Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. 11 Helgarpopp Umsjón: Snorri Már Skúlason Rokkað á altari Azteka hinna fomu villst aö gróska í gæðageira popp- tónlistarinnar var meö mesta móti í Skotlandi á umræddum tíma og hvort sem fyrrnefndar sveitir eru lífs eða liðnar er öruggt að þær hafa skilið eftir spor. Hugtakið gáfumannapopp er t.d. til orðið fyr- ir tilstilli þessara og sambærilegra liljómsveita. Tilefni þessarar upp- rifjunar er nýútkomin breiðskífa Aztec Camera, Stray, þar sem forsprakkinn Roddy Frame þykir sýna allar sínar bestu hliðar. Snemma beygist krókurinn Roddy Frame var aðeins 15 ára gamall er hann setti saman tríóið Aztec Camera árið 1979. Tveimur árum síðar kom fýrsta smáskífan út og árið 1983 réðst hljómsveitin í útgáfu breiðskífunnar High land high rain en af þeirri plötu náði lagið Obhvious almannahylli og tyllti sér m.a. í 18. sæti breska vin- sældarlistans. Þessi árangur vakti athygh á hljómsveitinni og varð þess m.a. valdandi að Mark Knopfl- er féllst á að stjórna upptökum á næstu plötu Aztec Camera, Knife, sem kom út árið 1984. Þar var á ferð gripur sem enn þann dag í dag stendur uppi sem meistarastykki og Knife var ofarlega á listum margra gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins. Knopfler hafði greinilega góð áhrif á unglingana í hljómsveitinni án þess þó að verða of áberandi. Kassa- og rafgítarar voru í öndvegi en þó þannig að karaktereinkenni hljómsveitarinn- ar héldu sér í hvívetna. Lög á borð við Still on flre og All I need is Everything bera vitni frábærri plötu. Aðdáendur Aztec Camera sem nú voru orðnir fjölmargir máttu bíða í þrjú ár eftir nýrri plötu úr smiðju Roddy Frame og félaga. Löng bið tók enda á haustmánuð- um ársins 1987 er breiðskífan Love kom á markað. Lof og last Það var ekki laust við að gamlir aðdáendur yrðu fyrir vonbrigðum er innihald Love barst þeim til eyma. Flest það sem hafði hrifið á Knife var nú horfið úr tónlistinni. Hún var öll mýkri og soul-kenndari en áður og mikil notkun kvenradda Roddy Frame. gáfu tónlistinni yflrbragö sem gamlir aðdáendur áttu erfitt meö að sætta sig við. Hinu var ekki að neita að lagasmíðar Roddy Frame voru margar hverjar ákaflega sterkar og Melody Maker tók svo djúpt í árinni að segja Love bestu ballöðu-plötu síðan Prefab Sprout sendi frá sér Steve McQueen. Hvað sem þeirri staðhæfingu leið þá varð Love til þess að stækka aðdáenda- hóp Aztec Camera mikið og lögin Deep & Wide & Tall, How men are og Working in a Goldmine náðu nokkrum vinsældum. Eftir út- komu Love varð enn þriggja ára biö eftir nýrri plötu frá hljómsveit- inni og er sú bið nú nýlega á enda. Endasleppt vesturför Nafnið Aztec Camera hefur í seinni tíð aðeins verið heitið á þeim vinnuhópi sem hefur aðstoðað Roddy Frame við plötuupptökur og tónleikahald hverju sinni. Þar sem mannabreytingar hafa verið mikl- ar milli platna hefur ekki verið um neina fasta hljómsveit að ræða síð- an 1984. Þannig er t.d. engin sem sem vann að Love plötunni árið 1987 með Roddy Frame á Stray. Eftir Love hélt Roddy Frame á vit ævintýra í vesturheimi þar sem hann ætlaði að vinna að nýrri plötu á heimavelli soul-tónlistarinnar. Ætlun kappans var að samsama sig þeirri menningu sem soul-tónlistin er sprottin upp úr, drekka í sig áhrif gömlu meistaranna og fylgj- ast með straumum og stefnum. Ekki gekk Bandaríkjaförin eins og til var ætlast því andlegt harðlífi hrjáði pilt. Eftir skamma dvöl sá hann sæng sína uppreidda, flutti aftur yfir hafið og höfuðborg Breta- veldis