Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 16
16' LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. Skák Sú tegund skáklistar, er hvor keppandi hefur aðeins hálfa klukkustund á skákina, hefur verið nefnd atskák á íslensku, til aö- greiningar frá venjulegri kappskák og hraðskák. Atskákinni vex stöð- ugt fiskur um hrygg, enda er at- burðarásin hröð og verður oft mik- ill handagangur í öskjunni er um- hugsunartíminn styttist. Atskákin er af þessum sökum hin besta skemmtun fyrir áhorfendur og um leið bráðgott sjónvarpsefni. Margir spá því að meö henni eigi vinsæld- ir skáklistarinnar eftir að aukast til muna. Fyrr í mánuðinum var haldið sterkt atskákmót í Murcia á Spáni á vegum stórmeistarasamtakanna. Þátttakendur voru 120, þar af yfir 100 stórmeistarar. Mótið vakti tals- verða athygli heimamanna; margt var um áhorfendur og sjónvarps- menn voru iðnir viö að filma ósköpin og var af nógu að taka af fingraleikfimi í 13 umferðum. íslensku stórmeistararnir, sem sumir vilja nefna „íjórmenningak- líkuna“, mættu til leiks og sömu orð eiga við þá alla: Á köflum tefldu þeir vel en hittu þess á milli á slæmar skákir. Sennilega má að hluta kenna um æfingarleysi en það er sérstök list í þessari tegund skákar að hitta á gullna meðalveg- inn milli hraðskákar og kappskák- ar og er ekki öllum gefið. Jóhann Hjartarson tefldi örugg- ast en hann er margfaldur bikar- meistari Taflfélags Reykjavíkur - þar sem umhugsunartími er einnig 30 mínútur, og því hefur hann þeg- ar sannað gott atgervi sitt á þessu sviði. Jóhann hlaut 9 v. af 13 mögu- legum, sem gerði 5.-6. sæti. Mar- geir Pétursson og Helgi Ólafsson fengu 8 v. og höfnuðu í 14.-30. sæti og Jón L. Ámason fékk 7,5 v. og varð í 31.-37. sæti. Sigurvegari varð sovéski stórmeistarinn Vladimir Tukmakov með 10,5 v. og ellefu þúsund Bandaríkjadali að launum. Skákmeistari Júgóslava, Zdenko Kozul, hlaut 10 v. og 2. sætið og Sovétmennirnir Tsjernín og Goldin fengu 9,5 v. Skák Jón L. Árnason Skipulag mótsins í Murcia, sem var höfuðborg eins hinna fomu konugsríkja Mára á Spáni, var til mikillar fyrirmyndar. Atskákmót- in taka færri daga en venjuleg kappskákmót og koma þannig bæði mótshöldurum og keppendum til góða. í Murcia var ekkert til sparað í mótshaldinu. Mismunurinn á drunganum í Moskvu og léttleikan- um í Murcia var ótrúlegur. En nú er rétt að líta á nokkur dæmi um atskákir. Eins og fyrr sagði virðist kunnátta í atskák út- heimta ákveðna hæfileika því að vitaskuld er lítið ráðrúm til djúp- hugsaðra áætlana. Atskákin bygg- ist á snerpu og tækni og ekki sakar að leggja eina eða tvær lúalegar gildmr fyrir andstæðinginn í leið- inni! Hér koma bestu skákir okkar ís- lendinganna á mótinu sem lesend- ur taka vonandi hæfilega alvar- lega. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: J. Murey (ísrael) Reti-byrjun 1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Bg4 4. b3 Rd7 5. Bb2 Rgffi 6. 0-0 e6 7. c4 Bd6 8. d4 Bxf3 9. Bxf3 0-6 10. Rc3 He8?! Betra er 10. - De7 með hugmynd- inni 11. -Ba3 og skipta á biskupum. 11. e4 dxe4 12. Rxe4 Rxe4 13. Bxe4 e5 14. Bf5! Rf6 Ekki 14. - exd4 15. Bxd7 Dxd7 16. Dxd4 með máthótun á g7 og hótar einnig 17. c5 með mannsvinningi. Dæmigerð atskákgildra! 