Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. fREYKJMJÍKURBORG m , At&dui "I" Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Staða deildarstjóra við dagdeild aldraðra að Dal- braut 27 er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Deildarstjóri annast daglega stjórnun og skipulagn- ingu starfseminnar sem felur m.a. í sér félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu við aldraða sem á dagdeild dvelja. Áskilin er menntun á sviði hjúkrunar og reynsla við hjúkrun aldraðra. Staðan er laus frá og með 20. september nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður og/eða deildar- stjóri í síma 685377 næstu daga frá kl. 10-11.30 f.h. Hinhliöin REYKJAVÍKURHÖFN Verkstjóri í Bækistöð Reykjavíkurhafnar Reykjavíkurhöfn leitar eftir verkstjóra í Bækistöð Reykjavíkurhafnar. Fyrirtækið: Reykjavíkurhöfn er borgarfyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag. Bækistöð Reykjavíkurhafnar sinnir alhliða viðhaldi á hafnarmannvirkjum og húseignum Reykja- víkurhafnar og veitir notendum hafnarinnar ýmsa þjónustu. Starfið: Starfið er verkstjórn á viðhalds- og þjónustuhópum, stjórnun á tækjarekstri og verkstjórn á járnsmíðaverk- stæði Bækistöðvar. Verkstjóri vinnur undir stjórn deildarstjóra Bækistöðvar að skipulagningu viðhalds og mannafla. Krafist er: Iðnmenntunar og þekkingar og reynslu af verkstjórn á járniðnaðarsviði. Umsóknir og upplýsingar: Umsóknir og upplýsingar um starfið veitir deildar- stjóri Bækistöðvar í síma 28211. Umsóknarfrestur er til 16. júlí 1990. Hafnarstjórinn í Reykjavík -SK/Lt- KRAFT VERKF/íRI ^ - ÞESSI STERKU HLEÐSLUVÉLAR 20.900 kR IÐNAÐARBORVÉL SKRÚFJÁRN Gerð 2735H Gerð 221OH - 12 volta mótor - 3,6 volta mótor - 10mmpatróna - hraöi 180sn./mín. - 2ja gíra drif - báöar snúningsáttir - 5 þrepa átakskúpling - þyngd 500 grömm - stiglaus hraöarofi fra 0 - 500/1650 sn./mín. - báöar snúningsáttir - hleðslutími rafhlööu 1 klst. EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT ÚRVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA MS BORGAR SIG Afi NOTA ÞAfi BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670 Samúel Örn Erlingsson við vinnu sina i hljóðstofu utvarps. Slappa í garðinum - segir Samúel Öm Erlingsson, íþróttafréttamaðnr RÚV „Það veröur að segjast eins og er að ég hef lítíð verið heima hjá mér þessa síðustu daga og sama er að segja um félaga mína á íþrótta- deildinni,“ segir Samúel Örn Erl- ingsson, íþrótíafréttamaður hjá RUV. Meðan heimsmeistarakeppn- in í knattspyrnu stendur yfir eru íþróttafréttamennirnir á fullu sól- arhringinn út. Ekki eingöngu vegna fótboltans á Ítalíu heldur þarf að sirtna íþróttalifmu hérlend- is. Þar má nefna iþróttáhátíö ÍSÍ sem hófst á fimmtudag og fram- undah er landsmót hestamanna, landsmót ungmennafélaga og keppnín í 1. deild stendur sem hæst. „Þaö er fyrirsjánlegt að svona verður þetta fram á haust og ég kem til með að eiga fríhelgi í lok september eða í byijun október fyr- ir utan þessa sem mér tókst að Ijúga út,“ segir Samúel Örn og bætir því við aö þrátt fyrir álag og erflð starfsskilyrði sé andinn á íþrótta- deildinni góður. Hann segir að dótt- ir sín hafi hafl á orði þegar hún kom með mömmu sinni að Sjón- varpshúsinu á dögunum að þarna ættí pabbi heima um leiö og hún benti á húsið. Samúel Öm sinnir