Framlag stjómmálafræðiprófess- orsins George Friedmans við ann- an mann nefnist „Annað banda- rísk-japanska stríðið" (The Second U.S.-Japanese War) og virt forlag, St. Martins Press, gefur út. Svo skýrir New York Times frá því aö hlerunarfyrirtækið NSA, mannflesta leyniþjónustustofnun Bandaríkjanna með stöðvar víða um heim, ráðgeri að snúa sér frá njósnum um hemaðarstarfsemi Sovétmanna að iðnaðar-, tækni- og viðskiptanjósnum um keppinauta Bandaríkjamanna, Japam auðvit- að í fremstu röð. Magnús T. Ólafsson Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, hefur sett sér að styrkja veika stöðu sina i stjórnarflokknum með þvi að komast að viðunandi niðurstööu fyrir Japani í viðskptaerjunum við Bandaríkjastjórn. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.