15. Hel Da5 16. c5 exd4 17. Hxe8+ Hxe8 18. cxd6 Dxf5 19. Dxd4 c5? Hér var 19. - b6 nauðsynlegt og svartur gæti sloppið með skrekk- inn. 20. Dd2 Re4 Jóhann Hjartarson stóð sig best íslendinga á atskákmótinu í Murcia og hafnaði í 5.-6. sæti. Vladimir Tukmakov sigraði á atskákmótinu í Murcia Er atskákin leið- in til vinsælda? - frá atskákmótinu í Murcia á Spáni 8 i & ii iii 6 5 a m 4 * 3 III A A 2 O Á. W & A S & ABCDEF GH 21. d7! Hd8 22. Hel! Svartur er nú varnarlaus þar sem 22. - Rxd2 er svarað með 23. He8+ meömáti. 22. — Kf8 23. De3 Dxf2+ 24. Dxf2 Rxf2 25. He8+ Hxe8 26. Bxg7+! Ke7 27. dxe8+ Kxe8 28. Kxf2 og ekki þarf að rekja þetta lengra - Jóhann vann í fáum leikjum. Hvítt: Margeir Pétursson,- Svart: Vyzmanavin (Sovétríkin), Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 hvítur aftur yfirhöndinni. 26. Rxc5! Rxc5 27. Hxd4 exf3 28. gxf3 He3 29. Hgl+ Kh7? Eftir 29. - KÍ7 getur svartur enn reynt að verjast en eftir textaleik- inn tapar hann óvænt í fáum leikj- 8 7 6 5 4 3 2 1 30. Hd3!! He5 31. b4! Hb8 32. bxc5 Bxf3 33. Bh3! Df7 34. Dxe5 Dxc4+ 35. Hc3 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. f3 c5 9. dxc5 bxc5 10. e3 Rc6 11. Rh3 h612. Bh4 De713. 0-0-0 Hfd8 14. Rf2 g5 15. Bg3 d5 16. Be5? Slæmur leikur; nú lendir hvitur í ógöngum. 16. - Rd7 17. Bg3 d4 18. Del f5! 19. exd4 Rxd4 20. Rd3 f4 21. Bf2 e5 22. h4 He8 23. hxg5 Dxg5 24. Bh4 DÍ5 25. Dc3 e4? Svartur hefur náö góðu tafli en eftir þennan vanhugsaða leik nær Og svartur gafst upp. Hvítt: Granda Zuniga (Perú) Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. d4 e6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4 + 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. Bc3 d5 9. Rbd2 0-0 10. 0-0 Rbd7 11. Bb2 c5 12. cxd5 exd5 13. Hel He8 14. dxc5 Rxc5 15. Rd4 Dd7 16. Dc2 Hac8 17. Df5 Re6 18. R4f3 g6 19. De5? 19. - Bf8!! Eftir þennan frábæra leik lendir hvíta drottningin í vandræðum á miðborðinu. Ekki gengur 20. DxfG vegna 20. - Bg7 o.s.frv. 20. Bh3 Bg7 21. e4 Db7! 22. Dxfl6 Illt er að þurfa að gefa drottning- una fyrir aðeins tvo létta menn en hvað var til ráða? 22. - Bxf6 23. Bxf6 Hc2 24. exd5 Dxd5 25. Hadl Bb7 26. Bg2 Df5 27. Bal Hd8 28. Rh4 Dc5 29. b4 Dxb4 30. Bxb7 H8xd2 31. Rf3 Hxdl 32. Hxdl Dc5 Og hvítur gafst upp. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Predrag Nikolic (Júgóslavíu) Pirc-vörn. 1. e4 d6 2. d4 Rfl6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 0-0 6. Bd3 Rc6 7. 04) e5 8. fxe5 dxe5 9. d5 Rb4 10. Bc4 Dd6 11. Khl a5 12. Be3 Bd7 13. Rd2 Rg4 14. Bgl Bh6? 15. Be2! f5 Ekki gengur 15. - Re3 vegna 16. Bxe3 Bxe3 17. Rc4 Dc5 18. Rxe5 o.s.frv. 16. a3 Ra6 17. Rc4 De7 18. d6 cxd6 19. Rd5! Dh4 20. Rcb6 Be6 Eða 20. - Had8 21. g3 Dg5 22. h4 Dh5 23. Bxg4 fxg4 og síðan vinnur Rf6+ skiptamun og hvítur á vinn- ingsstöðu. 21. Rxa8 Hxa8 22. Bxg4 Annar möguleiki var 22. Bxa6 og næst 23. Rc7 sem vinnur. 22. - fxg4 23. Rf6 + Kh8 24. Dxd6 Bc4 25. Dxe5! Bg7 26. Hf4 HÍ8 27. Bd4 h6 Hvítur hótaði 28. Re8! Bxe5 29. Hxf8+ Bg8 30. Bxe5 mát. 28. Dd6! g5 29. Rh5! Hxf4 30. Dxh6+ Og svartur gaf, enda mát í næsta leik. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.