Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. Sigurður Haraldsson, hrossaræktarmaður á Kirkjubæ: Kirkjubæjarhross eru engin br auðhro s s - fer hestlaus á Landsmót hestamanna „Ég hef ákveöiö að vera ekki meö og um ástæður þess vil ég sem minnst segja,“ sagöi Sigurður Har- aldsson, hrossaræktarmaður á Kirkjubæ í Rangárvallahreppi, í samtah viö DV í vikunni þegar ljóst var að hin landsfrægu Kirkjubæjar- hross yrðu ekki með á Landsmóti hestamanna sem hefst á Vindheima- melum í Skagafirði á þriðjudag. Eru velflestir hestamenn á einu máh um að Landsmót hestamanna setji ofan þegar Kirkjubæjarhrossin eru ekki með en sýning á þeim hefur jafnan verið einn af hápunktum undanfar- inna landsmóta. Samkvæmt heimildum blaðsins má rekja afstöðu Sigurðar til óánægju hans með starf hrossadómara und- anfarið og mun hann hafa hafnað að leiða hross sín fyrir dómara Búnað- arsambandsins. En málið snýst ekki aðeins um Kirkjubæjarhrossin. Það eru fleiri en Sigurður sem eru óánægðir með stranga hrossadóma undanfarið, dóma sem haldið hafa hrossum utan ættbókar og utan fyrstu verðlauna flokks og þannig gert hrossaeigendum erfitt fyrir í sölu hrossanna á landsmótinu. Ger- ast þær raddir æ háværari sem vhja úrsögn Félags hrossabænda úr Bún- aðarfélaginu og er uppgjörs að vænta strax í haust. Ræktuð í 45 ár Hann er stæðilegur þessi graðhestur og til alls liklegur þarna úti i guðsgrænni náttúrunni. Sigurður vildi ekki hafa mörg orð um þessi mál er blaðamaður og ljós- myndari heimsóttu hann að Kirkjubæ í vikunni en brást hins vegar vel við þegar talið barst að ræktun Kirkjubæjarhrossanna. Ræktun þeirra hefur vakið athygli hér á landi og erlendis um árabil. „Þessi hross hafa verið ræktuð hér á Kirkjubæ í nær 45 ár. Það var Egg- ert Jónsson frá Nautabúi í Skagafirði sem safnaði rauðblesóttum hrossum saman og hóf síðan skipulega ræktun á Kirkjubæjarhrossum í kringum 1947. Honum entist ekki aldur þar sem hann lést 1955. Þá tók Stefán Jónsson, bróðir hans og gamall skólabróðir minn á Hólum, við en Stefán var þá kennari á Hvanneyri. Stefán bjó á Kirkjubæ þar th hann lést 1965. Tveimur árum síðan keypti ég búið af ekkju Stefáns og hef ræktað Kirkjubæjarhross síðan. Minn ásetn- ingur var og er að halda ræktun hinna rauðblesóttu hrossa áfram eins og gert hafði verið frá 1947 “-' Eftirsótterlendis - Hvað er það sem gerir Kirkju- bæjarhrossin svona sérstök? „Það er þessi rauðblesótti litur. Þá er lögð mikil áhersla á rétta og fagra byggingu, fínlega og mjúka, og eins mikil áhersla á skapgæði. Hrossin . eru sérstaklega skapgóð og auðtamin og sérlega hlýlynd. Þeir eiginleikar gera að verkum að hrossin eru mjög eftirsótt bæði innanlands og utan. Ég á mjög góða viðskiptamenn í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku sem alhr eru famir að rækta Kirkjubæjarhross. í vor heim- sótti mig einn ræktandi hrossanna frá Svíþjóð til að kynna sér bakgrunn hrossanna. Hann varð mjög ánægður með það sem hann sá. Hrossin eru mjög eftirsótt erlendis þar sem þau hafa sérstaklega gott orð á sér fyrir fegurð í byggingu og góðan feld. Varðandi feldinn er merkilegt að geta þess að títt skapast erfiðleik- ar með íslenska hesta erlendis vegna sumarexems af völdum flugu. Er- lendir vinir mínir segja mér hins vegar að Kirkjubæjarhross fái ekki sumarexem á sama hátt og önnur hross, þau verjist því mun betur. Það er vegna þess að þau hafa svo góðan feld, fínan og þétthærðan. Hins vegar fá íslensk hross, sem fædd eru ytra, ekki þetta exem.