veitti innblástur sem nægði Roddy Frame til að fylla heila breiðskífu. Stray var síðan hljóðrit- uð á sex vikum í Wales. Tilveran með augum einfarans Árangurinn er fjölbreyttasta plata Aztec Camera til þessa. Stray býður upp á allt í^senn, ljúfsáran djazz, hressilega gítarrokkara, glerfínar tregaballöður og grípandi popplög. Lagasmíðarnar þykja sýna Roddy Frame talsvert þrosk- aðri sem lagasmið en á fyrri plötum og gítarleikur kappans er á köflum hreint frábær. í bresku popp-press- unni, sem lofsyngur Stray, er Roddy Frame sagður hafa tekið miklum framíorum sem textasmið- ur. Gelgjutextar sjást ekki, heldur er yrkisefnið að stórum hluta úr reynsluheimi höfundar og lífssýn- in, sen: þeir endurspegla, bera vitni heilbrigðum þankagangi. Sjálfur segist Frame ekki ætla textum sínum neitt æðra hlutverk. Þeir eru ekki búnir til til að bjarga regnskógunum, afnema aðskilnað- arstefnu eða bjarga heiminum að öðru léyti. Ef þeir koma fólki hins vegar til að hugsa um yrkisefnið er tilganginum náð. Svo dæmi sé tekiö um innihald nokkurra texta plötunnar fjallar Get outta London um firringu einstaklingsins í borg- arsamfélaginu og þrúgandi ein- mannaleika sem hrjáö getur fólk í mannmergð stórborgarinnar. How it is er texti sem varð til í Bandaríkjafórinni og segir frá nauðgun í Central Park þar sem svertingi nauðgaði hvítri konu. Textinn endurspeglar hneykslan höfundar á því hveijum höndum fjölmiðlar í New York fóru um málið en þeir sneru því upp í ras- íska baráttu milli svartra og hvíta, þar sem þeir svörtu voru hið illa en hinir hvítu saklaus fórnarlömb. Good Morning Britain er það lag plötunnar sem líklegast verður aö telja til vinsælda, kröftugur rokk- ari, sem Frame samdi á 45 mínút- um. Sjálfur telur Roddy Frame Good Morning Britain eitt besta lag sitt á ferlinum. Lagiö samdi hann eftir aö hafa hitt Mick Jones (Clash og BAD) í æfmgastúdíói um svipað leyti og upptökur á Stray voru að hefjast. Mick Jones var þá nýstig- inn upp úr alvarlegum veikindum sem höfðu nær dregið hann til dauða. Bjartsýnn og lífsglaður eftir sjúkrahúsleguna hafði Mick Jones slík áhrif á gamla Clash aðdáend- ann Roddy Frame að sá síðarnefndi samdi braginn sem í raun er óður til lífsins.'Lagiö syngja þeir félagar saman og ferst þaö vel úr hendi. Eins og þessi upptalning ber með sér er fjölbreytninni ekki síður að heilsa í textasmíð en lögum og þó einmanaleikinn geti talist grunn- tónn í mörgum laga plötunnar er bjartsýnin aldrei langt undan hjá Roddy Frame. Bjartsýni Frame bíður tæplega skipbrot eftir út- komu Stray því ummæli gagnrýn- enda hafa nánast verið á einn veg. Undirritaður getur tekið undir lof- söng erlendra gagnrýnenda, enda Stray besta plata Aztec Camera í 6 ár og gleðilegt aö heyra Roddy Frame takast á við rokkið á nýjan leik. Sú mikla uppsveifla, sem varð í skoskri popptónlist um miðjan 9. áratuginn, hefur skilið eftir sig trausta minnisvarða á ólíkum breiddargráðum dægurtónlistar- innar. Hljómsveitir, sem voru lof- sungnar sem efnilegar á árunum 1984 og 1985, eru í dag viðurkennd- ar sem fulltíða. Hér má nefna til sögunnar hljómsveitir á borð við Prefab Sprout, Martin Stephenson & the Daintees, Waterboys og Aztec Camera. Aðrar samtíða sveitir skoskar sem annaðhvort eru hætt- ar eða hafa legið í dvala eru Blue- bells, Associates, Orange Juice og Lloyd Cole & the Commotions svo einhverjar séu nefndar. Þessi upp- talning sýnir svo ekki verður um - Roddy Frame gleður með gæðagrip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.