Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 38
50 LAUGARDAGUR 30, JÚNÍ 1990. Afmæli Bjami Magnússon Bjami Magnússon, hreppstjóri, raf- stöðvarstjóra og vitavörður í Gríms- ey, er sextugur í dag. Bjarni fæddist að Syðri-Grenivík í Grímsey og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var við vélstjóranám á Akureyri 1948- 1949. Bjarni hefur verið vélgæslu- maður fyrir Rafmagnsveitur ríkis- ins frá 1960. Hann sat í hreppsnefnd 1962-1970 og hefur veriö hreppstjóri frá 1969. Þá hefur Bjarni verið vatnsveitustjóri Grímseyinga frá upphafi 1969, vitavörður frá 1969 og slökkviliösstjóri frá 1987. Bjarni var einn af stofnendum Kiwanisklúbbs- ins í Grímsey og hefur verið bæði ritari hans og formaður. Bjarni kvæntist 9. apríl 1954 Vil- borgu Sigurðardóttur f. 1. maí 1929, ljósmóður, símstöðvarstjóra og veð- urathugunarmanni. Foreldrar Vil- borgar era: Sigurður Kristinsson, f. 9. ágúst 1894, d. 10. nóvember 1937, b. og sjómaður í Hátúni í Grímsey, og kona hans, Kristjana Jóna, f. 9. janúar 1900, húsmóðir, en er nú elst núlifandi Grímseyinga og dvelur á Dvalarheimilinu Skjaldarvík. Börn Vilborgar og Bjarna eru: Siggerður Hulda, f. 16. júní 1952, var gift Sté- fáni Þór Jónssyni, sjómanni á Akur- eyri, en þau skildu 1976 og var dótt- ir þeirra Díana Mjöll, f. 17. júlí 1974, d. 25. ágúst 1987, en sambýlismaður Siggerðar er Guðmundur Júlíusson vélstjóri; Sigurður Ingi, f. 6. apríl 1956, vélstjóri í Grímsey, kvæntur Steinunni Stefánsdóttur og eiga þau eina dóttur, Vilborgu, f. 19. desemb- er 1982, en sonur hans frá því fyrir hjónaband er Guðbjöm Þór, f. 21. maí 1980; Kristjana Bára, f. 4. októb- er 1957, gift Héðni Jónssyni, sjó- manni og era börn þeirra Bjarni Hrannar, f. 23. janúar 1976, Vilberg Ingi, f. 26. mars 1979, og Margrét Rún, f. 18. febrúar 1981; Magnús Þór, f. 29. nóvember 1963, starfar á verkstæði bróður síns í Grímsey, en fyrrv. sambýliskona hans var Ás- gerður Arnardóttir og eiga þau einn son, Örn Inga, f. 8. desember 1986, og Bryndís Anna, f. 20. janúar 1969, starfar á Akureyri. Systkini Bjarna: Ingibjörg Hulda, f. 1922, en hún lést sextán ára: Sigmundur, f. 1923, eftir- litsmaður hjá Vinnueftirliti ríkisins á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur: Jóhannes, f. 1925, útvegsbóndi í Grímsey, kvæntur Guðrúnu Sigfúsdóttur; Jón, f. 1926, bílstjóri á Ólafsfirði, kvæntur Rögnu Karlsdóttur; Bjarni, f. 1927, en hann lést nokkurra daga gamall, og Jórunn, f. 1932, húsmóðir í Grímsey, gift Einari Þorgeirssyni verkstjóra. Foreldrar Bjarna eru: Magnús Stefán, hreppstjóri í Sigtúni í Gríms- ey, f. 8. október 1899, d. 1. júní 1969, og kona hans, Siggerður Bjarnadótt- ir f. 1. september 1900. Foreldrar Magnúsar voru Símon Jóhannes Jónsson, b. á Sauðakoti á Upsa- strönd, og kona hans, Jórunn, dóttir Magnúsar, b. í Sauðakoti, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdótt- ur. Magnús var sonur Jóns Sigurðs- sonar, útvegsbónda á Böggvisstöð- um, Jónssonar, og Sólveigar Bene- diktsdóttur. Símon var sonur Jóns Símonarsonar, b. á Lækjarbakka, og konu hans, Ingiríðar Jónsdóttur. Foreldrar Siggerðar voru Bjarni Gunnarsson, sjómaður frá Hóli í Þorgilsflrði, og kona hans, Inga Jó- hannesdóttir, en hún varð tæpra hundrað og tveggja ára. Systir Ingu var Guðrún, kona Snorra skóla- stjóra á Akureyri og móðir Jóhann- esar flugstjóra. Foreldrar Ingu voru Jóhannes Jónsson, b. á Þöngla- Bjarni Magnússon. bakka í Þorgeirsfirði, og Guðrún Hallgrímsdóttir úr Fjörðum. For- eldrar Jóhannesar voru Jón Reykja- hn, prestur á Þönglabakka, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, Rögn- valdssonar. Foreldrar Jóns voru Jón Reykjalín, prestur í Rip í Skaga- firði, og Sigríður Snorradóttir, prests í Hofþingum, Björnssonar. Foreldrar Jóns, prests í Ríp eldra, voru Jón Þorvarðsson, prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi, og kona hans, Helga Jónsdóttir, b. í Reykja- hlíð, Einarssonar. Þórey Kolbrún Halldórsdóttir Þórey Kolbrún Halldórsdóttir at- vinnurekandi, Selási29, Egilsstöð- um, verður fimmtug á