“ Yngstu synirnir hjálpa til Sigurður er með 40 hryssur í rækt- unarstofni, hryssur sem eru í því að eiga folöld. Graðhestarnir eru þrír einn aðalgraðhestur og svo tveir yngri til skoðunar eða tilrauna. Síö- an eru mismörg hross, frá eins til fimm vetra gömul, stöðugt í uppeldi. Samanlagt eru hrossin því allt að eitt hundrað talsins. - Ertu einn í hrossaræktinni, Sig- urður? „Nei, ekki er ég það. Tveir yngstu synir mínir, Guðjón og Ágúst, eru ákaflega mikið með mér í þessu núna og koma alltaf þegar eitthvað er um að vera. Annars bý ég hér einn ásamt konunni og held utan um þetta. En ég væri illa settur ef strákarnir hjálp- uðu mér ekki.“ - Eru mörg verðlaunahross í hópnum? „Já, það eru það. Langflestar hryssurnar í stofninum eru ætt- bókarfærðar og verölaunaðar," segir Sigurður og leiðir blaðamann inn í lítið herbergi þar sem verðlaunapen- ingar hanga um alla veggi og bikarar standa í hillum. Dýrkeyptur leikur að tölum Til að komast í ættbók þurfa hross að fá 7,50 eða meira í heildarein- kunn. Fái þau hins vegar 8,00 eða meira ná þau fyrstu verðlaunum. Þar getur oltið á einu einkunnarbroti og stórar fjárhæðir, milljónir er fullyrt, í húfi fyrir hrossaræktendur. „Einn tíundi og jafvel einn hundr- aðasti úr stigi getur skipt milljónum þegar stóðhestar eru annars vegar enda eru góðir stóðhestar óhemju- dýrir. Þaö getur því reynst dýrkeypt þegar verið er að leika sér með töl- ur.“ - Nú hafa mörg fögur orð fallið um Kirkjubæjarhrossin en eitthvað hafa menn fundið þeim til foráttu. „Það hefur verið kvartað eilítið yfir því að hrossin þættu ekki nógu viljug þar sem þau væru svo geðgóð. Þótti þau vanta einbeitingu. Ræktunar- starfið er hins vegar að skila af sér hrossum með miklu ákveðnari vilja og einbeitingu en áður var þannig að við erum á réttri leið. Ég hef ein- beitt mér svolítið að þessum skap- gerðarþætti í ræktinni undanfarið án þess þó að það kæmi niður á öðr- um þáttum." Hrossarækt er listgrein - Er ekki galdurinn í hrossarækt að geta hlúö að öllum þessum mis- munandi ræktunarþáttum sem gera hesta að úrvalshestum? „Jú, og þetta er ekki bara áratuga- starf heldur einnig árhundraðastarf. það gefur augaleið þegar verið er að hlúa að öllum þessum þáttum. Það þarf alltaf að hafa það í huga að missa ekki einn þátt eða eiginleika um leið og maður er að vinna með einhvem annan. Maður verður að reyna að vinna alla þættina upp nokkuð jafnt og það er gífurlega flókið verkefni. Hrossarækt er heilmikil fræði- grein. Það eru mun meiri vísindi á bak við hrossarækt en suma aðra búfjárrækt. Við getum ræktað kind- ur eftir vikt og kýr eftir vikt á mjólk en við ræktum hross ekki eftir vikt. Við ræktum hross heldur ekki eftir tölum, það er alveg útilokað. Það er hins vegar hægt að hafa allt sér til aðstoðar við ræktunina en að treysta alveg á tölur gengur alls ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.