Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. Kvikmyndir Filmubútar WOODY ALLEN hefur und- anfarin ár eingöngu leikið und- ir eigin leikstjóm og í raun er haegt að teija á fmgmm annarr- ar handar myndir sem hann hefur leikið í undir stjórn ann- arra leikstjóra. Allen ætlar samt að brey ta til í ár og leika aðalhlutverkið í nýjustu kvik- mynd Paul Mazursky, Scenes from Mail.Mótleikari hans er engin önnur en Bette Midler. Leika þau par sem eftir fimmt- án ára samband játa að hafa verið hvoru öðru ótrú. ★ * * MICHAEL DOUGLAS sagði eft- ir að hann lék í Black Rain að hann ætlaði að taka sér langt frí trá kvikmyndaleik. Hann hefur greinilega endurskoðað þessa ákvörðun sína því liann hefur samþykkt aö leika aðal- hlutverkið í Shining Through, en tökur hefiast á henni í haust. Meðleikari hans verður Melan- mie Grifiith. ShingingThrough er rómantískur njósnaþriller, Griffith leikur einkaritara hjá háttsettum leyniþjónustu- manni sem fær það verkefni að hafa uppi á fyrrum nasistafor- ingja. Douglas leikur yfirmann hennar sem kemur henni til hjálpar þegar allt er komið í óefnL Leiksfióri er David Seltz- er. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Punchline. * ★★ PATRICK SWAYZE er mjög eft- irsóttur leikari og getur valið úr hlutverkum. 1 nýjustu kvik- mynd sinni Ghost leikur hann hvorki töfiara né dansara, held- ur drauginn Sam Wheat sem er kyrrsettur í New York. Draug- ur þessi er þó ekki án tilfinn- inga þvíhannveröur hrifin af Molly Jensen sem Demi Moore leikur. Hinn ástfangni draugur leitar á náðir seiðkonu einnar sem Whoopi Goldberg leikur og á hún að reyna að hjálpa honum að komast í samband við sína heittelskuðu. Leiksfióri er Jerry Zucker sem fer ekki troðnar slóöir í eíhisleit hér en áður en meðal my nda sem hann hefur leikstýrt er Airplane og Ruthless People. FRANK MARSHALL er nafn sem glöggir kvikmyndaunn- endur kannast vel við. Engin kvikmynd sem gerð er af Steven Splelberg eða gerð á hans veg- um er án þess að nafn Marshall birtist á hvíta fialdinu, oftast semframleiðandí. Þessi einka- vinur Spielberg hefur nú leik- stýrt sinni fyrstu kvikmynd, Arachnophia og er henni spáð velgengi í sumar. Myndin er ævintýramynd í anda Spiel- bergs. Aðalhlutverkin leika Jeff Goldblum og John Goodman, tvo ævintýramenn sem eiga við hættulegar köngulær í frum- skógi einum. Þegar heim er komið kemur í Ijós að köngu- lærnar hafa fylgt þeim. ★ * * BJLL MURRAY leggur allt und- irínýjustu k vikmynd sinni Quick Change. Hann framleiðir myndina, leikstýrir henni og leikur aðalhlutverkiö banka- ræningja sem tekst auöveldlega að ræna banka en lendir í mikl- um og óvæntum ertfiðleikum á leið sbtni út á flugvöll. Mynd þessi er ein af nokkrum á und- anförnum árum sem endurgerð er eftir if anskri kvikmynd. I þeirri frönsku lék Jean Paul Belmondo aðalhlutverkiö. Steven Spielberg og Andrew Uoyd Webber gera saman teiknimynd upp úr Cats Steven Spielberg og Andrew Lloyd Webber, tveir af hugmynda- ríkustu og vinsælustu hæfileika- mönnum skemmtanaiðnaðarins, munu sameina krafta sína í að gera úr hinum einstæða söngleik Webb- ers, Cats, teiknimynd í fullri lengd. Cats er einhver alvinsælasti söngleikur sem settur hefur verið á svið en textinn er byggður á kvæðaflokki T.S. Elhot, Old Poss- um’s Book of Practical Cats. Upp- runalega var söngleikurinn frum- sýndur í London 1981. Hann var svo tekinn til sýningar á Broadway 1982 og gengur enn á báðum stöð- unum. Auk þess hefur söngleikur- inn verið settur á svið í fimmtán öðrum löndum, meðal annars í Sovétríkjunum. Það verður Ambhn fyrirtækið sem verður bakhjarl myndarinnar en á vegum þess fyrirtækis voru teiknimyndimar An American Ta- il og The Land Before Time sem fengu mjög jákvæða dóma og góðar viðtökur almennings. Verður sjálf- sagt ekkert sparað til að gera Cats að tilkomumestu teiknimynd sem gerð hefur verið. -HK