félagsstarfi af fullum krafti þrátt fyrir annir. Hann er formaður Sarataka Iþrótt- afréttamanna og situr í stjórn Evr- ópusambands íþróttafréttamanna. Auk þess hefur hann önnur áhuga- mál svo sem garðyrkju og stang- veiði. „Ég slappa af í garðinum mínum og hreínsa hugann um leið og blómabeðin,“ segir Samúel Öm og sýnir á sér hina hliðina. Fullt nafh: Samúel Öm Erlingsson. Fæðingardagur og ár: 12. nóvember 1959. Maki: Ásta Breiötjörð Gunnlaugs- dóttir. Börn: Tvær stelpur sem heita Hólmfríður Ósk, 6 ára, og Gréta Mjöll, 2‘A árs. Bifreið: Volvo 264 ’81. Starf: íþróttafréttamaður hjáRÚV. Laun: Þau eru samkvæmt töxtum BHMR. Áhugamói: Fyrir utan starfið eru mín helstu áhugamál garðyrkja, veiði og bóklestur. Hvað hefur þúfengið margarréttar tölur í lottóinu? Ég hef tvisvar sinn- um fengið þijá rétta en aldrei eftír að tölunum var íjölgað. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í útilegu með fiöl- skyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera upp ávísanaheftið mitt. Uppáhaidsmatur: Lambakjötið með öllum þeim fiölbreyttu mat- reiösluaðferðum sem því henta. Uppóhaldsdrykkur: Konan mín hefur kennt mér að meta undan- rennuna. Hyaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? í þessu starfi veit maður næstum of mikið um íþróttamemúna og þvi er erfitt að veija. Lengi vel var ég hrifinn af tugþrautarmönnum en nú skarar engirrn fram úr á því sviði. Ég ætla að velja kúbverska handbolta- manninn Duranona enda er hann stórkostlegur íþróttamaður. Uppáhaldstímarit: Ég er alæta á tímarit en Sport Intemational er mitt uppáhald. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Leik- konan Jessica Lange. Ertu hlynntur eða andvigur rikis- stjórninni? Ég er frekar hlynntur hennl Hvaða persónu langar þig mest að hltta? Þaö væri gaman að sefiast niður með Gorbatsjov og ræöa landsins gagn og nauðsynjar. Uppáhaidsieikari: Það er félagi minn i T-klúbbnum, Jakob Þór Pétursson. Uppóhaidsleikkona: Ragnheiður Steindórsdóttir hefur lengi verið mín uppóhaldsleikkona. Uppóhaidssöngvari: Kristján Jó- hannsson. Uppábaldsstjórnmálamaður: Árni Johnsen Uppóhaldsteíknimyndapersóna: Tommi. Uppóhaldssjónvarpsefni: Góðar kvikmyndir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér ó landi? Mér hef- ur alltaf fundist það vera heldur óþarft Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rós 2. Uppóhaldsútvarpsmaður: Broddi Broddason. Hvort horfir þú meira ó Sjónvarpið eða Stöð 2? Það er nokkuð jafnt. Uppóhaldssjónvarpsmaður: Félagi minn, Bjarni Fel. Uppóhaidsskemmtistaður: Félags- heimili T-félagsins sem er leynileg- ar félagsskapur hópsins sem út- skrifaðist fró íþróttaskólanum á Laugarvatni fyrir 10 árum. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Áður var þaö mitt gamla ungmennafélag, Hekla á Hellu, en nú eru það Sam- tök íþróttafréttamanna, Stefhir þú að einhverju sérstöku í framtíðmni? Aö hreinsa upp gömul sumarfrí sem ég á inni, byija aö læra aftur og betur þau tungumál sem ég læröi í skóla og þarf mikiö aö nota við vinnu mína og ná góöu valdi á flugustönginni. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég tók þtjár vikur nokkuð snemma í vor og fór til Flórída meö fiölskylduna. -JJ Á.tA l.íWZX-Vi i.'i 4-1 k l■ fet 11 CtMi&itkJföí.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.