Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. 19 Ofátogaukakíló Raunhæf megrun: Átta ldló farin á einum mánuði Maður einn hefur átt í basli meö vigtina um skeið eins og fleiri. Hann hnippti í undirritaðan fyrir sléttum mánuði eftir að hefa lesið dálkana hér í DV og bað um góð ráð tl að létta sig um þau 15,6 kg sem hann vildi losna við til að ná sinni kjörþyng. Ég sagði honum að ég þekkti engin betri ráð en þau sem ég birti hér í pistlunum og tók saman í bókinni ÞAÐ ER ALLT HÆGT VINUR og Almenna bóka- félagið gaf út fyrir jólin. Hvatti hann svo til að ná sér í bókina og fara eftir texta hennar um megrun á 900 kaloríum á dag og fylgjast áfram með þessum dálki hér í DV. En ekki nóg með það. Ég bað hann líka að leyfa lesendum DV Umsjón: Ásgeir Hannes Eiríksson að fylgjast með árangrinum svona til að staðfesta að þaö sé allt hægt. Hann brást vel við þvi. Á fimmtu- daginn síðasta hafði hann farið eft- ir prógramminu í sléttan mánuð og hér fylgir árangurinn í kílóum talið: Dagur Alls 1: 90,1 kg 2:88,8 kg —-1,3 kg ...-1,3 kg.* 3:88,6kg - 0,2 kg -1,5 kg. 4:88,0 kg - 0,6 kg - 2,1 kg. 5:87,6 kg - 0,4 kg - 2,5 kg. 6:87,0 kg -0,6kg -3,lkg. 7:86,8kg - 0,2 kg - 3,3 kg. 8:86,4 kg - 0,4 kg - 3,7 kg. 9:86,1 kg - 0,3 kg - 4,0 kg. 10:86,0 kg - 0,1 kg - 4,1 kg. 11:85,8 kg - 0,2 kg - 4,3 kg. 12:85,5 kg - 0,3 kg - 4,6 kg. 13:85,5 kg.... 0,0 kg - 4,6 kg. 14:85,1 kg -0,4 kg - 5,0 kg' 15:84,6 kg - 0,5 kg - 5,5 kg. 16:84,6 kg.... 0,0 kg - 5,5 kg. 17:84,4 kg - 0,2 kg - 5,7 kg. 18:84,2 kg ....- 0,2 kg ...- 5,9 kg. * 19:85,1 kg.... ....+ 0,9 kg... - 5,0 kg. 20:84,7 kg - 0,4 kg - 5,4 kg. 21:84,5 kg - 0,2 kg - 5,6 kg. 22:83,6 kg -0,9 kg - 6,5 kg. 23:83,7 kg.... ....+ 0,1 kg... - 6,4 kg. 24:83,9 kg.... ....+ 0,2kg... - 6,2 kg. 25:83,4 kg - 0,5 kg - 6,7 kg. 26:83,2 kg ....- 0,2 kg ...- 6,9 kg.* 27:83,3 kg.... ....+ 0,1 kg... - 6,8 kg. 28:83,5 kg.... ....+ 0,2 kg... - 6,6 kg. 29:82,8 kg - 0,7 kg - 7,3 kg. 30:82,3 kg - 0,5 kg -7,8 kg. 31:823 kg.... 0,0 kg -7,8kg. Stjörnudagar (*) merkja afbrigði á matseðlinum á borð við afmælis- hóf og grillveislur. Þar er maturinn oft bæði saltur og sykraður og ekki skorinn við nögl samkvæmt kalor- íutali. Þá kemur líka strax röskun á annars nokkuð samfellt undan- hald hjá aukakílóunum niður blað- síðuna en það jafnar sig á nokkrum dögum. Að öðru leyti sagðist vinurinn hafa fylgt prógramminu út í æsar en verið latur viö að hreyfa sig sem skyldi. Lesið bókina spjaldanna á milli og DV pistlana en ekki haft sig á OA fundi. Og viti menn: Brjóstsviðinn ábakogburt Hann var aldrei svangur. Þegar veruiegt hungur og löngun í venju- legan mat spengir fólkið á skömm- um tíma og það étur yfir sig að lok- um. Hér er stefnt að því að breyta um mataræði í eitt skipti fyrir öll og halda því til æviloka. Borða all- an algengan og góðan íslenskan mat, sama mat og er á borðum í kring um okkur allan daginn en vdð lögum hann aðeins að veikleika okkar og sjúkdómi. Svo einfalt er það nú. Vinur vor er að ná þyngd sinni, nálægt áttatiu kílóum. hann langaði í mat var það græðgi en ekki hungur. Enda fékk hann mun meiri mat en aðrir í fjölskyld- unni sem héldu fast vdð gamla matseðilinn á heimilinu. Þeirra vdgt stóð í stað eða steig á meðan okkar maður tapaði rúmlega fjórð- ungi úr kílói eða 251,6 grömmum að meðaltali á dag. Þaö er vel gert því að léttast um 100 til 200 grömm á dag hefur jafnan verið talinn góð- ur og eðlilegur árangur. Og borðaði samt nógan mat. Áður fyrr þjáðist hann af velgju og bijóstsvdða og var með súrt bragð í koki á kvöldin eftir síð- búnar ferðir í ísskápinn fram undir miðnætti. En nú kveðst hann sofna léttur á hveiju kvöldi og hlakka til að taka til óspilltra málanna vdð morgunverðinn daginn eftir á gal- tóman maga. Nábíturinn og aðrir kvillar eru á bak og burt. Ailt þetta á einum mánuði. Prógrammið er ekki megrunarkúr Prógrammið byggir á 301. Þijár máltíðir á dag og ekkert á milli mála en einn dag í einu. 200 kalor- íur í árbít og 250 í hádegismat en 350 í kvöldverð. 