Bad Influence Alex (Rob Lowe) kynnir hina spilltu Claire (Lisa Lane) fyrir hinum saklausa Michael (James Spader). Spennandi og vel gerðir þriherar eru heihandi kvikmyndagerð. Hvergi getur kvikmyndin náð lengra í gæðum, þegar eingöngu er hugsað um kvikmyndina sem skemmtun, en 1 góðum sakamála- myndum. Góðar sakamálamyndir eru einnig sjaldséðar þó ávallt komi ein og ein sem heihar. Bad Influence virðist samkvæmt mati gagnrýnenda vestanhafs vera í þessum úrvalsflokki og eins og ávallt með góða þrillera er mikið rætt um áhrif frá meistaranum, Alfred Hitchcock, sérstaklega Strangers on the Train. Hafa gagn- rýnendur verið ósparir á lofsyrði um myndina og þótt Bad Influence sé vissulega sigur fyrir leikstjór- ann Curtis Hanson þá er það leikur James Spader sem heillar þá ekki síður. Spader leikur í Bad Influence markaðsfræðinginn Michael Boll. í byrjun myndarinnar virðist allt ganga upp eftir áætlun hjá honum. Honum gengur vel í vinnunni. Klæðist dýrum fótum, keyrir BMW og býr í finni íbúð. Þá er hann í þann mund að giftast rikri stúlku sem hefur mjög góð sambönd fyrir hann, en hann stefnir að sjálfsögðu hærra innan þess fyrirtækis sem hann vinnur hjá. Snögg breyting verður þegar Mic- hael hittir Alex sem leikinn er af Rob Lowe. Alex er myndarlegur og kemur vel fyrir. Það er það eina sem hann getur státað af. Hann er atvinnulaus og á enga peninga, á hvergi heima og enginn veit hvað- an hann kemur. Eftir að þeir hitt- ast, aö því er virðist af tilviljun, á Michael sér ekki viöreisnar von. Alex kynnir Michael fyrir nætur- lífi Los Angeles. Kynnir hann fyrir fólki sem stundar skemmtistaöi og samkvæmi. í fyrstu telur Michael sig hafa stjórn á öllum hlutum en það breytist fljótt, sérstaklega eftir að Alex kynnir hann fyrir hinni fallegu en spilltu Claire. Eftir villta nótt sofnar Michael í strandhúsi einu uppfullur af dópi og brennivíni. Morguninn eftir þegar hann vaknar stendur Alex hjá honum og segir að um nóttina hafi hann lamið vinnufélaga sinn sem keppti við hann um stöðu- hækkun. Michael man ekki eftir þessu en þegar hann mætir til vinnu er hon- um sagt að keppinautur hans hafi Kvikmyndir Hilmar Karlsson dregið umsókn sína til baka... Þetta er aðeins byrjunin á martröð sem Michael Boll virðist hafa vilj- andi komið sjálfum sér í. James Spader, sem fékk í fyrra verðlaun sem besti leikari á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir leik sinn í Sex, Lies and Videotapes þykir sýna snilldarleik í erfiðu hlutverki sem er gerólíkt því sem hann lék í Sex, Lies and Videota- pes. Þrátt fyrir að Michael Boll sé eins og kennslubókardæmi fyrir uppa níunda áratugarins, þá er hann saklaus undir niðri og það er þetta sakleysi sem James Spader tekst svo vel að koma til skila. Það á ekki af Rob Lowe að ganga. Þegar tökur voru að hefjast á Bad Influence komst í hámæli hneyksl- ið með myndbandið, sem tekið var af honum og stúlku undir lögaldri James Spader þykir sýna snilldarleik í Bad Influence. á hóteh einu í Atlanta. Nú þykir Rob Lowe sýna ágætan leik í Bad Influence þótt hann falli í skuggann á James Spader, en því miður fyrir hann er eitt atriðið á þá leið að tekin er með leynimynda- vél rúmsena af James Spader og Lisa Lane sem leikur Claire. Það nóg til að minna hvern einasta áhorfanda á niðurlægingu Lowes þegar hann var kærður fyrir að hafa samfarir við stúlku undir lög- aldri, kæra sem kom þó aldrei fyrir dómstóla. ----- Leikstjórinn Curtis Hanson hefur áður sýnt góða takta í gerð þrillera, en hann leikstýrði Bedroom Window sem einnig mátti rekja til smiðju Hitchcocks. Sú mynd þótti þó ver klén í lokin og missti þar með marks. Því er ekki til að fara í Bad Influence sem hefur sterkan og góðan endi. Þess má geta að Regnboginn mun taka til sýningar Bad Influence fljótlega. Þriller í anda Hitchcock

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.