Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. 13 varla ofan í sig með þessum litla búskap og það má ekkert bregðast þá er hungursneyðin á næsta leiti. Annar flokkur manna er landbúnaö- arverkamenn sem búa við hörmuleg- ar aðstæður. Býlin eru í eigu hvítra og eru risastór. Ég get nefnt eitt bý- hð sem er á stærð við Holland. Þess- ir ríku bændur hafa svarta fyrir vinnudýr og þeir búa í algjörum hreysum. í bæjum eru sér hverfi fyr- | ir þá svörtu. Höfuðborgin, Wind- houk, hefur sérstakt hverfi fyrir svarta sem nefnist Katutura og það þýðir á máh innfæddra „við viljum ekki vera héma“. Svartir bjuggu áð- ur í borginni en vom fluttir nauðug- ir í þetta úthverfi. Þar em lítil hvít múrsteinshús sem fólkið verður að leigja fyrir okurverð. Þetta em ókynt hús og núna um hávetur er 8 stiga frost á nóttunni. Enn einn flokkurinn er farandverkamenn sem búa yfir- leitt í verbúðum og sofa á steinkoj- um.“ Við höfnina í Walvis-Bay en það er Dóra segir að hvíta fólkið lifi ekkert ólíkt íslendingum en svartir séu ann- eina hafnaraðstaðan fyrir Namibíu- ars flokks og njóti ekki sömu kjara í Namibíu. menn. Vandamálið er að S-Afríku- menn hafa eignað sér staðinn og vilja ekki láta hann af hendi. Skipið í gíslingu Dóra býr í höfuðborginni, Wind- houk, en segir það óþægilegt þar sem hún sé inni í miðju landi. „Við mun- um búa niðri viö sjó þegar verkefnið fer í gang en öh stjórn mála er í Wind- houk. Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir að verkefnið geti hafist núna í júh og það er skipið en Suður- Afríkumenn tóku það í gíslingu og hafa ekki viljað sleppa því. Skipið var gert út frá Höfðaborg af S-Afríku- mönnum fyrir Namibíumenn. Af- hending átti að fara fram við sjáif- stæðið 23. mars sl. en ekkert gerðist. Mikh blaðaskrif hafa verið að undan- fornu vegna þessa máls í Namibíu en S-Afríkumenn neita að ræða mál- ið frekar nema þeir fái kvóta í land- helginni og sitthvað þess háttar sem Namibíumenn eru ekki thbúnir th að gefa eftir,“ sagði Dóra. „Eini aimennhegi hafnarbærinn í Namibíu er Walves-Bay sem S-Afr- íkumenn ákváöu að eigna sér. Þeir keyptu þetta land af Bretum fyrir mörgum árum og nú neita þeir að afhenda Namibíumönnum það. Við verðum hins vegar að nota þennan stað til útgerðar en það hefur vissa erfiðleika í för með sér því það þarf áritun til að komast inn í Walves- Bay. Okkur hefur verið gert erfitt fyrir með að fá áritun að undan- förnu. Maður veit því ekkert hvemig máhn fara.“ Þegar Namibíumenn fengu sjálfstæói 23. mars sl. mál- j Katatura, fátækrahverfi höfuöborgarinnar í Namibiu. uðu þeir meðal annars þennan vegg í fátækrahverfinu Katatura í höfuðborginni Windhouk. Á réttri hillu - Hvemig datt þér í hug að fara út í þetta nám á sínum tíma? „Ég sótti um í þeirri fullvissu að ég kæmist ekki inn því það var mjög erfitt. Fyrst fékk ég neitun en þegar einhver datt út komst ég inn. í fyrst- unni haföi ég ahtaf hugsað mér að taka fjölmiðlafræði með þessu námi og nota það th að skrifa um þróunar- löndin. Eftir sem leið á námið gerði ég mér grein fyrir að ekki væri hægt að skrifa um þróunarlönd án þess að hafa verið þar. Þegar ég síðan kom th Grænhöföaeyja rann það upp fyrir mér í fyrsta skipti á ævinni að nú væri ég á réttri hhlu í lífinu. Þetta er það