100 kaloríur í með- læti á borð vdð mjólkurlögg í kafíið og þess háttar. Samtals 900 kaloríur á dag. AUt samkvæmt matseðlum í bókinni. Hreyflngu fyrir líkam- ann sem nemur þriggja kílómetra göngu á dag. Herða andann með því að lesa sér til í fræðunum sem birt eru í bókinni eða á annan hátt. Sækja OA fundi. Prógrammiö er ekki megrunarkúr út af fyrir sig. Heldur skipulagt mataræði sem dugar alla ævdna. Megrunin er eins konar aukabúgrein fyrir þá sem þurfa hennar með. Kjami málsins er að öðlast nýtt og betra líf með nýju og breyttu mataræði. Líkaminn er eins og öfugur ávís- anareikningur. Aldrei má leggja meira inn á hann en maður brenn- ir. Þá fitnar maður. Ef maður er í sinni kjörþyngd þá borðar maður jafnmikið og maður brennir á hveijum degi til að halda sér í horf- inu. Ef maður er of þungur þá grennir maður sig með því að boröa mat með færri kaloríum á dag uns maður nær réttri líkamsþyngd. Ef maður er aftur á móti of magur þá borðar maður mat með fleiri kalor- íum en maður brennir á hveijum degi uns réttri líkamsþyngd er náð. Þetta er svona einfait. Galdurinn er ekki bara að grenna sig heldur að halda réttri þyngd til ævdloka. Hvað má borða: En hvað fékk hann vdnur okkar þá að borða samkvæmt prógramm- inu? Það var sko enginn skrínu- kostur heldur allur venjulegur ís- lenskur matur: Allt hreint kjöt og líka fiskur og fugl. Skerum frá alla fitu og húð og annað aukadót. Soð- ið eða bakað í ofni eða nánast þurrsteikt á pönnu með lítilli jurta- olíu. Líka steikt á útigrilli. Ofn- bakaðar kartöflur eða soðnar. Allt nýtt grænmeti og ferskir ávextir en helst ekki úr dós. Allar tegundir af jógúrt en best er þó sykurskert og kaloriusnauð. Allar gerðir af morgunkorni nema sykurhúðað og þess háttar. Hreinn ávaxtasafi. Léttmjólk og þó helst undanrenna. Mysa er afbragð vdð þorsta. Lýsi og vítamín. Kaffi og te og eina til tvær dósir af sykurlausu gosi á dag. Nú er líka kominn kaloríu- snauður bjór á Akureyri og heitir Helgi magri. Þetta er enginn smá matseðill þegar vel er að gáð. Hvað má ekki borða: En hér kemur svarti listinn: Salt og sykur. Fita. Allar unnar kjötvör- ur á borð vdð kjötfars og pylsur og reykt álegg. Fiskfars og fiskibollur og haröfiskur. Kryddleginn matur og óskilgreindir pottréttir. Bæði sykurbrúnaðar kartöflur og franskar, djúpsteiktar eða úr dós. Þykkar rjómasósur eða dressing úr majonesi. Allar hveitivörur á þessu stigi málsins, ekki einu sinni brauðmeti og hvað þá löðrandi syk- urkökur og annað bakkelsi með rjóma eða sultu. Hvorki venjulegir sykurbættir gosdrykkir eða sykr- aður ávaxtasafi. Allt annað æti sem vdð vdtum öll að er banvænt þó það sé ekki talið upp sérstaklega hér. Þetta er því enginn sultarkúr fyr- ir meinlætafólk með gulrótarsafa eða töfrakúr með innfluttum pill- um sem fólk borðar uns raun- KVARTMÍLA veróur haldin sunnudaginn 1.7. á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Keppni hefstkl. 14. Keppendur mœti fyrir kl. 12. Skoóun hefst kl. 10. Nánari upplýsingar og skráning I símsvara 674530. Æskilegt er aó keppendur skrái sig símleiðis Kvartmíluklúbburinn Bíidshöföa 14. sími 674530 Ti ILi HVERAGERÐI Opið alla virka daga kl. 13-20, alla frídaga kl. 12-20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.