Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 30. JLJNÍ 1990. 15 ' *> >s ^/> ; ■ ■ ** *« Í&KípS v>/' , "■......i DV-mynd GVA Riddarar og kóngafólk Þjóðin hefur legið í fótbolta og kóngafólki að undanfómu. Vart líður svo dagur að ekki sé sparkað í þrjár tdl fjórar klukku- stundir í sjónvarpinu. Mitt í þeirri orrahríð kom svo náfrænka allra sannra íslendinga, Elísabet Breta- drottning, til landsins og skoðaði íslensk hross og hunda. Sem betur fer var drottningunni ekki boðið norður fyrir heiðar þar sem erlendir ferðamenn litu út úr tjöldum sínum morgun einn í vik- unni og héldu að jólasnjórinn væri kominn. Elísabetu vel tekið Ekki verður annað sagt en lands- menn og veðurguðir hafi tekið El- ísabetu og Fihppusi, manni henn- ar, vel. Almenningur fylgdist með komu drottningar og skammri dvöl henn- ar hér af áhuga og ekki var laust við að drottningin sýndi á sér al- þýðlega hlið sem íslendingar kunna vel að meta. Hún heilsaði til að mynda upp á almenning í hjarta Reykjavíkur, við Tjömina, nánast eins og vel æfður stjómmálamaður á kosningaferðalagi. Þótt íslendingar hafi sjáifir valið sér það hlutskipti að vera lausir við kóngafólk er engu að síður umtalsverður áhugi meðal lands- manna á erlendum kóngum og drottningum, prinsum og prinsess- um og hvað þetta nú heitir allt sam- an. Sá áhugi birtist meðal annars í þeirri staðreynd að vel er fylgst hér með fréttum af athöfnum og ástandi konungsfjölskyldna álf- unnar. Þannig er það reyndar einn- ig í nágrannalöndum okkar. Kóngafólkið er hluti af stjörnu- gengi nútímans, líkt og vinsæhr kvikmyndaleikarar eða frægar íþróttastjömur. Tákn um samhengi Annars er kóngafólk út af fyrir sig sérstætt fyrirbrigði á vomm tímum. Þessi arfleifð frá hönum öldum er fyrst og fremst form án innihalds. Kóngafólkið prýöir sig ölium ytri táknum þeirra vaida sem þaö hefur fyrir löngu misst í hendur lýöræðislega kjörinna full- trúa - stjórnmálamannanna. Nú á dögum er kóngafólk því fyrst og fremst tákn um samhengið í sögu þjóöar. í ríkjandi konungi eða drottningu finnur þjóð, sem annars er ansi sundurleit, einnig sameiningartákn. Áður fyrr fóm konungar fyrir fylktu hði landa sinna gegn kon- ungum nálægra ríkja. Þjóöimar tókust á um auðlegð og völd á víg- vellinum. Riddarar gengu í þjón- ustu konunganna í von um frægð og frama. Riddarar knattspyrnunnar Um þessar mundir fara átök þjóð- anna fram á knattspymuvöhum ítahu. Þeir, sem á miðöldum hefðu freistað gæfunnar sem riddarar konunga, fara nú fyrir löndum sín- um í keppninni um heimsmeistara- titihnn í fótbolta. Maradona og Miha, Gulht og Baggio, Stojkovic og Schillaci, Matheus og Völler og hvað þeir nú heita ahir saman eru sannkallaðir arftakar Lancelots og Rolands og annarra sögufrægra riddara sem lifað hafa í munn- mælum og sögum um aldir. Þessir knattspyrnuriddarar eru engu minni hetjur í augum ungu kyn- slóðarinnar í dag en riddarar mið- alda voru í augum þeirra sem voru uppi fyrir hundruðum ára. Þær þjóðir, sem náð hafa svo langt að eiga landslið á Ítalíu, standa hreinlega á öndinni þegar þessir kappar ógna marki andstæð- inganna. Og áhangendur stórstima knattspyrnunnar um ahan heim em gripnir sama æði. Sérhvert mark, marktækifæri sem ekki er nýtt, brot sem er dæmt eöa ekki dæmt, snihdartaktar og mistök kappanna - allt þetta hrærir í til- finningum okkar þótt það sé ef th viU í meira hófi en meðal keppnis- þjóðanna sjálfra. Þjóðremba Þótt skipulega hafi verið unnið að því frá lokum síðari heimsstyrj-' aldar að draga úr þjóðemisstefnu og hvetja tU samvinnu og sammna ríkja, blundar þjóöemistilfmning enn í flestum þjóðum og gýs upp einmitt þegar menn sameinast í átökum við aðra þjóð eða þjóðir. Við íslendingar ættum að þekkja þetta vel frá atburðum síöustu ára- tuga. Sérhvert þorskastríð við Breta kveikti þannig eldheitar þjóðemistilfmningar í bijóstum Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson, aðstoðarritstjóri landsmanna sem umhverfðust í „sanna íslendinga" vegna barátt- unnar við Bretana vondu og vom tíl í nánast hvað sem var. Svipaður