morgun. Kolbrún fæddist að Brú í Jökuldal og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Skjöldólfsstaðaskóla fram að fermingu og síðan við héraðsskóla í Borgarflrði 1957-58. Kolbrún vann á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 1959, í Pósthúsinu á Egilsstöðum 1960, var heimavinn- andi húsmóðir frá 1962 og vann ýmis afgreiðslustörf á árunum 1970-88, lengst af hjá Verslunarfé- lagi Austurlands. Kolbrún starfar nú við eigið fyrirtæki, Vöruflutn- inga Svavars og Kolbrúnar en þar hefur hún starfað einvörðungu frá 1988. Maður Kolbrúnar er Svavar Þór Sigurðsson, f. 17.9.1937, sonur Sig- urðar Einarssonar og Margrétar Gísladóttur að Hjarðarhlíð á Egils- stöðum. Kolbrún og Svavar eiga fimm böm. Þau eru Úlfar Þór, búsettur á Egilsstöðum, kvæntur Maríu R. Jónsdóttur og era dætur þeirra Hertha og Sóley; Svala íris, búsett á Akureyri, gift Friðgeir Vilhjálms- syni og eru dætur þeirra Eva Rut og Sandra Sif; Katla Rán, búsett á Vopnafirði, gift Baldri Hallgríms- syni; Örlygur Óðinn, á Egilsstöðum og Broddi Ægir, búsettur á Egils- stöðum, en sambýhskona hans er Guðrún Bjarney Jónsdóttir. Foreldrar Kolbrúnar: Halldór Sig varðsson, f. 25.7.1909, en hann er látinn, bóndi á Brú í Jökuldal, og Unnur Stefánsdóttir, f. 17.12.1912, húsmóðir. Kolbrún verður ekki heima á af- mæhsdaginn. - EINSTAKT A ISLANDI Nýtt hefti á nœsta bíaösölustaö Efni meóal annars: • Landamœri Póllands varanleg og óumdeilanleg Gjafir heilladísanna til dœtra minna Sting berst fyrir regnskóginum Hún helgar sig baráttumálunum 1987 heitasta árió Eintómar afsakanir Sögur um Eirík aó Vogsósum Hin ógleymanlega Lucille Ball „Þeir œtla aó drepa mig!" Fjöldamoróin í Katynskógi Blendingstíkin Táta Taktu betri Ijósmyndir Rúmin sem ég hef þekkt sími 27022 Tll hamingju með afmælið 30. júní Sturlína Þórarinsdóttir, Skipasundi 22, Reykjavík. Lúðvík Kristjónsson, Steinholti, Höföahreppi. Haíldóra Marteinsdóttir, Norðurbyggð 13, Akureyri. Eísa Júliusdóttir, Baugholti 17, Keflavík. Hjáltntýr Ragnar Júlíusson, Vallholti 32, Selfossi. Halidór l’álmarsson. Hllðarvegi 62, Njarðvikum. Gunnar Tómasson, Hagamel 8, Reykjavík. Sveinn Björnsson, Víkingavatni II, Kelduneshreppi. Sigriður Hjálmarsdóttir, Steinhólum við Kleppsveg, Reykjavik. Gróa Magnúsdóttir, Völlum við Breiðholtsveg, Reykjavík. Gunnar Vaigeirsson, Huldulandi 2, Reykjavík. Jón Jónsson, Barðaströnd 25, Seltjarnarnesi Úlfljótur Jónsson, Hjarðartúni 1, Ólafsvik. Sigurður T. Garðarsson, Suðurvöllum 8, Keflavík. Hallveig Ingimarsdóttir, Smiðjustig lL.Suðurfjarðalireppi. Bryjjólfur Guðmundsson, Frostaskjóli 115, Reykjavík. Björn Árn' Ágústsson, Brekkubæ 29, Reykjavík. Halldór Armann Sigurðsson, Nesvegi 45, Reykjavik. Helgá Ragnarsdóttir, Laxakvisl 1, Reykjavík. Helga A. Erlingsdóttir, Landamótsseli, Ljósavatnshreppi. Gunnlaugur Sveinsson, Vallholti 35, Selfossi. Frederik A. Jónsson, Strandgötu 9, Hafnarfirði. Konráð Ó. Kristinsson. Konráð Ó. Kristinsson Konráð Ó. Kristinsson, starfsmað- ur Mjólkursamsölunnar, Hvassa- leiti 58, Reykjavík, verður sjötugur ámorgun. Konráð fæddist í Reykjavík. Kona hans er María Sigurðardótt- ir,f. 24.11.1926. Konráö tekur á móti gestum í Þjónustumiðstöðinni, Hvassaleiti 56-58, klukkan 16-19.00 á afmælis- daginn. Guðjón H. Jónatansson Guðjón H. Jónatansson rennismið- ur, Hamraborg32, IIC, Kópavogi, er áttræðurídag. Guðjón fæddist í Breiðholti í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði síöan lengst af hjá Vélsmiðjunni Héðni í Reykja- vík. Kona Guðjóns var Guðríður Árna- dóttir húsmóöir, f. 5.4.1906, d. 19.8. 1984, en hún var dóttir Sigríðar Oddsdóttur og Árna Hannessonar, búenda í Hróifsstaðahelli í Land- sveit í Rangárvallasýslu. Guðjón og Guðríður eignuðust þrjú börn og er eitt þeirra látið. Foreldrar Guðjóns vora Jónatan Snörrason frá Lambalæk í Fljóts- hhð, sjómaður og rennismiður á tré, f. 1875, d. 1960, og Steinunn Brynj- Guðjón H. Jónatansson. ólfsdóttir frá Syðri-Kvíhólma, f. 1887, d. 1977, en þau bjuggu lengst af í Breiðholti í Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.