skemmthegasta sem ég hef gert, mest spennandi og ekki síst eitt- hvað sem skiptir máh. Mér finnst Evrópa dofin, þreytt og htt spenn- andi og sama má segja um Bandarík- in en Afríka er opin, margt að gerast og miklar breytingar. Það er svo spennandi að vera hluti af þessari þróun hvort sem hún verður til góðs eða ihs. Fyrir thvhjun hef ég hafnað í starfi sem er eins og sniðið fyrir mig,“ sagði Dóra ennfremur. Hún segist vera eini starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar sem ekki hafi reynslu af störfum í sjávar- útvegi. „í fyrstu var ég mjög efins um að ég gæti þetta en ég þarf í raun- inni ekki að vita svo mikið um fisk- veiöar þvi mitt starf er aðahega sam- skipti við yfirvöld. Eftir að ég fór aö vinna við þetta hef ég lært margt í sambandi við sjávarútveg. Ég er ráö- in til áramóta en vonast tíl að eftir að ég hef lokið rigeröinni fái ég starf- ið aftur og geti fylgst með verkefninu næstu fjögur árin.“ Undrandi á konunni - Er ekki erfitt að vera kona í þess . starfi? „Það er mjög skrítið og sérstaklega íslensk. Menn í Namibíu eru svo undrandi á því að þeir leyfa mér í rauninni að gera það sem ég vh. Þeir eru margir karlrembusvín en ég læt það ekki á mig fá. Ég veit að þeir eru undrandi en það hefur verið jákvæö undrun. í þessu starfi hef ég nær ein- göngu samband við karlmenn. Ég get varla sagt að ég hafi talað við svarta konu nema tungumálakennara minn. Hvítar konur hafa sýnt þessu starfi mínu áhuga og tahð það spenn- andi en skrítið. I Namibíu eru hvítar konur heimavinnandi. Svartar kon- ur vinna hins vegar hörðum hönd- um.“ - Gætir þú hugsað þér að setjast að í Afríku? „Það gæti ég vel hugsað mér en koma th íslands öðru hvoru. Mér finnst gott að vera þar sem ekki er þetta gífurlega stress eins og hér. ís- lendingar telja sig ávallt vera nafla alheimsins. Það á betur við mig að vera í stóru þjóðfélagi sem telur sig ekki neitt númer. Hér finnst mér ég ahtaf vera á hlaupum og stressast með öhum öðrum. Ég skh ekki núna hvemig hægt er að vera svona stress- aður ahtaf,“ segir Dóra Stefánsdóttir þróunarráðgjafi sem sannarlega hef- ur breytt um lífssth. - En hefur hún rekist á einhveija íslehdinga í Namibíu? „Já, ég fór í sund einn daginn og var að synda yfir laugina þegar ég heyrði böm tala íslensku. Ég trúði varla eigin eyrum en spurði út í loft- ið hvort íslendingar væru þama. Já, svöruðu bömin og köhuðu á föður sinn. Þá var hann starfsmaður frið- argæslu Sameinuðu þjóðanna og haföi búið þarna í eitt ár. Ég heim- sótti þau hjónin, sem heita Halldór Hhmarsson og Guðrún Ingimundar- dóttir, um kvöldið og haföi eftir það mikið samband við þau. Ég hugsaði með mér: Alls staðar eru Islending- ar.“ -ELA Vísnaþáttur Lygasagna fæðist fans „Sannleikurinn er fljót sem skiptist í tvennt og sameinast síðan aftur. íbúar á eynni milh ánna deha ævi- langt um hvor kvíshn sé aðaláin." Það er enskur rithöfundur sem hefur komist svo spaklega að orði og hefur að líkindum verið búinn að velta málinu vel fyrir sér áður en hann komst að þessari niður- stöðu. En einhver hefur haldið því fram að sannleikur eins væri ann- ars lygi, enda skiptir miklu máh frá hvaða sjónarhomi horft er. Ekki era stjómmálamennimir okkar í miklum vafa um að þeir hafi rétt fyrir sér þótt þeir séu sjaldnast