Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. 35 - Það hlýtur að þurfa mikla reynslu og innsæi til að geta ræktað hross. „Já. Hrossarækt er miklu meiri hstgrein og á meira skylt við hst en önnur búíjárrækt. Hrossaræktin höfðar svo mikið til innsæis og þar er reynslan afar dýrmæt. Ég er fædd- ur og uppalinn á miklu hestamanna- heimili, á Tjörnum undir Eyjaflöll- um. Bæði faðir minn og afi voru hesta- og tamningamenn. Ég fór á búnaðarskólann á Hólum 18 ára gamah þar sem ég lauk skóla 1939. Síðan var ég í Reykjavík allan fimmta áratuginn. Þar lærði ég húsa- smíði og starfaði sem byggingameist- ari. Þá var ég bústjóri að Hólum frá 1962-1967 þegar ég keypti Kirkjubæ. Allan þennan tíma átti ég hesta. Þannig hef ég tengst hestum allt mitt hf og þeir eru alltaf númer eitt þó maður sé með kindur líka.“ Þótt Sigurður leggi höfuðáherslu á hrossaræktina er hann einnig seigur þar sem kindumar eru annars veg- ar. Hann á nú 70 kindur og munu ahar vera tvílembdar. Á undanförn- um árum hefur hann fengið ein- hverja hæstu meðalvigt í sláturhús- inu og því ljóst að honum er fleira til lista lagt en að rækta hross. Ræktunbyggist á úrvali - Hvernig skýrir þú hrossarækt þína? „Ég er að rækta alveg sérstaka ættlínu. Þetta er ekki skyldleikarækt eins og hún er skilgreind fræðilega heldur eru þetta hross af sömu ætt- hnu. Þess vegna verða Kirkjubæjar- hrossin alveg sérstakur stofn með stofneinkenni sem gerir aö verkum að þau skera sig úr öðrum hrossum. Þar með er þó ahs ekki sagt að þau séu betri en önnur hross.“ - Leggja hrossaræktendur rækt við aha þætti í ræktuninni eins og þú? „Það er nú allur gangur á því. Þetta fer mikið eftir því hvað menn eru mikhr ræktunarmenn. Þeir sem eru aö fara með eina eða tvær hryssur í girðingu einhvers staðar eru ekki að rækta hross. Það er ekki hægt að rækta hross nema vera með hóp af hrossum. Ein eða tvær hryssur verða aldrei grundvöllur ræktunar þar sem þá hafa menn ekkert val. Rækt- un byggist svo mikið á úrvalinu. Ég er með 40 hryssur og fæ 40 folöld. Mín ræktun byggist síðan á því að ég vel kannski ekki nema fimm bestu af þessum folöldum th frekari rækt- unar. Með tvær til þrjár hryssur hef ég hins vegar ekki þetta 'val og get ekki haft nein áhrif á hvort hrossin batnieðahvernigræktuninþróast." - - Hvað verður um þau hross sem þú velur ekki til áframhaldandi ræktunar? „Þau sel ég.“ - Hafa þau þá þann gæðastimpil að vera Kirkjubæjarhross? „Já, já. Þau geta vera úrvalsgóð þó að þau henti mér ekki í ræktunina. Ég þarf ekki meira en fimm hross í viðhald. Þó fleiri hross geti hentað til ræktunar þá get ég bara ekki fjölg- að hrossum hjá mér, ég næ ekki að halda utan um svo stóran hóp. En ef svo vill til að eitthvað af lakari eða gölluðum hrossum komi undan þá sel ég þau alls ekki. Þeim er lógað. Það er hins vegar ákaflega sjaldgæft að hér sé lógað hrossum, nema þá fyrir elli sakir." Banna brauðgjafir hér Á leiðinni í hagann þar sem eitt stóðið hafðist við sagði Sigurður að erfitt gæti verið að ná hrossunum strax, og lét þau orð falla að Kirkju- bæjarhross væru engin brauðhross. Hvað átti hann viö með þvi? „Þar á ég við að þaö tíðkast mjög mikið hjá fólki að gefa hestum brauð. Hestarnir verða svo ágengir og leið- inlegir við það. Þar fyrir utan hætta þessir hestar að leggja sig fram sem reiðhestar og það kemur upp í þeim einhver dælska og þvermóðska, þeir steinhætta að einheita sér. Því hef ég andúð á að gefa hestum brauö og ég banna öllum að gera það hér. Ég vil að hrossin séu frjáls og ekki alltof ágeng við manninn. Kirkjubæjar- hrossin eru þannig að það þarf ekki að gæla sérstaklega við þau. Þau eru hafa skiiað sér rækilega þar sem í níu barna hóp eru þeir grinkarlar Halli og Laddi. svo mannelsk og hlýlynd og gefa sig mikið að manninum. Þau leggja sig yfirleitt fram við að gera manninum til geðs.“ Meðan blaðmaður og Sigurður skröfuðu um hrossaræktina hélt ljósmyndarinn út í haga til hross- anna. Hann settist ekki langt frá og innan stundar var graðhesturinn kominn til hans með stóðið. Fór vel á með þeim félögum og komst fljót- lega ró yfir stóðið sem hafði ókyrrst stuttu áður þegar þrír menn stikuðu í áttina til þess. Folöldinn lögðust, meramar stóðu á beit og það var myndað. Síðan bættist Sigurður í hópinn. - Meðauknumalmennumáhugaá hestum hlýtur verðið á góðum hross- um að hafa stigið, eða hvað? „Það er nú svo skrýtið að verðið á hrossunum hækkar ekki svo mikið í hlutfalli við margt annað. Það er náttúrlega kostnaður af þessu og ræktin þarf að bera síg. Svo þarf ræktin að bera uppi fjölskyldu, bú- rekstur og annað. Því er þó ekki að neita að verð á einstaka kynbótagrip- um getur verið gífurlega hátt en al- mennt hefur verð ekki hækkað gífur- lega rnikið." Afkomendur taki við ræktuninni Það trúa því líklega fæstir sem hitta Sigurð að hann sé orðinn 71 árs gamall. Hann ber aldurinn vel, er léttur á fæti og virðist geta stundað hrossarækt um mörg ókomin ár. En hefur hann einhvem til að taka við ræktuninni þegar hann dregur sig í hlé? „Ég vona einlæglega að synir mínir sem verið hafa með mér í þessu haldi áfram eða þá að einhver afkomandi minn taki við. Það hefur oft farið svo að menn hafa byrjað á ræktunar- starfi en síðan hafa engir afkomend- ur verið til að taka við. Þá hefur allt verið selt og ræktunarstarfið horfið út í vindinn. Kosturinn við að halda ræktun Kirkjubæjarhrossanna inn- an fjölskyldunnar finnst mér sá að þá hafa menn mun meiri taugar til starfsins og hlúa betur að því en ella.“ - Ætlar þú að búa hér áfram? „Já, já. Ég er sæmilega hress og vel hestfær ennþá. Meðan ég er hest- fær ætla ég að halda áfram.“ DV-myndir GVA Hestlaus á landsmótió - Það mátti lesa í DV að þú hefðir farið á hvert einasta landsmót hesta- manna. Nú ber hins vegar svo við að þú ætlar hestlaus. „Já, ég ætla hestlaus núna. Ég tel mjög óheppilegt að tjá mig frekar um það mál núna rétt fyrir landsmót og læt það bíða síns tíma. Þó að ég fari ekki með hrossin mín á landsmótið má ekki skilja það svo að það standi einhver styr um min hross sérstak- lega. Máhð er allt annað og kannski miklu alvarlegra. Það á eftir að gera þaö upp og það verður gert.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.