þjóðaræsingur greip um sig í Bretlandi í svonefndu Falklandseyjastríöi við Argentínu- menn fyrir nokkmm árum. Það er nefnilega gmnnt á ofstækinu jafn- vel í vel menntuðu og skynsömu fólki. Það er því ánægjulegt þegar þjóð- remban fær útrás með thtölulega saklausum hætti eins og í fótbolta- stríðinu á Ítalíu. Þar er nefnilega ekki gripið til annarra vopna en sparka og hrindinga og svona ein- staka hráka þegar mikið liggur við. Enn sem komið er að minnsta kosti. Þó er auðvitað aldrei að vita nema úrsht í knattspymuleik geti haft alvarlegri afleiðingar í fór með sér. Fyrir nokkrum árum skall tíl dæmis á alvömstríð mihi tveggja grannríkja í Mið-Ameríku eftir landsleik í knattspymu. Það getur svo sem allt gerst í þessum heimi. Annars hefur fótboltinn á ítahu enn einu sinni sýnt hversu aht er í heiminum hverfuht og skammt milli fahs og frama. Þannig ríkir þjóðarsorg í Brasilíu en þjóðhátið á írlandi, í báðum tilvikum út af einu einasta marki. Jörðin lítið þorp Heimsmeistarakeppnin á Ítalíu er einn þeirra atburöa sem tækni- undur síðustu ára færir inn á mhlj- ónir heimila um víða veröld um leiö og þeir gerast. Þegar Miha hinn kamerúnski leikur sér að því að skora hjá andstæðingunum, og kemur knattspyrnusérfræðingum sjónvarpsins alltaf jafnmikið á óvart, sjáum við þá snilldartakta hér norður á hjara veraldar um leiö og áhorfendurnir á ítalska knattspyrnuvellinum - og reyndar betur vegna ólíkra sjónarhorna margra myndavéla og sífehdra endursýninga. Þessu tökum viö eins og sjálf- sögðum hlut þótt slíkt návigi heimsbyggðarinnar við einstaka atburði hafi veriö tæknilega ófram- kvæmanlegt fyrir aðeins fáum árum. Það er reyndar merkhegt, og dæmi um ríka aðlögunarhæfni mannsins, hversu fljótt byltingar- kenndar breytingar verða hvers- dagslegar. Fótboltinn á ítahu er auðvitað nýjasta og gleggsta dæmiö um þá staðreynd, sem McLuhan kom orð- um að svo skemmthega á sínum tíma, aö á örfáum árum hefur tæknibyltingin gert jörðina að litlu þorpi. Við eru öh nágrannar. Aukin velmegun Gæðunum er vissulega afar mis- skipt í þorpinu Jörð. Ahsnægtir við aðalgötur en örbirgð við öngstræti. Þrátt fyrir allt miðar þó fram á veg en ekki afturábak. Velmegun er almennari nú en fyrir aðeins fáeinum áratugum. Sú sókn th bættra lífskjara mun halda áfram. Á næstu árum verða stórfelldustu framfarirnar á því sviði líklega í þeim Austur-Evrópuríkjum sem hrista endanlega af sér þá hlekki efnahagslegs einræðis sem haldið hafa lífskjörum í lágmarki. Framþróunin mun einnig halda áfram í öðrum heimshlutum. Það mun hins vegar ekki koma í veg fyrir ógnir hungurs og vannæring- ar í löndum eins og Eþíópíu þar sem saman fer eymd stríðs og ein- ræðis. Slíkar hörmungar, sem eru fyrst og fremst af mannavöldum, munu áfram dynja yfir ólánssamt fólk sem veröur leiksoppur meira og minna geðbilaðra valdastreitu- manna. Ógnin mesta Síðustu áratugina hefur kjam- orkuvígbúnaðurinn verið sameig- inleg ógn jarðarbúa. Kjarnorku- vopn risaveldanna hafa hangið eins og Damoklasarsverð yfir þjóð- um heims og gera reyndar enn. Þótt stórveldin hafi vissulega náð samkomulagi um að draga úr her- afla sínum og vopnuð átök þeirra á mhh séu nú afar ólíkleg eru kjamorkuvopnin enn margfalt fleiri en dugar th að eyða öhu lífi á jörðinni. Enn hættulegra er þó að mörg ríki, þar sem öfgamenn fara meö völd, hafa þegar komið sér upp kjamorkuvopnum eða eru að því. Samt bendir margt th þess að ógnin mesta, og sú sem snýr að öllum jarðarbúum, sé af öðmm toga. Þar er átt við þá tímasprengju sem margir vísindamenn telja að fehst í eyðheggingu okkar á um- hverfmu. Ósonlagið þynnist. Iðn- aðarm'engunin drepur gróðurinn. Regnskógimum er smám saman eytt. Þótt vísindamenn séu ekki á einu máh um hversu fljótt þessi eyði- legging breyti lífsaðstæðum á jörð- inni, né hversu mikh sú breyting verði, eru flestir á einu máh um að hættan sé mikh. Það er svo auðvitað einkennandi fyrir mannskepnuna að þessi mesta ógnun við líf okkar og kom- andi kynslóða er af mannavöldum. Elias Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.