sammála um hlutina, þar rekur sig oft eitt á annars hom. Ekki virðist sannleiksástin hafa átt frekar upp á pahborðið hér áður fyrr. Einar Andrésson í Bólu: Sýnist þurrð á sannleiknum þó sé th nóg af hinu, fijúga sögur ýktar um oft í skammdeginu. Einar Sveinn Frímann á Norðfirði orti um og th kunningja síns: Um aldarfjórðung ævi hans af eigin reynslu get ég sagt, að ekkert gott th máls né manns man ég th hann hafi lagt. . Daglega hef ég dáðst aö þér fýrir dugnað þinn á landi og sjó. í hjáverkum þó enginn er ötiilh að bera róg. Og varla hafa þeir sem fengu eftir- farandi vitnisburð hjá Sigurði Gíslasyni verið hátt skrifaðir á sín- um heimaslóðum: Um alla á bak hann yrkir niö, eins og grannar heyra. En mærðartungan mjúk og bhö malar lof í eyra. Hurðarskrár hún hlustar við, horfir á og kjagar. Hún er að sjá um siöferðið segir frá - og lagar. Þessu fylgir svo ráðlegging frá Sig- urði sem tæplega er unnt að mæla með. En þeir era th sem kunna aðferðina: Hjalaðu dátt en hyggðu flátt, heiðurs mátt ef þráir. Skríddu lágt og sviktu sátt, svo að hátt þú náir. Jóhann Garðar Jóhannsson virðist hafa orðið fyrir barðinu á einum slefberanum eftir visu hans að dæma. Þú hefur vakið meinin mín, mig th saka krefur. Slúðurs akuryrkjan þín engin takmörk hefur. Og Júlíus Jónsson hefur svipaða sögu að segja: Þú hefur ahtaf unnið mér hlt í flestum greinum. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Minna gott að þakka en þér þarf ég ekki neinum. Ama Kristóferssyni hefur verið vel ljóst hvers sökin var: Lygasagna fæðist fans, fláttskap margir þrófa. Leiti er á leið hvers manns, lifir ennþá Gróa. Og líklega hefur Kristmundi Þor- leifssyni fundist framferði fólks hreint yfirgengilegt þegar hann kvað: Það er meira en margur veit af mönnum sem aö ljúga, bera róginn sveit úr sveit - sæhr þeir sem trúa. Konráð Júhusson, verkamaður á Patreksfirði, kynnir nýjum ábú- anda ástandið á eftirfarandi hátt. Aht hér færðu áht mitt, er það skráð á miðann: Bitið mun í bakið þitt, búöu þig undir sviðann. Lygin fer í lofti hröð, lífguð fréttasnilh, endumýjuð stöð frá stöð stórbændanna á milh. Kona úr Skagafirði varð áheyrandi að baktali og kvað: filt er rætt um ýmsa menn, að því hníga margföld rök. Gróa á Leiti á sér enn í eðh sumra haldgóð tök. Steinbjöm Jónsson frá Háafelh tel- ur þó að th séu þeir sem taki henni fram: Ennþá sagan sú er ný, svo sem fyrr á dögum, Gróu mátar Mörður í mannlífs slúðurssögum. Líklega hefur það verið karlkyns Gróa sem fengið hefur þessa kveðju frá Bjarna Jónssyni frá Haugsnesi: Vanur slarki vansæmdar vinnuþjarkur rógburðar, annar Karkur ótryggðar ei sér mark til betranar. Ókunnur höfundur: Fals og lygi fæst ávaht, flónin vaða reykinn. Gróusögur ganga um aht, grátt er margur leikinn. Og þá er hér úttekt Karls Kristjáns- sonar alþingismanns á ástandinu. Nefnist hún Aldarfarslýsing: Ihverka til er ahra bragða neytt. Yfirgangs og svika magnast kraftur. Mannskepnunni miöa virðist greitt frá mennskunni til vilhdýrsins aftur. Og loks er hér þörf áminning frá Sigurði Jónssyni á Arnarvatni: Sá hreini grýti ’ana, herrann kvað. Þeir hikuðu við að gera það. En seinna varð það að sannri hst. - Og sá er nú mestur sem grýt- ir fyrst. , Toríí Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.